Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Málþófið heldur áfram – Seðlabankinn: Tafirnar auka líkur á útflæði aflandskróna

Seðla­bank­inn hef­ur ekki þurft að nota gjald­eyr­is­forða sinn til að verj­ast út­flæði stórra af­l­andskrónu­eig­enda það sem af er degi en Mið­flokks­menn standa enn í mál­þófi gegn frum­varp­inu.

Málþófið heldur áfram – Seðlabankinn: Tafirnar auka líkur á útflæði aflandskróna

Hætta á að Seðlabankinn þurfi að nota gjaldeyrisforða sinn til að verjast útflæði stórra aflandskrónueigenda er enn til staðar og líkur á útflæðinu aukast eftir því sem afgreiðsla aflandskrónufrumvarps tefst.

Þetta kemur fram í svari Seðlabankans við fyrirspurn Stundarinnar um málið. Þingmenn Miðflokksins lögðust í málþóf gegn aflandskrónufrumvarpi fjármálaráðherra í gærkvöldi og stóðu umræður fram á sjötta tímann í morgun. 

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður flokksins og fulltrúi í efnahags- og viðskiptanefnd, mætti þó ekki á fund nefndarinnar þegar frumvarpið var kynnt og var einnig fjarverandi fundinn þegar málið var afgreitt. Hann skilaði hvorki minnihlutaáliti né lagði fram breytingartillögu.

Í umsögn til nefndarinnar lagði Seðlabankinn áherslu á að málið yrði afgreitt áður en gjalddegi ákveðins flokks ríkisbréfa rynni upp, sem var í gær, 26. febrúar. Annars væri hætta á að umfang aflandskrónueigna í lausu fé mundi aukast um nær 70% eða um 25 milljarða króna.

„Við það eykst hætta á að stórir aflandskrónueigendur, sem átt hafa sín bréf í samfelldu eignarhaldi frá því fyrir höft og taldir hafa verið líklegir til að endurfjárfesta í íslenskum skuldabréfum þegar þeirra bréf koma á gjalddaga þann 26. febrúar muni í stað þess leita út þegar þeir losna af bundnum reikningum,“ segir í umsögn Seðlabankans um málið.

Umræðu um málið var fram haldið á Alþingi í dag klukkan 15, en ekki hafði staðið til að halda þingfund. Margir þingmenn Miðflokksins hafa stigið í pontu það sem af er umræðunni og stendur þannig málþófið enn yfir.

„Hættan sem rætt var um í umsögn Seðlabankans hefur ekki raungerst enn og ef samþykkt frumvarps dregst ekki um of er ekki víst að það gerist,“ segir í svari Stefáns Jóhanns Stefánssonar, ritstjóra Seðlabankans, við fyrirspurn Stundarinnar. „Því fyrr sem frumvarpið verður að lögum því minni líkur eru á að hættan raungerist.“

Í harða brýnu sló milli Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Miðflokksins, og Smára McCarthy, þingmanns Pírata, í upphafi umræðunnar í gær. Spurði Smári hvort Sigmundur ætti hagsmuna að gæta að því að vinna gegn málinu og ef svo væri ekki, hvaða hagsmuni Miðflokkurinn væri að reka með því að reyna að  kæfa málið með málþófi. Sigmundur brást hinn versti við, sagði framgöngu Pírata ógeðfellda og að Smári bæði lygi og gerðist sekur um meiðyrði.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Gjaldeyrishöft

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
4
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár