Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Frekari rannsókn fór aldrei fram

Berg­þóra Ein­ars­dótt­ir til­kynnti meint brot Megas­ar og Gunn­ars Arn­ar til lög­reglu strax ár­ið 2004, en gögn­in fund­ust ekki aft­ur í mála­skrá lög­reglu. Ár­ið 2011 lagði hún fram form­lega kæru en frek­ari rann­sókn fór aldrei fram, þeir voru aldrei kall­að­ir fyr­ir og mál­ið fellt nið­ur þar sem það var tal­ið fyrnt, enda skil­greint sem blygð­un­ar­sem­is­brot. Nið­ur­stað­an var kærð til rík­is­sak­sókn­ara sem taldi mál­ið heyra und­ir nauðg­un­ar­á­kvæð­ið en felldi það einnig nið­ur á grund­velli einn­ar setn­ing­ar.

Frekari rannsókn fór aldrei fram

Bergþóra leitaði til lögreglu árið 2004 þar sem hún tilkynnti að þeir Magnús og Gunnar Örn hefðu brotið gegn sér. Með henni var faðir hennar, sem staðfestir frásögn hennar. Vitnisburður hennar var hins vegar ekki skráður í málaskrá lögreglu, LÖKE, týndist og hefur ekki fundist aftur síðan.

Það kom í ljós þegar Bergþóra leitaði aftur til lögreglu árið 2011 og óskaði eftir því að tilkynna málið enn á ný, vegna þess að hún taldi sig bera skyldu til þess. Henni fannst að þeir yrðu að horfast í augu við afleiðingar gjörða sinna og átta sig á alvarleika málsins, en fékk þau svör að lögreglan myndi ekki kalla þá til nema fyrir lægi formleg kæra.

Bergþóra fór því heim og hugsaði sinn gang, með hvatningu um að hafa aftur samband ef hún treysti sér til að kæra. Í vitnisburði hennar kom fram að málið hefði …

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð tvær fríar áskriftargreinar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 3.990 krónum á mánuði.
Leiðbeiningar má nálgast á heimildin.is/leidbeiningar.
Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
 • Guðrún Jóhannsdóttir skrifaði
  Ég veit ekki hvernig á að fá lestur á greinar sem merktar eru Fáðu áskrift til að lesa.
  0
 • Anna Óskarsdóttir skrifaði
  Þegar ég var 19 ára nefndi ég við rannsóknarlögreglumann sem tengdist fjölskyldunni, frétt frá liðinni helgi þar sem ung stúlka kærði nauðgun. Nei, nei. þetta er nú bara frumhlaup hjá blaðamanninum var svarið sem ég fékk, hún var full og þetta gerðist á stað þar sem margir einhleypir karlar leigja herbergi. Hún hefði ekkert átt að fara þarna í partí ef hún vildi þetta ekki.
  Það eru 50 ár siðan. Við erum enn á ótrúlega vondum stað með svona mál, en jafnvel þótt svona viðhorf finnist meðan lögreglunnar enn (vonandi sjaldgæf samt) hlýtur að vera refsivert að færa ekki kæru inn í málaskrá.
  0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár