Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Gengi krónunnar fellur eftir boðun afnáms hafta

Ís­lenska krón­an féll um 2,65 pró­sent í dag. Til­gang­ur af­náms hafta var með­al ann­ars að styrkja sjáv­ar­út­veg­inn og ferða­þjón­ust­una fyr­ir sterku gengi.

Gengi krónunnar fellur eftir boðun afnáms hafta
Seðlabankastjóri og forsætisráðherra Már Guðmundsson og Bjarni Benediktsson boðuðu afnám fjármagnshafta í gær. Mynd: Pressphotos

Fyrstu viðbrögð við boðun afnáms gjaldeyrishafta sem tekur gildi á morgun er að íslenska krónan hefur fallið um þrjú til fjögur prósent í morgun gagnvart helstu gjaldmiðlum. 

Þannig hefur evran farið úr um það bil 114 krónum upp í um 118 krónur frá því að markaðir opnuðu í morgun. Gengi dollarans er nú um 111 krónur.

Haft hefur verið eftir nokkrum hagfræðingum að ólíklegt sé að gengi krónunnar sveiflist mikið vegna afnáms haftanna. Á forsíðu Fréttablaðsins í dag er haft eftir Friðriki Má Baldvinssyni, hagfræðiprófessor við Háskólann í Reykjavík, að engin ástæða sé til að ætla að sviptingar verði á gengi krónunnar á næstunni.

Ekki gert ráð fyrir falliKrónan hefur fallið í morgun, en til lengri tíma er ekki gert ráð fyrir miklu falli.

Til lengri tíma er óljóst hver áhrifin af afléttingu hafta verða. Með afléttingunni losna hömlur á lífeyrissjóði að fjárfesta erlendis, en óttast hefur verið að fjárfestingar lífeyrissjóða innanlands valdi bóluáhrifum í hagkerfinu. Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra lýsti því í gær að hann vonaðist til að afnám hafta stöðvaði styrkingu krónunnar.

Seðlabanki Íslands hefur greint frá því að gjaldeyrisvaraforðinn hafi aukist verulega undanfarna mánuði, úr tæpum 600 milljörðum króna í júní 2015 í rúmlega 800 milljarða króna í febrúar síðastliðnum, þrátt fyrir endurgreiðslur erlendra lána, hækkun á gengi krónunnar og gjaldeyrisútboð í júní. Það þýðir að Seðlabankinn er í góðri aðstöðu til að grípa inn í sveiflur á gengi krónunnar.

Síðustu mánuði hefur gengi krónunnar styrkst verulega. Það hefur orðið til þess að eigendur fyrirtækja í sjávarútvegi og ferðaþjónustu hafa lýst áhyggjum af stöðunni. Sterkara gengi krónunnar þýðir að hlutfallslega verður launakostnaður þeirra hærri og svo framkallar það meiri kostnað fyrir viðskiptavini sjávarútvegsins og ferðaþjónustunnar, sem getur minnkað eftirspurn og dregið úr hagnaði félaga sem starfa í útflutningsgeirum. Á hinn bóginn má gera ráð fyrir að sterkara gengi lækki verð á innfluttum vörum og geri almennum borgurum á Íslandi auðveldara að ferðast erlendis, svo eitthvað sé nefnt.

Styrking á gengi krónunnarFram að tilkynningu um afnám fjármagnshafta hafði krónan styrkst gagnvart evru.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Gjaldeyrishöft

Mest lesið

Jóhannes Hraunfjörð Karlsson
6
Aðsent

Jóhannes Hraunfjörð Karlsson

ESB eða Pú­er­tó Ríkó? Hvernig tryggj­um við full­veld­ið?

„Óbreytt ástand stend­ur ekki til boða,“ skrif­ar Jó­hann­es Hraun­fjörð Karls­son, hag­fræð­ing­ur og sagn­fræð­ing­ur, og seg­ir að um­ræða ör­ygg­is­mál og hvernig Ís­land trygg­ir full­veld­ið hafi enn ekki far­ið fram. Jó­hann­es seg­ir að stuðn­ings­menn „sjáv­ar­út­vegs­greif­anna“ leyn­ist víða og að aug­lýs­inga­her­ferð þeirra í sjón­varpi minni helst á Norð­ur-Kór­eu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár