Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en ári.

Tíu ár af nýjum vitnisburðum um háttsemi Jóns Baldvins

Frá því að Guð­rún­ar Harð­ar­dótt­ir steig fram fyr­ir 10 ár­um síð­an og op­in­ber­aði bréf sem Jón Bald­vin Hanni­bals­son sendi þeg­ar hún var ung­ling­ur hafa tug­ir annarra frá­sagna um hátt­semi hans kom­ið fram. Jón Bald­vin hef­ur reynt að fá fólk til að skrifa und­ir stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu en á sama tíma eiga sér stað ný at­vik þar sem kon­ur upp­lifa hann sem ógn.

Tíu ár af nýjum vitnisburðum um háttsemi Jóns Baldvins
Pússl bætast í myndina Á síðasta áratug hafa birst tugir frásagna um það hvernig einn af þekktari stjórnmálamönnum Íslands á seinni hluta tuttugustu aldar, Jón Baldvin Hannibalssonar, hefur komið fram við stúlkur og konur. Hann sést hér með Bryndís Schram konu sinni og frænkur hennar hafa meðal annars sagt frá meintri kynferðislegri áreitni Jóns Baldvins. Mynd: Gunnar V. Andrésson

Haustið 2019 var Jóni Baldvini Hannibalssyni, fyrrverandi utanríkisráðherra og sendiherra, vísað frá af bar á Hernámssetrinu í Hvalfirði. Safnið gengur undir nafninu Stríð og friður. Ástæðan fyrir því að honum var vísað frá var að konu sem starfaði á barnum leið illa að hafa hann þar sem gest. Jón Baldvin hafði áður komið á barinn og viðhaft samskipti við umrædda konu sem ollu henni vanlíðan. Konan var á fertugsaldri þegar atburðurinn átti sér stað. Þegar Jón Baldvin kom aftur á barinn í sama félagsskap og í fyrra skiptið ákvað hópurinn sem skipulagði viðburðinn, eftir að hafa verið greint frá því hvað átti sér stað í fyrri heimsókninni, að óheppilegt væri að Jón Baldvin væri á sama stað og konan. Þetta herma heimildir Stundarinnar. 

Staðarhaldari Hernámssetursins er Guðjón Sigmundsson, sem landsþekktur er sem Gaui litli. Guðjón vildi ekki ræða opinberlega um málið þegar eftir því var leitað. 

„Hann var svo bara …
Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
 • ÁHG
  Árni Hafþór Guðnýjarson skrifaði
  Sighvatur Björgvinnsson og Össur Skarphéðinsson fóru þeir ekki fremstir í flokki verjenda Gísla Aðalsteinns Hjartarsonar ekki man ég eftir að Þröstur Ólafsson hafi beit sér þar,en nú er þessa varnir yllfinanlega það er búið að hilja þetta hefur eflaust elds ylla,en hitt man ég að hvorugur þessara formanna lét svo lítið að biðja foreldra í ungliðahreifinu flokksínsá Vestfjörðum afsökunar hvað þá fyrigefningar á framkomu Gísla gagnvart ungliðunum.Þótt varnarskrif þeirra liggi ekki á lausu þá ligja miningar greinar þeira á lausu og eru vel fynnanlegar í Morgunblaðinu.
  0
 • Sigurveig Eysteins skrifaði
  Fjölmiðlar og dómskerfið taka ekki á þessum karli ....það er svo óþægilegt fyrir þá og hann ...enn hvað með þá sem hafa orðið fyrir honum... er það ekki það sama... og af hverju ætti tuggir kvenna að ljúga upp a hann...nei hann kom sér í þá stöðu sem hann er í algjörlega hjálparlaust...
  0
 • GH
  Guðrún Hálfdánardóttir skrifaði
  Ég vaknaði upp um 10 leytið á fimmtudagsmorgni, 2002 á hestamannamóti með karlfíflið liggjandi við hliðina á mér með andlitið á sér upp við mitt.
  Hann þurfti að skríða í gegnum fortjaldið og þá meina ég skríða, til að komast inn.
  Ég vakna við hann þar sem hann segir " veistu ekki að það getur verið hættulegt fyrir ungar konur að liggja einar í tjaldi "
  Mér brá að sjálfsögðu hressilega en þar sem mér liggur hátt rómur þá öskraði ég á hann aftur og aftur að drulla sér út þar til hann hrökklaðist, aftur skríðandi, úr úr tjaldinu.
  Þá var þessi skríðandi kall "virðulegur" sendiherra í Finnlandi.
  Ætli það sé ekki best að taka það fram að ég þekki dóttur hans ekki neitt og heldur var mér ekki meint af en það sló mig örlítið að sjá að þetta hefur hann stundað að leita uppi sofandi konur og setjast/leggjast uppí.
  9
  • Matthildur Kristmannsdóttir skrifaði
   Guðrún Hálfdánardóttir, þakka þér fyrir að segja þína reynslu af umræddum manni.
   4
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Jón Baldvin Hannibalsson

Dóttir Þóru: Stolt af því að hafa rofið þögnina
Fréttir

Dótt­ir Þóru: Stolt af því að hafa rof­ið þögn­ina

„Ég er stolt af því að hafa rof­ið þögn­ina með því að koma dag­bók mömmu á fram­færi sem og bréf­inu sem Jón Bald­vin Hanni­bals­son sendi henni,“ seg­ir Val­gerð­ur Þor­steins­dótt­ir, dótt­ir Þóru Hreins­dótt­ur en Stund­in fjall­aði um bréf­ið og dag­bók­ina á dög­un­um. Pabbi Val­gerð­ar sem var í sam­búð með Þóru fyr­ir um fjöru­tíu ár­um, eig­in­kona hans og syst­ir Val­gerð­ar segja að frið­helgi einka­lífs Þóru sé rof­in og van­virt.
Þegar konur eru stimplaðar geðveikar
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir
Leiðari

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Þeg­ar kon­ur eru stimpl­að­ar geð­veik­ar

„Þetta á ekk­ert er­indi við al­menn­ing, frek­ar en geð­veiki dótt­ur minn­ar,“ voru við­brögð Jóns Bald­vins við birt­ingu bréfa sem hann skrif­aði til ungr­ar stúlku í fjöl­skyld­unni. Í til­raun til að varpa at­hygl­inni frá sér benti hann á dótt­ur sína, sem svar­aði fyr­ir sig og var fyr­ir vik­ið dreg­in fyr­ir dóm af föð­ur sín­um. „Ég gat ekki sætt mig við að vera út­mál­uð geð­veik.“
„Ánægð fyrir mína hönd og allra hinna kvennanna“
FréttirJón Baldvin Hannibalsson

„Ánægð fyr­ir mína hönd og allra hinna kvenn­anna“

Gef­in hef­ur ver­ið út ákæra á hend­ur Jóni Bald­vin Hanni­bals­syni, fyrr­ver­andi ut­an­rík­is­ráð­herra, vegna kyn­ferð­is­brots. Car­men Jó­hanns­dótt­ir sem kærði Jón Bald­vin seg­ir hann við­halda eig­in fjöl­skyldu­harm­leik. Fjöldi kvenna steig fram á síð­asta ári og lýsti end­ur­tekn­um og ít­rek­uð­um brot­um Jón Bald­vins gegn þeim, þeim elstu frá ár­inu 1967.
Fjörbrot frjálshyggjunnar - framtíð velferðarríkisins: Um hvað erum við eiginlega að kjósa?
Jón Baldvin Hannibalsson
Pistill

Jón Baldvin Hannibalsson

Fjör­brot frjáls­hyggj­unn­ar - fram­tíð vel­ferð­ar­rík­is­ins: Um hvað er­um við eig­in­lega að kjósa?

Jón Bald­vin Hanni­bals­son fjall­ar um upp­reisn ný­frjáls­hyggj­unn­ar gegn vel­ferð­ar­rík­inu, sjúk­leika fjár­mála­kerf­is heims­ins, sér­stöðu og ár­ang­ur nor­ræna mód­els­ins, er­ind­is­leysu jafn­að­ar­manna frammi fyr­ir sí­vax­andi ójöfn­uði, og til­vist­ar­vanda Evr­ópu­sam­bands­ins. Er­ind­ið var upp­haf­lega flutt þann 1. októ­ber í Iðnó í til­efni af hundrað ára af­mæli Al­þýðu­flokks­ins.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár