Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Lögmaður Nikolaj skilur ekki af hverju hann hefur enn stöðu sakbornings

Unn­steinn Örn Elvars­son, lög­fræð­ing­ur Ni­kolaj Ol­sen, seg­ir að skjól­stæð­ing­ur sinn hafi ver­ið him­in­lif­andi þeg­ar hann fékk þær frétt­ir að hann yrði lát­inn laus úr gæslu­varð­haldi en ein­angr­un­in hef­ur reynt veru­lega á hann. Ekki verð­ur far­ið fram á far­bann yf­ir hon­um en hann hef­ur ver­ið stað­fast­ur í frá­sögn sinni, lýst yf­ir sak­leysi og reynt að upp­lýsa mál­ið eft­ir bestu getu.

Lögmaður Nikolaj skilur ekki af hverju hann hefur enn stöðu sakbornings
Nikolaj Olsen Hlakkar til að komast til fjölskyldu sinnar á Grænlandi.

„Hann var mjög ánægður, vægast sagt. Það er ekkert grín að vera í einangrun,“ segir Unnsteinn Örn Elvarsson, lögfræðingur Nikolaj Olsen sem hefur undanfarnar tvær vikur setið í gæsluvarðhaldi grunaður um aðild að hvarfinu á Birnu Brjánsdóttur.

Líkt og Stundin greindi frá hefur Nikolaj aldrei breytt meginatriðum í framburði sínum. Nikolaj hefur tjáð lögreglu, líkt og hann tjáði kærustu sinni, að hann muni ekki eftir neinu nema einu augnabliki en samkvæmt heimildum Stundarinnar var því lýst svona:

Eftir að hafa drukkið ótæpilega á skemmtistað í miðborg Reykjavíkur var hann farþegi í rauða Kia Rio-bílaleigubílnum, sem Thomas Møller ók. Nikolaj ber því við að hafa verið mjög drukkinn og ekki meðvitaður um hvað átti sér stað í kringum hann. Á einhverjum tímapunkti hafi hann litið í aftursætið og séð tvær stelpur, en segist ekki vita hvað klukkan var þá eða hvar hann var staddur. 

Stundin greindi frá frásögn íslenskrar vinkonu Nikolajs, sem staðfesti frásögn hans af því að hann hefði verið í miklu ölvunarástandi.

Aðstoðaði lögreglu eftir fremsta megni

„Ég veit ekki hvaðan þú hefur þetta því ég hef engum sagt frá þessu, en Nikolaj hefur, já, að meginstefnu til, haldið sig við sömu frásögn. Þá hefur hann líka reynt að varpa eins miklu ljósi á málið og hann hefur mögulega getað. Það er alveg óhætt að segja það,“ segir Unnsteinn.

Ekki verður farið fram á frekara gæsluvarðhald yfir Nikolaj, og þess verður ekki heldur krafist að hann sé settur í farbann. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, segir hann hins vegar enn hafa réttarstöðu sakbornings. Unnsteinn skilur ekki af hverju það er. Allt frá því að hann var handtekinn hefur Nikolaj haldið fram sakleysi sínu.

„Ég persónulega skil ekki þann vinkil ef ég á að vera alveg hreinskilinn. Ef það á að sleppa honum í dag þá trúi ég ekki öðru en að hann fái stöðu vitnis í þessu máli.“

Líkt og áður hefur komið fram þá sáust þeir Nikolaj og Thomas Møller Olsen við hafnarsvæðið við Hafnarfjarðarhöfn um klukkan 06:10 á laugardagsmorgninum. Þar sást greinilega að Thomas Møller Olsen var undir stýri en Nikolaj farþegi. Þeir ræddu saman í örstutta stund, kannski í eina til tvær mínútur, áður en Nikolaj gekk um um borð. Thomas Møller settist aftur undir stýri og ók á brott, vestur eftir hafnarbakkanum. Nikolaj sást ekki fara aftur í bílinn. 

Þarf að ná áttum

Unnsteinn segir að einangrunin hafi haft slæm áhrif á Nikolaj og að hann komi mögulega aldrei til með að jafna sig á henni. Oft á dag hafi Nikolaj hringt í Unnstein og stundum bara til þess að fá að heyra í einhverjum röddina, spjalla við einhvern.

„Já, hann hringdi í mig oft á dag og ég hef verið honum til halds og trausts í þessu.“

En hvað tekur við hjá Nikolaj núna?

„Nú þarf hann bara að komast til fjölskyldu sinnar sem fyrst. Hvenær sem það verður, á næstu dögum væntanlega. Síðan þarf hann bara að ná áttum, tala við vinnuveitendur sína og svo framvegis.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Hvalveiðar

Bjarkey: „Það má vel vera að það sé ruglandi fyrir einhverja“
FréttirHvalveiðar

Bjarkey: „Það má vel vera að það sé ruglandi fyr­ir ein­hverja“

Bjarkey Ol­sen Gunn­ars­dótt­ir mat­væla­ráð­herra seg­ir hefð fyr­ir því að gefa leyfi fyr­ir hval­veið­um milli Aust­ur-Ís­lands og Fær­eyja þótt það hafi senni­lega aldrei ver­ið nýtt. Það megi vel vera að það sé ruglandi. „Það er al­veg ljóst að ráð­herra hvers mála­flokks á hverj­um tíma get­ur aldrei bú­ist við því að standa ekki frammi fyr­ir ákvörð­un­um sem hon­um falla alltaf í geð eða eru sam­kvæmt hans stjórn­mála­skoð­un. Þannig er það bara,“ seg­ir hún spurð hvort henni þyki rétt að taka ákvarð­an­ir gegn eig­in sam­visku.
Jón gagnrýnir Bjarkeyju: „Maður er orðlaus gagnvart ósvífni ráðherrans“
FréttirHvalveiðar

Jón gagn­rýn­ir Bjarkeyju: „Mað­ur er orð­laus gagn­vart ósvífni ráð­herr­ans“

Jón Gunn­ars­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins, væn­ir Bjarkeyju Gunn­ars­dótt­ur mat­væla­ráð­herra um margs kon­ar brot gegn Hval og starfs­mönn­um fyr­ir­tæk­is­ins með því heim­ila hval­veið­ar í ein­ung­is éitt ár. Flokk­ar Jóns og Bjarkeyj­ar sitja sam­an í rík­is­stjórn og eru um­mæl­in með­al ann­ars áhuga­verð í því sam­hengi.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
5
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár