Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Niðurstaða komin: Norska barnaverndin leyfir Eyjólfi að alast upp á Íslandi

Op­in­ber nið­ur­staða ligg­ur fyr­ir í máli Eyj­ólfs Krist­ins, fimm ára gam­als ís­lensks drengs, sem norsk barna­vernd­ar­yf­ir­völd vildu fá í sína vörslu. Helena Brynj­ólfs­dótt­ir, amma drengs­ins, flúði með hann hing­að til lands í júlí. Ís­lensk yf­ir­völd fara nú með for­sjá Eyj­ólfs Krist­ins.

Niðurstaða komin: Norska barnaverndin leyfir Eyjólfi að alast upp á Íslandi
Hamingjusamur Stundin hitti fyrir Eyjólf Kristinn og eyddi með honum degi nú fyrir skömmu. Hann elskar að mæta í leikskólann sinn á morgnana, leika við vini sína og spila fótbolta. Mynd: Notandi

Í dag fékkst endanleg niðurstaða í mál Eyjólfs Kristins, fimm ára gamals íslensks drengs, sem Stundin hefur fjallað um frá því í júlí á þessu ári. Norsk yfirvöld hafa fallist á þá ósk íslenskra yfirvalda og fjölskyldu drengsins að hann fái að alast upp á Íslandi. Þetta staðfestir Oddgeir Einarsson, lögfræðingur fjölskyldunnar. Íslensk barnaverndaryfirvöld fara með forsjá drengsins frá og með deginum í dag.

Móðir drengsins, Elva Christina, hefur sóst eftir því að fá annað tækifæri til þess að ala son sinn upp en líkt og Stundin greindi frá þá fór Elva út af sporinu í lífinu, flæktist í viðjar fíkniefna sem leiddi til þess að hún var svipt forsjánni í Noregi. Þangað hafði hún flutt ásamt móður sinni, Helenu Brynjólfsdóttur, sem á endanum flúði með drenginn til Íslands í lok júní á þessu ári. Þá hafði fjölskyldan búið í Noregi í um þrjú ár.

Ekki liggur hvernig málið verður endanlega leitt til lykta en samkvæmt heimildum Stundarinnar er stórfjölskylda Eyjólfs Kristins, í bæði föður- og móðurætt himinlifandi, með fréttirnar.

„Fyrir hönd umbjóðanda míns er þakkað fyrir þann hlýhug og stuðning sem henni og fjölskyldu hennar hefur verið sýndur á síðastliðnum mánuðum,“ segir í fréttatilkynningu sem Oddgeir sendi frá sér rétt í þessu.

Dagur í lífi Eyjólfs

Blaðamaður eyddi degi með Eyjólfi sem vaknaði með bros á vör og fór að sofa með bros á vör.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Barnavernd í Noregi

Helena reynir að bjarga húsinu: Eyjólfur fær að alast upp á Íslandi
FréttirBarnavernd í Noregi

Helena reyn­ir að bjarga hús­inu: Eyj­ólf­ur fær að al­ast upp á Ís­landi

Á með­an Helena Brynj­ólfs­dótt­ir reyn­ir að bjarga hús­inu sínu í Nor­egi þá eru norsk og ís­lensk yf­ir­völd að klára sam­komu­lag land­anna á milli varð­andi fram­tíð Eyj­ólfs Krist­ins. Elva Christ­ina hef­ur fyr­ir­gert rétti sín­um í Nor­egi með því skil­yrði að hann fái að al­ast upp á Ís­landi. Norsk barna­vernd­ar­yf­ir­völd vilja að hon­um sé kom­ið í fóst­ur ut­an fjöl­skyld­unn­ar.
Meira en tífalt líklegra að barn sé tekið af íslensku foreldri í Noregi en á Íslandi
FréttirBarnavernd í Noregi

Meira en tí­falt lík­legra að barn sé tek­ið af ís­lensku for­eldri í Nor­egi en á Ís­landi

Norska barna­vernd­in hef­ur tek­ið 11 ís­lensk börn á að­eins tveim­ur ár­um í Nor­egi og kom­ið fyr­ir í var­an­legu fóstri. „For­eldr­ar geta áfrýj­að ár hvert en á hinn bóg­inn er sjald­gæft að slík­ar áfrýj­an­ir séu tekn­ar til skoð­un­ar,“ seg­ir einn æðsti yf­ir­mað­ur norsku barna­vernd­ar­inn­ar.
Norska barnaverndin setur skilyrði: Eyjólfur fær nýja fjölskyldu fyrir jól
FréttirBarnavernd í Noregi

Norska barna­vernd­in set­ur skil­yrði: Eyj­ólf­ur fær nýja fjöl­skyldu fyr­ir jól

Móð­ir og fað­ir Eyj­ólfs þurfa að fyr­ir­gera rétti sín­um til þess að sækja mál gegn norsku barna­vernd­inni ef stofn­un­in á að taka það til greina að vista son þeirra á Ís­landi. Ef þau gera það ekki verð­ur Eyj­ólf­ur flutt­ur með valdi til Nor­egs í byrj­un des­em­ber, þar sem bú­ið er að finna hon­um fjöl­skyldu.

Mest lesið

Jóhannes Hraunfjörð Karlsson
6
Aðsent

Jóhannes Hraunfjörð Karlsson

ESB eða Pú­er­tó Ríkó? Hvernig tryggj­um við full­veld­ið?

„Óbreytt ástand stend­ur ekki til boða,“ skrif­ar Jó­hann­es Hraun­fjörð Karls­son, hag­fræð­ing­ur og sagn­fræð­ing­ur, og seg­ir að um­ræða ör­ygg­is­mál og hvernig Ís­land trygg­ir full­veld­ið hafi enn ekki far­ið fram. Jó­hann­es seg­ir að stuðn­ings­menn „sjáv­ar­út­vegs­greif­anna“ leyn­ist víða og að aug­lýs­inga­her­ferð þeirra í sjón­varpi minni helst á Norð­ur-Kór­eu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár