Birna Brjánsdóttir var borin til grafar í dag. Jarðarförin var öllum opin og fjölsótt, enda snerti andlát Birnu alla þjóðina og er hennar minnst sem ljósið sem hún var. Hallgrímur Helgason orti ljóð í minningu hennar, Hún ein.
Fréttir
Lögmaður Nikolaj skilur ekki af hverju hann hefur enn stöðu sakbornings
Unnsteinn Örn Elvarsson, lögfræðingur Nikolaj Olsen, segir að skjólstæðingur sinn hafi verið himinlifandi þegar hann fékk þær fréttir að hann yrði látinn laus úr gæsluvarðhaldi en einangrunin hefur reynt verulega á hann. Ekki verður farið fram á farbann yfir honum en hann hefur verið staðfastur í frásögn sinni, lýst yfir sakleysi og reynt að upplýsa málið eftir bestu getu.
Fréttir
Hver sem er getur flutt lögheimilið á Bessastaði
Rétt skráning lögheimilis er mikilvæg en þrátt fyrir það getur hver sem er skráð lögheimili sitt hvar sem er, hvenær sem er og í raun án vitneskju þess sem þar býr. Breytinga er að vænta.
FréttirHvarf Birnu Brjánsdóttur
Öðrum skipverjanum sleppt úr gæsluvarðhaldi og ekki verður óskað eftir farbanni
Í dag mun lögreglan óska eftir áframhaldandi gæsluvarðhaldi yfir Thomas Møller Olsen, þeim sem ók rauða Kia Rio-bílaleigubílnum nóttina sem Birna hvarf. Nikolaj Olsen, sem hefur sagst hafa verið ofurölvi um nóttina og heldur fram minnisleysi, verður sleppt.
Fréttir
Mótmæli í Reykjanesbæ vegna áforma umdeildra viðskiptamanna
Mikil óánægja er í Reykjanesbæ vegna áforma Hrífutanga ehf. um að byggja þriggja hæða íbúðablokk með 77 íbúðum við Hafnargötu 12. Eigendur fyrirtækisins, Helgi Guðmundsson og Sigurður H. Garðarsson, hafa verið til umfjöllunar vegna viðskiptahátta sinna.
Fréttir
Nýtt fíkniefni á Íslandi getur verið lífshættulegt
Fíkniefnið 2C-B er nú boðið til sölu í lokuðum íslenskum söluhópum á samfélagsmiðlinum Facebook. Um er að ræða varasamt verksmiðjuframleitt efni sem kom til landsins í miklu magni á þessu ári. Efnið er örvandi, veldur ofskynjunum og getur verið lífshættulegt að mati sérfræðings í klínískri eiturefnafræði við Landspítalann.
FréttirHvarf Birnu Brjánsdóttur
Annar skipverjanna sagðist hafa séð tvær stelpur í aftursætinu
Annar skipverjanna af grænlenska togaranum Polar Nanoq, hringdi í kærustuna sína í Grænlandi og lýsti fyrir henni það sem hann man um aðfaranótt laugardagsins 14. janúar, nóttina sem Birna hvarf.
FréttirHvarf Birnu Brjánsdóttur
Birnu var ráðinn bani: Rannsaka samskipti við Íslendinga
Austurrískur réttarmeinafræðingur hefur komist að þeirri niðurstöðu að Birnu Brjánsdóttur hafi verið ráðinn bani.
FréttirHvarf Birnu Brjánsdóttur
Hringdi látlaust í íslenska vinkonu á sama tíma og Birna var í bílnum
Annar skipverjanna af Polar Nanoq reyndi ítrekað að hringja í íslenska vinkonu sína eftir að Birna Brjánsdóttir hvarf upp í rauða Kia Rio bifreið.
FréttirHvarf Birnu Brjánsdóttur
Reynt að kortleggja ferðir hinna handteknu
Tveir skipverjar af grænlenska togaranum Polar Nanoq, Thomas Møller Olsen og Nikolaj Olsen, sitja í gæsluvarðhaldi grunaðir um að tengjast morðinu á Birnu Brjánsdóttur. Enn er reynt að kortleggja ferðir þeirra. Aðrir skipverjar segjast vera í áfalli og votta samúð sína. Útgerðin hefur veitt Landsbjörgu fjárstyrk sem þakklætisvott.
FréttirHvarf Birnu Brjánsdóttur
Blóð í bílnum: Annar þeirra handteknu með sakaferil í Grænlandi
Annar þeirra tveggja skipverja á grænlenska togaranum Polar Nanoq, sem handtekinn var og situr nú í gæsluvarðhaldi vegna hvarfs Birnu Brjánsdóttur, hefur áður verið dæmdur fyrir fíkniefnamisferli í Grænlandi. Blóð fannst í rauðri Kia Rio-bílaleigubifreið sem þessi sami maður hafði til umráða.
FréttirHvarf Birnu Brjánsdóttur
Lögreglan óskar eftir því að ná tali af þessum ökumanni
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir að ná tali af ökumanni hvíta bílsins, sem var ekið vestur Óseyrarbraut í Hafnarfirði laugardaginn 14. janúar kl. 12.24.
FréttirHvarf Birnu Brjánsdóttur
Utanríkisráðherra Grænlands mætir ekki til Noregs á ráðstefnu vegna rannsóknar lögreglu á hvarfi Birnu
Vittus Qujaukitsoq, utanríkisráðherra Grænlands, mun ekki mæta á hina árlegu norðurslóðaráðstefnu Arctic Frontier sem hefst á sunnudaginn í Tromsø í Noregi. Ástæðan er sögð handtakan á grænlenskum skipverjum af togaranum Polar Nanoq.
FréttirHvarf Birnu Brjánsdóttur
Leitað að Birnu nálægt Keili eftir að leitarhundar fundu lykt
Björgunarsveitir leita nú að Birnu Brjánsdóttur við vegarslóða á Reykjanesi. Leit þar hófst eftir vísbendingu um grunsamleg bílljós á fáförnum vegslóða.
FréttirHvarf Birnu Brjánsdóttur
Flökkusögur ganga enn um samfélagsmiðla: „Birna er ekki fundin“
Yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir ekkert hæft í þeim sögusögnum sem nú ganga um samfélagsmiðla. Lögreglan fann hass um borð í Polar Nanoq í nótt. Útgerðin hefur pantað áfallahjálp fyrir áhöfnina.
FréttirHvarf Birnu Brjánsdóttur
Rannsóknargögn úr bílaleigubílnum send úr landi til greiningar
Lögreglan nýtur aðstoðar erlendis frá við rannsóknina á hvarfi Birnu Brjánsdóttur sem nú er rannsakað sem sakamál. Rannsóknargögn úr rauðum Kia Rio-bílaleigubíl hafa verið send erlendis til greiningar. Tveir menn af grænlenska togaranum Polar Nanoq hafa verið úrskurðaðir í tveggja vikna gæsluvarðhald. Þeir neita báðir sök.
Lýsir andlegu ofbeldi fyrrverandi sem hótaði að dreifa nektarmyndum
Edda Pétursdóttir greinir frá andlegu ofbeldi í kjölfar sambandsslita þar sem hún sætti stöðugu áreiti frá fyrrverandi kærasta sínum. Á fyrsta árinu eftir sambandsslitin bárust henni fjölda tölvupósta og smáskilaboða frá manninum þar sem hann ýmist lofaði hana eða rakkaði niður, krafðist viðurkenningar á því að hún hefði ekki verið heiðarleg í sambandinu og hótaði að birta kynferðislegar myndir og myndbönd af henni ef hún færi ekki að vilja hans. Edda ræðir um reynslu sína í hlaðvarpsþættinum Eigin Konur í umsjón Eddu Falak og í samtali við Stundina. Hlaðvarpsþættirnir Eigin Konur verða framvegis birtir á vef Stundarinnar og lokaðir þættir verða opnir áskrifendum Stundarinnar.
2
Rannsókn
8
Jón Baldvin við nemanda: „Viltu hitta mig eftir næsta tíma“
Fimmtán ára stúlka í Hagaskóla hélt dagbók vorið 1970 þar sem hún lýsir kynferðislegum samskiptum við Jón Baldvin Hannibalsson sem þá var 31 árs gamall kennari hennar. Í bréfi sem hann sendi stúlkunni segist hann vilja stinga af frá öllu og liggja í kjöltu hennar.
3
Fréttir
4
Óttaðist fyrrverandi kærasta í tæpan áratug
Edda Pétursdóttir segist í rúm níu ár hafa lifað við stöðugan ótta um að fyrrverandi kærasti hennar myndi láta verða af ítrekuðum hótunum um að dreifa kynferðislegum myndböndum af henni, sem hann hafi tekið upp án hennar vitundar meðan þau voru enn saman. Maðurinn sem hún segir að sé þekktur á Íslandi hafi auk þess áreitt hana með stöðugum tölvupóstsendingum og smáskilaboðum. Hún segir lögreglu hafa latt hana frá því að tilkynna málið.
4
Eigin Konur#75
1
Fylgdi móður sinni í einkaflugvél
Ragnheiður er aðeins 15 ára gömul en hún fór með mömmu sinni til Noregs með einkaflugvél að sækja bræður sína. Samfélagsmiðlar gera börnum kleift að tjá sig opinberlega og hefur Ragnheiður verið að segja sína sögu á miðlinum TikTok. Hún talar opinskátt um málið sitt eftir að barnavernd og sálfræðingur brugðust henni. Hvenær leyfum við rödd barna að heyrast? Í þessu viðtali segir Ragnheiður stuttlega frá því sem hún er nú þegar að tala um á TikTok og hver hennar upplifun á ferðalaginu til Noregs var.
5
Eigin Konur#82
Fjölskyldan flakkaði milli hjólhýsa og hótela: Gagnrýnir að barnavernd skyldi ekki grípa fyrr inn í
„Ég byrjaði alla morgna á að spyrja hvert ég ætti að koma eftir skóla, því maður vissi aldrei hvar maður myndi vera næstu nótt,“ segir Guðrún Dís sem er 19 ára. Í viðtali við Eigin Konur segir hún frá upplifun sinni af því að alast upp hjá móður með áfengisvanda. Hún segir að lífið hafa breyst mjög til hins verra þegar hún var 12 ára því þá hafi mamma hennar byrjað að drekka. Þá hafi fjölskyldan misst heimilið og eftir það flakkað milli hjólhýsa og hótela. Guðrún Dís vildi segja frá sinni hlið mála eftir að móðir hennar opinberaði sögu sína á YouTube. Guðrún Dís hefur lokað á öll samskipti við hana. Guðrún segir að þó mamma hennar glími við veikindi eigi hún ekki að bera ábyrgð á henni. Hún gagnrýnir starfsfólk barnaverndar fyrir að hafa ekki gripið inn í miklu fyrr. Ábyrgðarmaður og ritstjóri Eigin kvenna er Edda Falak.
6
Viðtal
1
Þar sem ósýnilega fólkið býr í borginni
„Þetta var öruggasti staðurinn minn,“ segir Alma Lind Smáradóttir þegar hún opnar inn í ruslageymslu í bílakjallara í Reykjavík. Þarna bjó hún hluta þeirra þriggja ára sem hún þvældist um götur bæjarins. Borgin sést í öðru ljósi þegar hún er séð með augum heimilislausra, ósýnilega fólksins, þeirra sem flestir líta fram hjá eða hrekja burt. Ítarlegt og einlgæt viðtal við Ölmu Lind birtist í 162. tölublaði Stundarinnar og má lesa í heild á slóðinni: https://stundin.is/grein/16051/
7
Viðtal
9
Lifði af þrjú ár á götunni
Alma Lind Smáradóttir endaði á götunni eftir að hún missti son sinn frá sér. Þar þvældist hún um í þrjú ár með sár sem náðu aldrei að gróa. Þegar hún varð barnshafandi á ný mætti barnavernd á fæðingardeildina og fór fram á að hún myndi afsala sér barninu.
8
Fréttir
14
„Hann hefur ekki beðist afsökunar“
Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, sem kallar sig Auður, hefur viðurkennt að hafa farið „yfir mörk“ í samskiptum við konur. Konur lýsa ágengni og meiðandi framkomu sem hann hafi aldrei axlað ábyrgð á.
9
Eigin Konur#80
Helga Sif og Gabríela Bryndís
Helga Sif stígur nú fram í viðtali við Eigin konur eftir að barnsfaðir hennar birti gerðardóm í forsjárdeilu þeirra og nafngreindi hana og börnin á Facebook. Helga Sif og börnin hafa lýst andlegu og kynferðislegu ofbeldi föðurins og börnin segjast hrædd við hann. Sálfræðingar telja hann engu að síður hæfan fyrir dómi. Nú stendur til að færa 10 ára gamalt langveikt barn þeirra til föðurins með lögregluvaldi. Gabríela Bryndís er sálfræðingur og einn af stofnendum Lífs án ofbeldis og hefur verið Helgu til aðstoðar í málinu. Ábyrgðarmaður og ritstjóri Eigin kvenna er Edda Falak.
10
Viðtal
6
„Ég get ekki lifað við þessa lygi“
Sigurlaug Hreinsdóttir segir lögregluna hafa brugðist þegar dóttir hennar hvarf fyrir fimm árum síðan. Nefnd um eftirlit með störfum lögreglu gerir fjölmargar athugasemdir við framgöngu lögreglu í málinu og beinir tilmælum um úrbætur til ríkislögreglustjóra. „Ég biðst einlægrar afsökunar,“ skrifar Grímur Grímsson, sem var hampað sem hetju og tók á móti viðurkenningu sem maður ársins. „Það var ótrúlega sárt,“ segir Sigurlaug. Sér hafi verið fórnað fyrir ímynd lögreglunnar.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni og Kjarnanum með áskriftum og styrkjum síðan 2013. Með því að kaupa áskrift að Heimildinni styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.