Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Blóð í bílnum: Annar þeirra handteknu með sakaferil í Grænlandi

Ann­ar þeirra tveggja skip­verja á græn­lenska tog­ar­an­um Pol­ar Nanoq, sem hand­tek­inn var og sit­ur nú í gæslu­varð­haldi vegna hvarfs Birnu Brjáns­dótt­ur, hef­ur áð­ur ver­ið dæmd­ur fyr­ir fíkni­efnam­is­ferli í Græn­landi. Blóð fannst í rauðri Kia Rio-bíla­leigu­bif­reið sem þessi sami mað­ur hafði til um­ráða.

Blóð í bílnum: Annar þeirra handteknu með sakaferil í Grænlandi
Sést á öryggismyndavél Ökumaður rauða Kia Rio-bílaleigubifreiðarinnar sem lögreglan leitaði að og hefur nú haldlagt sást greinilega á upptökum úr öryggismyndavélum við Hafnarfjarðarhöfn.

Grænlenskur karlmaður á þrítugsaldri, sem situr nú í gæsluvarðhaldi á Litla hrauni vegna gruns um aðild að hvarfi Birnu Brjánsdóttur, hefur hlotið dóm á Grænlandi fyrir fíkniefnamisferli. Um er að ræða sama karlmann og lögregluna grunar að hafi ekið rauðri Kia Rio–bílaleigubifreið aðfaranótt laugardagsins 14.janúar, sömu nótt og Birna hvarf sporlaust.

Bifreiðin sést greinilega á upptökum úr öryggismyndavélum við Hafnarfjarðarhöfn. Upptökurnar eru sagðar þær skýrustu sem til eru en þar sá lögreglan til dæmis bílnúmer bifreiðarinnar sem varð til þess að hún lagði hald á rauða Kia Rio í Kópavogi. Bifreiðin var leigð hjá Bílaleigu Akureyrar.

Lögreglan telur sig vita hver var undir stýri umrætt kvöld en mennirnir tveir sjást koma saman á bílaleigubílnum að Hafnarfjarðarhöfn um klukkan 6:20 á laugardagsmorgun. Þeir sjást báðir stíga út og ræða saman í nokkra stund fyrir utan rauða Kia Rio-bílaleigubílinn áður en annar þeirra fer um borð og hinn ekur í burtu. 

Birna sést aldrei á öryggismyndavélum við Hafnarfjarðarhöfn.

Hefur áður brotið af sér

Samkvæmt heimildum Stundarinnar var sami maður og lögreglan telur að hafi verið undir stýri umrædda nótt kærður fyrir kynferðisbrot. Sú kæra náði hins vegar aldrei svo langt að hún yrði tekin fyrir hjá dómsstólum í Grænlandi. Dómurinn sem maðurinn fékk í Grænlandi snýr að sölu fíkniefna samkvæmt heimildum.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk þessar upplýsingar um sakaferil hjá grænlenskum stjórnvöldum en utanríkisráðuneyti Grænlands hefur unnið náið með íslenskum stjórnvöldum undanfarna daga.  Grænlendingar eru slegnir yfir hvarfi Birnu og óttast að málið kunni að hafa áhrif á annars gott og farsælt vináttusamband þjóðanna. 

„Fylgst er náið með málinu á Grænlandi og vonast hér allir til þess að það verði leyst sem fyrst. Hugur og hjörtu Grænlendinga eru hjá aðstandendum Birnu og þeirra sem eiga um sárt að binda vegna málsins,“ segir heimildarmaður Stundarinnar sem staddur er í Nuuk á Grænlandi.

Veist þú hver ekur þessum bíl?
Veist þú hver ekur þessum bíl? Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir að ná tali af ökumanni hvíta bílsins, sem var ekið vestur Óseyrarbraut í Hafnarfirði laugardaginn 14. janúar kl. 12.24.

Aðskilja blóð frá hreinsiefnum

Þá hefur lögreglan staðfest að blóð hafi fundist í rauðu Kia Rio-bílaleigubifreiðinni sem skipverjinn hafði á leigu. Samkvæmt heimildum Stundarinnar var reynt að þrífa blóðblettinn úr bifreiðinni áður en henni var skilað en það hafi sést við rannsókn tæknideildar lögreglu. Hreinsiefni sem var notað í bílaleigubifreiðinni kom einnig upp við rannsókn tæknideildarinnar.

Samkvæmt sömu heimildum er búið að taka efnisbút úr bílaleigubifreiðinni og senda út til rannsóknar. Þar mun fara fram svokallað aðskiljunarferli en þá eru hreinsiefnin, sem notuð voru í bifreiðinni, aðskilin blóði svo hægt sé að rannsaka það nánar.

Mikið reynir á björgunarsveitir
Mikið reynir á björgunarsveitir Framundan er umfangsmesta leit björgunarsveita landsins í manna minnum en þá verður leitað á 2.500 ferkílómetrasvæði. Hér voru björgunarsveitarmenn á leið til leitar við Hafnarfjarðarhöfn, á sama tíma og Polar Nanoq sigldi inn í höfnina.

Umfangsmesta leit allra tíma

Björgunarsveitir Landsbjargar undirbúa eina stærstu og umfangsmestu leit í manna minnum í fyrramálið. Þær munu leita að Birnu Brjánsdóttur á um 2.500 ferkílómetrasvæði um helgina. Leitarsvæðið markast af Borgarfirði, Selfossi og Reykjanesi. Áhersla verður lögð á vegslóða við Kúagerði. Blaðamaður Stundarinnar keyrði umræddan vegslóða í gærkvöldi en hann er stórgrýttur og erfiður yfirferðar í þessu færi.

Lögreglan biður alla þá sem telja sig hafa upplýsingar um hvarf Birnu að hafa samband í síma 444-1000.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Hvarf Birnu Brjánsdóttur

Lögmaður Nikolaj skilur ekki af hverju hann hefur enn stöðu sakbornings
Fréttir

Lög­mað­ur Ni­kolaj skil­ur ekki af hverju hann hef­ur enn stöðu sak­born­ings

Unn­steinn Örn Elvars­son, lög­fræð­ing­ur Ni­kolaj Ol­sen, seg­ir að skjól­stæð­ing­ur sinn hafi ver­ið him­in­lif­andi þeg­ar hann fékk þær frétt­ir að hann yrði lát­inn laus úr gæslu­varð­haldi en ein­angr­un­in hef­ur reynt veru­lega á hann. Ekki verð­ur far­ið fram á far­bann yf­ir hon­um en hann hef­ur ver­ið stað­fast­ur í frá­sögn sinni, lýst yf­ir sak­leysi og reynt að upp­lýsa mál­ið eft­ir bestu getu.

Mest lesið

Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
1
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Læknamistök og handleggsbrot hafa markað ævi Ingu
2
Nærmynd

Læknamis­tök og hand­leggs­brot hafa mark­að ævi Ingu

Ingu Sæ­land fé­lags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra var ekki hug­að líf vegna skæðr­ar heila­himnu­bólgu þeg­ar hún var smá­barn. Hún lifði en sjón henn­ar tap­að­ist að miklu leyti. Inga þekk­ir bæði fá­tækt og sár­an missi, gift­ist sama mann­in­um tvisvar með 44 ára milli­bili og komst í úr­slit í X-Factor í milli­tíð­inni. Hand­leggs­brot eig­in­manns­ins og ít­rek­uð læknamis­tök á tí­unda ára­tugn­um steyptu fjöl­skyld­unni í vand­ræði.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
3
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
6
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu