Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Greiningardeild Íslandsbanka fagnar losun fjármagnshafta

Fé­lags­fræði­pró­fess­or seg­ir hafta­los­un rík­is­stjórn­ar­inn­ar einkum gagn­ast efn­uðu fólki, en grein­ing­ar­deild­in seg­ir skref­ið „af­ar já­kvætt og löngu tíma­bært“ þótt ým­is höft verði áfram til stað­ar, svo sem skila­skylda á gjald­eyri að hluta og bann við spá­kaup­mennsku­við­skipt­um.

Greiningardeild Íslandsbanka fagnar losun fjármagnshafta

Greiningardeild Íslandsbanka segir fyrirhugað frumvarp fjármála- og efnahagsráðherra um losun fjármagnshafta fela í sér öllu myndarlegri heimildir til fjármagnsflutninga en búist hafi verið við. Þetta kemur fram í morgunkorni, eins konar fréttabréfi um efnahagsmál, sem birtist á vef bankans í dag.

„Skrefið er að mati okkar afar jákvætt og löngu tímabært, enda aðstæður til að stíga slíkt skref eins hagfelldar í efnahagslífi og fjármálakerfinu og hægt er að vonast til. Frumvarpið verður lagt fram á Alþingi í dag og ætla má að það taki gildi innan fárra vikna,“ segir í morgunkorninu.

Losun hafta
Losun hafta var kynnt í gær

Bendir greiningardeildin á að þrátt fyrir að frumvarpið feli í sér verulega losun fjármagnshafta muni ýmis höft á fjármagnsflutninga sitja eftir. „Má þar nefna meðal annars skilaskyldu á gjaldeyri að hluta, bann við hreinum spákaupmennskuviðskiptum með afleiður og slíkt, og höft á aflandskrónur. Einnig er enn óljóst hverjar heimildir stórra stofnanafjárfesta á borð við verðbréfasjóði verða til erlendra fjárfestinga á komandi misserum. Eftir sem áður hefur Seðlabankinn einnig nánar gætur á gjaldeyrisviðskiptum og -flæði, og fær raunar auknar heimildir til þess arna í hinu nýja frumvarpi.“

Eins og Stundin greindi frá í gær gerir frumvarpið ráð fyrir verulegri losun hafta í tveimur skrefum. Á meðal þess sem breytist strax við gildistöku laganna er að bein erlend fjárfesting innlendra aðila verður ótakmörkuð en háð staðfestingu Seðlabanka Íslands. Þá verður einstaklingum veitt heimild til kaupa á einni fasteign erlendis á almanaksári, óháð tilefni og kaupverði.

Tillögurnar voru kynntar á fréttamannafundi í fjármála- og efnahagsráðuneytinu í gær. Um er að ræða eitt stærsta mál ríkisstjórnar Sigurðar Inga Jóhannssonar og Bjarna Benediktssonar og eina af ástæðum þess að þeir vildu ekki að gengið yrði til þingkosninga fyrr en í haust þrátt fyrir þann óróa sem skapaðist í kjölfar Panama-hneykslisins.

Að mati greiningardeildar Íslandsbanka mun fyrirhuguð losun hafta hafa talsverð áhrif á gjaldeyrismarkað á komandi mánuðum. „Næstu vikur eru þó áhrifin bundin við þá aðila sem þegar hafa heimildir til gjaldeyrisviðskipta, s.s. lífeyrissjóði og inn- og útflytjendur vöru og þjónustu. Þessir aðilar gætu séð sér hag í því að draga tímabundið úr gjaldeyrissölu eða auka við gjaldeyriskaup vegna breyttra væntinga um skammtímaþróun gengis krónu, en við teljum líklegt að áhrif þessa verði ekki veruleg.“

Stefán Ólafsson, félagsfræðiprófessor við Háskóla Íslands, segir í pistli á Eyjunni að með losun fjármagnshaftanna muni einkum efnamenn njóta aukins frelsis til að flytja fé úr landi. Þetta muni meðal annars auðvelda fólki að færa fjármuni í erlend skattaskjól. „Í því ljósi er vægast sagt skondið að við alla kynningu á málinu og í fjölmiðlaumfjöllun er nú lögð sérstök áhersla á að þessi aflétting fjármagnshafta sé “í þágu almennings”! Hún er hins vegar einkum í þágu þeirra efnuðustu. Það er eina fólkið sem getur flutt fjármagn úr landi, þannig að máli skipti,“ skrifar hann. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Gjaldeyrishöft

Mest lesið

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
1
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
1
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.
Átröskun á jólunum: „Ég borðaði mandarínu á aðfangadag“
3
Viðtal

Átrösk­un á jól­un­um: „Ég borð­aði manda­rínu á að­fanga­dag“

„Þetta er sjúk­dóm­ur sem fer ekki í jóla­frí,“ seg­ir El­ín Ósk Arn­ars­dótt­ir, sem hef­ur glímt við átrösk­un í þrett­án ár. Hún seg­ir jóla­há­tíð­ina einn erf­ið­asta tíma árs­ins fyr­ir fólk með sjúk­dóm­inn þar sem mat­ur spil­ar stórt hlut­verk og úr­ræð­um fækk­ar fyr­ir sjúk­linga. El­ín er nú á bata­vegi og hvet­ur fólk til að tala hlut­laust um mat og sleppa því að refsa sér.
Skyndiréttur með samviskubiti
6
GagnrýniTál

Skyndirétt­ur með sam­visku­biti

Tál er 29. bók­in sem Arn­ald­ur Ind­riða­son gef­ur út á 29 ár­um. Geri aðr­ir bet­ur. Bæk­urn­ar hans hafa selst í bíl­förm­um úti um all­an heim og Arn­ald­ur ver­ið stjarn­an á toppi ís­lenska jóla­bóka­flóðs­ins frá því fyrstu bæk­urn­ar um Er­lend og fé­laga komu út. Það er erfitt að halda uppi gæð­um þeg­ar af­köst­in eru svona mik­il – en jafn­vel miðl­ungs­bók eft­ir...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Sif Sigmarsdóttir
6
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár