Skýr afstaða gegn því að Gunnar Björnsson fái að þjónusta
Séra Gunnari Björnssyni hefur í tvígang verið meinað að jarðsyngja látið fólk á þessu ári. Séra Agnes M. Sigurðardóttir biskup tekur „skýra afstöðu með þolendum“ og hefur beitt sér gegn því að Gunnar fái að þjónusta. Helga Bjarnadóttir, sem lýsti siðferðisbrotum Gunnars gegn sér árið 2019, gagnrýnir fréttaflutning um að með þessu sé brotið gegn Gunnari. Til umræðu er að svipta Gunnar hempunni.
Fréttir
14
„Hann hefur ekki beðist afsökunar“
Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, sem kallar sig Auður, hefur viðurkennt að hafa farið „yfir mörk“ í samskiptum við konur. Konur lýsa ágengni og meiðandi framkomu sem hann hafi aldrei axlað ábyrgð á.
Fréttir
7
Jón Baldvin „hagar sér eins og rándýr“
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar, ráðherra og borgarstjóri, segir ákveðið munstur birtast í frásögnum af framferði Jóns Baldvins Hannibalssonar. Hann hafi aldrei viðurkennt misgjörðir sínar og enn sé honum hampað vegna afreka sinna.
Greining
4
Tíu ár af nýjum vitnisburðum um háttsemi Jóns Baldvins
Frá því að Guðrúnar Harðardóttir steig fram fyrir 10 árum síðan og opinberaði bréf sem Jón Baldvin Hannibalsson sendi þegar hún var unglingur hafa tugir annarra frásagna um háttsemi hans komið fram. Jón Baldvin hefur reynt að fá fólk til að skrifa undir stuðningsyfirlýsingu en á sama tíma eiga sér stað ný atvik þar sem konur upplifa hann sem ógn.
FréttirViku vegna ásakana
3
Sex konur segja séra Gunnar Sigurjónsson hafa áreitt og beitt sig kynbundnu ofbeldi
Séra Gunnar Sigurjónsson, sóknarprestur við Digranes- og Hjallaprestakall, var ekki sendur í leyfi vegna samstarfsörðugleika heldur vegna ásakanna um kynferðislegt áreiti, kynbundið ofbeldi og einelti.
ÚttektViku vegna ásakana
6
Mennirnir sem viku vegna ásakana
Á síðastliðnu ári hafa fjölmargir menn vikið í kjölfar ásakana um kynbundið ofbeldi. Hverjir eru þessir menn, hvað voru þeir sakaðir um og hvað varð þess valdandi að þeir annaðhvort viku sjálfir eða misstu stöðu sína vegna þess?
FréttirKonur kvarta undan kynferðislegri áreitni lækna
3
Konur krefjast aðgerða og breytinga á menningu spítalans
„Við segjum nú er komið nóg,“ segir aðgerðahópurinn Konur í læknastétt sem krefst aðgerða á Landspítalanum. Það sé ekki nóg að bæta verkferla heldur þurfi að breyta menningunni. Niðurstöður rannsóknar sýna að þriðjungur almennra lækna hefur upplifað kynbundið ofbeldi eða misrétti á spítalanum. Fæstir leita eftir stuðningi spítalans en þeir sem það gera fá lítinn sem engan stuðning.
Úttekt
2
Mál Megasar fellt niður án frekari rannsóknar
Bergþóra Einarsdóttir tilkynnti meint brot Megasar og Gunnars Arnar til lögreglu strax árið 2004, en gögnin fundust ekki aftur í málaskrá lögreglu. Árið 2011 lagði hún fram formlega kæru en frekari rannsókn fór aldrei fram, þeir voru aldrei kallaðir fyrir og málið fellt niður þar sem það var talið fyrnt, enda skilgreint sem blygðunarsemisbrot. Niðurstaðan var kærð til ríkissaksóknara sem taldi málið heyra undir nauðgunarákvæðið en felldi það einnig niður á grundvelli einnar setningar.
Fréttir
Spítalinn segist hafa brugðist þolanda áreitni
Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, settur forstjóri Landspítalans og Gunnar Ágúst Beinteinsson, framkvæmdastjóri mannauðs á spítalanum, segja í svari til Stundarinnar að spítalinn hafi brugðist þolanda Björns Loga Þórarinssonar sérfræðilæknis og biðja hana afsökunar.
Fréttir
Segir sýknudóm yfir Jóni Baldvini sýna að réttarkerfið sé ofbeldisfullt
Carmen Jóhannsdóttir segir ákveðið áfall að sjá hversu einhliða niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur í máli á hendur Jóni Baldvini Hannibalssyni sé. Í dómnum var vitnisburður móður Carmenar fyrir dómi sagður í ósamræmi við skýrslutöku hjá lögreglu. Svo var einnig um vitnisburð Jóns Baldvins.
Aðsent
Rangindi héraðsdómara
Aldís Schram lýsir því hvernig héraðsdómarinn Guðjón St. Marteinsson hafi, að hennar mati, horft framhjá ýmsum mikilvægum atriðum þegar hann kvað upp sýknudóm yfir Jóni Baldvini Hannibalssyni.
FréttirMeToo sögur um Jón Baldvin
Jón Baldvin sýknaður
Ósannað þótti í Héraðsdómi Reykjavíkur að Jón Baldvin Hannibalsson hefði gerst sekur um kynferðislega áreitni.
Lýsir andlegu ofbeldi fyrrverandi sem hótaði að dreifa nektarmyndum
Edda Pétursdóttir greinir frá andlegu ofbeldi í kjölfar sambandsslita þar sem hún sætti stöðugu áreiti frá fyrrverandi kærasta sínum. Á fyrsta árinu eftir sambandsslitin bárust henni fjölda tölvupósta og smáskilaboða frá manninum þar sem hann ýmist lofaði hana eða rakkaði niður, krafðist viðurkenningar á því að hún hefði ekki verið heiðarleg í sambandinu og hótaði að birta kynferðislegar myndir og myndbönd af henni ef hún færi ekki að vilja hans. Edda ræðir um reynslu sína í hlaðvarpsþættinum Eigin Konur í umsjón Eddu Falak og í samtali við Stundina. Hlaðvarpsþættirnir Eigin Konur verða framvegis birtir á vef Stundarinnar og lokaðir þættir verða opnir áskrifendum Stundarinnar.
2
Rannsókn
8
Jón Baldvin við nemanda: „Viltu hitta mig eftir næsta tíma“
Fimmtán ára stúlka í Hagaskóla hélt dagbók vorið 1970 þar sem hún lýsir kynferðislegum samskiptum við Jón Baldvin Hannibalsson sem þá var 31 árs gamall kennari hennar. Í bréfi sem hann sendi stúlkunni segist hann vilja stinga af frá öllu og liggja í kjöltu hennar.
3
Fréttir
4
Óttaðist fyrrverandi kærasta í tæpan áratug
Edda Pétursdóttir segist í rúm níu ár hafa lifað við stöðugan ótta um að fyrrverandi kærasti hennar myndi láta verða af ítrekuðum hótunum um að dreifa kynferðislegum myndböndum af henni, sem hann hafi tekið upp án hennar vitundar meðan þau voru enn saman. Maðurinn sem hún segir að sé þekktur á Íslandi hafi auk þess áreitt hana með stöðugum tölvupóstsendingum og smáskilaboðum. Hún segir lögreglu hafa latt hana frá því að tilkynna málið.
4
Eigin Konur#75
1
Fylgdi móður sinni í einkaflugvél
Ragnheiður er aðeins 15 ára gömul en hún fór með mömmu sinni til Noregs með einkaflugvél að sækja bræður sína. Samfélagsmiðlar gera börnum kleift að tjá sig opinberlega og hefur Ragnheiður verið að segja sína sögu á miðlinum TikTok. Hún talar opinskátt um málið sitt eftir að barnavernd og sálfræðingur brugðust henni. Hvenær leyfum við rödd barna að heyrast? Í þessu viðtali segir Ragnheiður stuttlega frá því sem hún er nú þegar að tala um á TikTok og hver hennar upplifun á ferðalaginu til Noregs var.
5
Eigin Konur#82
Fjölskyldan flakkaði milli hjólhýsa og hótela: Gagnrýnir að barnavernd skyldi ekki grípa fyrr inn í
„Ég byrjaði alla morgna á að spyrja hvert ég ætti að koma eftir skóla, því maður vissi aldrei hvar maður myndi vera næstu nótt,“ segir Guðrún Dís sem er 19 ára. Í viðtali við Eigin Konur segir hún frá upplifun sinni af því að alast upp hjá móður með áfengisvanda. Hún segir að lífið hafa breyst mjög til hins verra þegar hún var 12 ára því þá hafi mamma hennar byrjað að drekka. Þá hafi fjölskyldan misst heimilið og eftir það flakkað milli hjólhýsa og hótela. Guðrún Dís vildi segja frá sinni hlið mála eftir að móðir hennar opinberaði sögu sína á YouTube. Guðrún Dís hefur lokað á öll samskipti við hana. Guðrún segir að þó mamma hennar glími við veikindi eigi hún ekki að bera ábyrgð á henni. Hún gagnrýnir starfsfólk barnaverndar fyrir að hafa ekki gripið inn í miklu fyrr. Ábyrgðarmaður og ritstjóri Eigin kvenna er Edda Falak.
6
Viðtal
1
Þar sem ósýnilega fólkið býr í borginni
„Þetta var öruggasti staðurinn minn,“ segir Alma Lind Smáradóttir þegar hún opnar inn í ruslageymslu í bílakjallara í Reykjavík. Þarna bjó hún hluta þeirra þriggja ára sem hún þvældist um götur bæjarins. Borgin sést í öðru ljósi þegar hún er séð með augum heimilislausra, ósýnilega fólksins, þeirra sem flestir líta fram hjá eða hrekja burt. Ítarlegt og einlgæt viðtal við Ölmu Lind birtist í 162. tölublaði Stundarinnar og má lesa í heild á slóðinni: https://stundin.is/grein/16051/
7
Viðtal
9
Lifði af þrjú ár á götunni
Alma Lind Smáradóttir endaði á götunni eftir að hún missti son sinn frá sér. Þar þvældist hún um í þrjú ár með sár sem náðu aldrei að gróa. Þegar hún varð barnshafandi á ný mætti barnavernd á fæðingardeildina og fór fram á að hún myndi afsala sér barninu.
8
Fréttir
14
„Hann hefur ekki beðist afsökunar“
Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, sem kallar sig Auður, hefur viðurkennt að hafa farið „yfir mörk“ í samskiptum við konur. Konur lýsa ágengni og meiðandi framkomu sem hann hafi aldrei axlað ábyrgð á.
9
Eigin Konur#80
Helga Sif og Gabríela Bryndís
Helga Sif stígur nú fram í viðtali við Eigin konur eftir að barnsfaðir hennar birti gerðardóm í forsjárdeilu þeirra og nafngreindi hana og börnin á Facebook. Helga Sif og börnin hafa lýst andlegu og kynferðislegu ofbeldi föðurins og börnin segjast hrædd við hann. Sálfræðingar telja hann engu að síður hæfan fyrir dómi. Nú stendur til að færa 10 ára gamalt langveikt barn þeirra til föðurins með lögregluvaldi. Gabríela Bryndís er sálfræðingur og einn af stofnendum Lífs án ofbeldis og hefur verið Helgu til aðstoðar í málinu. Ábyrgðarmaður og ritstjóri Eigin kvenna er Edda Falak.
10
Viðtal
6
„Ég get ekki lifað við þessa lygi“
Sigurlaug Hreinsdóttir segir lögregluna hafa brugðist þegar dóttir hennar hvarf fyrir fimm árum síðan. Nefnd um eftirlit með störfum lögreglu gerir fjölmargar athugasemdir við framgöngu lögreglu í málinu og beinir tilmælum um úrbætur til ríkislögreglustjóra. „Ég biðst einlægrar afsökunar,“ skrifar Grímur Grímsson, sem var hampað sem hetju og tók á móti viðurkenningu sem maður ársins. „Það var ótrúlega sárt,“ segir Sigurlaug. Sér hafi verið fórnað fyrir ímynd lögreglunnar.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni og Kjarnanum með áskriftum og styrkjum síðan 2013. Með því að kaupa áskrift að Heimildinni styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.