Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Lögreglan óskar eftir því að ná tali af þessum ökumanni

Lög­regl­an á höf­uð­borg­ar­svæð­inu ósk­ar eft­ir að ná tali af öku­manni hvíta bíls­ins, sem var ek­ið vest­ur Ós­eyr­ar­braut í Hafnar­firði laug­ar­dag­inn 14. janú­ar kl. 12.24.

Lögreglan óskar eftir því að ná tali af þessum ökumanni
Veist þú hver situr undir stýri á þessum bíl? Hafðu samband við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu. Mynd: Lögreglan

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir að ná tali af ökumanni hvíta bílsins, sem var ekið vestur Óseyrarbraut í Hafnarfirði laugardaginn 14. janúar kl. 12.24. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá lögreglu sem send var fjölmiðlum nú rétt í þessu. Tengist þetta rannsókn lögreglu á hvarfi Birnu Brjánsdóttir en hún hvarf sporlaust aðfaranótt laugardagsins 14. janúar.

Lögreglan tekur skýrt fram í fréttatilkynningunni að ökumaðurinn er ekki grunaður um neitt misjafnt, en hann gæti hugsanlega búið yfir upplýsingum sem kunna að nýtast lögreglu við rannsókn máls Birnu Brjánsdóttur.

Viti aðrir deili á bifreiðinni og ökumanni hennar eru hinir sömu beðnir um að koma þeim upplýsingum til lögreglu í síma 444 1000, í einkaskilaboðum á fésbókarsíðu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eða í tölvupósti á netfangið abending@lrh.is

Samkvæmt heimildum Stundarinnar gæti ökumaðurinn búið yfir mikilvægri vitneskju sem gæti hjápað til við að púsla saman ferðum rauða Kia Rio-bílaleigubílsins sem var leigður af áhafnarmeðlimi Polar Nanoq, þeim sama og nú situr í gæsluvarðhaldi ásamt öðrum skipverja. Þeir voru úrskurðaðir í tveggja vikna gæsluvarðhald en þeirri niðurstöðu hefur lögreglan áfrýjað til Hæstaréttar Íslands. Krafa lögreglu var gæsluvarðhald í fjórar vikur.

Sá þriðji situr einnig í gæsluvarðhaldi en hann er grunaður um stórfellt eiturlyfjasmygl en um 20 kíló af hassi fundust um borð við leit lögreglu- og tollgæslu. Hann var dæmdur í gæsluvarðhald fram á mánudag.

ENGLISH

The driver of the white car, driven west on Óseyrarbraut in Hafnarfjordur last Saturday at 12.24, is asked to come forward and contact the police as he might have information regarding a missing person case, in which 20 y.o. Birna Brjansdottir went missing.

The number for police is 444 1000, messages through abending@lrh.is and private messages on the Reykjavik Metropolitan Police Facebook site.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Hvarf Birnu Brjánsdóttur

Lögmaður Nikolaj skilur ekki af hverju hann hefur enn stöðu sakbornings
Fréttir

Lög­mað­ur Ni­kolaj skil­ur ekki af hverju hann hef­ur enn stöðu sak­born­ings

Unn­steinn Örn Elvars­son, lög­fræð­ing­ur Ni­kolaj Ol­sen, seg­ir að skjól­stæð­ing­ur sinn hafi ver­ið him­in­lif­andi þeg­ar hann fékk þær frétt­ir að hann yrði lát­inn laus úr gæslu­varð­haldi en ein­angr­un­in hef­ur reynt veru­lega á hann. Ekki verð­ur far­ið fram á far­bann yf­ir hon­um en hann hef­ur ver­ið stað­fast­ur í frá­sögn sinni, lýst yf­ir sak­leysi og reynt að upp­lýsa mál­ið eft­ir bestu getu.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Presturinn þurft að ýta ferðamönnum út úr kirkjunni
4
FréttirFerðamannalandið Ísland

Prest­ur­inn þurft að ýta ferða­mönn­um út úr kirkj­unni

Jó­hanna Magnús­dótt­ir, prest­ur í Vík­ur­kirkju, seg­ir dæmi um að er­lend­ir ferða­menn reyni að kom­ast inn í kirkj­una til að taka mynd­ir skömmu áð­ur en kistu­lagn­ing fer fram. Hún hafi þurft að breyta sér í dyra­vörð íklædd­an hempu til að ýta þeim ágeng­ustu út úr kirkj­unni. Björg­un­ar­sveit­in í Vík hef­ur um þriggja ára skeið séð um að loka veg­in­um upp að kirkj­unni með­an út­far­ir fara þar fram.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár