Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Óskað skýringa vegna ísbíltúrs Kaupþingsfanga úr fangelsinu

Ólaf­ur Ólafs­son og Sig­urð­ur Ein­ars­son, sem dæmd­ir voru í fjög­urra til fimm ára fang­elsi fyr­ir al­var­leg efna­hags­brot, fóru í sjoppu á Ól­afs­vík að kaupa sér ís með dýfu. Fang­els­is­mála­stjóri hef­ur ósk­að skýr­inga vegna máls­ins.

Óskað skýringa vegna ísbíltúrs Kaupþingsfanga úr fangelsinu
Ólafur og Sigurður kaupa ís Fangarnir tveir af Kvíabryggju komu akandi í fylgd fangavarðar og fjórða manns. Ólafur greiddi fyrir ísinn með reiðufé. Mynd: Gylfi Blöndal

Ólafur Ólafsson og Sigurður Einarsson, fangar á Kvíabryggju, sem dæmdir voru í fangelsi fyrir markaðsmisnotkun í aðdraganda falls Kaupþings banka, fengu sér ís með dýfu í sjoppu í Ólafsvík í lok síðustu viku, þrátt fyrir að nú standi yfir afplánun þeirra vegna alvarlegra efnahagsbrota í aðdraganda bankahrunsins. 

„Fangar eiga ekki að fá heimild til að fara í sjoppur,“ segir Páll Winkel fangelsismálastjóri um málið. „Það er einfaldlega þannig. Það sem ég myndi vilja segja um þetta mál er að ég er búinn að óska eftir skýringum og síðan verður tekin ákvörðun í framhjaldi af því,“ bætir hann við.

Ólafur og Sigurður, ásamt Magnúsi Guðmundssyni, losna af Kvíabryggju síðar í dag vegna lagabreytingar sem þingmenn gerðu í síðasta mánuði.

Viðskiptavinur undrast „sérmeðferð“

Ólafur Ólafsson var dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi í Hæstarétti fyrir ári og Sigurður Einarsson í fjögurra ára fangelsi í Al Thani-málinu svokallaða, sem snerist um sýndarviðskipti Kaupþings. Í málinu var Al Thani lánað fyrir kaupum á 5% hlut í Kaupþingi til að kaupa hlutabréf í bankanum, en látið í veðri vaka að Al Thani hefði keypt hlut í bankanum af sjálfsdáðum. Sigurður var einnig dæmdur til eins árs refsiauka vegna „Stóra markaðsmisnotkunarmálsins“.

Viðskiptavinur ÓK-veitingasölunnar í Ólafsvík, sem var viðstaddur þegar Ólafur og Sigurður komu í fylgd fangavarðar, taldi atvikið „súrrealískt“ þar sem alþekkt væri að mennirnir afplánuðu fangelsisdóm fyrir alvarleg afbrot.

„Á meðan þjóðfélagið skelfur vegna aflandsmála stjórnmálamanna þá ganga mennirnir sem þó hafa verið dæmdir fyrir sinn hlut í hruninu nánast lausir, virðast hafa það nokkuð gott og njóta sérmeðferðar í fangelsi,“ segir Gylfi Blöndal leiðsögumaður.

Ekki algengt

Að sögn Páls Winkel er hugsanlegt að fangar geti farið út í erindagjörðum sem yfirmenn í fangelsi hafa samþykkt. Hann hefur óskað eftir skýringum vegna málsins. „Það er erfitt að setja reglur um öll frávik, en maður verður líka að treysta á heilbrigða skynsemi. En þetta er ekki algengt. Það er okkar sem stýrum þessu að hafa reglurnar þannig að menn þurfi ekki að velkjast í vafa. Það er líka mikilvægt að rjúka ekki í nornabrennur og taka sér tíma í þetta.“

Ósáttir við meðferðina

Sigurður og Ólafur eru báðir ósáttir við meðferðina á sér í tengslum við efnahagsbrot þeirra. Þeir greindu frá því í viðtali við Stöð 2 að þeir teldu stærstu mistök sín hafa verið að treysta á dómskerfið. Þeir hafa einnig verið ósáttir við meðferðina í fangelsinu. Ólafur og Sigurður, ásamt meðfanga þeirra, Magnúsi Guðmundssyni, hafa leitað til umboðsmanns Alþingis vegna starfa Páls Winkels, meðal annars vegna upplýsingagjafar hans til fjölmiðla. Þeim gramdist að Páll hefði greint frá því að „ákveðnir fangar“ hefðu farið fram á að neyta rauðvíns og annarra áfengra drykkja með mat, en því hafi verið hafnað, en slík beiðni barst ekki frá þeim.

Þá segja fangarnir að bandaríski heimildamyndagerðarmaðurinn Michael Moore hafi fengið aðgang að fangelsinu og náð myndum af þeim. Ísland verður í aðalhlutverki í næstu mynd Moore.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
1
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
3
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
2
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
3
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.
Taxý Hönter bannaður á leigubílastæðinu:  „Þeir lugu upp á mig rasisma“
5
Fréttir

Taxý Hön­ter bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu: „Þeir lugu upp á mig ras­isma“

Með­al þeirra leigu­bíl­stjóra sem hef­ur ver­ið mein­að­ur að­gang­ur að leigu­bíla­stæð­inu á Kefla­vík­ur­flug­velli er Frið­rik Ein­ars­son eða Taxý Hön­ter. Hann seg­ir ástæð­una vera upp­logn­ar kvart­an­ir, með­al ann­ars um að hann sé ras­isti. Karim Ask­ari, leigu­bíl­stjóri og fram­kvæmda­stjóri Stofn­un­ar múl­isma á Ís­landi, seg­ir Frið­rik hafa áreitt sig og aðra bíl­stjóra.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
5
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
6
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár