Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Norska barnaverndin setur skilyrði: Eyjólfur fær nýja fjölskyldu fyrir jól

Móð­ir og fað­ir Eyj­ólfs þurfa að fyr­ir­gera rétti sín­um til þess að sækja mál gegn norsku barna­vernd­inni ef stofn­un­in á að taka það til greina að vista son þeirra á Ís­landi. Ef þau gera það ekki verð­ur Eyj­ólf­ur flutt­ur með valdi til Nor­egs í byrj­un des­em­ber, þar sem bú­ið er að finna hon­um fjöl­skyldu.

Norska barnaverndin vill að móðir og faðir Eyjólfs, fimm ára íslensks drengs sem norska stofnunin vill fá í sína vörslu, afsali sér rétti sínum til þess að sækja rétt sinn gagnvart norsku barnaverndinni ef það á að vera möguleiki að sonur þeirra fái fóstur á Íslandi, ella verður hann fluttur með valdi til Noregs þann 5. desember. Norska barnaverndin hefur þegar valið fjölskyldu fyrir Eyjólf og er hans nú beðið ytra.

Í skilyrðum barnaverndarinnar í Noregi felst að móðir Eyjólfs geri sérstaka dómsátt við norsku barnaverndina í dómsmáli sem hún höfðaði á hendur stofnuninni eftir að hafa verið svipt forræði. Það mál er enn í gangi í Noregi en norska barnaverndin vill það út af borðinu. Þá vill stofnunin að faðir Eyjólfs staðfesti skriflega að hann muni ekki sækjast eftir forsjá drengsins með aðstoð dómstóla þarlendis. Ef þau gera það þá mun norska barnaverndin skuldbinda sig til þess að finna fósturheimili handa drengnum á Íslandi í samstarfi við íslensk barnaverndaryfirvöld. Eyjólfur yrði þó aldei vistaður hjá fjölskyldumeðlimum, hvorki hjá föður- né móðurfjölskyldu hans.

Norska barnaverndin hefur þá afstöðu að hvorki móðir drengsins, amma hans né faðir hans, eigi að hafa forræði yfir honum. Meðal annars byggir barnaverndin niðurstöðu sína á fíkniefnaneyslu móðurinnar, sem nú hefur farið í meðferð, segist hafa tekið upp breyttan lífsstíl og hefur undirgengist fíkniefnapróf frá komu sinni til landsins í sumar. Þá voru þær forsendur barnaverndar reifaðar í dómi Hæstaréttar að amma Eyjólfs hefði verið gagnrýnd af móður hans í viðtölum við barnaverndina á sínum tíma, meðal annars fyrir heimilisástand og áfengisneyslu, en báðar hafa síðan sagt að þær aðstæður sem þar er lýst séu ýmist rangar eða aðstæðurnar yfirstaðnar. Ekki fást upplýsingar um það af hverju faðir Eyjólfs er ekki tekinn til greina af norsku barnaverndinni aðrar en þær að stofnunin vill ekki að neinn fjölskyldumeðlimur komi nálægt framtíðarfósturheimili hans.

Sagt að hætta að tjá sig um málið

Samkvæmt heimildum Stundarinnar er þó ekki ljóst hvort norska barnaverndin megi, samkvæmt norskum lögum, finna barni fóstur utan Noregs, en verið sé að kanna leiðir fram hjá því ytra. Ekki er langur tími til stefnu og því hafi báðir foreldrar Eyjólfs aðeins örfáa daga til þess að ákveða sig. Þau hafi bæði fengið að vita þetta rétt fyrir helgi en eftir því sem Stundin kemst næst þá ætlar hvorki móðir né faðir drengsins að fyrirgera rétti sinn til þess að sækjast eftir forsjá hans.

„Bæði móður- og föðurfjölskylda Eyjólfs vonast eftir því að ráðherrar stígi inn í málið“

„Á mannamáli þá er verið að biðja þessa ungu foreldra að gefa upp alla von á að fá að umgangast barnið sitt aftur. Með þessu ættu þau engan rétt. Þau ættu ekki einu sinni rétt á að sækja rétt sinn. Fáránlegt,“ sagði einn fjölskyldumeðlimur sem ekki vildi láta nafns síns getið og það ekki af ástæðulausu. Samkvæmt heimildum Stundarinnar hefur norska barnaverndin einnig krafist þess að bæði föður- og móðurfjölskylda drengsins hætti að tjá sig um málið í fjölmiðlum.

Erfið kveðjustundElva Christina ætlar ekki að fyrirgera rétt sinn til þess að sækja mál gegn norsku barnaverndinni og því gæti farið svo að lögreglan sæki Eyjólf fyrir hönd norskra barnaverndaryfirvalda í byrjun desember.

Foreldrar fallast líklega ekki á skilyrðin

Stundin hafði samband við Barnaverndarstofu en þar fengust þær upplýsingar að enn væri unnið í málinu. Það væri viðkvæmt en niðurstaðan færi dálítið eftir afstöðu og vilja foreldranna til þess að leysa það.

„Með deginum í dag eru fimmtán dagar þar til Eyjólfur skal fluttur til Noregs“

Eins og áður segir er ekki útlit fyrir að móðir og faðir Eyjólfs gangi að skilyrðum norsku barnaverndarinnar og því allt útlit fyrir að starfsmenn íslensku barnaverndarinnar óski eftir aðstoð lögreglu vegna aðfarar á heimili fjölskyldunnar þann 5. desember næstkomandi. Þá verður Eyjólfur sóttur og honum fylgt til Noregs þar sem norsk fósturfjölskylda er sögð bíða eftir því að fá hann. Ef það gerist þá þarf móðir Eyjólfs að halda sínu máli til streitu fyrir norskum dómstólum og faðir hans að sækja rétt sinn gagnvart norsku barnaverndinni ytra sömuleiðis ef þau ætla að eiga einhvern möguleika á að halda drengnum.

Eyjólfur fær nýja fjölskyldu fyrir jól

Ef þau ganga að skilyrðum norsku barnaverndarinnar þá, eins og áður segir, mun norska barnaverndin skuldbinda sig til þess að finna fósturheimili handa drengnum á Íslandi í samstarfi við norsk barnaverndaryfirvöld. Samkvæmt heimildum Stundarinnar gæti Eyjólfur hitt nýju íslensku fjölskylduna sína um mánaðarmótin. En allt fer þetta eftir afstöðu foreldranna og hvort norska barnaverndin finnur leið í kring um lög sem banna vistun fósturbarna erlendis. Eitt er þó ljóst og það er að sama hvernig málið verður leitt til lykta, hvort sem það verður á Íslandi eða í Noregi, þá mun Eyjólfur fá nýja fjölskyldu fyrir jól.

Fær ekki forsjáNorska barnaverndin hefur hafnað þeirri beiðni föður Eyjólfs að fá forsjá yfir syni sínum. Þau vilja að faðir Eyjólfs lofi stofnuninni að sækjast ekki eftir forsjá drengsins ef það á að vera möguleiki að vista hann á Íslandi.

Með deginum í dag eru fimmtán dagar þar til Eyjólfur skal fluttur til Noregs samkvæmt dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem var síðar staðfestur af Hæstarétti Íslands, eftir að amma Eyjólfs fór með frá Noregi án leyfis norsku barnaverndarinnar. Forsenda dómsins var að með brottflutningnum á drengnum hefði verið brotið gegn Haag-samkomulaginu, sem kveður á um að ekki megi flytja með barn úr dvalarlandi án heimildar forsjáraðila, sem í þessu tilfelli var norska barnaverndin.

Vonast eftir inngripi ráðherra

Bæði móður- og föðurfjölskylda Eyjólfs vonast eftir því að ráðherrar stígi inn í málið.

Orð Bjarna Benediktssonar, sitjandi fjármála- og innanríkisráðherra, í útvarpsviðtali hjá Harmageddon hafi gefið þeim von en síðan þá hafi þau ekkert heyrt í Bjarna eða öðrum í ríkistjórninni. Í viðtalinu sagðist Bjarni meðal annars að hann væri að fylgjast mjög vel með málinu en bíða þyrfti dóms Hæstaréttar. Þeir fjölskyldumeðlimir sem Stundin ræddi við sögðu að nú væri komið dálítið síðan að dómur féll en þau hafi ekkert heyrt. Þau hafi reynt að ná samband við Bjarna, bæði í gegnum fjármálaráðuneytið og innanríkisráðuneytið en ekki haft erindi sem erfiði.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Barnavernd í Noregi

Helena reynir að bjarga húsinu: Eyjólfur fær að alast upp á Íslandi
FréttirBarnavernd í Noregi

Helena reyn­ir að bjarga hús­inu: Eyj­ólf­ur fær að al­ast upp á Ís­landi

Á með­an Helena Brynj­ólfs­dótt­ir reyn­ir að bjarga hús­inu sínu í Nor­egi þá eru norsk og ís­lensk yf­ir­völd að klára sam­komu­lag land­anna á milli varð­andi fram­tíð Eyj­ólfs Krist­ins. Elva Christ­ina hef­ur fyr­ir­gert rétti sín­um í Nor­egi með því skil­yrði að hann fái að al­ast upp á Ís­landi. Norsk barna­vernd­ar­yf­ir­völd vilja að hon­um sé kom­ið í fóst­ur ut­an fjöl­skyld­unn­ar.
Meira en tífalt líklegra að barn sé tekið af íslensku foreldri í Noregi en á Íslandi
FréttirBarnavernd í Noregi

Meira en tí­falt lík­legra að barn sé tek­ið af ís­lensku for­eldri í Nor­egi en á Ís­landi

Norska barna­vernd­in hef­ur tek­ið 11 ís­lensk börn á að­eins tveim­ur ár­um í Nor­egi og kom­ið fyr­ir í var­an­legu fóstri. „For­eldr­ar geta áfrýj­að ár hvert en á hinn bóg­inn er sjald­gæft að slík­ar áfrýj­an­ir séu tekn­ar til skoð­un­ar,“ seg­ir einn æðsti yf­ir­mað­ur norsku barna­vernd­ar­inn­ar.

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
FréttirÁ vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár