Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Hver sem er getur flutt lögheimilið á Bessastaði

Rétt skrán­ing lög­heim­il­is er mik­il­væg en þrátt fyr­ir það get­ur hver sem er skráð lög­heim­ili sitt hvar sem er, hvenær sem er og í raun án vitn­eskju þess sem þar býr. Breyt­inga er að vænta.

Hver sem er getur flutt lögheimilið á Bessastaði
Bessastaðir Heimili forseta Íslands og um tíma lögheimili blaðamanns Stundarinnar sem færði lögheimili sitt í norðurhús Bessastaða. Mynd: Skrifstofa forseta Íslands

Fólk sem vill villa um fyrir lögreglunni, greiða minna í útsvar, fá hærri akstursstyrk eða bjóða sig fram til Alþingis í kjördæmi þar sem það hefur aldrei átt fasta búsetu, á ekki í erfiðleikum með það. Af hverju? Jú, því það er svo auðvelt að flytja lögheimilið sitt á Íslandi.

Það er í raun svo auðvelt að blaðamanni Stundarinnar tókst að flytja lögheimilið sitt frá Reykjanesbæ og á Bessastaði, án nokkurra vandræða. Enginn hringdi frá Bessastöðum til þess að kanna hvað væri um að vera og það tók einungis einn virkan dag að ganga frá rafrænu skráningunni. 

Skráður á Bessastöðum
Skráður á Bessastöðum Blaðamaður Stundarinnar var um tíma skráður til heimilis á Bessastöðum. Hér sést skráningin, sem nú hefur verið breytt samkvæmt núgildandi lögum.

Uppfæra þarf kerfið

En á þetta að vera hægt? Margrét Hauksdóttir, forstjóri Þjóðskrár Íslands, hefur undanfarin ár bent á mikilvægi þess að uppfæra kerfið sem heldur utan …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár