Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Benedikt ósammála Bjarna Benediktssyni – vill ljúka rannsókn á sölu bankanna

For­sæt­is­ráð­herr­ann Bjarni Bene­dikts­son vill ekki nán­ari rann­sókn á einka­væð­ingu bank­anna, en Bene­dikt Jó­hann­es­son fjár­mála­ráð­herra seg­ir svar sitt ein­falt: Það þurfi að ljúka rann­sókn. Hann hef­ur skrif­að Fjár­mála­eft­ir­lit­inu bréf vegna kaupa vog­un­ar­sjóða í Ari­on banka.

Benedikt ósammála Bjarna Benediktssyni – vill ljúka rannsókn á sölu bankanna

„Svar mitt er einfalt. Jú, það er ástæða til að ljúka rannsókn á þessu ferli,“ sagði Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra á Alþingi rétt í þessu, um hvort rannsaka ætti nánar einkavæðingu ríkisbankanna árið 2003.

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra lýsti í gær andstöðu sinni við að nánar yrði rannsakað hvernig ríkið stóð að einkavæðingu á Landsbankanum og Búnaðarbankanum árin 2002 til 2003. Að mati Bjarna hefur einkavæðingin verið rannsökuð nægilega vel. Hann vildi þó draga lærdóm af því sem gerðist í einkavæðingunni. „Fyrir mína parta er ekkert aðkallandi að skoða varðandi sölu bankanna sem átti sér stað fyrir nærri fimmtán árum,“ sagði hann.

Í gær birtist skýrsla rannsóknarnefndar sem sýndi að aðkoma þýska bankans Hauck & Aufhäuser að kaupum S-hóps Ólafs Ólafssonar athafnamanns, Finns Ingólfssonar og fleiri, að kaupum á kjölfestuhlut Búnaðarbanka af ríkinu, hefði verið blekking.

Benedikt lét orðin falla í svari við fyrirspurn Katrínar Jakobsdóttur um afstöðu hans til frekari rannsókna á einkavæðingu ríkisins á fjármálastofnunum. 

Ræðir við Fjármálaeftirlitið um eignarhald Arion banka

Benedikt greindi frá því á Alþingi í morgun að hann hefði skrifað Fjármálaeftirlitinu bréf með spurningum um raunverulegt eignarhald kaupenda á þriðjungshlut í Arion banka. 

„Aftur er svar mitt einfalt. Ég tel að það sé afar mikillvægt að það sé gagnsætt ferli við sölu bankanna. Ferli sem er hafið yfir alla gagnrýni. Ferli þar sem allir sitja við sama borð,“  sagði hann.

Hann sagði stofnanir hafa brugðist herfilega á sínum tíma. „Það má ekki endurtaka sig“. 

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Einkavæðing bankanna

Segir frá matarboði þar sem stjórnmál og fjármál runnu saman en enginn vildi skrifa í gestabókina
ViðskiptiEinkavæðing bankanna

Seg­ir frá mat­ar­boði þar sem stjórn­mál og fjár­mál runnu sam­an en eng­inn vildi skrifa í gesta­bók­ina

Í ný­út­kom­inni bók Gylfa Zoega er kvöld­verð­ar­boði í húsi Seðla­bank­ans við Ægisíðu lýst. Þar á seðla­banka­stjóri að hafa set­ið að snæð­ingi með við­skipta­fé­lög­um sín­um, skömmu áð­ur en einka­væð­ing bank­anna átti sér stað ár­ið 2003. Finn­ur Ing­ólfs­son, fyrr­um seðla­banka­stjóri, kann­ast ekk­ert við að þetta hafi átt sér stað.
Finnur Ingólfsson „skammast“ sín út af blekkingum í einkavæðingu Búnaðarbankans
FréttirEinkavæðing bankanna

Finn­ur Ing­ólfs­son „skamm­ast“ sín út af blekk­ing­um í einka­væð­ingu Bún­að­ar­bank­ans

Finn­ur Ing­ólfs­son, fjár­fest­ir og fyrr­ver­andi ráð­herra, seg­ir að hann skammist sín fyr­ir að hafa ekki séð í gegn­um þann blekk­ing­ar­leik sem einka­væð­ing Bún­að­ar­bank­ans var á sín­um tíma. Með orð­um sín­um á Finn­ur við meinta að­komu þýska bank­ans Hauck & Auf­hausers að við­skipt­un­um sem reynd­ust vera fals.
Umboðsmaður telur einkavæðingu bankanna gott sem fullrannsakaða
FréttirEinkavæðing bankanna

Um­boðs­mað­ur tel­ur einka­væð­ingu bank­anna gott sem full­rann­sak­aða

Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd hef­ur nú til skoð­un­ar hvort hrinda eigi í fram­kvæmd þings­álykt­un­inni frá 2012 um rann­sókn á einka­væð­ingu bank­anna. Lög­fræð­ing­ur sem starf­aði með tveim­ur rann­sókn­ar­nefnd­um Al­þing­is tel­ur rann­sókn­ar­spurn­ing­ar sem fylgdu þings­álykt­un­inni van­hugs­að­ar og um­boðs­mað­ur Al­þing­is tel­ur ólík­legt að sér­stök rann­sókn á einka­væð­ingu bank­anna leiði fram nýj­ar mark­verð­ar upp­lýs­ing­ar.
Ólafur Ólafsson lýsir pólitískri spillingu á Íslandi í varnarræðu sinni
FréttirEinkavæðing bankanna

Ólaf­ur Ólafs­son lýs­ir póli­tískri spill­ingu á Ís­landi í varn­ar­ræðu sinni

Fjár­fest­ir­inn Ólaf­ur Ólafs­son, sem rann­sókn­ar­nefnd um einka­væð­ingu Bún­að­ar­bank­ans seg­ir hafa stað­ið að mála­mynda­gern­ingi til að blekkja yf­ir­völd, sak­ar ráð­herra Fram­sókn­ar­floks­ins og Sjálf­stæð­is­flokks­ins um póli­tísk inn­grip. „Við vor­um hafð­ir að leik­sopp­um í póli­tísku leik­riti,“ seg­ir Ólaf­ur með­al ann­ars.
Aðilarnir að plottinu eru umsvifamiklir í íslensku viðskiptalífi í dag
FréttirEinkavæðing bankanna

Að­il­arn­ir að plott­inu eru um­svifa­mikl­ir í ís­lensku við­skipta­lífi í dag

Ólaf­ur Ólafs­son, Guð­mund­ur Hjalta­son og Hreið­ar Már Sig­urðs­son neit­uðu all­ir að mæta í skýrslu­töku vegna rann­sókn­ar­inn­ar á einka­væð­ingu Bún­að­ar­bank­ans. Þeir eru nú um­svifa­mikl­ir í við­skipta­líf­inu, með­al ann­ars í fast­eigna­við­skipt­um á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og hót­elupp­bygg­ingu.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
5
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár