Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Utanríkisráðherra Grænlands mætir ekki til Noregs á ráðstefnu vegna rannsóknar lögreglu á hvarfi Birnu

Vitt­us Qujaukit­soq, ut­an­rík­is­ráð­herra Græn­lands, mun ekki mæta á hina ár­legu norð­ur­slóða­ráð­stefnu Arctic Frontier sem hefst á sunnu­dag­inn í Tromsø í Nor­egi. Ástæð­an er sögð hand­tak­an á græn­lensk­um skip­verj­um af tog­ar­an­um Pol­ar Nanoq.

Utanríkisráðherra Grænlands mætir ekki til Noregs á ráðstefnu vegna rannsóknar lögreglu á hvarfi Birnu
Vittus Qujaukitsoq Utanríkisráðherra Grænlands mun ekki sitja ráðstefnu í Noregi. Hann vill vera til taks vegna rannsóknar lögreglu á bæði hvarfi Birnu Brjánsdóttur og vegna rannsóknar á miklu magni af hassi sem fannst um borð í grænlenska togaranum. Mynd: KNR.gl

Utanríkisráðherra Grænlands, Vittus Qujaukitsoq, mun ekki mæta á norðurslóðaráðstefnuna Arctic Frontier sem hefst á sunnudaginn í Tromsø. Ástæðan er sögð handtaka þriggja manna í tengslum við bæði hvarf Birnu Brjánsdóttur og mikið magn af hassi sem fannst um borð í togaranum Polar Nanoq.

Frá þessu greinir grænlenska úvarpið KNR.

Af 28 áhafnarmeðlimum Polar Nanoq eru 19 þeirra frá Grænlandi og er haft eftir utanríkisráðuneyti Grænlands að ættingjar þeirra hafi miklar áhyggjur af ástvinum sínum sem staddir eru hér á landi. Í ljósi stöðunnar hafa grænlensk yfirvöld opnað fyrir sérstök símanúmer. Þangað geta áhyggjufullir ættingjar leitað og komið á framfæri fyrirspurnum og fengið upplýsingar, en eitt símanúmer er fyrir dönsku og annað fyrir grænlensku.

Líkt og áður hefur komið fram hefur lögreglan staðfest að þeir handteknu séu frá Grænlandi.

Í frétt KNR, sem vísar í utanríkisráðuneyti Grænlands, að þeir sem í haldi eru eiga rétt á að hitta diplómata frá heimalandi sínu. Í þessu tilfelli væri það einhver frá sendiráði Danmerkur á Íslandi. Þá eiga þeir handteknu einnig rétt á túlk en fram kom í fréttum að yfirheyrslur hafi farið fram á bæði dönsku og ensku. 

Þá segir einnig að utanríkisráðuneyti Grænlands eigi í nánu samstarfi við íslensk stjórnvöld, danska sendiráðið á Íslandi og Polar Seafood, útgerðina sem á grænlenska togarann Polar Nanoq.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Hvarf Birnu Brjánsdóttur

Lögmaður Nikolaj skilur ekki af hverju hann hefur enn stöðu sakbornings
Fréttir

Lög­mað­ur Ni­kolaj skil­ur ekki af hverju hann hef­ur enn stöðu sak­born­ings

Unn­steinn Örn Elvars­son, lög­fræð­ing­ur Ni­kolaj Ol­sen, seg­ir að skjól­stæð­ing­ur sinn hafi ver­ið him­in­lif­andi þeg­ar hann fékk þær frétt­ir að hann yrði lát­inn laus úr gæslu­varð­haldi en ein­angr­un­in hef­ur reynt veru­lega á hann. Ekki verð­ur far­ið fram á far­bann yf­ir hon­um en hann hef­ur ver­ið stað­fast­ur í frá­sögn sinni, lýst yf­ir sak­leysi og reynt að upp­lýsa mál­ið eft­ir bestu getu.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu