Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Utanríkisráðherra Grænlands mætir ekki til Noregs á ráðstefnu vegna rannsóknar lögreglu á hvarfi Birnu

Vitt­us Qujaukit­soq, ut­an­rík­is­ráð­herra Græn­lands, mun ekki mæta á hina ár­legu norð­ur­slóða­ráð­stefnu Arctic Frontier sem hefst á sunnu­dag­inn í Tromsø í Nor­egi. Ástæð­an er sögð hand­tak­an á græn­lensk­um skip­verj­um af tog­ar­an­um Pol­ar Nanoq.

Utanríkisráðherra Grænlands mætir ekki til Noregs á ráðstefnu vegna rannsóknar lögreglu á hvarfi Birnu
Vittus Qujaukitsoq Utanríkisráðherra Grænlands mun ekki sitja ráðstefnu í Noregi. Hann vill vera til taks vegna rannsóknar lögreglu á bæði hvarfi Birnu Brjánsdóttur og vegna rannsóknar á miklu magni af hassi sem fannst um borð í grænlenska togaranum. Mynd: KNR.gl

Utanríkisráðherra Grænlands, Vittus Qujaukitsoq, mun ekki mæta á norðurslóðaráðstefnuna Arctic Frontier sem hefst á sunnudaginn í Tromsø. Ástæðan er sögð handtaka þriggja manna í tengslum við bæði hvarf Birnu Brjánsdóttur og mikið magn af hassi sem fannst um borð í togaranum Polar Nanoq.

Frá þessu greinir grænlenska úvarpið KNR.

Af 28 áhafnarmeðlimum Polar Nanoq eru 19 þeirra frá Grænlandi og er haft eftir utanríkisráðuneyti Grænlands að ættingjar þeirra hafi miklar áhyggjur af ástvinum sínum sem staddir eru hér á landi. Í ljósi stöðunnar hafa grænlensk yfirvöld opnað fyrir sérstök símanúmer. Þangað geta áhyggjufullir ættingjar leitað og komið á framfæri fyrirspurnum og fengið upplýsingar, en eitt símanúmer er fyrir dönsku og annað fyrir grænlensku.

Líkt og áður hefur komið fram hefur lögreglan staðfest að þeir handteknu séu frá Grænlandi.

Í frétt KNR, sem vísar í utanríkisráðuneyti Grænlands, að þeir sem í haldi eru eiga rétt á að hitta diplómata frá heimalandi sínu. Í þessu tilfelli væri það einhver frá sendiráði Danmerkur á Íslandi. Þá eiga þeir handteknu einnig rétt á túlk en fram kom í fréttum að yfirheyrslur hafi farið fram á bæði dönsku og ensku. 

Þá segir einnig að utanríkisráðuneyti Grænlands eigi í nánu samstarfi við íslensk stjórnvöld, danska sendiráðið á Íslandi og Polar Seafood, útgerðina sem á grænlenska togarann Polar Nanoq.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Hvarf Birnu Brjánsdóttur

Lögmaður Nikolaj skilur ekki af hverju hann hefur enn stöðu sakbornings
Fréttir

Lög­mað­ur Ni­kolaj skil­ur ekki af hverju hann hef­ur enn stöðu sak­born­ings

Unn­steinn Örn Elvars­son, lög­fræð­ing­ur Ni­kolaj Ol­sen, seg­ir að skjól­stæð­ing­ur sinn hafi ver­ið him­in­lif­andi þeg­ar hann fékk þær frétt­ir að hann yrði lát­inn laus úr gæslu­varð­haldi en ein­angr­un­in hef­ur reynt veru­lega á hann. Ekki verð­ur far­ið fram á far­bann yf­ir hon­um en hann hef­ur ver­ið stað­fast­ur í frá­sögn sinni, lýst yf­ir sak­leysi og reynt að upp­lýsa mál­ið eft­ir bestu getu.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
3
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár