Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Gengi krónunnar fellur eftir boðun afnáms hafta

Ís­lenska krón­an féll um 2,65 pró­sent í dag. Til­gang­ur af­náms hafta var með­al ann­ars að styrkja sjáv­ar­út­veg­inn og ferða­þjón­ust­una fyr­ir sterku gengi.

Gengi krónunnar fellur eftir boðun afnáms hafta
Seðlabankastjóri og forsætisráðherra Már Guðmundsson og Bjarni Benediktsson boðuðu afnám fjármagnshafta í gær. Mynd: Pressphotos

Fyrstu viðbrögð við boðun afnáms gjaldeyrishafta sem tekur gildi á morgun er að íslenska krónan hefur fallið um þrjú til fjögur prósent í morgun gagnvart helstu gjaldmiðlum. 

Þannig hefur evran farið úr um það bil 114 krónum upp í um 118 krónur frá því að markaðir opnuðu í morgun. Gengi dollarans er nú um 111 krónur.

Haft hefur verið eftir nokkrum hagfræðingum að ólíklegt sé að gengi krónunnar sveiflist mikið vegna afnáms haftanna. Á forsíðu Fréttablaðsins í dag er haft eftir Friðriki Má Baldvinssyni, hagfræðiprófessor við Háskólann í Reykjavík, að engin ástæða sé til að ætla að sviptingar verði á gengi krónunnar á næstunni.

Ekki gert ráð fyrir falliKrónan hefur fallið í morgun, en til lengri tíma er ekki gert ráð fyrir miklu falli.

Til lengri tíma er óljóst hver áhrifin af afléttingu hafta verða. Með afléttingunni losna hömlur á lífeyrissjóði að fjárfesta erlendis, en óttast hefur verið að fjárfestingar lífeyrissjóða innanlands valdi bóluáhrifum í hagkerfinu. Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra lýsti því í gær að hann vonaðist til að afnám hafta stöðvaði styrkingu krónunnar.

Seðlabanki Íslands hefur greint frá því að gjaldeyrisvaraforðinn hafi aukist verulega undanfarna mánuði, úr tæpum 600 milljörðum króna í júní 2015 í rúmlega 800 milljarða króna í febrúar síðastliðnum, þrátt fyrir endurgreiðslur erlendra lána, hækkun á gengi krónunnar og gjaldeyrisútboð í júní. Það þýðir að Seðlabankinn er í góðri aðstöðu til að grípa inn í sveiflur á gengi krónunnar.

Síðustu mánuði hefur gengi krónunnar styrkst verulega. Það hefur orðið til þess að eigendur fyrirtækja í sjávarútvegi og ferðaþjónustu hafa lýst áhyggjum af stöðunni. Sterkara gengi krónunnar þýðir að hlutfallslega verður launakostnaður þeirra hærri og svo framkallar það meiri kostnað fyrir viðskiptavini sjávarútvegsins og ferðaþjónustunnar, sem getur minnkað eftirspurn og dregið úr hagnaði félaga sem starfa í útflutningsgeirum. Á hinn bóginn má gera ráð fyrir að sterkara gengi lækki verð á innfluttum vörum og geri almennum borgurum á Íslandi auðveldara að ferðast erlendis, svo eitthvað sé nefnt.

Styrking á gengi krónunnarFram að tilkynningu um afnám fjármagnshafta hafði krónan styrkst gagnvart evru.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Gjaldeyrishöft

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
5
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
6
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár