Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Utanríkisráðherra Grænlands mætir ekki til Noregs á ráðstefnu vegna rannsóknar lögreglu á hvarfi Birnu

Vitt­us Qujaukit­soq, ut­an­rík­is­ráð­herra Græn­lands, mun ekki mæta á hina ár­legu norð­ur­slóða­ráð­stefnu Arctic Frontier sem hefst á sunnu­dag­inn í Tromsø í Nor­egi. Ástæð­an er sögð hand­tak­an á græn­lensk­um skip­verj­um af tog­ar­an­um Pol­ar Nanoq.

Utanríkisráðherra Grænlands mætir ekki til Noregs á ráðstefnu vegna rannsóknar lögreglu á hvarfi Birnu
Vittus Qujaukitsoq Utanríkisráðherra Grænlands mun ekki sitja ráðstefnu í Noregi. Hann vill vera til taks vegna rannsóknar lögreglu á bæði hvarfi Birnu Brjánsdóttur og vegna rannsóknar á miklu magni af hassi sem fannst um borð í grænlenska togaranum. Mynd: KNR.gl

Utanríkisráðherra Grænlands, Vittus Qujaukitsoq, mun ekki mæta á norðurslóðaráðstefnuna Arctic Frontier sem hefst á sunnudaginn í Tromsø. Ástæðan er sögð handtaka þriggja manna í tengslum við bæði hvarf Birnu Brjánsdóttur og mikið magn af hassi sem fannst um borð í togaranum Polar Nanoq.

Frá þessu greinir grænlenska úvarpið KNR.

Af 28 áhafnarmeðlimum Polar Nanoq eru 19 þeirra frá Grænlandi og er haft eftir utanríkisráðuneyti Grænlands að ættingjar þeirra hafi miklar áhyggjur af ástvinum sínum sem staddir eru hér á landi. Í ljósi stöðunnar hafa grænlensk yfirvöld opnað fyrir sérstök símanúmer. Þangað geta áhyggjufullir ættingjar leitað og komið á framfæri fyrirspurnum og fengið upplýsingar, en eitt símanúmer er fyrir dönsku og annað fyrir grænlensku.

Líkt og áður hefur komið fram hefur lögreglan staðfest að þeir handteknu séu frá Grænlandi.

Í frétt KNR, sem vísar í utanríkisráðuneyti Grænlands, að þeir sem í haldi eru eiga rétt á að hitta diplómata frá heimalandi sínu. Í þessu tilfelli væri það einhver frá sendiráði Danmerkur á Íslandi. Þá eiga þeir handteknu einnig rétt á túlk en fram kom í fréttum að yfirheyrslur hafi farið fram á bæði dönsku og ensku. 

Þá segir einnig að utanríkisráðuneyti Grænlands eigi í nánu samstarfi við íslensk stjórnvöld, danska sendiráðið á Íslandi og Polar Seafood, útgerðina sem á grænlenska togarann Polar Nanoq.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Hvarf Birnu Brjánsdóttur

Lögmaður Nikolaj skilur ekki af hverju hann hefur enn stöðu sakbornings
Fréttir

Lög­mað­ur Ni­kolaj skil­ur ekki af hverju hann hef­ur enn stöðu sak­born­ings

Unn­steinn Örn Elvars­son, lög­fræð­ing­ur Ni­kolaj Ol­sen, seg­ir að skjól­stæð­ing­ur sinn hafi ver­ið him­in­lif­andi þeg­ar hann fékk þær frétt­ir að hann yrði lát­inn laus úr gæslu­varð­haldi en ein­angr­un­in hef­ur reynt veru­lega á hann. Ekki verð­ur far­ið fram á far­bann yf­ir hon­um en hann hef­ur ver­ið stað­fast­ur í frá­sögn sinni, lýst yf­ir sak­leysi og reynt að upp­lýsa mál­ið eft­ir bestu getu.

Mest lesið

Margeir fær milljónir í bætur – Hafði áreitt samstarfskonu hjá lögreglunni
3
Fréttir

Mar­geir fær millj­ón­ir í bæt­ur – Hafði áreitt sam­starfs­konu hjá lög­regl­unni

Ís­lenska rík­ið þarf að greiða Mar­geiri Sveins­syni að­stoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjóni miska­bæt­ur fyr­ir að hafa færð­ur til í starfi eft­ir að sam­starfs­kona hans sak­aði hann um of­beldi og áreitni. Lög­reglu­stjóri til­kynnti hér­aðssak­sókn­ara um hugs­an­lega refsi­verða hátt­semi Mar­geirs en mál­inu var vís­að frá.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Margeir fær milljónir í bætur – Hafði áreitt samstarfskonu hjá lögreglunni
6
Fréttir

Mar­geir fær millj­ón­ir í bæt­ur – Hafði áreitt sam­starfs­konu hjá lög­regl­unni

Ís­lenska rík­ið þarf að greiða Mar­geiri Sveins­syni að­stoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjóni miska­bæt­ur fyr­ir að hafa færð­ur til í starfi eft­ir að sam­starfs­kona hans sak­aði hann um of­beldi og áreitni. Lög­reglu­stjóri til­kynnti hér­aðssak­sókn­ara um hugs­an­lega refsi­verða hátt­semi Mar­geirs en mál­inu var vís­að frá.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
3
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár