Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Birnu var ráðinn bani: Rannsaka samskipti við Íslendinga

Aust­ur­rísk­ur rétt­ar­meina­fræð­ing­ur hef­ur kom­ist að þeirri nið­ur­stöðu að Birnu Brjáns­dótt­ur hafi ver­ið ráð­inn bani.

Birnu var ráðinn bani: Rannsaka samskipti við Íslendinga
Birna Brjánsdóttir Fannst látin við Selvogsvita. Tveir menn eru í haldi grunaðir um aðild að andláti hennar. Þeir neita báðir sök. Mynd: Shutterstock

Rannsókn hefur staðfest að konan, sem fannst látin við Selvogsvita á sunnudag, er Birna Brjánsdóttir. Þá hefur krufning austurrísks réttarmeinafræðings leitt í ljós að Birnu var ráðinn bani.

Þetta staðfestir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við fréttastofu RÚV í morgun.

Þar segir Grímur að lögregla muni ekki greina frekar frá niðurstöðu krufningar fyrr en staðfest skýrsla réttarmeinafræðings liggur fyrir og hugsanlegt sé að það verði ekki fyrr en eftir helgi. Þá hafi rauði Kia Rio-bílaleigubíllinn verið mikið rannsakaður og sé enn í rannsókn hjá tæknideild lögreglunnar.

Lögreglan rannsakar samskipti

Eins og fram hefur komið í fréttum hefur lögregla staðfest að blóð sem fannst í bílnum sé Birnu. Lögregla veit hins vegar ekki hvar bíllinn var þegar ráðist var á Birnu eða hvenær. Mennirnir tveir neita báðir sök.

Líkt og Stundin greindi frá í gær reyndi annar sakborninganna, sem situr í gæsluvarðhaldi á Litla-Hrauni grunaður um aðild að andláti Birnu, Nikolaj Olsen, ítrekað að ná sambandi við íslenska vinkonu sína aðfaranótt laugardagsins 14. janúar. Sum þeirra áttu sér stað á sama tíma og talið er að Birna hafi verið í rauða Kia Rio-bílaleigubílnum. Grímur segir lögreglu nú vera að rannsaka þessar upplýsingar.

Þá ræddi Nikolaj við þessa sömu vinkonu sína eftir að talið er að Birnu hafi verið ráðinn bani.

Reyndi að hringja níu sinnum

„Hann reyndi að hringja í mig níu sinnum þessa nótt og síðasta símtalið var klukkan 11:55 á laugardeginum. Þetta voru allt símtöl í gegnum Facebook. Ég vakna þarna rétt eftir hádegi á laugardeginum og segi honum að ég hafi verið með kærasta mínum og hafi ekki getað svarað honum. Ég talaði við hann í gegnum Snapchat. Hann sendi mér strax til baka og sagði að hann væri þunnur. Ég spurði hann hvort það væri ekki allt í lagi, þar sem hann hafi hringt svo oft. Hann sagði að allt væri í lagi og að þeir myndu væntanlega sigla frá höfn þarna síðar um kvöldið. Við spjölluðum aðeins lengur saman og það var ekkert í samskiptum okkar sem mér fannst eitthvað skrítið eða undarlegt,“ sagði María Káradóttir sem Stundin ræddi við í gær.

Eftir að Polar Nanoq var nefndur í fjölmiðlum í tengslum við hvarf Birnu Brjánsdóttur náði María ekki sambandi við Nikolaj. „Þegar málið kemur síðan í fjölmiðla og það er tengt við þennan togara þá fer ég að reyna að hafa samband við Nikolaj og ég næ því ekki. Ég og önnur vinkona hans förum að ræða þetta og þá sýnir hún mér mynd af Thomasi og þá næ ég að bera kennsl á hann. Að þetta sé sá sem kom og hitti Nikolaj þetta kvöld,“ sagði María sem loksins náði sambandi við Nikolaj á þriðjudeginum 17. janúar.

„Það var síðan þriðjudagskvöldið sem að ég sendi honum skilaboð og nokkrum mínútum seinna fékk ég svar. Ég sendi Nikolaj á Facebook og spurði hann hvort hann væri búinn að jafna sig á þynnkunni. Hann sagðist vera góður, á veiðum en á leið til Íslands. Þá sagði hann að það væru vandræði með þráðlausa netið um borð. Ég spurði hann að því hvort hann hefði komist heilu og höldnu um borð í togarann þetta kvöld. Ég fékk ekkert svar. Meira veit ég ekki um málið.“

Stundin greindi lögreglu frá atburðarásinni sem um ræðir fyrir birtingu fréttarinnar í gær. Þá hafði María einnig haft samband við lögreglu og sent upplýsingar til hennar. Lögreglan rannsakar nú þessi samskipti.

Kia Rio
Kia Rio Blóð úr Birnu fannst í þessum rauða Kia Rio-bílaleigubíl.

Ók um grýttan veg

Lögreglan hefur biðlað til ökumanna sem eru með upptökuvélar í bifreiðum sínum að skoða hvort rauði Kia Rio-bílaleigubíllinn sjáist í mynd milli klukkan 07:00 og 11:30 laugardagsmorguninn 14. janúar.

Lögreglan reynir nú að kortleggja ferðir bifreiðarinnar frá því hún stöðvast við Hafnarfjarðarhöfn rétt eftir klukkan sex, laugardagsmorguninn 14. janúar. Samkvæmt fréttaflutningi sást annar maðurinn ganga um borð í togarann en hinn ók á brott. Þá hefur lögreglan greint frá því að ummerki á bílaleigubílnum gefa til kynna að honum hafi verið ekið um grýttan veg.

Þeir sem hafa upplýsingar um málið eru hvattir til að hafa samband við lögreglu í síma 444 1000.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Hvarf Birnu Brjánsdóttur

Lögmaður Nikolaj skilur ekki af hverju hann hefur enn stöðu sakbornings
Fréttir

Lög­mað­ur Ni­kolaj skil­ur ekki af hverju hann hef­ur enn stöðu sak­born­ings

Unn­steinn Örn Elvars­son, lög­fræð­ing­ur Ni­kolaj Ol­sen, seg­ir að skjól­stæð­ing­ur sinn hafi ver­ið him­in­lif­andi þeg­ar hann fékk þær frétt­ir að hann yrði lát­inn laus úr gæslu­varð­haldi en ein­angr­un­in hef­ur reynt veru­lega á hann. Ekki verð­ur far­ið fram á far­bann yf­ir hon­um en hann hef­ur ver­ið stað­fast­ur í frá­sögn sinni, lýst yf­ir sak­leysi og reynt að upp­lýsa mál­ið eft­ir bestu getu.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
5
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár