Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Öðrum skipverjanum sleppt úr gæsluvarðhaldi og ekki verður óskað eftir farbanni

Í dag mun lög­regl­an óska eft­ir áfram­hald­andi gæslu­varð­haldi yf­ir Thom­as Møller Ol­sen, þeim sem ók rauða Kia Rio-bíla­leigu­bíln­um nótt­ina sem Birna hvarf. Ni­kolaj Ol­sen, sem hef­ur sagst hafa ver­ið ofurölvi um nótt­ina og held­ur fram minn­is­leysi, verð­ur sleppt.

Öðrum skipverjanum sleppt úr gæsluvarðhaldi og ekki verður óskað eftir farbanni
Rauði Kia Rio-bílaleigubíllinn Nikolaj var farþegi í bílnum sömu nótt og Birna hvarf. Hann var keyrður af Thomas Moller niður í skip eftir að hafa drukkið ótæpilega í miðborg Reykjavíkur.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun í dag óska eftir áframhaldandi gæsluvarðhaldi vegna Thomas Møller Olsen, skipverjanum á Polar Nanoq sem sat undir stýri á rauða Kia Rio-bílaleigubílnum nóttina sem Birna Brjánsdóttir hvarf. Nikolaj Olsen, hinn skipverjinn, sem Stundin greindi frá að hefði verið ofurölvi þessa nótt, verður ekki áfram í gæsluvarðhaldi. Ekki verður farið fram á farbann yfir honum, en hann hefur þó enn réttarstöðu grunaðs manns.

Samkvæmt heimildum Stundarinnar hefur Nikolaj aldrei breytt framburði sínum í yfirheyrslum lögreglu. Hefur hann gefið þær skýringar að hann hafi verið ofurölvi þetta kvöld og muni ekki eftir neinu, nema einu augnabliki. Sú minning og það augnablik hefur haft mikla þýðingu fyrir rannsókn málsins þar sem að framburður Nikolaj það sterklega til kynna að hann og Thomas Møller hefðu ekki samræmt vitnisburði sína um atburði næturinnar.

Á einhverjum tímapunkti aðfaranótt laugardagsins 14. janúar, eftir að hafa drukkið ótæpilega á skemmtistað í miðborg Reykjavíkur, segist Nikolaj hafa litið í aftursæti rauða Kia Rio-bílaleigubílsins, sem Thomas Møller ók, og séð tvær stelpur. Nikolaj segist ekki vita klukkan hvað hann sá stelpurnar eða hvar hann var staddur. Stundin greindi frá frásögn íslenskrar vinkonu Nikolajs, sem staðfesti frásögn hans af því að hann hefði verið í miklu ölvunarástandi.

Mun bera vitni í málinu

Þá hefur Stundin heimildir fyrir því að klukkan 06:10, þegar rauður Kia Rio sést keyra inn á hafnarsvæðið við Hafnarfjarðarhöfn, sé Thomas Møller Olsen undir stýri en Nikolaj farþegi. Þeir ræða saman í örstutta stund, kannski eina til tvær mínútur, og síðan gengur Nikolaj um borð. Thomas Møller sest undir stýri og ekur á brott, vestur eftir hafnarbakkanum. Nikolaj sést ekki aftur fara í bílinn. 

Ekki sést í aftursæti bifreiðarinnar á öryggisupptökum frá Hafnarfjarðarhöfn.

Hefur annar mannanna, þessi sem þið hafið ákveðið að sleppa í dag, hefur hann haldið sig við sömu útskýringar og sama framburð í gegnum allar yfirheyrslurnar?

„Ég hef ekki farið út í það sem kemur fram við yfirheyrslur og get því miður ekki svarað þessu.

Verður óskað eftir farbanni vegna skipverjans sem verður sleppt í dag?

„Nei, það var tekin ákvörðun um að óska ekki eftir því.“

Þá segir Grímur að lögreglan komi til með að óska eftir áframhaldandi gæsluvarðhaldi yfir hinum manninum, Thomas Møller Olsen, fyrir klukkan 16:00 í dag en þá rennur út sá tveggja vikna gæsluvarðhaldsúrskurður sem lögreglunni var gefinn af Héraðsdómi Reykjaness og síðar staðfestur af Hæstarétti Íslands. Hvað Nikolaj varðar segir Grímur að ekki sé við öðru búist en að hann komi til með að bera vitni í málinu þegar að því kemur.

Ertu farinn að sjá fyrir endann á þessari rannsókn?

„Rannsóknin er enn í fullum gangi og miðar ágætlega en ég held að við komum til með að klára hana innan þeirra tímamarka sem okkur eru sett,“ segir Grímur. Samkvæmt upplýsingum sem Stundin hefur um rannsókn sakamála og útgáfu ákæru hefur lögreglan tólf vikur.

Hringdi látlaust í íslenska vinkonu

Líkt og Stundin greindi frá þá reyndi Nikolaj Olsen ítrekað að ná sambandi við íslenska vinkonu sína aðfaranótt laugardagsins 14. janúar. Sum þeirra áttu sér stað á sama tíma og talið er að Birna hafi verið í rauða Kia Rio-bílaleigubílnum.

„Hann reyndi að hringja í mig níu sinnum þessa nótt og síðasta símtalið var klukkan 11:55 á laugardeginum. Þetta voru allt símtöl í gegnum Facebook. Ég vakna þarna rétt eftir hádegi á laugardeginum og segi honum að ég hafi verið með kærasta mínum og hafi ekki getað svarað honum. Ég talaði við hann í gegnum Snapchat. Hann sendi mér strax til baka og sagði að hann væri þunnur. Ég spurði hann hvort það væri ekki allt í lagi, þar sem hann hafi hringt svo oft. Hann sagði að allt væri í lagi og að þeir myndu væntanlega sigla frá höfn þarna síðar um kvöldið. Við spjölluðum aðeins lengur saman og það var ekkert í samskiptum okkar sem mér fannst eitthvað skrítið eða undarlegt,“ sagði íslenska vinkona Nikolaj sem Stundin ræddi við á dögunum.

Var að jafna sig eftir áfengisneysluna

Eftir að Polar Nanoq var nefndur í fjölmiðlum í tengslum við hvarf Birnu Brjánsdóttur náði María ekki sambandi við Nikolaj. „Þegar málið kemur síðan í fjölmiðla og það er tengt við þennan togara þá fer ég að reyna að hafa samband við Nikolaj og ég næ því ekki. Ég og önnur vinkona hans förum að ræða þetta og þá sýnir hún mér mynd af Thomasi og þá næ ég að bera kennsl á hann. Að þetta sé sá sem kom og hitti Nikolaj þetta kvöld,“ sagði vinkona Nikolaj sem loksins náði sambandi við Nikolaj á þriðjudeginum 17. janúar.

„Það var síðan þriðjudagskvöldið sem að ég sendi honum skilaboð og nokkrum mínútum seinna fékk ég svar. Ég sendi Nikolaj á Facebook og spurði hann hvort hann væri búinn að jafna sig á þynnkunni. Hann sagðist vera góður, á veiðum en á leið til Íslands. Þá sagði hann að það væru vandræði með þráðlausa netið um borð. Ég spurði hann að því hvort hann hefði komist heilu og höldnu um borð í togarann þetta kvöld. Ég fékk ekkert svar. Meira veit ég ekki um málið.“

Tímaröðin í máli Birnu Brjánsdóttur

05:25 - Rauði Kia Rio-bílaleigubíllinn sést við Laugaveg 31. Honum er síðan ekið niður Ingólfsstræti. Þar hverfur hann úr myndavélum norðan Hverfisgötu. Lögreglan telur að Birna hafið farið upp í bílinn örstuttu eftir að hann sést við Laugaveg 31.

05:50 - Mastur greinir síma Birnu við Flatahraun.

05:53 - Rauð bifreið sést á öryggismyndavél við áhaldahús Golfklúbbs Kópavogs- og Garðabæjar. Lögreglu grunar að það sé sami bíll. Nokkrum mínútum síðar er slökkt á síma Birnu. Lögreglan getur ekki staðfest að slökkt hafi verið á honum handvirkt.

06:10 -  Rauður Kia Rio sést keyra inn á hafnarsvæðið við Hafnarfjarðarhöfn. Skipverjarnir tveir sem eru í haldi lögreglu stíga út úr bílnum. Thomas Moller Olsen er undir stýri en Nikolaj er farþegi. Þeir ræða saman í örstutta stund, kannski eina til tvær mínútur, og síðan gengur Nikolaj um borð. Thomas Moller sest undir stýri og ekur á brott, vestur eftir hafnarbakkanum. Samkvæmt upplýsingum Stundarinnar sést rauða Kia Rio-bifreiðin rápa um svæðið áður en honum er ekið burt. Talið er að bifreiðin sé á hafnarsvæðinu í rúmar tuttugu mínútur.

Skór Birnu fundust um það bil 300 metra frá þeim stað þar sem Polar Nanoq lá við höfn. Engar öryggismyndavélar sýna það svæði en lögreglan telur að annar mannanna hafi ekið þangað og verið þar í rúmar 25 mínútur.

Þá hefur lögregla biðlað til ökumanna sem eru með upptökuvélar í bifreiðum sínum að skoða hvort rauði Kia Rio-bílaleigubíllinn sjáist í mynd milli klukkan 07:00 og 11:30 laugardagsmorguninn 14. janúar.

Birna fannst við Selvogsvita en nú reynir lögreglan að kortleggja ferðir bifreiðarinnar frá því hún stöðvast við Hafnarfjarðarhöfn rétt eftir klukkan sex, laugardagsmorguninn 14. janúar. Samkvæmt fréttaflutningi sást annar maðurinn ganga um borð í togarann en hinn ók á brott. Þá hefur lögreglan greint frá því að ummerki á bílaleigubílnum gefa til kynna að honum hafi verið ekið um grýttan veg.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Hvarf Birnu Brjánsdóttur

Lögmaður Nikolaj skilur ekki af hverju hann hefur enn stöðu sakbornings
Fréttir

Lög­mað­ur Ni­kolaj skil­ur ekki af hverju hann hef­ur enn stöðu sak­born­ings

Unn­steinn Örn Elvars­son, lög­fræð­ing­ur Ni­kolaj Ol­sen, seg­ir að skjól­stæð­ing­ur sinn hafi ver­ið him­in­lif­andi þeg­ar hann fékk þær frétt­ir að hann yrði lát­inn laus úr gæslu­varð­haldi en ein­angr­un­in hef­ur reynt veru­lega á hann. Ekki verð­ur far­ið fram á far­bann yf­ir hon­um en hann hef­ur ver­ið stað­fast­ur í frá­sögn sinni, lýst yf­ir sak­leysi og reynt að upp­lýsa mál­ið eft­ir bestu getu.

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
FréttirÁ vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár