Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Flökkusögur ganga enn um samfélagsmiðla: „Birna er ekki fundin“

Yf­ir­lög­reglu­þjónn hjá lög­regl­unni á höf­uð­borg­ar­svæð­inu seg­ir ekk­ert hæft í þeim sögu­sögn­um sem nú ganga um sam­fé­lags­miðla. Lög­regl­an fann hass um borð í Pol­ar Nanoq í nótt. Út­gerð­in hef­ur pant­að áfalla­hjálp fyr­ir áhöfn­ina.

Flökkusögur ganga enn um samfélagsmiðla: „Birna er ekki fundin“
Leiddir fyrir dómara Tveir skipverjar af grænlenska togaranum hafa verið úrskurðaðir í tveggja vikna gæsluvarðhald. Sá þriðji er enn í haldi lögreglu og þarf hún að taka ákvörðun fyrir klukkan 20:00 hvort óskað sé eftir gæsluvarðhaldi yfir honum líka. Mynd: Heiða Helgadóttir

Enginn sannleikur er í þeim sögusögnum sem nú ganga um samfélagsmiðla að björgunarsveitir hafi fundið Birnu Brjánsdóttur og því sé leit lokið. Þetta staðfestir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Stundinni hefur í dag borist fjöldi ábendinga um að leitarhópar á vegum björgunarsveitanna hafi fundið Birnu uppi á Strandarheiði.

Líkt og með aðrar upplýsingar sem Stundinni berast þá eru þær bornar undir lögreglu. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem ábendingar af þessum toga berast Stundinni en í fyrrinótt bárust upplýsingar um stóra aðgerð lögreglu við Hvaleyrarvatn.

„Þetta er í raun sama saga og gekk um Hvaleyrarvatn.“

„Þetta er í raun sama saga og gekk um Hvaleyrarvatn. Ég er með talstöð sem er beintengd við alla leitarhópa og Birna er ekki fundin,“ segir Grímur sem óskaði sérstaklega eftir talstöðinni í kjölfar allra þeirra flökkusagna sem enn virðast ganga um samfélagsmiðla.

Mikið magn af hassi um borð

Lögreglan getur staðfest að tveir hinna handteknu eru Grænlendingar þar sem búið er skoða vegabréf þeirra. Ekki er hægt að staðfesta þjóðerni þess þriðja en beðið er eftir upplýsingum að utan. Samkvæmt heimildum Stundarinnar er sá þriðji frá einnig frá Grænlandi.

Fjórði maðurinn var síðan handtekinn í nótt eftir að mikið magn af hassi fannst um borð í grænlenska togaranum. Hann er enn í haldi lögreglunnar. Líkt og Stundin hefur áður greint frá þá var grænlenski togarinn að koma frá Danmörku þegar hann lagðist að höfn í Hafnarfirði. Ekki er vitað á þessari stundu hvort hassið hafi verið keypt þar en það mun vera eitt af því sem lögreglan nú skoðar.

Nú rétt í þessu kom fréttatilkynning frá útgerð grænlenska togarans, Polar Seafood:

Fréttatilkynning frá útgerð Polar Nanoq

Togarinn Polar Nanoq kom aftur til hafnar í Hafnarfirði um klukkan ellefu í gærkvöldi.

Þrír skipverjar hafa verið handteknir og úrskurðaðir í gæsluvarðhald í tengslum við rannsókn lögreglu á hvarfi Birnu Brjánsdóttur.

Í nótt leitaði lögregla í skipinu og ræddi við aðra skipverja. Enginn þeirra er grunaður um aðild að hvarfi Birnu.

Lögreglan rannsakar að auki fund á umtalsverðu magni á hassi um borð í skipinu. Einn skipverji til viðbótar hefur verið handtekinn í tengslum við rannsókn lögreglu á því máli. Togarinn heldur kyrru fyrir í Hafnarfjarðarhöfn á meðan lögreglan lýkur rannsókn sinni um borð.

Polar Seafood mun áfram aðstoða yfirvöld á Íslandi vegna málanna og vonar að þau upplýsist sem fyrst. Þá leggur fyrirtækið sig fram um að koma upplýsingum til ættingja skipverja, auk þess sem unnið er að því að útvega áhöfninni áfallahjálp og leitað hefur verið aðstoðar hjá Rauða krossi Íslands. 

Spurningum vegna rannsóknarinnar er beint til íslensku lögreglunnar.

Jørgen Fossheim, útgerðarstjóri hjá Polar Seafood

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Hvarf Birnu Brjánsdóttur

Lögmaður Nikolaj skilur ekki af hverju hann hefur enn stöðu sakbornings
Fréttir

Lög­mað­ur Ni­kolaj skil­ur ekki af hverju hann hef­ur enn stöðu sak­born­ings

Unn­steinn Örn Elvars­son, lög­fræð­ing­ur Ni­kolaj Ol­sen, seg­ir að skjól­stæð­ing­ur sinn hafi ver­ið him­in­lif­andi þeg­ar hann fékk þær frétt­ir að hann yrði lát­inn laus úr gæslu­varð­haldi en ein­angr­un­in hef­ur reynt veru­lega á hann. Ekki verð­ur far­ið fram á far­bann yf­ir hon­um en hann hef­ur ver­ið stað­fast­ur í frá­sögn sinni, lýst yf­ir sak­leysi og reynt að upp­lýsa mál­ið eft­ir bestu getu.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár