Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Helena reynir að bjarga húsinu: Eyjólfur fær að alast upp á Íslandi

Á með­an Helena Brynj­ólfs­dótt­ir reyn­ir að bjarga hús­inu sínu í Nor­egi þá eru norsk og ís­lensk yf­ir­völd að klára sam­komu­lag land­anna á milli varð­andi fram­tíð Eyj­ólfs Krist­ins. Elva Christ­ina hef­ur fyr­ir­gert rétti sín­um í Nor­egi með því skil­yrði að hann fái að al­ast upp á Ís­landi. Norsk barna­vernd­ar­yf­ir­völd vilja að hon­um sé kom­ið í fóst­ur ut­an fjöl­skyld­unn­ar.

Helena reynir að bjarga húsinu: Eyjólfur fær að alast upp á Íslandi
Helena og Eyjólfur Fjölskyldan hefur fengið jákvæð svör frá norskum barnaverndaryfirvöldum en ekkert sé þó fast í hendi. Mynd: Heiða Helgadóttir

„Við höfum fengið að vita að það séu allar líkur á því að hann fái að alast upp á Íslandi. Það er hinsvegar ekki búið að færa það yfir á prent eða skrifa undir eitthvað þannig að við erum enn hrædd. Við vonum að sjálfsögðu það besta,“ segir Helena Brynjólfsdóttir, amma Eyjólfs Kristins, sem steig fram í viðtali við Stundina þann 28. júlí og sagðist hafa rænt barnabarni sínu til þess að bjarga því. Helena vildi koma barnabarninu undan norsku barnaverndinni sem á þeim tíma var komin með forsjá yfir því og var að leita að fósturheimili. Vista átti Eyjólf Kristinn í varanlegt fóstur til átján ára aldurs hjá ókunnugri norskri fjölskyldu. Samkvæmt heimildum Stundarinnar var norska barnaverndin búin að velja fósturfjölskyldu fyrir Eyjólf þegar amma hans flaug með hann til Íslands.

Helena var nýbúin að kaupa sér hús í Kristansand  og komin í góða vinnu á hóteli í borginni þegar hún flúði Noreg ásamt dóttur sinni og barnabarni. Hún segir fólk út um allan heim hafa hvatt sig til þess að flýja. Taka barnið og hlaupa eins langt frá Noregi og kostur væri. Fljúga til Íslands. Fela sig. Lögfræðingar hennar sögðu við hana að hún væri komin út í horn.

„Veraldleg gæði skiptu mig engu máli enda varð ég að velja á milli þeirra og barnsins. Ég valdi að sjálfsögðu barnið og hljóp.“ 

„Ég ræddi við tvo lögfræðinga, bæði á Íslandi og í Noregi. Þeir, eins og gefur að skilja, gátu ekki beint sagt mér að flýja en sögðu að ég væri komin algjörlega út í horn og það næsta sem myndi gerast væri að barnið yrði tekið og þá væri svo gott sem útilokað að reyna að fá það aftur. Fólkið sem ég ræddi við í þessum hópi á Facebook bauðst til þess að greiða flugmiða fyrir mig, gistingu, láta mig fá dagpeninga og í raun hvað sem er til þess að hjálpa mér að komast undan. Þetta var fólk sem hafði misst börnin sín, hafði fundið fyrir óréttlætinu og vildi hjálpa mér. Ég var á báðum áttum. Skíthrædd. Komin með frábæra vinnu í Kristiansand og nýbúin að kaupa mér hús. Hvað átti ég að gera? Veraldleg gæði skiptu mig engu máli enda varð ég að velja á milli þeirra og barnsins. Ég valdi að sjálfsögðu barnið og hljóp.“ 

Fá vonandi að eyða með honum jólunum

Helena kom til Noregs í gær til þess að reyna að bjarga húsinu og ákveða næstu skref. Hún segir fjölskylduna engar fréttir hafa fengið þess efnis að það væri alveg staðfest að Eyjólfur Kristinn yrði ekki fluttur til Noregs. DV greindi frá því í gær að samkvæmt heimildum blaðsins væri búið að taka ákvörðun um framtíð Eyjólfs Kristins og að hann yrði ekki sendur til Noregs heldur fengi hann að alast upp á Íslandi. 

„Það er allavega ekki búið að láta okkur vita og það er ekkert fast í hendi. Við vonum að þetta sé satt að sjálfsögðu,“ segir Helena.

Samkvæmt heimildum Stundarinnar hefur móðir Eyjólfs Kristins, Elva Christina, fyrirgert rétti sínum í Noregi og þar með dregið sig út úr dómsmáli gegn norsku barnaverndinni en um var að ræða áfrýjun vegna forsjársviptingarinnar. Það á hún að hafa gert með því skilyrði að Eyjólfur Kristinn fengi að alast upp á Íslandi. Samkvæmt sömu heimildum eiga norsk yfirvöld að hafa gengið að þessum samning en þó með einu skilyrði og það er að Eyjólfur Kristinn fari ekki í fóstur til fjölskyldumeðlima. Það þýðir að hvorki faðir hans né móðir fá að ala hann upp. Bæði föður- og móðurfjölskylda Eyjólfs Kristins vonast eftir því að norska barnaverndin láti undan og flytji málið alfarið til íslensku barnaverndarinnar, skilyrðislaust

Sorglegt að koma aftur inn í húsið

„Nú er bara að bíða og vona. Það eru að koma jól og vonandi fær hann að vera hjá fjölskyldunni sinni um jólin. Ég trúi ekki því að hann verði tekinn í burtu korter í jól. En á meðan við bíðum eftir því að eitthvað sé fast í hendi þá ætla ég að reyna að bjarga húsínu mínu hérna í Noregi. Ég hef ekki komð hingað síðan í júní. Það hefur í raun enginn komið hingað síðan við brunuðum út á flugvöll með Eyjólf Kristinn,“ segir Helena.

Hvernig var að koma í húsið þitt í Noregi núna hálfu ári eftir að þú flúðir þaðan í flýti?

„Það var voðalega sorglegt að koma inn í húsið og sjá dótið hans, leikföngin hans og rúmið hans. Þetta var sárt. Ég þurfti náttúrulega fyrst að klofvega fjallið af reikningum sem biðu mín við útidyrahurðina. Ég veit ekkert hvort ég nái að bjarga húsinu. Mér býðst þó vinnan mín aftur og það er ánægjulegt. Framtíð hússins ræðst á morgun.“

„Það var voðalega sorglegt að koma inn í húsið og sjá dótið hans, leikföngin hans og rúmið hans. Þetta var sárt.

Nú. Hvað er að gerast á morgun?

„Þá fer ég í viðtal hjá bankanum. Ég hef ekkert greitt frá því í júní og þegar fólk er komið í svona mikil vanskil þá verður róðurinn ansi erfiður. Annars myndi ég alltaf gera þetta aftur. Ég myndi ekki hugsa mig tvisvar um. Mig langar líka að koma á framfæri þökkum til allra þeirra sem sýndu okkur stuðning og buðu fram aðstoð sína. Það var ótrúlegur fjöldi fólks. Ég hefði aldrei trúað því að það væri til svona mikið af góðu fólki sem væri tilbúið til þess að leggja sig fram við að aðstoða aðra sem þeir mögulega þekkja ekki neitt,“ segir Helena sem enn heldur í vonina um farsæla lausn.

„Ég fæ vonandi að vera amma hans í framtíðinni. Það skiptir mig öllu máli.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Barnavernd í Noregi

Meira en tífalt líklegra að barn sé tekið af íslensku foreldri í Noregi en á Íslandi
FréttirBarnavernd í Noregi

Meira en tí­falt lík­legra að barn sé tek­ið af ís­lensku for­eldri í Nor­egi en á Ís­landi

Norska barna­vernd­in hef­ur tek­ið 11 ís­lensk börn á að­eins tveim­ur ár­um í Nor­egi og kom­ið fyr­ir í var­an­legu fóstri. „For­eldr­ar geta áfrýj­að ár hvert en á hinn bóg­inn er sjald­gæft að slík­ar áfrýj­an­ir séu tekn­ar til skoð­un­ar,“ seg­ir einn æðsti yf­ir­mað­ur norsku barna­vernd­ar­inn­ar.
Norska barnaverndin setur skilyrði: Eyjólfur fær nýja fjölskyldu fyrir jól
FréttirBarnavernd í Noregi

Norska barna­vernd­in set­ur skil­yrði: Eyj­ólf­ur fær nýja fjöl­skyldu fyr­ir jól

Móð­ir og fað­ir Eyj­ólfs þurfa að fyr­ir­gera rétti sín­um til þess að sækja mál gegn norsku barna­vernd­inni ef stofn­un­in á að taka það til greina að vista son þeirra á Ís­landi. Ef þau gera það ekki verð­ur Eyj­ólf­ur flutt­ur með valdi til Nor­egs í byrj­un des­em­ber, þar sem bú­ið er að finna hon­um fjöl­skyldu.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
6
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár