Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Rannsóknargögn úr bílaleigubílnum send úr landi til greiningar

Lög­regl­an nýt­ur að­stoð­ar er­lend­is frá við rann­sókn­ina á hvarfi Birnu Brjáns­dótt­ur sem nú er rann­sak­að sem saka­mál. Rann­sókn­ar­gögn úr rauð­um Kia Rio-bíla­leigu­bíl hafa ver­ið send er­lend­is til grein­ing­ar. Tveir menn af græn­lenska tog­ar­an­um Pol­ar Nanoq hafa ver­ið úr­skurð­að­ir í tveggja vikna gæslu­varð­hald. Þeir neita báð­ir sök.

Rannsóknargögn úr bílaleigubílnum send úr landi til greiningar
Í héraðsdómi Reykjaness Annar skipverjanna tveggja, sem nú hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald, leiddur fyrir dómara í hádeginu. Mynd: Heiða Helgadóttir

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur óskað eftir og fengið aðstoð erlendis frá við rannsóknina á hvarfi Birnu Brjánsdóttur. Þetta staðfestir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, en hann hefur yfirumsjón með rannsókninni á hvarfi Birnu. Stundin greindi frá því í dag að lögreglan rannsakar nú málið sem sakamál. Samkvæmt heimildum Stundarinnar hafa rannsóknargögn úr bílaleigubílnum verið send erlendis til greiningar.

Grímur segist ekki geta staðfest hvort um sé að ræða lífsýni og þá ekki heldur hvort um sé að ræða gögn úr rauðum Kia Rio-bílaleigubíl eða önnur sönnunargögn sem lögreglan hefur aflað á undanförnum dögum. „Við höfum fengið aðstoð erlendis frá við að greina gögn í víðasta skilningi þess orðs.“

Birna Brjánsdóttir
Birna Brjánsdóttir Hvarfið á Birnu Brjánsdóttur er nú rannsakað sem sakamál og hafa tveir verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna málsins.

Þá segir Grímur að mennirnir þrír séu allir Grænlendingar og að einhverjir þeirra hafi komið áður til Íslands með þessum sama grænlenska togara, Polar Nanoq. Ekki liggur fyrir hver af þeim leigði rauðan Kia Rio hjá Bílaleigu Akureyrar og þá segir lögregla það ekki staðfest að um sé að ræða sömu rauðu bifreið og sést á öryggismyndavélum þar sem ekki hafi náðst að greina bílnúmer hennar.

Vísir fullyrti í hádeginu að gögn sem fundust við rannsókn á rauðu Kia Rio-bifreiðinni bendi til þess að misindisverk hafi verið framið í bílnum. Grímur gat ekki staðfest það í samtali við Vísi. Lögreglan lagði hald á bílinn í Hlíðasmára í Kópavogi á þriðjudag og herma heimildir að skipverji á grænlenska togaranum hafi verið með bílinn, sem er bílaleigubíll frá Bílaleigu Akureyrar, á leigu á laugardagskvöld. 

Tveir skipverjar á grænlenska togaranum Polar Nanoq hafa nú verið úrskurðaðir í tveggja vikna gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjaness vegna hvarfs Birnu Brjánsdóttur, en hennar hefur verið leitað frá því á laugardag. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fór fram á fjögurra vikna gæsluvarðhand á grundvelli rannsóknarhagsmuna og verður úrskurður héraðsdóms kærður til Hæstaréttar. Mennirnir neita báðir sök. 

Yfirheyrslur hófust yfir þriðja manninum í morgun, þeim sem var handtekinn í gærkvöldi, en ekki liggur fyrir hvort óskað verði eftir gæsluvarðhaldi yfir honum. Sú ákvörðun þarf að liggja fyrir einhvern tímann á milli kl. 19 og 20 í kvöld.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Hvarf Birnu Brjánsdóttur

Lögmaður Nikolaj skilur ekki af hverju hann hefur enn stöðu sakbornings
Fréttir

Lög­mað­ur Ni­kolaj skil­ur ekki af hverju hann hef­ur enn stöðu sak­born­ings

Unn­steinn Örn Elvars­son, lög­fræð­ing­ur Ni­kolaj Ol­sen, seg­ir að skjól­stæð­ing­ur sinn hafi ver­ið him­in­lif­andi þeg­ar hann fékk þær frétt­ir að hann yrði lát­inn laus úr gæslu­varð­haldi en ein­angr­un­in hef­ur reynt veru­lega á hann. Ekki verð­ur far­ið fram á far­bann yf­ir hon­um en hann hef­ur ver­ið stað­fast­ur í frá­sögn sinni, lýst yf­ir sak­leysi og reynt að upp­lýsa mál­ið eft­ir bestu getu.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár