Þegar krónan var sett á frjálst flot árið 2001 var opinskátt rætt um fleytinguna sem tilraun, óvissuför sem enginn vissi almennilega hvernig myndi fara. Ísland gekk inn á innri markað Evrópusambandsins árið 1994 og þegar þarna var komið sögu höfðu flest samstarfsríkja okkar á markaðinum ákveðið að sameinast um gjaldmiðil, evruna – þó með mikilvægum undantekningum. Hérlendis var hins vegar ákveðið að prófa aðra leið. Farið var af stað með þá einstöku tilraun að halda úti örgjaldmiðli á frjálsu floti inni á hálfs milljarðs manna fjármálamarkaði. Ekkert annað ríki hafði reynt nokkuð viðlíka enda felur fyrirkomulagið í sér hættu á svaðalegum sveiflum, meiri en flestir eru tilbúnir til þess að þola. En við ákváðum semsé að prófa.
Þrjár færar leiðir
Við vitum hvernig það fór. Ríflega sjö árum síðar féll krónan eins og steinn í bankahruninu. Allt fór í hönk og brugðist var við ósköpunum með því að festa illa …
Athugasemdir