Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Leitað að Birnu nálægt Keili eftir að leitarhundar fundu lykt

Björg­un­ar­sveit­ir leita nú að Birnu Brjáns­dótt­ur við veg­ar­slóða á Reykja­nesi. Leit þar hófst eft­ir vís­bend­ingu um grun­sam­leg bíl­ljós á fá­förn­um veg­slóða.

Leitað að Birnu nálægt Keili eftir að leitarhundar fundu lykt
Björgunarsveitin leitar á Reykjanesi Leitarhundar sem eru þjálfaðir í víðavangsleit fundu lykt í gærkvöldi á fáförnum vegslóða á Reykjanesi.

Leitarhundar á vegum björgunarsveitanna hafa sýnt svæði við vegarslóða á Reykjanesi áhuga. Hundarnir eru þjálfaðir í að finna lykt af mannfólki á víðavangi og því hafa björgunarsveitarmenn einbeitt sér að þessu svæði í gærkvöldi og í dag. Nú á svæðinu eru leitarhundar sem eru sérþjálfaðir í sporaleit. Þeir hafa fengið að finna lykt af fatnaði Birnu og leita nú á svæðinu ásamt björgunarsveitarmönnum.

Rétt eftir klukkan sjö í gær sýndu leitarhundarnir svæðinu áhuga. Ákveðið var að leita á svæðinu eftir að lögreglu barst ábending um grunsamlegar ferðir á fáförnum vegslóða að morgni laugardagsins 14. janúar, eftir að slökkt hafði verið á iPhone-síma Birnu Brjánsdóttur klukkan 05:50.

„Þessi leit er í nágrenni við Keili en nokkuð snemma í rannsókn þessa máls þá fékk lögregla ábendingu um að bílljós hafi sést að morgni laugardagsins á skringilegum stað. Við höfum fylgt þeirri ábendingu eftir og í gærkvöldi varð sú framvinda við þá leit að það mátti merkja áhuga leitarhunda á ákveðnu svæði,“ segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Tæknideild lögreglunnar leitaði um borð í Polar Nanoq í nótt og var lagt hald á töluvert af munum sem Grímur segir að hafi haft áhrif á gang rannsóknarinnar. Samkvæmt heimildum Stundarinnar fór tæknideild lögreglunnar aftur um borð í togarann í dag og fundust þá vísbendingar sem lögreglan fylgir nú eftir í rannsókn sinni. Rannsókn á togaranum er enn ekki lokið og er hann í umsjá lögreglunnar.

Þá er tæknideild lögreglunnar er enn að skoða rauðan Kia Rio-bílaleigubíl frá Bílaleigu Akureyrar sem talið er að mennirnir hafi keyrt umrædda nótt sem Birna hvarf. Samkvæmt upplýsingum á vefsíðu bílaleigunnar er GPS-staðsetningartæki ekki staðalbúnaður í útleigu en Grímur segir lögreglu vera að skoða það hvort slíkt tæki hafi fylgt með rauða Kia Rio-bílaleigubílnum.

Þegar skipverjarnir þrír voru færðir á lögreglustöðina við Hverfisgötu var kallaður til hjúkrunarfræðingur sem tók blóðsýni úr mönnunum. Grímur segist ekki geta svarað því hvort þeir hafi verið undir áhrifum áfengis eða vímuefna, það sé hluti af rannsóknargögnum.

Uppfært 18:31 - Þriðja manninum hefur verið sleppt úr haldi.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Hvarf Birnu Brjánsdóttur

Lögmaður Nikolaj skilur ekki af hverju hann hefur enn stöðu sakbornings
Fréttir

Lög­mað­ur Ni­kolaj skil­ur ekki af hverju hann hef­ur enn stöðu sak­born­ings

Unn­steinn Örn Elvars­son, lög­fræð­ing­ur Ni­kolaj Ol­sen, seg­ir að skjól­stæð­ing­ur sinn hafi ver­ið him­in­lif­andi þeg­ar hann fékk þær frétt­ir að hann yrði lát­inn laus úr gæslu­varð­haldi en ein­angr­un­in hef­ur reynt veru­lega á hann. Ekki verð­ur far­ið fram á far­bann yf­ir hon­um en hann hef­ur ver­ið stað­fast­ur í frá­sögn sinni, lýst yf­ir sak­leysi og reynt að upp­lýsa mál­ið eft­ir bestu getu.

Mest lesið

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
3
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
5
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár