Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Birna kvödd í hinsta sinn

Birna Brjáns­dótt­ir var bor­in til graf­ar í dag. Jarð­ar­för­in var öll­um op­in og fjöl­sótt, enda snerti and­lát Birnu alla þjóð­ina og er henn­ar minnst sem ljós­ið sem hún var. Hall­grím­ur Helga­son orti ljóð í minn­ingu henn­ar, Hún ein.

Birna kvödd í hinsta sinn
Útförin Birna Brjánsdóttir var kvödd í dag. Myndina tók Sigtryggur Ari Jóhannsson, sem myndaði athöfnina í samráði við foreldra Birnu. Mynd: Sigtryggur Ari/DV

Birna Brjánsdóttir var jarðsungin í Hallgrímskirkju í dag, umkring fjölskyldu, vinum og ættingjum. Bestu vinir og vinkonur Birnu gegndu hlutverki kistubera. 

Athöfnin var falleg en á sama tíma átakanleg. Jarðarförin var opin og var fullt út úr dyrum í kirkjunni, en hvarf Birnu og síðar sakamálið vegna andláts hennar hefur haft djúpstæð áhrif á íslenskt samfélag. 

Nú fer fram erfidrykkja í flugskýli Landhelgisgæslunnar, sem er beint á móti Háskóla Reykjavíkur, en þangað hafa foreldrar Birnu, Sigurlaug Hreinsdóttir og Brjánn Guðjónsson, sagt að allir séu velkomnir. Samkvæmt upplýsingum frá þeim sem sjá um skipulagningu erfidrykkjunnar er gestum ráðlagt að leggja bílnum við Nauthólsvík. Þaðan mun Landhelgisgæslan ferja gesti að flugskýlinu. 

Áður höfðu foreldrar Birnu afþakkað blóm, kransa og allan fjárstuðning og bent þeim sem vildu minnast hennar að safna fyrir tækjabúnaði lögreglu og björgunarsveitir. 

Í viðtali við DV sagðist Sigurlaug vonast til þess að dóttur sinnar yrði minnst sem ljósið sem hún var, sem yndislegrar, ungrar konu sem var heilsteypt og gefandi, hugmyndarík og lifði skemmtilegu lífi. Undir það tóku faðir hennar og vinir. 

Fyrir jarðarförina óskaði Sigurlaug eftir því að ekki yrðu teknar nærmyndir í jarðarförinni af fjölskyldunni syrgja Birnu, en sagðist vera sátt við að fjallað yrði um jarðarförina í fjölmiðlum og myndir birtar þaðan, þar sem allir landsmenn hefðu með einum eða öðrum hætti tekið þátt í leitinni að Birnu og öðlast hlutdeild í sorginni. Myndin sem hér er birt var tekin af Sigtryggi Ara Jóhannssyni, sem myndaði athöfnina í samráði við foreldra Birnu. 

Margir hafa minnst Birnu undanfarna daga. Um síðustu helgi gengu þúsundir til minningar um Birnu, frá Hlemmi og niður á Arnarhól, með viðkomu við Laugaveg 31 þar sem Birna sást síðast. Þar voru kertaljós tendruð og blóm lögð niður. 

Þá skrifaði Illugi Jökulsson pistil þar sem hann lýsti því hvernig tóm hefði myndast í hjörtum okkar allra, sem hefðum fylgst með leitinni og fengið að kynnast Birnu í gegnum fallegar lýsingar fjölskyldu og vina. 

Fyrr í dag birti Hallgrímur Helgason ljóð sem hann orti í minningu hennar, sem er endurbirt hér. 

HÚN EIN 

Hún er ein af okkur — við erum hún ein

Á leið út í lífið
á leið út á lífið
á leið út í það sem logar um nótt

Hún er ein af okkur — við erum hún ein

Að dansa við engan
að dansa við alla
að dansa við allt sem henni var gefið

Hún er ein af okkur — við erum hún ein

Á leið út af staðnum
á leið um bæinn
á leiðinni upp á Laugaveg

Þar sem hún gengur fram á blóm á stétt
heilt haf af blómum
í sellófani

Og örlítið lengra — logandi kerti
stéttin eitt haf
af logandi kertum

Hún er ein af okkur — við erum hún ein

Þar sem hún stendur
þar sem hún starir
þar sem hún sér sín næstu skref
í ljósum logum á janúarmorgni

Hún er ein af okkur — við erum hún ein

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Hvarf Birnu Brjánsdóttur

Lögmaður Nikolaj skilur ekki af hverju hann hefur enn stöðu sakbornings
Fréttir

Lög­mað­ur Ni­kolaj skil­ur ekki af hverju hann hef­ur enn stöðu sak­born­ings

Unn­steinn Örn Elvars­son, lög­fræð­ing­ur Ni­kolaj Ol­sen, seg­ir að skjól­stæð­ing­ur sinn hafi ver­ið him­in­lif­andi þeg­ar hann fékk þær frétt­ir að hann yrði lát­inn laus úr gæslu­varð­haldi en ein­angr­un­in hef­ur reynt veru­lega á hann. Ekki verð­ur far­ið fram á far­bann yf­ir hon­um en hann hef­ur ver­ið stað­fast­ur í frá­sögn sinni, lýst yf­ir sak­leysi og reynt að upp­lýsa mál­ið eft­ir bestu getu.

Mest lesið

Verndar íslenskan menningararf með því að gera við fornbækur
5
Menning

Vernd­ar ís­lensk­an menn­ing­ar­arf með því að gera við forn­bæk­ur

Forn­bóka­safn­ar­inn Ey­þór Guð­munds­son seg­ir mik­il­vægt að vernda þann menn­ing­ar­arf sem ligg­ur í ís­lensk­um forn­bók­um. Það ger­ir hann með verk­efn­inu Old Icelandic Books sem geng­ur út á að vekja áhuga hjá Ís­lend­ing­um og ferða­mönn­um á bók­un­um og mik­il­vægi þeirra. Með­al þeirra bóka og hand­rita sem Ey­þór hef­ur und­ir hönd­um eru Grett­is saga, Jóns­bók og tvö hundruð ára til­skip­un til Al­þing­is frá fyrr­um Dana­kon­ungi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár