Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Norska barnaverndin setur skilyrði: Eyjólfur fær nýja fjölskyldu fyrir jól

Móð­ir og fað­ir Eyj­ólfs þurfa að fyr­ir­gera rétti sín­um til þess að sækja mál gegn norsku barna­vernd­inni ef stofn­un­in á að taka það til greina að vista son þeirra á Ís­landi. Ef þau gera það ekki verð­ur Eyj­ólf­ur flutt­ur með valdi til Nor­egs í byrj­un des­em­ber, þar sem bú­ið er að finna hon­um fjöl­skyldu.

Norska barnaverndin vill að móðir og faðir Eyjólfs, fimm ára íslensks drengs sem norska stofnunin vill fá í sína vörslu, afsali sér rétti sínum til þess að sækja rétt sinn gagnvart norsku barnaverndinni ef það á að vera möguleiki að sonur þeirra fái fóstur á Íslandi, ella verður hann fluttur með valdi til Noregs þann 5. desember. Norska barnaverndin hefur þegar valið fjölskyldu fyrir Eyjólf og er hans nú beðið ytra.

Í skilyrðum barnaverndarinnar í Noregi felst að móðir Eyjólfs geri sérstaka dómsátt við norsku barnaverndina í dómsmáli sem hún höfðaði á hendur stofnuninni eftir að hafa verið svipt forræði. Það mál er enn í gangi í Noregi en norska barnaverndin vill það út af borðinu. Þá vill stofnunin að faðir Eyjólfs staðfesti skriflega að hann muni ekki sækjast eftir forsjá drengsins með aðstoð dómstóla þarlendis. Ef þau gera það þá mun norska barnaverndin skuldbinda sig til þess að finna fósturheimili handa drengnum á Íslandi í samstarfi við íslensk barnaverndaryfirvöld. Eyjólfur yrði þó aldei vistaður hjá fjölskyldumeðlimum, hvorki hjá föður- né móðurfjölskyldu hans.

Norska barnaverndin hefur þá afstöðu að hvorki móðir drengsins, amma hans né faðir hans, eigi að hafa forræði yfir honum. Meðal annars byggir barnaverndin niðurstöðu sína á fíkniefnaneyslu móðurinnar, sem nú hefur farið í meðferð, segist hafa tekið upp breyttan lífsstíl og hefur undirgengist fíkniefnapróf frá komu sinni til landsins í sumar. Þá voru þær forsendur barnaverndar reifaðar í dómi Hæstaréttar að amma Eyjólfs hefði verið gagnrýnd af móður hans í viðtölum við barnaverndina á sínum tíma, meðal annars fyrir heimilisástand og áfengisneyslu, en báðar hafa síðan sagt að þær aðstæður sem þar er lýst séu ýmist rangar eða aðstæðurnar yfirstaðnar. Ekki fást upplýsingar um það af hverju faðir Eyjólfs er ekki tekinn til greina af norsku barnaverndinni aðrar en þær að stofnunin vill ekki að neinn fjölskyldumeðlimur komi nálægt framtíðarfósturheimili hans.

Sagt að hætta að tjá sig um málið

Samkvæmt heimildum Stundarinnar er þó ekki ljóst hvort norska barnaverndin megi, samkvæmt norskum lögum, finna barni fóstur utan Noregs, en verið sé að kanna leiðir fram hjá því ytra. Ekki er langur tími til stefnu og því hafi báðir foreldrar Eyjólfs aðeins örfáa daga til þess að ákveða sig. Þau hafi bæði fengið að vita þetta rétt fyrir helgi en eftir því sem Stundin kemst næst þá ætlar hvorki móðir né faðir drengsins að fyrirgera rétti sinn til þess að sækjast eftir forsjá hans.

„Bæði móður- og föðurfjölskylda Eyjólfs vonast eftir því að ráðherrar stígi inn í málið“

„Á mannamáli þá er verið að biðja þessa ungu foreldra að gefa upp alla von á að fá að umgangast barnið sitt aftur. Með þessu ættu þau engan rétt. Þau ættu ekki einu sinni rétt á að sækja rétt sinn. Fáránlegt,“ sagði einn fjölskyldumeðlimur sem ekki vildi láta nafns síns getið og það ekki af ástæðulausu. Samkvæmt heimildum Stundarinnar hefur norska barnaverndin einnig krafist þess að bæði föður- og móðurfjölskylda drengsins hætti að tjá sig um málið í fjölmiðlum.

Erfið kveðjustundElva Christina ætlar ekki að fyrirgera rétt sinn til þess að sækja mál gegn norsku barnaverndinni og því gæti farið svo að lögreglan sæki Eyjólf fyrir hönd norskra barnaverndaryfirvalda í byrjun desember.

Foreldrar fallast líklega ekki á skilyrðin

Stundin hafði samband við Barnaverndarstofu en þar fengust þær upplýsingar að enn væri unnið í málinu. Það væri viðkvæmt en niðurstaðan færi dálítið eftir afstöðu og vilja foreldranna til þess að leysa það.

„Með deginum í dag eru fimmtán dagar þar til Eyjólfur skal fluttur til Noregs“

Eins og áður segir er ekki útlit fyrir að móðir og faðir Eyjólfs gangi að skilyrðum norsku barnaverndarinnar og því allt útlit fyrir að starfsmenn íslensku barnaverndarinnar óski eftir aðstoð lögreglu vegna aðfarar á heimili fjölskyldunnar þann 5. desember næstkomandi. Þá verður Eyjólfur sóttur og honum fylgt til Noregs þar sem norsk fósturfjölskylda er sögð bíða eftir því að fá hann. Ef það gerist þá þarf móðir Eyjólfs að halda sínu máli til streitu fyrir norskum dómstólum og faðir hans að sækja rétt sinn gagnvart norsku barnaverndinni ytra sömuleiðis ef þau ætla að eiga einhvern möguleika á að halda drengnum.

Eyjólfur fær nýja fjölskyldu fyrir jól

Ef þau ganga að skilyrðum norsku barnaverndarinnar þá, eins og áður segir, mun norska barnaverndin skuldbinda sig til þess að finna fósturheimili handa drengnum á Íslandi í samstarfi við norsk barnaverndaryfirvöld. Samkvæmt heimildum Stundarinnar gæti Eyjólfur hitt nýju íslensku fjölskylduna sína um mánaðarmótin. En allt fer þetta eftir afstöðu foreldranna og hvort norska barnaverndin finnur leið í kring um lög sem banna vistun fósturbarna erlendis. Eitt er þó ljóst og það er að sama hvernig málið verður leitt til lykta, hvort sem það verður á Íslandi eða í Noregi, þá mun Eyjólfur fá nýja fjölskyldu fyrir jól.

Fær ekki forsjáNorska barnaverndin hefur hafnað þeirri beiðni föður Eyjólfs að fá forsjá yfir syni sínum. Þau vilja að faðir Eyjólfs lofi stofnuninni að sækjast ekki eftir forsjá drengsins ef það á að vera möguleiki að vista hann á Íslandi.

Með deginum í dag eru fimmtán dagar þar til Eyjólfur skal fluttur til Noregs samkvæmt dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem var síðar staðfestur af Hæstarétti Íslands, eftir að amma Eyjólfs fór með frá Noregi án leyfis norsku barnaverndarinnar. Forsenda dómsins var að með brottflutningnum á drengnum hefði verið brotið gegn Haag-samkomulaginu, sem kveður á um að ekki megi flytja með barn úr dvalarlandi án heimildar forsjáraðila, sem í þessu tilfelli var norska barnaverndin.

Vonast eftir inngripi ráðherra

Bæði móður- og föðurfjölskylda Eyjólfs vonast eftir því að ráðherrar stígi inn í málið.

Orð Bjarna Benediktssonar, sitjandi fjármála- og innanríkisráðherra, í útvarpsviðtali hjá Harmageddon hafi gefið þeim von en síðan þá hafi þau ekkert heyrt í Bjarna eða öðrum í ríkistjórninni. Í viðtalinu sagðist Bjarni meðal annars að hann væri að fylgjast mjög vel með málinu en bíða þyrfti dóms Hæstaréttar. Þeir fjölskyldumeðlimir sem Stundin ræddi við sögðu að nú væri komið dálítið síðan að dómur féll en þau hafi ekkert heyrt. Þau hafi reynt að ná samband við Bjarna, bæði í gegnum fjármálaráðuneytið og innanríkisráðuneytið en ekki haft erindi sem erfiði.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Barnavernd í Noregi

Helena reynir að bjarga húsinu: Eyjólfur fær að alast upp á Íslandi
FréttirBarnavernd í Noregi

Helena reyn­ir að bjarga hús­inu: Eyj­ólf­ur fær að al­ast upp á Ís­landi

Á með­an Helena Brynj­ólfs­dótt­ir reyn­ir að bjarga hús­inu sínu í Nor­egi þá eru norsk og ís­lensk yf­ir­völd að klára sam­komu­lag land­anna á milli varð­andi fram­tíð Eyj­ólfs Krist­ins. Elva Christ­ina hef­ur fyr­ir­gert rétti sín­um í Nor­egi með því skil­yrði að hann fái að al­ast upp á Ís­landi. Norsk barna­vernd­ar­yf­ir­völd vilja að hon­um sé kom­ið í fóst­ur ut­an fjöl­skyld­unn­ar.
Meira en tífalt líklegra að barn sé tekið af íslensku foreldri í Noregi en á Íslandi
FréttirBarnavernd í Noregi

Meira en tí­falt lík­legra að barn sé tek­ið af ís­lensku for­eldri í Nor­egi en á Ís­landi

Norska barna­vernd­in hef­ur tek­ið 11 ís­lensk börn á að­eins tveim­ur ár­um í Nor­egi og kom­ið fyr­ir í var­an­legu fóstri. „For­eldr­ar geta áfrýj­að ár hvert en á hinn bóg­inn er sjald­gæft að slík­ar áfrýj­an­ir séu tekn­ar til skoð­un­ar,“ seg­ir einn æðsti yf­ir­mað­ur norsku barna­vernd­ar­inn­ar.

Mest lesið

Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
1
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
2
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
3
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
4
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Sólveig Anna sendi bréf á móðurfélög Subway og Hard Rock Cafe
6
Fréttir

Sól­veig Anna sendi bréf á móð­ur­fé­lög Su­bway og Hard Rock Ca­fe

Fé­lög­in sem reka Su­bway og Hard Rock Ca­fé á Ís­landi eru að­il­ar að SVEIT, sem Efl­ing seg­ir að stað­ið hafi fyr­ir stofn­un gervistétt­ar­fé­lags til að rýra kjör starfs­manna í veit­inga­geir­an­um. Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir formað­ur fé­lags­ins hef­ur nú skrif­að bréf út til al­þjóð­legra móð­ur­fé­laga þess­ara tveggja veit­inga­staða­keðja og beð­ið þau um að rann­saka starfs­hætti sér­leyf­is­haf­ana hér­lend­is.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
4
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...
Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
6
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár