Fólk sem vill villa um fyrir lögreglunni, greiða minna í útsvar, fá hærri akstursstyrk eða bjóða sig fram til Alþingis í kjördæmi þar sem það hefur aldrei átt fasta búsetu, á ekki í erfiðleikum með það. Af hverju? Jú, því það er svo auðvelt að flytja lögheimilið sitt á Íslandi.
Það er í raun svo auðvelt að blaðamanni Stundarinnar tókst að flytja lögheimilið sitt frá Reykjanesbæ og á Bessastaði, án nokkurra vandræða. Enginn hringdi frá Bessastöðum til þess að kanna hvað væri um að vera og það tók einungis einn virkan dag að ganga frá rafrænu skráningunni.
Uppfæra þarf kerfið
En á þetta að vera hægt? Margrét Hauksdóttir, forstjóri Þjóðskrár Íslands, hefur undanfarin ár bent á mikilvægi þess að uppfæra kerfið sem heldur utan …
Athugasemdir