Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en ári.

Jón Baldvin við nemanda: „Viltu hitta mig eftir næsta tíma“

Fimmtán ára stúlka í Haga­skóla hélt dag­bók vor­ið 1970 þar sem hún lýs­ir kyn­ferð­is­leg­um sam­skipt­um við Jón Bald­vin Hanni­bals­son sem þá var 31 árs gam­all kenn­ari henn­ar. Í bréfi sem hann sendi stúlk­unni seg­ist hann vilja stinga af frá öllu og liggja í kjöltu henn­ar.

<span>Jón Baldvin við nemanda:</span> „Viltu hitta mig eftir næsta tíma“

Dagbókin var jólagjöf til Þóru frá vinkonu og í hana skrifaði hún um hugðarefni sín en smám saman fyllist bókin af færslum um Jón Baldvin sem var kennari við Hagaskóla þar sem hún var nemandi. Hún skrifar um að hann hjálpi henni í prófum, biðji hana að hitta sig eftir skóla, fari með hana í bíltúra og að hann skrifi henni bréf þar sem hann lýsir þrá sinni til hennar. Vorið 1970 var hún 15 ára en hann 31 árs, kvæntur maður sem varð síðar farsæll stjórnmálamaður, þingmaður, ráðherra og sendiherra.

Kennarinn hefur heltekið huga Þóru, hún klippir út myndir af honum úr dagblöðum og límir í dagbókina, teiknar myndir af honum og þeim saman, rífur dagsetningar úr dagatali og merkir við þá daga sem þau hafa mælt sér mót og fyllir hverja síðuna á fætur annarri af færslum um hann og samskipti þeirra á milli. 

Í dagbókunum birtist stúlka …

Kjósa
20
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (9)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Matthildur Kristmannsdóttir skrifaði
    JBH bað mig aldrei, hann skipaði mér að sitja eftir. Hann hafði valdið yfir mér og ég man ekki betur en að nemendur ættu að hlíða kennaranum. Hann gekk lengra og lengra og ég var orðin mjög óttaslegin í hvert þetta myndi stefna. Ég velti því mikið fyrir mér að ég vildi frekar deyja en að hann kæmi fram vilja sínum. Ég vildi losna við þessar hugsanir og fann ráð til þess. Í vesturbæjarapóteki fékkst Vic nefsuga fyrir fólk með kvef. Ég opnaði það og inn í því var bómull með sterkri lykt, ég setti bómullina laust inn í augun. Sviðinn var rosalegur og ég sá allt í móðu. Ég stóð upp við grindverk og fann hvernig tárin fossuðu úr augunum. Þetta var gott vont, ég hugsaði ekki um sjálfsvíg á meðan á þessu stóð og ég hugsaði ekki um JBH og það var svo gott að losna við þessar skelfilegu hugsanir.
    3
  • Thuridur Gunnarsdottir skrifaði
    Ógeðslegi maður sem hefði strax árið 1970 átt að missa æruna og fara í fangelsi.
    6
  • Sigurbjörg Jónsdóttir skrifaði
    Hann er viðbjóður.
    13
  • Thordis Malmquist skrifaði
    Þvílík sorg sem fyllir hjarta mitt og samúð, ég þekki af eigin raun hvernig 32 ára alkóhólistar með brenglað siðferði geta notfært sér óreyndar 15 ára stúlku sem eiga við óöryggi að stríða, gömul saga og ný. Þessi dagbók lýgur ekki. En mikið væri gott ef jbh gæti sýnt einhverja auðmýkt og iðrast í stað þess að hrokast upp og fara í fórnarlambs hlutverkið, en einmitt það gerir alkinn gjarnan, þó allur heimurinn sjái sannleikann.
    27
  • Einar Vidarsson skrifaði
    Góð grein en sorglegt að sjá að hér er farið með ósannindi. Jón Baldvin var ekki farsæll þingmaður, ráðherra eða sendiherra fyrir neinn nema sjálfan sig og fáa útvalda. Hann var og er aftur á móti kynferðisglæpamaður, þjófur og landráðamaður og ætti ef réttlæti væri til í þessu þingræðisveldi sem Ísland er að eyða restinni af sinni ævi í fangelsi.
    19
  • Margrét Ásgeirsdóttir skrifaði
    Jón Baldvin dæmir sjálfan sig þegar hann gerir lítið úr dagbókarfærslum 15 ára stúlku. Þó líði 50 ár þá var Þóra nemandi hans. Hann þekkti heimilisaðstæður og notfærði sér aðstöðumun. Honum var treyst fyrir kennslu og stjórnun í skólum fyrir unglinga. Stúlka lýgur ekki að dagbókinni sem hún trúir einni fyrir leydarmálum. Þekki það af eigin reynslu. Ég stóð við hlið Þóru á bekkjarmyndinni. Stjúpfaðir hennar kenndi okkur. Man mjög vel eftir hlédrægu stúlkunni sem var erfitt að kynnast. Ég er í áfalli.
    50
  • Thordis Arnadottir skrifaði
    JBH er rándýr - algjör viðbjóður.
    20
  • HH
    Halldóra Hafsteinsdóttir skrifaði
    Mannhelvíti.
    19
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Dagbók Þóru

Dóttir Þóru: Stolt af því að hafa rofið þögnina
Fréttir

Dótt­ir Þóru: Stolt af því að hafa rof­ið þögn­ina

„Ég er stolt af því að hafa rof­ið þögn­ina með því að koma dag­bók mömmu á fram­færi sem og bréf­inu sem Jón Bald­vin Hanni­bals­son sendi henni,“ seg­ir Val­gerð­ur Þor­steins­dótt­ir, dótt­ir Þóru Hreins­dótt­ur en Stund­in fjall­aði um bréf­ið og dag­bók­ina á dög­un­um. Pabbi Val­gerð­ar sem var í sam­búð með Þóru fyr­ir um fjöru­tíu ár­um, eig­in­kona hans og syst­ir Val­gerð­ar segja að frið­helgi einka­lífs Þóru sé rof­in og van­virt.
Þegar konur eru stimplaðar geðveikar
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir
Leiðari

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Þeg­ar kon­ur eru stimpl­að­ar geð­veik­ar

„Þetta á ekk­ert er­indi við al­menn­ing, frek­ar en geð­veiki dótt­ur minn­ar,“ voru við­brögð Jóns Bald­vins við birt­ingu bréfa sem hann skrif­aði til ungr­ar stúlku í fjöl­skyld­unni. Í til­raun til að varpa at­hygl­inni frá sér benti hann á dótt­ur sína, sem svar­aði fyr­ir sig og var fyr­ir vik­ið dreg­in fyr­ir dóm af föð­ur sín­um. „Ég gat ekki sætt mig við að vera út­mál­uð geð­veik.“

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár