Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Nýtt fíkniefni á Íslandi getur verið lífshættulegt

Fíkni­efn­ið 2C-B er nú boð­ið til sölu í lok­uð­um ís­lensk­um sölu­hóp­um á sam­fé­lags­miðl­in­um Face­book. Um er að ræða vara­samt verk­smiðju­fram­leitt efni sem kom til lands­ins í miklu magni á þessu ári. Efn­ið er örv­andi, veld­ur of­skynj­un­um og get­ur ver­ið lífs­hættu­legt að mati sér­fræð­ings í klín­ískri eit­ur­efna­fræði við Land­spít­al­ann.

Nýtt fíkniefni á Íslandi getur verið lífshættulegt

„Mér leið eins og ég væri fastur í helvíti,“ segir maður sem neytti nýs fíkniefnis sem nú er komið til landsins.

Um er að ræða verksmiðjuframleitt fíkniefni sem heitir 2C-B. Það er boðið til sölu í lokuðum íslenskum söluhópum á samfélagsmiðlinum Facebook. Efnið er örvandi, veldur miklum ofskynjunum og getur sett neytanda þess í lífshættu með ýmsum hætti. Efnið sjálft er ekki nýtt þar sem það var fundið upp af efnafræðingnum Alexander Theodore Shulgin árið 1974 en hann hefur oft verið kallaður guðfaðir e-töflunnar. Fíkniefnið er hins vegar nýtt á markaði hér en það fór fyrst að bera á því á síðasta ári.

Samkvæmt heimildum Stundarinnar kom efnið þó ekki í það miklu magni á síðasta ári að hægt væri að selja það í fíkniefnasöluhópum á samfélagsmiðlum. Í ár hins vegar kom stór sending af efninu hingað til lands og hefur neysla þess farið vaxandi undanfarnar vikur og mánuði.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
1
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
6
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár