Kosningabaráttan 2013 - höftin burt á næstu mánuðum
Í aðdraganda alþingiskosninga árið 2013 báru gjaldeyrishöftin nokkuð oft á góma. Á fundi VÍB eignastýringarþjónustu Íslandsbanka var Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, spurður hvenær hægt væri að afnema gjaldeyrishöftin. „Ég sé fyrir mér að hægt sé að gera þetta á næstu mánuðum,“ svaraði hann. Þá sagði hann að búið væri að kortleggja verkefnið nú þegar þrotabúin væru tilbúin að ganga til nauðasamninga og þá gæti ferlið verið fljótlegt.
Október 2013 – afnám jafnvel innan sex mánaða
Í viðtali við Bloomberg fréttastofuna í október árið 2013 sagði Bjarni,
Athugasemdir