Mun fleiri ofbeldisbrot voru tilkynnt til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í mars en að meðaltali síðustu mánuði. Tilkynningar um heimilisofbeldi eru 28 prósent fleiri fyrstu þrjá mánuuði ársins en að meðaltali á sama tíma síðustu þrjú ár. Fjöldi fíkniefnabrota hefur rokið upp.
Fréttir
Fjórir af hverjum tíu föngum inni fyrir fíkniefnabrot
Prófessor í félagsfræði segir þungar refsingar ekki draga úr vanda vegna fíkniefna og riðla samræmi þegar kemur að ofbeldis- og kynferðisbrotum. Endurskoða þurfi fleiri refsingar en aðeins vegna vörsluskammta.
Aðsent
Árni Steingrímur Sigurðsson
Hvað er gert við gjaldþrota stefnumál?
„Sá hluti þegnanna sem neytir vímuefna hefur sætt nægum ofsóknum. Þingheimur getur lagt niður vopn á morgun eða haldið áfram að herja á okkar minnstu bræðrum og systrum án sjáanlegs árangurs.” Árni Steingrímur Sigurðsson skrifar um afglæpavæðingu vímuefna á Íslandi.
Fréttir
Kristallað metamfetamín auglýst til sölu í leynihópum
Sala á metamfetamíni hefur aukist á Íslandi undanfarin ár. Aðalpersóna þáttanna Breaking Bad er notuð til að auglýsa gæði þess í lokuðum spjallhópi þar sem boðið er upp á „Walter White type of shit“.
Aðsent
Guðrún Ebba Ólafsdóttir og Kristín I. Pálsdóttir
Forðumst fordóma – hugum að hugtakanotkun
Ráðskonur Rótarinnar, félags um málefni kvenna með áfengis- og fíknivanda, benda á mikilvægi þess að gætt sé að hugtakanotkun þegar fjallað er um fólk sem notar vímuefni, og þess gætt að mannvirðing sé sett í forgrunn þar.
Fréttir
Vill lögleiða rekstur neyslurýma
Heilbrigðisráðherra leggur til stofnun neyslurýmis fyrir fólk sem notar fíkniefni í æð. Um 700 manns á Íslandi nota efni í æð og er rýmið hugsað til skaðaminnkunar fyrir þann hóp.
Fréttir
Ungmennum með fíknivanda hafnað - „Við erum að tala um BÖRN!!“
Félagsráðgjafi gagnrýnir Íbúasamtök Norðlingaholts harðlega fyrir að mótmæla vistheimili fyrir ungmenni með fíknivanda. „Hinn sanni jólaandi sýnir sig hér rækilega í verki.“
Fréttir
Sluppu ekki við sakaskrá vegna neysluskammta fyrir reglubreytingu
Reglum um sakaskrá var breytt í maí þannig að fíknilagabrot yrðu ekki skráð í tilviki neysluskammta. Alls voru 101 slíkt brot skráð í sakaskrá frá því að núverandi ríkisstjórn tók við þar til reglunum var breytt.
Fréttir
Móðir sem missti son sinn: „Komið fram við fólk með lyfjafíkn sem annars ef ekki þriðja flokks borgara“
Maður á þrítugsaldri skráði sig út af Vogi og leitaði til fíknigeðdeildar sem var lokuð í sumar. Hann komst ekki strax aftur inn hjá SÁÁ og lést í ágúst. Móðir hans segir fordóma ríkja gagnvart fólki með lyfjafíkn.
Viðtal
Flúði veikindi móður sinnar með því að skapa hliðarveruleika
Baldvin Z var barn að aldri þegar móðir hans veiktist af krabbameini og lést. Til þess að takast á við aðstæðurnar skapaði hann sér hliðarveruleika og fór að semja sögur. Í nýjustu kvikmyndinni fjallar hann um afleiðingar fíkniefnaneyslu á neytendur og aðstandendur þeirra, en sagan er byggð á veruleika íslenskra stúlkna.
Fréttir
42 létust vegna ofneyslu ópíóða síðustu þrjú ár
Ofneysla lyfseðilsskyldra lyfja hefur valdið fleiri dauðsföllum á Íslandi en ofneysla ólöglegra vímuefna. Voru ópíumskyld lyf ástæða nær helmings andláta. Ofneysla örvandi lyfja dró 18 manns til dauða.
Fréttir
Vísað úr meðferð í Vík og þarf að bíða í tólf daga eftir innlögn á Vog
Stefan Ólafur beið í sautján daga í skelfilegu ástandi eftir að komast í meðferð á Vogi. Honum var vísað úr eftirmeðferð á Vík, að ósekju að sögn móður hans. Nú á hann engan annan kost en að bíða eftir innlögn á Vog að nýju.
Lýsir andlegu ofbeldi fyrrverandi sem hótaði að dreifa nektarmyndum
Edda Pétursdóttir greinir frá andlegu ofbeldi í kjölfar sambandsslita þar sem hún sætti stöðugu áreiti frá fyrrverandi kærasta sínum. Á fyrsta árinu eftir sambandsslitin bárust henni fjölda tölvupósta og smáskilaboða frá manninum þar sem hann ýmist lofaði hana eða rakkaði niður, krafðist viðurkenningar á því að hún hefði ekki verið heiðarleg í sambandinu og hótaði að birta kynferðislegar myndir og myndbönd af henni ef hún færi ekki að vilja hans. Edda ræðir um reynslu sína í hlaðvarpsþættinum Eigin Konur í umsjón Eddu Falak og í samtali við Stundina. Hlaðvarpsþættirnir Eigin Konur verða framvegis birtir á vef Stundarinnar og lokaðir þættir verða opnir áskrifendum Stundarinnar.
2
Rannsókn
7
Jón Baldvin við nemanda: „Viltu hitta mig eftir næsta tíma“
Fimmtán ára stúlka í Hagaskóla hélt dagbók vorið 1970 þar sem hún lýsir kynferðislegum samskiptum við Jón Baldvin Hannibalsson sem þá var 31 árs gamall kennari hennar. Í bréfi sem hann sendi stúlkunni segist hann vilja stinga af frá öllu og liggja í kjöltu hennar.
3
Eigin Konur#75
1
Fylgdi móður sinni í einkaflugvél
Ragnheiður er aðeins 15 ára gömul en hún fór með mömmu sinni til Noregs með einkaflugvél að sækja bræður sína. Samfélagsmiðlar gera börnum kleift að tjá sig opinberlega og hefur Ragnheiður verið að segja sína sögu á miðlinum TikTok. Hún talar opinskátt um málið sitt eftir að barnavernd og sálfræðingur brugðust henni. Hvenær leyfum við rödd barna að heyrast? Í þessu viðtali segir Ragnheiður stuttlega frá því sem hún er nú þegar að tala um á TikTok og hver hennar upplifun á ferðalaginu til Noregs var.
4
Fréttir
4
Óttaðist fyrrverandi kærasta í tæpan áratug
Edda Pétursdóttir segist í rúm níu ár hafa lifað við stöðugan ótta um að fyrrverandi kærasti hennar myndi láta verða af ítrekuðum hótunum um að dreifa kynferðislegum myndböndum af henni, sem hann hafi tekið upp án hennar vitundar meðan þau voru enn saman. Maðurinn sem hún segir að sé þekktur á Íslandi hafi auk þess áreitt hana með stöðugum tölvupóstsendingum og smáskilaboðum. Hún segir lögreglu hafa latt hana frá því að tilkynna málið.
5
Eigin Konur#82
Fjölskyldan flakkaði milli hjólhýsa og hótela: Gagnrýnir að barnavernd skyldi ekki grípa fyrr inn í
„Ég byrjaði alla morgna á að spyrja hvert ég ætti að koma eftir skóla, því maður vissi aldrei hvar maður myndi vera næstu nótt,“ segir Guðrún Dís sem er 19 ára. Í viðtali við Eigin Konur segir hún frá upplifun sinni af því að alast upp hjá móður með áfengisvanda. Hún segir að lífið hafa breyst mjög til hins verra þegar hún var 12 ára því þá hafi mamma hennar byrjað að drekka. Þá hafi fjölskyldan misst heimilið og eftir það flakkað milli hjólhýsa og hótela. Guðrún Dís vildi segja frá sinni hlið mála eftir að móðir hennar opinberaði sögu sína á YouTube. Guðrún Dís hefur lokað á öll samskipti við hana. Guðrún segir að þó mamma hennar glími við veikindi eigi hún ekki að bera ábyrgð á henni. Hún gagnrýnir starfsfólk barnaverndar fyrir að hafa ekki gripið inn í miklu fyrr. Ábyrgðarmaður og ritstjóri Eigin kvenna er Edda Falak.
6
Viðtal
1
Þar sem ósýnilega fólkið býr í borginni
„Þetta var öruggasti staðurinn minn,“ segir Alma Lind Smáradóttir þegar hún opnar inn í ruslageymslu í bílakjallara í Reykjavík. Þarna bjó hún hluta þeirra þriggja ára sem hún þvældist um götur bæjarins. Borgin sést í öðru ljósi þegar hún er séð með augum heimilislausra, ósýnilega fólksins, þeirra sem flestir líta fram hjá eða hrekja burt. Ítarlegt og einlgæt viðtal við Ölmu Lind birtist í 162. tölublaði Stundarinnar og má lesa í heild á slóðinni: https://stundin.is/grein/16051/
7
Viðtal
9
Lifði af þrjú ár á götunni
Alma Lind Smáradóttir endaði á götunni eftir að hún missti son sinn frá sér. Þar þvældist hún um í þrjú ár með sár sem náðu aldrei að gróa. Þegar hún varð barnshafandi á ný mætti barnavernd á fæðingardeildina og fór fram á að hún myndi afsala sér barninu.
8
Fréttir
14
„Hann hefur ekki beðist afsökunar“
Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, sem kallar sig Auður, hefur viðurkennt að hafa farið „yfir mörk“ í samskiptum við konur. Konur lýsa ágengni og meiðandi framkomu sem hann hafi aldrei axlað ábyrgð á.
9
Eigin Konur#80
Helga Sif og Gabríela Bryndís
Helga Sif stígur nú fram í viðtali við Eigin konur eftir að barnsfaðir hennar birti gerðardóm í forsjárdeilu þeirra og nafngreindi hana og börnin á Facebook. Helga Sif og börnin hafa lýst andlegu og kynferðislegu ofbeldi föðurins og börnin segjast hrædd við hann. Sálfræðingar telja hann engu að síður hæfan fyrir dómi. Nú stendur til að færa 10 ára gamalt langveikt barn þeirra til föðurins með lögregluvaldi. Gabríela Bryndís er sálfræðingur og einn af stofnendum Lífs án ofbeldis og hefur verið Helgu til aðstoðar í málinu. Ábyrgðarmaður og ritstjóri Eigin kvenna er Edda Falak.
10
Fréttir
5
Kári svarar færslu Eddu um vændiskaupanda: „Ekki verið að tala um mig“
Kári Stefánsson segist ekki vera maðurinn sem Edda Falak vísar til sem vændiskaupanda, en segist vera með tárum yfir því hvernig komið sé fyrir SÁÁ. Hann hafi ákveðið að hætta í stjórn samtakanna vegna aðdróttana í sinn garð. Edda segist hafa svarað SÁÁ í hálfkæringi, enda skuldi hún engum svör.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni og Kjarnanum með áskriftum og styrkjum síðan 2013. Með því að kaupa áskrift að Heimildinni styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.