Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Rannsóknargögn úr bílaleigubílnum send úr landi til greiningar

Lög­regl­an nýt­ur að­stoð­ar er­lend­is frá við rann­sókn­ina á hvarfi Birnu Brjáns­dótt­ur sem nú er rann­sak­að sem saka­mál. Rann­sókn­ar­gögn úr rauð­um Kia Rio-bíla­leigu­bíl hafa ver­ið send er­lend­is til grein­ing­ar. Tveir menn af græn­lenska tog­ar­an­um Pol­ar Nanoq hafa ver­ið úr­skurð­að­ir í tveggja vikna gæslu­varð­hald. Þeir neita báð­ir sök.

Rannsóknargögn úr bílaleigubílnum send úr landi til greiningar
Í héraðsdómi Reykjaness Annar skipverjanna tveggja, sem nú hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald, leiddur fyrir dómara í hádeginu. Mynd: Heiða Helgadóttir

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur óskað eftir og fengið aðstoð erlendis frá við rannsóknina á hvarfi Birnu Brjánsdóttur. Þetta staðfestir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, en hann hefur yfirumsjón með rannsókninni á hvarfi Birnu. Stundin greindi frá því í dag að lögreglan rannsakar nú málið sem sakamál. Samkvæmt heimildum Stundarinnar hafa rannsóknargögn úr bílaleigubílnum verið send erlendis til greiningar.

Grímur segist ekki geta staðfest hvort um sé að ræða lífsýni og þá ekki heldur hvort um sé að ræða gögn úr rauðum Kia Rio-bílaleigubíl eða önnur sönnunargögn sem lögreglan hefur aflað á undanförnum dögum. „Við höfum fengið aðstoð erlendis frá við að greina gögn í víðasta skilningi þess orðs.“

Birna Brjánsdóttir
Birna Brjánsdóttir Hvarfið á Birnu Brjánsdóttur er nú rannsakað sem sakamál og hafa tveir verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna málsins.

Þá segir Grímur að mennirnir þrír séu allir Grænlendingar og að einhverjir þeirra hafi komið áður til Íslands með þessum sama grænlenska togara, Polar Nanoq. Ekki liggur fyrir hver af þeim leigði rauðan Kia Rio hjá Bílaleigu Akureyrar og þá segir lögregla það ekki staðfest að um sé að ræða sömu rauðu bifreið og sést á öryggismyndavélum þar sem ekki hafi náðst að greina bílnúmer hennar.

Vísir fullyrti í hádeginu að gögn sem fundust við rannsókn á rauðu Kia Rio-bifreiðinni bendi til þess að misindisverk hafi verið framið í bílnum. Grímur gat ekki staðfest það í samtali við Vísi. Lögreglan lagði hald á bílinn í Hlíðasmára í Kópavogi á þriðjudag og herma heimildir að skipverji á grænlenska togaranum hafi verið með bílinn, sem er bílaleigubíll frá Bílaleigu Akureyrar, á leigu á laugardagskvöld. 

Tveir skipverjar á grænlenska togaranum Polar Nanoq hafa nú verið úrskurðaðir í tveggja vikna gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjaness vegna hvarfs Birnu Brjánsdóttur, en hennar hefur verið leitað frá því á laugardag. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fór fram á fjögurra vikna gæsluvarðhand á grundvelli rannsóknarhagsmuna og verður úrskurður héraðsdóms kærður til Hæstaréttar. Mennirnir neita báðir sök. 

Yfirheyrslur hófust yfir þriðja manninum í morgun, þeim sem var handtekinn í gærkvöldi, en ekki liggur fyrir hvort óskað verði eftir gæsluvarðhaldi yfir honum. Sú ákvörðun þarf að liggja fyrir einhvern tímann á milli kl. 19 og 20 í kvöld.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Hvarf Birnu Brjánsdóttur

Lögmaður Nikolaj skilur ekki af hverju hann hefur enn stöðu sakbornings
Fréttir

Lög­mað­ur Ni­kolaj skil­ur ekki af hverju hann hef­ur enn stöðu sak­born­ings

Unn­steinn Örn Elvars­son, lög­fræð­ing­ur Ni­kolaj Ol­sen, seg­ir að skjól­stæð­ing­ur sinn hafi ver­ið him­in­lif­andi þeg­ar hann fékk þær frétt­ir að hann yrði lát­inn laus úr gæslu­varð­haldi en ein­angr­un­in hef­ur reynt veru­lega á hann. Ekki verð­ur far­ið fram á far­bann yf­ir hon­um en hann hef­ur ver­ið stað­fast­ur í frá­sögn sinni, lýst yf­ir sak­leysi og reynt að upp­lýsa mál­ið eft­ir bestu getu.

Mest lesið

Lofar stöðugleika til að ná niður 125 milljarða vaxtabyrði
5
Fréttir

Lof­ar stöð­ug­leika til að ná nið­ur 125 millj­arða vaxta­byrði

Rík­is­stjórn­in ætl­ar að ná halla­laus­um rekstri strax ár­ið 2027 en halli næsta árs verð­ur 15 millj­arð­ar, sam­kvæmt nýkynntu fjár­laga­frum­varpi. Það er um 11 millj­örð­um minni halli en gert hafði ver­ið ráð fyr­ir. Vaxta­gjöld rík­is­sjóðs nema nú 125 millj­örð­um króna á ári, sem jafn­gild­ir um 314 þús­und krón­um á hvern íbúa – hærri fjár­hæð en rekst­ur allra fram­halds­skóla og há­skóla lands­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár