Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Málþófið heldur áfram – Seðlabankinn: Tafirnar auka líkur á útflæði aflandskróna

Seðla­bank­inn hef­ur ekki þurft að nota gjald­eyr­is­forða sinn til að verj­ast út­flæði stórra af­l­andskrónu­eig­enda það sem af er degi en Mið­flokks­menn standa enn í mál­þófi gegn frum­varp­inu.

Málþófið heldur áfram – Seðlabankinn: Tafirnar auka líkur á útflæði aflandskróna

Hætta á að Seðlabankinn þurfi að nota gjaldeyrisforða sinn til að verjast útflæði stórra aflandskrónueigenda er enn til staðar og líkur á útflæðinu aukast eftir því sem afgreiðsla aflandskrónufrumvarps tefst.

Þetta kemur fram í svari Seðlabankans við fyrirspurn Stundarinnar um málið. Þingmenn Miðflokksins lögðust í málþóf gegn aflandskrónufrumvarpi fjármálaráðherra í gærkvöldi og stóðu umræður fram á sjötta tímann í morgun. 

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður flokksins og fulltrúi í efnahags- og viðskiptanefnd, mætti þó ekki á fund nefndarinnar þegar frumvarpið var kynnt og var einnig fjarverandi fundinn þegar málið var afgreitt. Hann skilaði hvorki minnihlutaáliti né lagði fram breytingartillögu.

Í umsögn til nefndarinnar lagði Seðlabankinn áherslu á að málið yrði afgreitt áður en gjalddegi ákveðins flokks ríkisbréfa rynni upp, sem var í gær, 26. febrúar. Annars væri hætta á að umfang aflandskrónueigna í lausu fé mundi aukast um nær 70% eða um 25 milljarða króna.

„Við það eykst hætta á að stórir aflandskrónueigendur, sem átt hafa sín bréf í samfelldu eignarhaldi frá því fyrir höft og taldir hafa verið líklegir til að endurfjárfesta í íslenskum skuldabréfum þegar þeirra bréf koma á gjalddaga þann 26. febrúar muni í stað þess leita út þegar þeir losna af bundnum reikningum,“ segir í umsögn Seðlabankans um málið.

Umræðu um málið var fram haldið á Alþingi í dag klukkan 15, en ekki hafði staðið til að halda þingfund. Margir þingmenn Miðflokksins hafa stigið í pontu það sem af er umræðunni og stendur þannig málþófið enn yfir.

„Hættan sem rætt var um í umsögn Seðlabankans hefur ekki raungerst enn og ef samþykkt frumvarps dregst ekki um of er ekki víst að það gerist,“ segir í svari Stefáns Jóhanns Stefánssonar, ritstjóra Seðlabankans, við fyrirspurn Stundarinnar. „Því fyrr sem frumvarpið verður að lögum því minni líkur eru á að hættan raungerist.“

Í harða brýnu sló milli Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Miðflokksins, og Smára McCarthy, þingmanns Pírata, í upphafi umræðunnar í gær. Spurði Smári hvort Sigmundur ætti hagsmuna að gæta að því að vinna gegn málinu og ef svo væri ekki, hvaða hagsmuni Miðflokkurinn væri að reka með því að reyna að  kæfa málið með málþófi. Sigmundur brást hinn versti við, sagði framgöngu Pírata ógeðfellda og að Smári bæði lygi og gerðist sekur um meiðyrði.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Gjaldeyrishöft

Mest lesið

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
3
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
5
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár