Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Hringdi látlaust í íslenska vinkonu á sama tíma og Birna var í bílnum

Ann­ar skip­verj­anna af Pol­ar Nanoq reyndi ít­rek­að að hringja í ís­lenska vin­konu sína eft­ir að Birna Brjáns­dótt­ir hvarf upp í rauða Kia Rio bif­reið.

Hringdi látlaust í íslenska vinkonu á sama tíma og Birna var í bílnum
Enski barinn Tvímenningarnir af Polar Nanoq voru á bar við Austurvöll skömmu áður en þeir eru taldir hafa farið með Birnu Brjánsdóttur úr miðborg Reykjavíkur í Hafnarfjörð.

Starfsmaður á bar við Austurvöll í miðborg Reykjavíkur fékk fjölda símhringinga frá öðrum hinna handteknu í máli Birnu Brjánsdóttur, um það leyti sem Birna hvarf.

Nikolaj Olsen, annar tveggja skipverja af grænlenska togaranum Polar Nanoq, sem situr í gæsluvarðhaldi á Litla-Hrauni grunaður um aðild að hvarfi Birnu Brjánsdóttur, hefur komið oft hingað til lands og á hér kunningja og vinkonur.

Ein þeirra, María Káradóttir, starfar á Enska barnum, eða English pub, í miðborg Reykjavíkur. Þangað kom Nikolaj rétt fyrir miðnætti föstudagskvöldið 13. janúar. Það var rúmum fimm klukkustundum áður en Birna sást í síðasta skipti á öryggismyndavélum við Laugaveg. María var á vakt þetta kvöld.

„Hann kom hingað einn til þess að hitta mig. Ég hef þekkt hann í eitt og hálft ár, alveg frá því ég fór að vinna á barnum. Við spjölluðum oft saman og hann var alltaf almennilegur og kurteis. Mér þótti hann líka aldrei drekka eins mikið og hinir skipverjarnir og var bara alltaf mjög ljúfur og góður. Aldrei með læti eða neitt svoleiðis,“ segir María.

Ölvun eftir sigur í lukkuhjóli

María segist hafa séð á Snapchat á fimmtudeginum að Nikolaj væri kominn til Íslands.

„Ég skrifa til hans og spyr hvort hann sé á Íslandi og hann segist vera hér í nokkra daga. Ég segi honum að kíkja á mig einhvern tímann um helgina því ég sé að vinna á Enska barnum og hann segist ætla að reyna það. Hann mætir síðan rétt fyrir miðnætti á föstudagskvöldið og virðist vera edrú. Situr á móti mér á barnum og við spjöllum heillengi saman.“

María segir Nikolaj hafa verið í góðu skapi þetta kvöld, blandað geði við aðra gesti og tekið þátt í lukkuhjóli staðarins þar sem meðal annars er hægt að vinna átta bjóra.

„Nikolaj fór í lukkuhjólið og vann átta bjóra,“ segir María. „Hann var mjög hress með það og hélt áfram að sitja á barnum og drekka. Hann pantaði sér líka staup,“ bætir hún við.

María segir að Nikolaj hafi verið einn mest allt kvöldið en á einhverjum tímapunkti, kannski rétt fyrir þrjú, hafi Thomas Møller Olsen mætt á barinn.

„Ég vissi ekki að Thomas væri sá sem kom hingað á föstudagskvöldinu til þess að hitta Nikolaj fyrr en ég sá mynd af honum á samfélagsmiðlum. Þá vissi ég að þetta væri sami maðurinn. Hann virtist vera edrú. Fékk sér sæti hjá Nikolaj og fékk hjá honum bjór og drakk eitt staup. Thomas var fámáll. Á þessum tímapunkti var orðið svo mikið að gera að ég var ekki mikið að fylgjast með þeim. Ég heyrði á Nikolaj að hann var orðinn mjög ölvaður. Þeir fóru frá barnum og færðu sig upp á efri pallinn á staðnum. Ég sá þá kannski tvisvar standa þarna uppi á pallinum en síðan ekki meir,“ segir María sem í lok kvölds fékk skilaboð frá Nikolaj í gegnum dyravörð.

Nikolaj og Thomas Møller
Nikolaj og Thomas Møller Nikolaj (til vinstri) mætti á English Pub í miðborg Reykjavíkur föstudagskvöldið 13. janúar og sat við barinn og drakk. Síðar um nóttina kemur Thomas Møller (til hægri] og hittir Nikolaj á barnum. Nikolaj var vísað út vegna ölvunar um klukkan hálf fjögur.

Var vísað út vegna ölvunar

„Við lokum alltaf klukkan fjögur og svona tíu mínútur yfir fjögur, þegar við erum að ganga frá, kemur upp að mér dyravörður sem þekkti líka til Nikolaj og sagði mér að hann væri fyrir utan og hefði óskað eftir því að fá að tala við mig. Dyravörðurinn sagði mér líka að hann hefði þurft að vísa Nikolaj út því hann hefði sofnað á einu borðinu uppi á efri pallinum á staðnum. Þarna fyrir utan sat Nikolaj ásamt annarri konu sem ég veit engin deili á. Ég átti eftir að gera nóg og hann virtist frekar ölvaður þannig að ég lét það vera að ræða við hann. Ég sá aldrei þennan Thomas eftir lokun og veit ekkert hvað varð af honum,“ segir María, sem stuttu eftir þetta leit á símann sinn og sá að Nikolaj hefði reynt að hringja. Þetta var fyrsta af mörgum tilraunum hans til að hringja í Maríu sem teygðu sig fram á hádegi laugardagsins 14. janúar.

„Hann hringir fyrst í mig fimm mínútur í fjögur og þá situr hann fyrir utan skemmtistaðinn. Síðan er hann hringjandi í mig stanslaust alla nóttina og fram á næsta dag. Hann situr fyrir utan staðinn til tæplega hálf fimm og síðan veit ég ekki meir. Ég hafði aldrei séð þennan Thomas áður fyrr en þetta föstudagskvöld. Ég og önnur stelpa sem vinnur hér höfum hins vegar þekkt Nikolaj í langan tíma og þekkjum hann ekki af neinu nema góðu,“ segir María.

Hún segist vera í áfalli yfir hvarfi Birnu.

„Þetta er svo ólíkt honum. Við trúum þessu ekki upp á hann og það á það sama við aðra starfsmenn. Við trúum því ekki að hann hafi gert eitthvað.“

Hringir látlaust
Hringir látlaust Nikolaj reyndi ítrekað að ná í Maríu aðfaranótt laugardagsins 14. janúar eins og sést á þessum gögnum.

Ræddi við hann eftir hvarfið

María ræddi við Nikolaj um miðjan laugardaginn 14. janúar, eftir hvarf Birnu. Samskiptin voru skriflega í gegnum Snapchat.

„Hann reyndi að hringja í mig níu sinnum þessa nótt og síðasta símtalið var klukkan 11:55 á laugardeginum. Þetta voru allt símtöl í gegnum Facebook. Ég vakna þarna rétt eftir hádegi á laugardeginum og segi honum að ég hafi verið með kærasta mínum og hafi ekki getað svarað honum. Ég talaði við hann í gegnum Snapchat. Hann sendi mér strax til baka og sagði að hann væri þunnur. Ég spurði hann hvort það væri ekki allt í lagi, þar sem hann hafi hringt svo oft. Hann sagði að allt væri í lagi og að þeir myndu væntanlega sigla frá höfn þarna síðar um kvöldið. Við spjölluðum aðeins lengur saman og það var ekkert í samskiptum okkar sem mér fannst eitthvað skrítið eða undarlegt.“

Ræddi við Nikolaj á þriðjudaginn

Samskipti á Facebook
Samskipti á Facebook María ræddi við Nikolaj á Facebook þriðjudaginn 17. janúar.

Eftir að Polar Nanoq var nefndur í fjölmiðlum í tengslum við hvarf Birnu Brjánsdóttur náði María ekki sambandi við Nikolaj. „Þegar málið kemur síðan í fjölmiðla og það er tengt við þennan togara þá fer ég að reyna að hafa samband við Nikolaj og ég næ því ekki. Ég og önnur vinkona hans förum að ræða þetta og þá sýnir hún mér mynd af Thomasi og þá næ ég að bera kennsl á hann. Að þetta sé sá sem kom og hitti Nikolaj þetta kvöld,“ segir María sem loksins náði sambandi við Nikolaj á þriðjudeginum 17. janúar.

„Það var síðan þriðjudagskvöldið sem að ég sendi honum skilaboð og nokkrum mínútum seinna fékk ég svar. Ég sendi Nikolaj á Facebook og spurði hann hvort hann væri búinn að jafna sig á þynnkunni. Hann sagðist vera góður, á veiðum en á leið til Íslands. Þá sagði hann að það væru vandræði með þráðlausa netið um borð. Ég spurði hann að því hvort hann hefði komist heilu og höldnu um borð í togarann þetta kvöld. Ég fékk ekkert svar. Meira veit ég ekki um málið.“

Stundin greindi lögreglu frá atburðarásinni sem um ræðir fyrir birtingu fréttarinnar. Þá hefur María haft samband við lögreglu og sent upplýsingar til hennar.

Fannst við Selvogsvita
Fannst við Selvogsvita Lík Birnu fannst við Selvogsvita en ekki er vitað hvort henni hafi verið varpað í sjóinn þar eða á öðrum stað við sjávarsíðuna.

Tímaröðin í máli Birnu Brjánsdóttur

05:25 - Rauði Kia Rio-bílaleigubíllinn sést við Laugaveg 31. Honum er síðan ekið niður Ingólfsstræti. Þar hverfur hann úr myndavélum norðan Hverfisgötu. Lögreglan telur að Birna hafið farið upp í bílinn örstuttu eftir að hann sést við Laugaveg 31.

05:50 - Mastur greinir síma Birnu við Flatahraun.

05:53 - Rauð bifreið sést á öryggismyndavél við áhaldahús Golfklúbbs Kópavogs- og Garðabæjar. Lögreglu grunar að það sé sami bíll. Nokkrum mínútum síðar er slökkt á síma Birnu. Lögreglan getur ekki staðfest að slökkt hafi verið á honum handvirkt.

06:10 -  Rauður Kia Rio sést keyra inn á hafnarsvæðið við Hafnarfjarðarhöfn. Skipverjarnir tveir sem eru í haldi lögreglu stíga út úr bílnum. Thomas Moller Olsen er undir stýri en Nikolaj er farþegi. Þeir ræða saman í örstutta stund, kannski eina til tvær mínútur, og síðan gengur Nikolaj um borð. Thomas Moller sest undir stýri og ekur á brott, vestur eftir hafnarbakkanum. Samkvæmt upplýsingum Stundarinnar sést rauða Kia Rio-bifreiðin rápa um svæðið áður en honum er ekið burt. Talið er að bifreiðin sé á hafnarsvæðinu í rúmar tuttugu mínútur.

Skór Birnu fundust um það bil 300 metra frá þeim stað þar sem Polar Nanoq lá við höfn. Engar öryggismyndavélar sýna það svæði en lögreglan telur að annar mannanna hafi ekið þangað og verið þar í rúmar 25 mínútur.

Þá hefur lögregla biðlað til ökumanna sem eru með upptökuvélar í bifreiðum sínum að skoða hvort rauði Kia Rio-bílaleigubíllinn sjáist í mynd milli klukkan 07:00 og 11:30 laugardagsmorguninn 14. janúar.

Birna fannst við Selvogsvita en nú reynir lögreglan að kortleggja ferðir bifreiðarinnar frá því hún stöðvast við Hafnarfjarðarhöfn rétt eftir klukkan sex, laugardagsmorguninn 14. janúar. Samkvæmt fréttaflutningi sást annar maðurinn ganga um borð í togarann en hinn ók á brott. Þá hefur lögreglan greint frá því að ummerki á bílaleigubílnum gefa til kynna að honum hafi verið ekið um grýttan veg.

Þeir sem hafa upplýsingar um málið eru hvattir til að hafa samband við lögreglu í síma 444 1000.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Hvarf Birnu Brjánsdóttur

Lögmaður Nikolaj skilur ekki af hverju hann hefur enn stöðu sakbornings
Fréttir

Lög­mað­ur Ni­kolaj skil­ur ekki af hverju hann hef­ur enn stöðu sak­born­ings

Unn­steinn Örn Elvars­son, lög­fræð­ing­ur Ni­kolaj Ol­sen, seg­ir að skjól­stæð­ing­ur sinn hafi ver­ið him­in­lif­andi þeg­ar hann fékk þær frétt­ir að hann yrði lát­inn laus úr gæslu­varð­haldi en ein­angr­un­in hef­ur reynt veru­lega á hann. Ekki verð­ur far­ið fram á far­bann yf­ir hon­um en hann hef­ur ver­ið stað­fast­ur í frá­sögn sinni, lýst yf­ir sak­leysi og reynt að upp­lýsa mál­ið eft­ir bestu getu.

Mest lesið

Hvað gerðist í Suður-Mjódd?
2
Úttekt

Hvað gerð­ist í Suð­ur-Mjódd?

Hvernig get­ur það kom­ið kjörn­um full­trú­um Reykja­vík­ur­borg­ar á óvart að stærð­ar­inn­ar at­vinnu­hús­næði rísi næst­um inni í stofu hjá íbú­um í Breið­holti? Svar­ið ligg­ur ekki í aug­um uppi, en Dóra Björt Guð­jóns­dótt­ir, formað­ur um­hverf­is- og skipu­lags­ráðs borg­ar­inn­ar, seg­ir mál­ið frem­ur frá­vik frá stefnu borg­ar­stjórn­ar­meiri­hlut­ans um þétta bland­aða byggð frem­ur en af­leið­inga henn­ar.
Arnar Þór Ingólfsson
4
PistillSnertilausar greiðslur í Strætó

Arnar Þór Ingólfsson

Loks­ins, eitt­hvað sem bara virk­ar

Blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar tók Strætó í vinn­una í morg­un og greiddi fyr­ir far­mið­ann á sek­úndu­broti með greiðslu­korti í sím­an­um. Í neyt­enda­gagn­rýni á snerti­laus­ar greiðsl­ur í Strætó seg­ir að það sé hress­andi til­breyt­ing að Strætó kynni til leiks nýj­ung sem virð­ist vera til mik­ill bóta fyr­ir not­end­ur al­menn­ings­sam­gangna á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.
Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
6
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
3
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár