Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Fjölskyldu Eyjólfs sagt að ræða ekki við fjölmiðla ef þau vilja farsæla lausn

Norska barna­vernd­in færði fjöl­skyldu hins fimm ára gamla Eyj­ólfs þau skila­boð að þau ættu ekki að tala meira við fjöl­miðla ef það ætti að vera mögu­leiki á því að finna hon­um fóst­ur­heim­ili á Ís­landi. 13 dag­ar eru þar til Eyj­ólf­ur verð­ur flutt­ur til Nor­egs.

Fjölskyldu Eyjólfs sagt að ræða ekki við fjölmiðla ef þau vilja farsæla lausn
13 dagar til stefnu Pattstaða er komin í mál Eyjólfs litla sem norska barnaverndin vill fá í sína vörslu. Mynd: Notandi

Allir fjölskyldumeðlimir hins fimm ára gamla Eyjólfs, bæði úr föður- og móðurfjölskyldu hans, hafa frá og með gærkvöldinu tekið þá ákvörðun að hætta að ræða við fjölmiðla. Samkvæmt heimildum Stundarinnar er það gert af ótta við gagnaðgerðir norsku barnaverndarinnar, en fjölskyldan fékk þau skilaboð í gær að hún ætti ekki að tala meira við fjölmiðla á Íslandi um mál Eyjólfs ef það ætti að vera möguleiki á því að finna honum fósturheimili á Íslandi.

13 dagar eru þar til Eyjólfur verður fluttur til Noregs og allt útlit fyrir að krafist verði aðfarar lögreglu á heimili móðurfjölskyldu Eyjólfs nú í byrjun desember.

„Þetta eru ekkert nema hótanir, en hvað eigum við að gera? Nú þorum við ekki að tjá okkur um þetta mál lengur því við viljum ekki missa Eyjólf til Noregs. Pældu í því hvað það er ljótt. Fyrst áttu krakkarnir að afsala sér öllum rétti til þess að sækjast eftir forsjá drengsins og núna er búið að múlbinda alla fjölskylduna með hótunum um að ef við segjum eitthvað þá bara taka þeir hann til Noregs,“ segir fjölskyldumeðlimur Eyjólfs litla sem vildi ekki koma fram undir nafni. Rætt var um að það „borgaði sig ekki að gera Norðmennina reiða.“

Stillt upp við vegg

Málið er í algjörri pattstöðu. Beðið sé eftir viðbrögðum foreldra Eyjólfs við þeim „kostum í stöðunni“ sem kynntir voru fyrir þeim á fundi Barnaverndarstofu á föstudaginn. Líkt og Stundin hefur greint frá þá var upplifun fjölskyldu Eyjólfs ekki sú sama og upplifun Barnaverndarstofu af umræddum fundi. Fjölskyldu Eyjólfs fannst eins og sér væri stillt upp við vegg með ósanngjörnum skilyrðum en Barnaverndarstofa sagði að einungis hefðu verið ræddir kostir í stöðunni en engin skilyrði.

Umræddir kostir voru, líkt og fjölskyldumeðlimur Eyjólfs bendir á, að móðir Eyjólfs geri sérstaka dómsátt við norsku barnaverndina í dómsmáli sem hún höfðaði á hendur stofnuninni eftir að hafa verið svipt forræði. Það mál er enn í gangi í Noregi en norska barnaverndin vill það út af borðinu. Þá þarf faðir Eyjólfs einnig að staðfesta skriflega að hann muni ekki sækjast eftir forsjá drengsins með aðstoð dómstóla þarlendis. Ef þau gera það þá mun norska barnaverndin skuldbinda sig til þess að finna fósturheimili handa drengnum á Íslandi í samstarfi við íslensk barnaverndaryfirvöld. Eyjólfur yrði þó aldei vistaður hjá fjölskyldumeðlimum, hvorki hjá föður- né móðurfjölskyldu hans.

Binda vonir við Bjarna Benediktsson

„Þá höfum við engin svör fengið af hverju faðir drengsins fær ekki tækifæri á að ala son sinn upp. Hann er í sömu stöðu og fjölmargir einstæðir feður sem ekki voru skráðir í sambúð eða giftir þegar börn þeirra fæddust. Þegar það gerist þá fær móðirinn fulla forsjá strax. Þarna er vegið að réttindum föður Eyjólfs einfaldlega vegna þess að við erum með bilað kerfi sem útdeilir forsjá án þess að taka til skoðunar aðkomu feðra. Þá er líka skrítið að gefa ekki þessari ungu móður tækifæri. Hún hefur greinilega átt mjög erfiða æsku og fór snemma út af brautinni en hvers á hún að gjalda? Á fólk ekki skilið annað tækifæri? Af hverju er þetta ekki sett upp þannig að hún yrði áfram undir vökulu auga barnaverndaryfirvalda, skilar þvagprufum og sýnir í verki að hún geti staðið undir þeirri ábyrgð að ala upp barn og á meðan er sonur hennar í tímabundinni vistun. Af hverju fær hún ekki það tækifæri?“

Samkvæmt heimildum Stundarinnar hafa fjölskyldumeðlimir Eyjólfs reynt að ná sambandi við sitjandi innanríkisráðherra, Bjarna Benediktsson, en án árangurs.

Orð Bjarna Benediktssonar, sitjandi fjármála- og innanríkisráðherra, í útvarpsviðtali hjá Harmageddon hafi gefið þeim von en síðan þá hafi þau ekkert heyrt í Bjarna eða öðrum í ríkistjórninni. Í viðtalinu sagðist Bjarni meðal annars að hann væri að fylgjast mjög vel með málinu en bíða þyrfti dóms Hæstaréttar. Þeir fjölskyldumeðlimir sem Stundin ræddi við sögðu að nú væri komið dálítið síðan að dómur féll en þau hafi ekkert heyrt. Þau hafi reynt að ná samband við Bjarna, bæði í gegnum fjármálaráðuneytið og innanríkisráðuneytið en ekki haft erindi sem erfiði.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Barnavernd í Noregi

Helena reynir að bjarga húsinu: Eyjólfur fær að alast upp á Íslandi
FréttirBarnavernd í Noregi

Helena reyn­ir að bjarga hús­inu: Eyj­ólf­ur fær að al­ast upp á Ís­landi

Á með­an Helena Brynj­ólfs­dótt­ir reyn­ir að bjarga hús­inu sínu í Nor­egi þá eru norsk og ís­lensk yf­ir­völd að klára sam­komu­lag land­anna á milli varð­andi fram­tíð Eyj­ólfs Krist­ins. Elva Christ­ina hef­ur fyr­ir­gert rétti sín­um í Nor­egi með því skil­yrði að hann fái að al­ast upp á Ís­landi. Norsk barna­vernd­ar­yf­ir­völd vilja að hon­um sé kom­ið í fóst­ur ut­an fjöl­skyld­unn­ar.
Meira en tífalt líklegra að barn sé tekið af íslensku foreldri í Noregi en á Íslandi
FréttirBarnavernd í Noregi

Meira en tí­falt lík­legra að barn sé tek­ið af ís­lensku for­eldri í Nor­egi en á Ís­landi

Norska barna­vernd­in hef­ur tek­ið 11 ís­lensk börn á að­eins tveim­ur ár­um í Nor­egi og kom­ið fyr­ir í var­an­legu fóstri. „For­eldr­ar geta áfrýj­að ár hvert en á hinn bóg­inn er sjald­gæft að slík­ar áfrýj­an­ir séu tekn­ar til skoð­un­ar,“ seg­ir einn æðsti yf­ir­mað­ur norsku barna­vernd­ar­inn­ar.
Norska barnaverndin setur skilyrði: Eyjólfur fær nýja fjölskyldu fyrir jól
FréttirBarnavernd í Noregi

Norska barna­vernd­in set­ur skil­yrði: Eyj­ólf­ur fær nýja fjöl­skyldu fyr­ir jól

Móð­ir og fað­ir Eyj­ólfs þurfa að fyr­ir­gera rétti sín­um til þess að sækja mál gegn norsku barna­vernd­inni ef stofn­un­in á að taka það til greina að vista son þeirra á Ís­landi. Ef þau gera það ekki verð­ur Eyj­ólf­ur flutt­ur með valdi til Nor­egs í byrj­un des­em­ber, þar sem bú­ið er að finna hon­um fjöl­skyldu.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
5
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár