Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Nýtt fíkniefni á Íslandi getur verið lífshættulegt

Fíkni­efn­ið 2C-B er nú boð­ið til sölu í lok­uð­um ís­lensk­um sölu­hóp­um á sam­fé­lags­miðl­in­um Face­book. Um er að ræða vara­samt verk­smiðju­fram­leitt efni sem kom til lands­ins í miklu magni á þessu ári. Efn­ið er örv­andi, veld­ur of­skynj­un­um og get­ur ver­ið lífs­hættu­legt að mati sér­fræð­ings í klín­ískri eit­ur­efna­fræði við Land­spít­al­ann.

Nýtt fíkniefni á Íslandi getur verið lífshættulegt

„Mér leið eins og ég væri fastur í helvíti,“ segir maður sem neytti nýs fíkniefnis sem nú er komið til landsins.

Um er að ræða verksmiðjuframleitt fíkniefni sem heitir 2C-B. Það er boðið til sölu í lokuðum íslenskum söluhópum á samfélagsmiðlinum Facebook. Efnið er örvandi, veldur miklum ofskynjunum og getur sett neytanda þess í lífshættu með ýmsum hætti. Efnið sjálft er ekki nýtt þar sem það var fundið upp af efnafræðingnum Alexander Theodore Shulgin árið 1974 en hann hefur oft verið kallaður guðfaðir e-töflunnar. Fíkniefnið er hins vegar nýtt á markaði hér en það fór fyrst að bera á því á síðasta ári.

Samkvæmt heimildum Stundarinnar kom efnið þó ekki í það miklu magni á síðasta ári að hægt væri að selja það í fíkniefnasöluhópum á samfélagsmiðlum. Í ár hins vegar kom stór sending af efninu hingað til lands og hefur neysla þess farið vaxandi undanfarnar vikur og mánuði.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
1
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
4
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár