Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Rannsóknargögn úr bílaleigubílnum send úr landi til greiningar

Lög­regl­an nýt­ur að­stoð­ar er­lend­is frá við rann­sókn­ina á hvarfi Birnu Brjáns­dótt­ur sem nú er rann­sak­að sem saka­mál. Rann­sókn­ar­gögn úr rauð­um Kia Rio-bíla­leigu­bíl hafa ver­ið send er­lend­is til grein­ing­ar. Tveir menn af græn­lenska tog­ar­an­um Pol­ar Nanoq hafa ver­ið úr­skurð­að­ir í tveggja vikna gæslu­varð­hald. Þeir neita báð­ir sök.

Rannsóknargögn úr bílaleigubílnum send úr landi til greiningar
Í héraðsdómi Reykjaness Annar skipverjanna tveggja, sem nú hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald, leiddur fyrir dómara í hádeginu. Mynd: Heiða Helgadóttir

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur óskað eftir og fengið aðstoð erlendis frá við rannsóknina á hvarfi Birnu Brjánsdóttur. Þetta staðfestir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, en hann hefur yfirumsjón með rannsókninni á hvarfi Birnu. Stundin greindi frá því í dag að lögreglan rannsakar nú málið sem sakamál. Samkvæmt heimildum Stundarinnar hafa rannsóknargögn úr bílaleigubílnum verið send erlendis til greiningar.

Grímur segist ekki geta staðfest hvort um sé að ræða lífsýni og þá ekki heldur hvort um sé að ræða gögn úr rauðum Kia Rio-bílaleigubíl eða önnur sönnunargögn sem lögreglan hefur aflað á undanförnum dögum. „Við höfum fengið aðstoð erlendis frá við að greina gögn í víðasta skilningi þess orðs.“

Birna Brjánsdóttir
Birna Brjánsdóttir Hvarfið á Birnu Brjánsdóttur er nú rannsakað sem sakamál og hafa tveir verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna málsins.

Þá segir Grímur að mennirnir þrír séu allir Grænlendingar og að einhverjir þeirra hafi komið áður til Íslands með þessum sama grænlenska togara, Polar Nanoq. Ekki liggur fyrir hver af þeim leigði rauðan Kia Rio hjá Bílaleigu Akureyrar og þá segir lögregla það ekki staðfest að um sé að ræða sömu rauðu bifreið og sést á öryggismyndavélum þar sem ekki hafi náðst að greina bílnúmer hennar.

Vísir fullyrti í hádeginu að gögn sem fundust við rannsókn á rauðu Kia Rio-bifreiðinni bendi til þess að misindisverk hafi verið framið í bílnum. Grímur gat ekki staðfest það í samtali við Vísi. Lögreglan lagði hald á bílinn í Hlíðasmára í Kópavogi á þriðjudag og herma heimildir að skipverji á grænlenska togaranum hafi verið með bílinn, sem er bílaleigubíll frá Bílaleigu Akureyrar, á leigu á laugardagskvöld. 

Tveir skipverjar á grænlenska togaranum Polar Nanoq hafa nú verið úrskurðaðir í tveggja vikna gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjaness vegna hvarfs Birnu Brjánsdóttur, en hennar hefur verið leitað frá því á laugardag. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fór fram á fjögurra vikna gæsluvarðhand á grundvelli rannsóknarhagsmuna og verður úrskurður héraðsdóms kærður til Hæstaréttar. Mennirnir neita báðir sök. 

Yfirheyrslur hófust yfir þriðja manninum í morgun, þeim sem var handtekinn í gærkvöldi, en ekki liggur fyrir hvort óskað verði eftir gæsluvarðhaldi yfir honum. Sú ákvörðun þarf að liggja fyrir einhvern tímann á milli kl. 19 og 20 í kvöld.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Hvarf Birnu Brjánsdóttur

Lögmaður Nikolaj skilur ekki af hverju hann hefur enn stöðu sakbornings
Fréttir

Lög­mað­ur Ni­kolaj skil­ur ekki af hverju hann hef­ur enn stöðu sak­born­ings

Unn­steinn Örn Elvars­son, lög­fræð­ing­ur Ni­kolaj Ol­sen, seg­ir að skjól­stæð­ing­ur sinn hafi ver­ið him­in­lif­andi þeg­ar hann fékk þær frétt­ir að hann yrði lát­inn laus úr gæslu­varð­haldi en ein­angr­un­in hef­ur reynt veru­lega á hann. Ekki verð­ur far­ið fram á far­bann yf­ir hon­um en hann hef­ur ver­ið stað­fast­ur í frá­sögn sinni, lýst yf­ir sak­leysi og reynt að upp­lýsa mál­ið eft­ir bestu getu.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár