Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Flúði veikindi móður sinnar með því að skapa hliðarveruleika

Bald­vin Z var barn að aldri þeg­ar móð­ir hans veikt­ist af krabba­meini og lést. Til þess að tak­ast á við að­stæð­urn­ar skap­aði hann sér hlið­ar­veru­leika og fór að semja sög­ur. Í nýj­ustu kvik­mynd­inni fjall­ar hann um af­leið­ing­ar fíkni­efna­neyslu á neyt­end­ur og að­stand­end­ur þeirra, en sag­an er byggð á veru­leika ís­lenskra stúlkna.

Á meðan jafnaldrar Baldvins Zophoníassonar voru að glíma við viðkvæma sjálfsmynd sem tengdist samfélagsstöðu þeirra á unglingsárunum átti hann í fullu fangi með veikindi móður sinnar. Í fjögur ár hafði móðir hans barist við illvígt krabbamein áður en hún lést þegar hann var aðeins þrettán ára gamall. 

Fráfall móður hans hafði djúpstæð áhrif sem hann er enn að gera upp í dag. „Það var mjög lítið talað um þetta á sínum tíma. Ég skil ekki af hverju við vorum ekki með henni þegar hún dó. Okkur var bara sagt að núna væri þetta búið og mér fannst það mjög óþægilegt.

Við tóku ár hjá mér þar sem ég rambaði á mjög ranga leið í lífinu og fór að djamma mikið; það sem bjargaði mér í raun og veru frá því að gjörsamlega sturta lífi mínu ofan í klósettskál var að kærasta mín, Heiða, varð ólétt og ég tók þá ákvörðun …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu