Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Málþófið heldur áfram – Seðlabankinn: Tafirnar auka líkur á útflæði aflandskróna

Seðla­bank­inn hef­ur ekki þurft að nota gjald­eyr­is­forða sinn til að verj­ast út­flæði stórra af­l­andskrónu­eig­enda það sem af er degi en Mið­flokks­menn standa enn í mál­þófi gegn frum­varp­inu.

Málþófið heldur áfram – Seðlabankinn: Tafirnar auka líkur á útflæði aflandskróna

Hætta á að Seðlabankinn þurfi að nota gjaldeyrisforða sinn til að verjast útflæði stórra aflandskrónueigenda er enn til staðar og líkur á útflæðinu aukast eftir því sem afgreiðsla aflandskrónufrumvarps tefst.

Þetta kemur fram í svari Seðlabankans við fyrirspurn Stundarinnar um málið. Þingmenn Miðflokksins lögðust í málþóf gegn aflandskrónufrumvarpi fjármálaráðherra í gærkvöldi og stóðu umræður fram á sjötta tímann í morgun. 

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður flokksins og fulltrúi í efnahags- og viðskiptanefnd, mætti þó ekki á fund nefndarinnar þegar frumvarpið var kynnt og var einnig fjarverandi fundinn þegar málið var afgreitt. Hann skilaði hvorki minnihlutaáliti né lagði fram breytingartillögu.

Í umsögn til nefndarinnar lagði Seðlabankinn áherslu á að málið yrði afgreitt áður en gjalddegi ákveðins flokks ríkisbréfa rynni upp, sem var í gær, 26. febrúar. Annars væri hætta á að umfang aflandskrónueigna í lausu fé mundi aukast um nær 70% eða um 25 milljarða króna.

„Við það eykst hætta á að stórir aflandskrónueigendur, sem átt hafa sín bréf í samfelldu eignarhaldi frá því fyrir höft og taldir hafa verið líklegir til að endurfjárfesta í íslenskum skuldabréfum þegar þeirra bréf koma á gjalddaga þann 26. febrúar muni í stað þess leita út þegar þeir losna af bundnum reikningum,“ segir í umsögn Seðlabankans um málið.

Umræðu um málið var fram haldið á Alþingi í dag klukkan 15, en ekki hafði staðið til að halda þingfund. Margir þingmenn Miðflokksins hafa stigið í pontu það sem af er umræðunni og stendur þannig málþófið enn yfir.

„Hættan sem rætt var um í umsögn Seðlabankans hefur ekki raungerst enn og ef samþykkt frumvarps dregst ekki um of er ekki víst að það gerist,“ segir í svari Stefáns Jóhanns Stefánssonar, ritstjóra Seðlabankans, við fyrirspurn Stundarinnar. „Því fyrr sem frumvarpið verður að lögum því minni líkur eru á að hættan raungerist.“

Í harða brýnu sló milli Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Miðflokksins, og Smára McCarthy, þingmanns Pírata, í upphafi umræðunnar í gær. Spurði Smári hvort Sigmundur ætti hagsmuna að gæta að því að vinna gegn málinu og ef svo væri ekki, hvaða hagsmuni Miðflokkurinn væri að reka með því að reyna að  kæfa málið með málþófi. Sigmundur brást hinn versti við, sagði framgöngu Pírata ógeðfellda og að Smári bæði lygi og gerðist sekur um meiðyrði.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Gjaldeyrishöft

Mest lesið

Lifum á tímum mikilla upplýsinga en aldrei verið óupplýstari
6
ViðtalGrunnstoðir heilsu

Lif­um á tím­um mik­illa upp­lýs­inga en aldrei ver­ið óupp­lýst­ari

Geir Gunn­ar Markús­son nær­ing­ar­fræð­ing­ur seg­ir að auk­in tíðni lífs­stíls­sjúk­dóma kalli á heil­næm­ara fæði, meiri hreyf­ingu, næg­an svefn og streitu­minni lífs­stíl. Hann tel­ur að fæða okk­ar í dag sé að mörgu leyti verri en fyr­ir um 30 ár­um og að við höf­um flækt mataræð­ið. Þrátt fyr­ir mik­ið magn upp­lýs­inga þá gæti mik­ill­ar upp­lýs­inga­óreiðu þeg­ar kem­ur að nær­ingu. Geir Gunn­ar vill að fólk borði morg­un­mat til að stuðla að jafn­ari blóð­sykri og orku út dag­inn en morg­un­mat­ur­inn er á veru­legu und­an­haldi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu