Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Málþófið heldur áfram – Seðlabankinn: Tafirnar auka líkur á útflæði aflandskróna

Seðla­bank­inn hef­ur ekki þurft að nota gjald­eyr­is­forða sinn til að verj­ast út­flæði stórra af­l­andskrónu­eig­enda það sem af er degi en Mið­flokks­menn standa enn í mál­þófi gegn frum­varp­inu.

Málþófið heldur áfram – Seðlabankinn: Tafirnar auka líkur á útflæði aflandskróna

Hætta á að Seðlabankinn þurfi að nota gjaldeyrisforða sinn til að verjast útflæði stórra aflandskrónueigenda er enn til staðar og líkur á útflæðinu aukast eftir því sem afgreiðsla aflandskrónufrumvarps tefst.

Þetta kemur fram í svari Seðlabankans við fyrirspurn Stundarinnar um málið. Þingmenn Miðflokksins lögðust í málþóf gegn aflandskrónufrumvarpi fjármálaráðherra í gærkvöldi og stóðu umræður fram á sjötta tímann í morgun. 

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður flokksins og fulltrúi í efnahags- og viðskiptanefnd, mætti þó ekki á fund nefndarinnar þegar frumvarpið var kynnt og var einnig fjarverandi fundinn þegar málið var afgreitt. Hann skilaði hvorki minnihlutaáliti né lagði fram breytingartillögu.

Í umsögn til nefndarinnar lagði Seðlabankinn áherslu á að málið yrði afgreitt áður en gjalddegi ákveðins flokks ríkisbréfa rynni upp, sem var í gær, 26. febrúar. Annars væri hætta á að umfang aflandskrónueigna í lausu fé mundi aukast um nær 70% eða um 25 milljarða króna.

„Við það eykst hætta á að stórir aflandskrónueigendur, sem átt hafa sín bréf í samfelldu eignarhaldi frá því fyrir höft og taldir hafa verið líklegir til að endurfjárfesta í íslenskum skuldabréfum þegar þeirra bréf koma á gjalddaga þann 26. febrúar muni í stað þess leita út þegar þeir losna af bundnum reikningum,“ segir í umsögn Seðlabankans um málið.

Umræðu um málið var fram haldið á Alþingi í dag klukkan 15, en ekki hafði staðið til að halda þingfund. Margir þingmenn Miðflokksins hafa stigið í pontu það sem af er umræðunni og stendur þannig málþófið enn yfir.

„Hættan sem rætt var um í umsögn Seðlabankans hefur ekki raungerst enn og ef samþykkt frumvarps dregst ekki um of er ekki víst að það gerist,“ segir í svari Stefáns Jóhanns Stefánssonar, ritstjóra Seðlabankans, við fyrirspurn Stundarinnar. „Því fyrr sem frumvarpið verður að lögum því minni líkur eru á að hættan raungerist.“

Í harða brýnu sló milli Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Miðflokksins, og Smára McCarthy, þingmanns Pírata, í upphafi umræðunnar í gær. Spurði Smári hvort Sigmundur ætti hagsmuna að gæta að því að vinna gegn málinu og ef svo væri ekki, hvaða hagsmuni Miðflokkurinn væri að reka með því að reyna að  kæfa málið með málþófi. Sigmundur brást hinn versti við, sagði framgöngu Pírata ógeðfellda og að Smári bæði lygi og gerðist sekur um meiðyrði.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Gjaldeyrishöft

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
2
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár