Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Öðrum skipverjanum sleppt úr gæsluvarðhaldi og ekki verður óskað eftir farbanni

Í dag mun lög­regl­an óska eft­ir áfram­hald­andi gæslu­varð­haldi yf­ir Thom­as Møller Ol­sen, þeim sem ók rauða Kia Rio-bíla­leigu­bíln­um nótt­ina sem Birna hvarf. Ni­kolaj Ol­sen, sem hef­ur sagst hafa ver­ið ofurölvi um nótt­ina og held­ur fram minn­is­leysi, verð­ur sleppt.

Öðrum skipverjanum sleppt úr gæsluvarðhaldi og ekki verður óskað eftir farbanni
Rauði Kia Rio-bílaleigubíllinn Nikolaj var farþegi í bílnum sömu nótt og Birna hvarf. Hann var keyrður af Thomas Moller niður í skip eftir að hafa drukkið ótæpilega í miðborg Reykjavíkur.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun í dag óska eftir áframhaldandi gæsluvarðhaldi vegna Thomas Møller Olsen, skipverjanum á Polar Nanoq sem sat undir stýri á rauða Kia Rio-bílaleigubílnum nóttina sem Birna Brjánsdóttir hvarf. Nikolaj Olsen, hinn skipverjinn, sem Stundin greindi frá að hefði verið ofurölvi þessa nótt, verður ekki áfram í gæsluvarðhaldi. Ekki verður farið fram á farbann yfir honum, en hann hefur þó enn réttarstöðu grunaðs manns.

Samkvæmt heimildum Stundarinnar hefur Nikolaj aldrei breytt framburði sínum í yfirheyrslum lögreglu. Hefur hann gefið þær skýringar að hann hafi verið ofurölvi þetta kvöld og muni ekki eftir neinu, nema einu augnabliki. Sú minning og það augnablik hefur haft mikla þýðingu fyrir rannsókn málsins þar sem að framburður Nikolaj það sterklega til kynna að hann og Thomas Møller hefðu ekki samræmt vitnisburði sína um atburði næturinnar.

Á einhverjum tímapunkti aðfaranótt laugardagsins 14. janúar, eftir að hafa drukkið ótæpilega á skemmtistað í miðborg Reykjavíkur, segist Nikolaj hafa litið í aftursæti rauða Kia Rio-bílaleigubílsins, sem Thomas Møller ók, og séð tvær stelpur. Nikolaj segist ekki vita klukkan hvað hann sá stelpurnar eða hvar hann var staddur. Stundin greindi frá frásögn íslenskrar vinkonu Nikolajs, sem staðfesti frásögn hans af því að hann hefði verið í miklu ölvunarástandi.

Mun bera vitni í málinu

Þá hefur Stundin heimildir fyrir því að klukkan 06:10, þegar rauður Kia Rio sést keyra inn á hafnarsvæðið við Hafnarfjarðarhöfn, sé Thomas Møller Olsen undir stýri en Nikolaj farþegi. Þeir ræða saman í örstutta stund, kannski eina til tvær mínútur, og síðan gengur Nikolaj um borð. Thomas Møller sest undir stýri og ekur á brott, vestur eftir hafnarbakkanum. Nikolaj sést ekki aftur fara í bílinn. 

Ekki sést í aftursæti bifreiðarinnar á öryggisupptökum frá Hafnarfjarðarhöfn.

Hefur annar mannanna, þessi sem þið hafið ákveðið að sleppa í dag, hefur hann haldið sig við sömu útskýringar og sama framburð í gegnum allar yfirheyrslurnar?

„Ég hef ekki farið út í það sem kemur fram við yfirheyrslur og get því miður ekki svarað þessu.

Verður óskað eftir farbanni vegna skipverjans sem verður sleppt í dag?

„Nei, það var tekin ákvörðun um að óska ekki eftir því.“

Þá segir Grímur að lögreglan komi til með að óska eftir áframhaldandi gæsluvarðhaldi yfir hinum manninum, Thomas Møller Olsen, fyrir klukkan 16:00 í dag en þá rennur út sá tveggja vikna gæsluvarðhaldsúrskurður sem lögreglunni var gefinn af Héraðsdómi Reykjaness og síðar staðfestur af Hæstarétti Íslands. Hvað Nikolaj varðar segir Grímur að ekki sé við öðru búist en að hann komi til með að bera vitni í málinu þegar að því kemur.

Ertu farinn að sjá fyrir endann á þessari rannsókn?

„Rannsóknin er enn í fullum gangi og miðar ágætlega en ég held að við komum til með að klára hana innan þeirra tímamarka sem okkur eru sett,“ segir Grímur. Samkvæmt upplýsingum sem Stundin hefur um rannsókn sakamála og útgáfu ákæru hefur lögreglan tólf vikur.

Hringdi látlaust í íslenska vinkonu

Líkt og Stundin greindi frá þá reyndi Nikolaj Olsen ítrekað að ná sambandi við íslenska vinkonu sína aðfaranótt laugardagsins 14. janúar. Sum þeirra áttu sér stað á sama tíma og talið er að Birna hafi verið í rauða Kia Rio-bílaleigubílnum.

„Hann reyndi að hringja í mig níu sinnum þessa nótt og síðasta símtalið var klukkan 11:55 á laugardeginum. Þetta voru allt símtöl í gegnum Facebook. Ég vakna þarna rétt eftir hádegi á laugardeginum og segi honum að ég hafi verið með kærasta mínum og hafi ekki getað svarað honum. Ég talaði við hann í gegnum Snapchat. Hann sendi mér strax til baka og sagði að hann væri þunnur. Ég spurði hann hvort það væri ekki allt í lagi, þar sem hann hafi hringt svo oft. Hann sagði að allt væri í lagi og að þeir myndu væntanlega sigla frá höfn þarna síðar um kvöldið. Við spjölluðum aðeins lengur saman og það var ekkert í samskiptum okkar sem mér fannst eitthvað skrítið eða undarlegt,“ sagði íslenska vinkona Nikolaj sem Stundin ræddi við á dögunum.

Var að jafna sig eftir áfengisneysluna

Eftir að Polar Nanoq var nefndur í fjölmiðlum í tengslum við hvarf Birnu Brjánsdóttur náði María ekki sambandi við Nikolaj. „Þegar málið kemur síðan í fjölmiðla og það er tengt við þennan togara þá fer ég að reyna að hafa samband við Nikolaj og ég næ því ekki. Ég og önnur vinkona hans förum að ræða þetta og þá sýnir hún mér mynd af Thomasi og þá næ ég að bera kennsl á hann. Að þetta sé sá sem kom og hitti Nikolaj þetta kvöld,“ sagði vinkona Nikolaj sem loksins náði sambandi við Nikolaj á þriðjudeginum 17. janúar.

„Það var síðan þriðjudagskvöldið sem að ég sendi honum skilaboð og nokkrum mínútum seinna fékk ég svar. Ég sendi Nikolaj á Facebook og spurði hann hvort hann væri búinn að jafna sig á þynnkunni. Hann sagðist vera góður, á veiðum en á leið til Íslands. Þá sagði hann að það væru vandræði með þráðlausa netið um borð. Ég spurði hann að því hvort hann hefði komist heilu og höldnu um borð í togarann þetta kvöld. Ég fékk ekkert svar. Meira veit ég ekki um málið.“

Tímaröðin í máli Birnu Brjánsdóttur

05:25 - Rauði Kia Rio-bílaleigubíllinn sést við Laugaveg 31. Honum er síðan ekið niður Ingólfsstræti. Þar hverfur hann úr myndavélum norðan Hverfisgötu. Lögreglan telur að Birna hafið farið upp í bílinn örstuttu eftir að hann sést við Laugaveg 31.

05:50 - Mastur greinir síma Birnu við Flatahraun.

05:53 - Rauð bifreið sést á öryggismyndavél við áhaldahús Golfklúbbs Kópavogs- og Garðabæjar. Lögreglu grunar að það sé sami bíll. Nokkrum mínútum síðar er slökkt á síma Birnu. Lögreglan getur ekki staðfest að slökkt hafi verið á honum handvirkt.

06:10 -  Rauður Kia Rio sést keyra inn á hafnarsvæðið við Hafnarfjarðarhöfn. Skipverjarnir tveir sem eru í haldi lögreglu stíga út úr bílnum. Thomas Moller Olsen er undir stýri en Nikolaj er farþegi. Þeir ræða saman í örstutta stund, kannski eina til tvær mínútur, og síðan gengur Nikolaj um borð. Thomas Moller sest undir stýri og ekur á brott, vestur eftir hafnarbakkanum. Samkvæmt upplýsingum Stundarinnar sést rauða Kia Rio-bifreiðin rápa um svæðið áður en honum er ekið burt. Talið er að bifreiðin sé á hafnarsvæðinu í rúmar tuttugu mínútur.

Skór Birnu fundust um það bil 300 metra frá þeim stað þar sem Polar Nanoq lá við höfn. Engar öryggismyndavélar sýna það svæði en lögreglan telur að annar mannanna hafi ekið þangað og verið þar í rúmar 25 mínútur.

Þá hefur lögregla biðlað til ökumanna sem eru með upptökuvélar í bifreiðum sínum að skoða hvort rauði Kia Rio-bílaleigubíllinn sjáist í mynd milli klukkan 07:00 og 11:30 laugardagsmorguninn 14. janúar.

Birna fannst við Selvogsvita en nú reynir lögreglan að kortleggja ferðir bifreiðarinnar frá því hún stöðvast við Hafnarfjarðarhöfn rétt eftir klukkan sex, laugardagsmorguninn 14. janúar. Samkvæmt fréttaflutningi sást annar maðurinn ganga um borð í togarann en hinn ók á brott. Þá hefur lögreglan greint frá því að ummerki á bílaleigubílnum gefa til kynna að honum hafi verið ekið um grýttan veg.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Hvarf Birnu Brjánsdóttur

Lögmaður Nikolaj skilur ekki af hverju hann hefur enn stöðu sakbornings
Fréttir

Lög­mað­ur Ni­kolaj skil­ur ekki af hverju hann hef­ur enn stöðu sak­born­ings

Unn­steinn Örn Elvars­son, lög­fræð­ing­ur Ni­kolaj Ol­sen, seg­ir að skjól­stæð­ing­ur sinn hafi ver­ið him­in­lif­andi þeg­ar hann fékk þær frétt­ir að hann yrði lát­inn laus úr gæslu­varð­haldi en ein­angr­un­in hef­ur reynt veru­lega á hann. Ekki verð­ur far­ið fram á far­bann yf­ir hon­um en hann hef­ur ver­ið stað­fast­ur í frá­sögn sinni, lýst yf­ir sak­leysi og reynt að upp­lýsa mál­ið eft­ir bestu getu.

Mest lesið

Tilgangsleysi og gáleysi lýst í rannsókn slyssins í Grindavík
2
AfhjúpunFéll í sprungu í Grindavík

Til­gangs­leysi og gá­leysi lýst í rann­sókn slyss­ins í Grinda­vík

Það svar­aði ekki kostn­aði að fara í fram­kvæmd­ir við að bjarga hús­inu við Vest­ur­hóp 29 í Grinda­vík, sam­kvæmt skýrslu tveggja mats­manna sem skoð­uðu hús­ið rúm­um mán­uði áð­ur en að verktaki lést við sprungu­fyll­ingu við hús­ið. Nátt­úru­ham­fara­trygg­ing vís­ar ábyrgð á und­ir­verk­taka sinn, Eflu, sem seg­ir eng­ar kröf­ur hafa ver­ið gerð­ar um áhættumat á verkstaðn­um. Lög­regla hafði lok­ið rann­sókn en hóf hana aft­ur, af ókunn­um ástæð­um.
„Konan með brosandi augun“ sem á ekki neitt þrátt fyrir þrotlausa vinnu
3
ViðtalInnflytjendurnir í framlínunni

„Kon­an með bros­andi aug­un“ sem á ekki neitt þrátt fyr­ir þrot­lausa vinnu

Þó Olga Leons­dótt­ir, starfs­mað­ur á hjúkr­un­ar­heim­il­inu Skjóli, sé orð­in 67 ára göm­ul og hafi í tæp 20 ár séð um fólk við enda lífs­ins get­ur hún ekki hætt að vinna. Hún hef­ur ein­fald­lega ekki efni á því. Olga kom hing­að til lands úr sárri fá­tækt fall­inna fyrr­ver­andi Sov­ét­ríkja með dótt­ur­syni sín­um og seg­ir að út­lit sé fyr­ir að hún endi líf­ið eins og hún hóf það: Alls­laus. Hún er hluti af sís­tækk­andi hópi er­lendra starfs­manna á hjúkr­un­ar­heim­il­um lands­ins.
Erlendu heilbrigðisstarfsfólki fjölgar hratt: „Við getum alls ekki án þeirra verið“
4
ÚttektInnflytjendurnir í framlínunni

Er­lendu heil­brigð­is­starfs­fólki fjölg­ar hratt: „Við get­um alls ekki án þeirra ver­ið“

Fólk sem kem­ur er­lend­is frá til þess að vinna í ís­lenska heil­brigðis­kerf­inu hef­ur margt hvert þurft að færa fórn­ir til þess að kom­ast hing­að. Tvær kon­ur sem Heim­ild­in ræddi við voru að­skild­ar frá börn­un­um sín­um um tíma á með­an þær komu und­ir sig fót­un­um hér. Hóp­ur er­lendra heil­brigð­is­starfs­manna fer stækk­andi og heil­brigðis­kerf­ið get­ur ekki án þeirra ver­ið, að sögn sér­fræð­ings í mannauðs­mál­um.
Tíu mánaða langri lögreglurannsókn á áhöfn Hugins VE lokið
5
FréttirVatnslögnin til Eyja

Tíu mán­aða langri lög­reglu­rann­sókn á áhöfn Hug­ins VE lok­ið

Karl Gauti Hjalta­son, lög­reglu­stjóri í Vest­manna­eyj­um, seg­ir að rann­sókn á því hvort skemmd­ir á vatns­lögn til Vest­manna­eyja megi rekja til refsi­verðs gá­leys­is sé lok­ið. Rann­sókn­in hef­ur stað­ið yf­ir síð­an í nóv­em­ber í fyrra og hef­ur ver­ið lögð fyr­ir ákæru­svið lög­reglu sem mun taka end­an­lega ákvörð­un um það hvort grun­að­ir í mál­inu verði sótt­ir til saka eð­ur ei.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Engu munaði að stórslys yrði í Kötlujökli 2018: „Mér leið eins og ég væri í hryllingsmynd“
3
FréttirStjórnleysi í ferðaþjónustu

Engu mun­aði að stór­slys yrði í Kötlu­jökli 2018: „Mér leið eins og ég væri í hryll­ings­mynd“

Jón­as Weld­ing Jón­as­son, fyrr­ver­andi leið­sögu­mað­ur, forð­aði 16 við­skipta­vin­um sín­um naum­lega frá því að lenda und­ir mörg­um tonn­um af ís í ís­hella­ferð í Kötlu­jökli sum­ar­ið 2018. „Það hefði eng­inn lif­að þarna af ef við hefð­um ver­ið þarna leng­ur. Þetta sem hrundi voru tug­ir tonna." Hann seg­ir sumar­ið ekki rétta tím­ann til að fara inn í ís­hella, eins og ný­legt bana­slys á Breiða­merk­ur­jökli sýn­ir.
Indriði Þorláksson
5
AðsentHátekjulistinn 2024

Indriði Þorláksson

Há­tekju­list­inn og kvót­inn

Sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki eru flest að formi til í eigu eign­ar­halds­fé­laga en eru ekki skráð beint á raun­veru­lega eig­end­ur. Megin­á­stæð­an er skatta­legt hag­ræði sem slík­um fé­lög­um er bú­ið og hef­ur ver­ið auk­ið á síð­ustu ára­tug­um. En tekju­verð­mæti hvers hund­raðs­hluta af kvót­an­um er nærri hálf­ur millj­arð­ur króna á ári.
Tilgangsleysi og gáleysi lýst í rannsókn slyssins í Grindavík
6
AfhjúpunFéll í sprungu í Grindavík

Til­gangs­leysi og gá­leysi lýst í rann­sókn slyss­ins í Grinda­vík

Það svar­aði ekki kostn­aði að fara í fram­kvæmd­ir við að bjarga hús­inu við Vest­ur­hóp 29 í Grinda­vík, sam­kvæmt skýrslu tveggja mats­manna sem skoð­uðu hús­ið rúm­um mán­uði áð­ur en að verktaki lést við sprungu­fyll­ingu við hús­ið. Nátt­úru­ham­fara­trygg­ing vís­ar ábyrgð á und­ir­verk­taka sinn, Eflu, sem seg­ir eng­ar kröf­ur hafa ver­ið gerð­ar um áhættumat á verkstaðn­um. Lög­regla hafði lok­ið rann­sókn en hóf hana aft­ur, af ókunn­um ástæð­um.
Hafa reynt að lægja öldurnar og rætt við ungmenni sem vilja hefnd
7
Fréttir

Hafa reynt að lægja öld­urn­ar og rætt við ung­menni sem vilja hefnd

Fé­lag fanga hef­ur boð­ið stuðn­ing og þjón­ustu til ætt­ingja 16 ára pilts sem er í gæslu­varð­haldi á Hólms­heiði, grun­að­ur um hnífa­árás þar sem 17 ára stúlka lést af sár­um sín­um. Full­trú­ar fé­lags­ins hafa einnig rætt við ung­menni sem vilja hefnd og reynt að lægja öld­urn­ar. Hefndarað­gerð­ir gætu haft „hræði­leg­ar af­leið­ing­ar fyr­ir þá sem hefna og ekki síð­ur fyr­ir sam­fé­lag­ið," seg­ir Guð­mund­ur Ingi Þórodds­son, formað­ur Af­stöðu.
„Það sem gerðist á sunnudaginn er á margan hátt óvenjulegt“
9
FréttirStjórnleysi í ferðaþjónustu

„Það sem gerð­ist á sunnu­dag­inn er á marg­an hátt óvenju­legt“

Bana­slys eins og það sem varð á Breiða­merk­ur­jökli um síð­ustu helgi eru ekki mjög al­geng, að mati upp­lýs­inga­full­trúa Lands­bjarg­ar. Hann seg­ir björg­un­ar­sveit­irn­ar enn vel í stakk bún­ar til þess að bregð­ast við óhöpp­um og slys­um þrátt fyr­ir fjölg­un ferða­manna og að slík­um til­vik­um hafi ekki fjölg­að í takt við vax­andi ferða­manna­straum.

Mest lesið í mánuðinum

Óli Þórðar græddi pening en tapaði heilsunni
5
FréttirHátekjulistinn 2024

Óli Þórð­ar græddi pen­ing en tap­aði heils­unni

„Já ég seldi und­an mér vöru­bíl­inn og er hrein­lega ekki að gera neitt,“ seg­ir Ólaf­ur Þórð­ar­son, knatt­spyrnugoð­sögn og vöru­bif­reið­ar­stjóri á Skag­an­um. Óli dúkk­aði nokk­uð óvænt upp á há­tekju­lista árs­ins eft­ir að fjöl­skyldu­fyr­ir­tæk­ið var selt. Hann gæti virst sest­ur í helg­an stein. Það er hann þó ekki, í það minnsta ekki ótil­neydd­ur.
Ætluðu til Ameríku en festust á Íslandi
7
ÚttektFólkið í neyðarskýlinu

Ætl­uðu til Am­er­íku en fest­ust á Ís­landi

Fyr­ir klukk­an tíu á morgn­anna pakka þeir fögg­um sín­um nið­ur og setja þær í geymslu. Þeir líta eft­ir lög­regl­unni og fara svo af stað út, sama hvernig viðr­ar. Þeir mæla göt­urn­ar til klukk­an fimm á dag­inn, þang­að til svefnstað­ur­inn opn­ar aft­ur. Til­vera þessa svefnstað­ar er ekki tryggð. Flosn­að hef­ur úr hópn­um sem þar sef­ur á síð­ustu mán­uð­um og líka bæst við.
Tveir ungir menn „settir á guð og gaddinn“  eftir alvarlegar líkamsárásir á Þjóðhátíð
8
Fréttir

Tveir ung­ir menn „sett­ir á guð og gadd­inn“ eft­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir á Þjóð­há­tíð

For­eldr­ar tveggja ungra manna sem urðu fyr­ir al­var­leg­um lík­ams­árás­um á Þjóð­há­tíð í Vest­manna­eyj­um segja að árás­irn­ar hafi ekki ver­ið skráð­ar í dag­bók lög­reglu. Fag­fólk á staðn­um hafi sett syni þeirra sem fengu þung höf­uð­högg og voru með mikla áverka „á guð og gadd­inn“ eft­ir að gert hafði ver­ið að sár­um þeirra í sjúkra­tjaldi. Sauma þurfti um 40 spor í and­lit ann­ars þeirra. Hinn nef- og enn­is­brotn­aði. Móð­ir ann­ars manns­ins hef­ur ósk­að eft­ir fundi með dóms­mála­ráð­herra vegna máls­ins.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár