Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Flökkusögur ganga enn um samfélagsmiðla: „Birna er ekki fundin“

Yf­ir­lög­reglu­þjónn hjá lög­regl­unni á höf­uð­borg­ar­svæð­inu seg­ir ekk­ert hæft í þeim sögu­sögn­um sem nú ganga um sam­fé­lags­miðla. Lög­regl­an fann hass um borð í Pol­ar Nanoq í nótt. Út­gerð­in hef­ur pant­að áfalla­hjálp fyr­ir áhöfn­ina.

Flökkusögur ganga enn um samfélagsmiðla: „Birna er ekki fundin“
Leiddir fyrir dómara Tveir skipverjar af grænlenska togaranum hafa verið úrskurðaðir í tveggja vikna gæsluvarðhald. Sá þriðji er enn í haldi lögreglu og þarf hún að taka ákvörðun fyrir klukkan 20:00 hvort óskað sé eftir gæsluvarðhaldi yfir honum líka. Mynd: Heiða Helgadóttir

Enginn sannleikur er í þeim sögusögnum sem nú ganga um samfélagsmiðla að björgunarsveitir hafi fundið Birnu Brjánsdóttur og því sé leit lokið. Þetta staðfestir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Stundinni hefur í dag borist fjöldi ábendinga um að leitarhópar á vegum björgunarsveitanna hafi fundið Birnu uppi á Strandarheiði.

Líkt og með aðrar upplýsingar sem Stundinni berast þá eru þær bornar undir lögreglu. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem ábendingar af þessum toga berast Stundinni en í fyrrinótt bárust upplýsingar um stóra aðgerð lögreglu við Hvaleyrarvatn.

„Þetta er í raun sama saga og gekk um Hvaleyrarvatn.“

„Þetta er í raun sama saga og gekk um Hvaleyrarvatn. Ég er með talstöð sem er beintengd við alla leitarhópa og Birna er ekki fundin,“ segir Grímur sem óskaði sérstaklega eftir talstöðinni í kjölfar allra þeirra flökkusagna sem enn virðast ganga um samfélagsmiðla.

Mikið magn af hassi um borð

Lögreglan getur staðfest að tveir hinna handteknu eru Grænlendingar þar sem búið er skoða vegabréf þeirra. Ekki er hægt að staðfesta þjóðerni þess þriðja en beðið er eftir upplýsingum að utan. Samkvæmt heimildum Stundarinnar er sá þriðji frá einnig frá Grænlandi.

Fjórði maðurinn var síðan handtekinn í nótt eftir að mikið magn af hassi fannst um borð í grænlenska togaranum. Hann er enn í haldi lögreglunnar. Líkt og Stundin hefur áður greint frá þá var grænlenski togarinn að koma frá Danmörku þegar hann lagðist að höfn í Hafnarfirði. Ekki er vitað á þessari stundu hvort hassið hafi verið keypt þar en það mun vera eitt af því sem lögreglan nú skoðar.

Nú rétt í þessu kom fréttatilkynning frá útgerð grænlenska togarans, Polar Seafood:

Fréttatilkynning frá útgerð Polar Nanoq

Togarinn Polar Nanoq kom aftur til hafnar í Hafnarfirði um klukkan ellefu í gærkvöldi.

Þrír skipverjar hafa verið handteknir og úrskurðaðir í gæsluvarðhald í tengslum við rannsókn lögreglu á hvarfi Birnu Brjánsdóttur.

Í nótt leitaði lögregla í skipinu og ræddi við aðra skipverja. Enginn þeirra er grunaður um aðild að hvarfi Birnu.

Lögreglan rannsakar að auki fund á umtalsverðu magni á hassi um borð í skipinu. Einn skipverji til viðbótar hefur verið handtekinn í tengslum við rannsókn lögreglu á því máli. Togarinn heldur kyrru fyrir í Hafnarfjarðarhöfn á meðan lögreglan lýkur rannsókn sinni um borð.

Polar Seafood mun áfram aðstoða yfirvöld á Íslandi vegna málanna og vonar að þau upplýsist sem fyrst. Þá leggur fyrirtækið sig fram um að koma upplýsingum til ættingja skipverja, auk þess sem unnið er að því að útvega áhöfninni áfallahjálp og leitað hefur verið aðstoðar hjá Rauða krossi Íslands. 

Spurningum vegna rannsóknarinnar er beint til íslensku lögreglunnar.

Jørgen Fossheim, útgerðarstjóri hjá Polar Seafood

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Hvarf Birnu Brjánsdóttur

Lögmaður Nikolaj skilur ekki af hverju hann hefur enn stöðu sakbornings
Fréttir

Lög­mað­ur Ni­kolaj skil­ur ekki af hverju hann hef­ur enn stöðu sak­born­ings

Unn­steinn Örn Elvars­son, lög­fræð­ing­ur Ni­kolaj Ol­sen, seg­ir að skjól­stæð­ing­ur sinn hafi ver­ið him­in­lif­andi þeg­ar hann fékk þær frétt­ir að hann yrði lát­inn laus úr gæslu­varð­haldi en ein­angr­un­in hef­ur reynt veru­lega á hann. Ekki verð­ur far­ið fram á far­bann yf­ir hon­um en hann hef­ur ver­ið stað­fast­ur í frá­sögn sinni, lýst yf­ir sak­leysi og reynt að upp­lýsa mál­ið eft­ir bestu getu.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
4
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár