Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Utanríkisráðherra Grænlands mætir ekki til Noregs á ráðstefnu vegna rannsóknar lögreglu á hvarfi Birnu

Vitt­us Qujaukit­soq, ut­an­rík­is­ráð­herra Græn­lands, mun ekki mæta á hina ár­legu norð­ur­slóða­ráð­stefnu Arctic Frontier sem hefst á sunnu­dag­inn í Tromsø í Nor­egi. Ástæð­an er sögð hand­tak­an á græn­lensk­um skip­verj­um af tog­ar­an­um Pol­ar Nanoq.

Utanríkisráðherra Grænlands mætir ekki til Noregs á ráðstefnu vegna rannsóknar lögreglu á hvarfi Birnu
Vittus Qujaukitsoq Utanríkisráðherra Grænlands mun ekki sitja ráðstefnu í Noregi. Hann vill vera til taks vegna rannsóknar lögreglu á bæði hvarfi Birnu Brjánsdóttur og vegna rannsóknar á miklu magni af hassi sem fannst um borð í grænlenska togaranum. Mynd: KNR.gl

Utanríkisráðherra Grænlands, Vittus Qujaukitsoq, mun ekki mæta á norðurslóðaráðstefnuna Arctic Frontier sem hefst á sunnudaginn í Tromsø. Ástæðan er sögð handtaka þriggja manna í tengslum við bæði hvarf Birnu Brjánsdóttur og mikið magn af hassi sem fannst um borð í togaranum Polar Nanoq.

Frá þessu greinir grænlenska úvarpið KNR.

Af 28 áhafnarmeðlimum Polar Nanoq eru 19 þeirra frá Grænlandi og er haft eftir utanríkisráðuneyti Grænlands að ættingjar þeirra hafi miklar áhyggjur af ástvinum sínum sem staddir eru hér á landi. Í ljósi stöðunnar hafa grænlensk yfirvöld opnað fyrir sérstök símanúmer. Þangað geta áhyggjufullir ættingjar leitað og komið á framfæri fyrirspurnum og fengið upplýsingar, en eitt símanúmer er fyrir dönsku og annað fyrir grænlensku.

Líkt og áður hefur komið fram hefur lögreglan staðfest að þeir handteknu séu frá Grænlandi.

Í frétt KNR, sem vísar í utanríkisráðuneyti Grænlands, að þeir sem í haldi eru eiga rétt á að hitta diplómata frá heimalandi sínu. Í þessu tilfelli væri það einhver frá sendiráði Danmerkur á Íslandi. Þá eiga þeir handteknu einnig rétt á túlk en fram kom í fréttum að yfirheyrslur hafi farið fram á bæði dönsku og ensku. 

Þá segir einnig að utanríkisráðuneyti Grænlands eigi í nánu samstarfi við íslensk stjórnvöld, danska sendiráðið á Íslandi og Polar Seafood, útgerðina sem á grænlenska togarann Polar Nanoq.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Hvarf Birnu Brjánsdóttur

Lögmaður Nikolaj skilur ekki af hverju hann hefur enn stöðu sakbornings
Fréttir

Lög­mað­ur Ni­kolaj skil­ur ekki af hverju hann hef­ur enn stöðu sak­born­ings

Unn­steinn Örn Elvars­son, lög­fræð­ing­ur Ni­kolaj Ol­sen, seg­ir að skjól­stæð­ing­ur sinn hafi ver­ið him­in­lif­andi þeg­ar hann fékk þær frétt­ir að hann yrði lát­inn laus úr gæslu­varð­haldi en ein­angr­un­in hef­ur reynt veru­lega á hann. Ekki verð­ur far­ið fram á far­bann yf­ir hon­um en hann hef­ur ver­ið stað­fast­ur í frá­sögn sinni, lýst yf­ir sak­leysi og reynt að upp­lýsa mál­ið eft­ir bestu getu.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
4
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár