Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Gengi krónunnar fellur eftir boðun afnáms hafta

Ís­lenska krón­an féll um 2,65 pró­sent í dag. Til­gang­ur af­náms hafta var með­al ann­ars að styrkja sjáv­ar­út­veg­inn og ferða­þjón­ust­una fyr­ir sterku gengi.

Gengi krónunnar fellur eftir boðun afnáms hafta
Seðlabankastjóri og forsætisráðherra Már Guðmundsson og Bjarni Benediktsson boðuðu afnám fjármagnshafta í gær. Mynd: Pressphotos

Fyrstu viðbrögð við boðun afnáms gjaldeyrishafta sem tekur gildi á morgun er að íslenska krónan hefur fallið um þrjú til fjögur prósent í morgun gagnvart helstu gjaldmiðlum. 

Þannig hefur evran farið úr um það bil 114 krónum upp í um 118 krónur frá því að markaðir opnuðu í morgun. Gengi dollarans er nú um 111 krónur.

Haft hefur verið eftir nokkrum hagfræðingum að ólíklegt sé að gengi krónunnar sveiflist mikið vegna afnáms haftanna. Á forsíðu Fréttablaðsins í dag er haft eftir Friðriki Má Baldvinssyni, hagfræðiprófessor við Háskólann í Reykjavík, að engin ástæða sé til að ætla að sviptingar verði á gengi krónunnar á næstunni.

Ekki gert ráð fyrir falliKrónan hefur fallið í morgun, en til lengri tíma er ekki gert ráð fyrir miklu falli.

Til lengri tíma er óljóst hver áhrifin af afléttingu hafta verða. Með afléttingunni losna hömlur á lífeyrissjóði að fjárfesta erlendis, en óttast hefur verið að fjárfestingar lífeyrissjóða innanlands valdi bóluáhrifum í hagkerfinu. Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra lýsti því í gær að hann vonaðist til að afnám hafta stöðvaði styrkingu krónunnar.

Seðlabanki Íslands hefur greint frá því að gjaldeyrisvaraforðinn hafi aukist verulega undanfarna mánuði, úr tæpum 600 milljörðum króna í júní 2015 í rúmlega 800 milljarða króna í febrúar síðastliðnum, þrátt fyrir endurgreiðslur erlendra lána, hækkun á gengi krónunnar og gjaldeyrisútboð í júní. Það þýðir að Seðlabankinn er í góðri aðstöðu til að grípa inn í sveiflur á gengi krónunnar.

Síðustu mánuði hefur gengi krónunnar styrkst verulega. Það hefur orðið til þess að eigendur fyrirtækja í sjávarútvegi og ferðaþjónustu hafa lýst áhyggjum af stöðunni. Sterkara gengi krónunnar þýðir að hlutfallslega verður launakostnaður þeirra hærri og svo framkallar það meiri kostnað fyrir viðskiptavini sjávarútvegsins og ferðaþjónustunnar, sem getur minnkað eftirspurn og dregið úr hagnaði félaga sem starfa í útflutningsgeirum. Á hinn bóginn má gera ráð fyrir að sterkara gengi lækki verð á innfluttum vörum og geri almennum borgurum á Íslandi auðveldara að ferðast erlendis, svo eitthvað sé nefnt.

Styrking á gengi krónunnarFram að tilkynningu um afnám fjármagnshafta hafði krónan styrkst gagnvart evru.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Gjaldeyrishöft

Mest lesið

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
1
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
1
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.
Átröskun á jólunum: „Ég borðaði mandarínu á aðfangadag“
3
Viðtal

Átrösk­un á jól­un­um: „Ég borð­aði manda­rínu á að­fanga­dag“

„Þetta er sjúk­dóm­ur sem fer ekki í jóla­frí,“ seg­ir El­ín Ósk Arn­ars­dótt­ir, sem hef­ur glímt við átrösk­un í þrett­án ár. Hún seg­ir jóla­há­tíð­ina einn erf­ið­asta tíma árs­ins fyr­ir fólk með sjúk­dóm­inn þar sem mat­ur spil­ar stórt hlut­verk og úr­ræð­um fækk­ar fyr­ir sjúk­linga. El­ín er nú á bata­vegi og hvet­ur fólk til að tala hlut­laust um mat og sleppa því að refsa sér.
Skyndiréttur með samviskubiti
6
GagnrýniTál

Skyndirétt­ur með sam­visku­biti

Tál er 29. bók­in sem Arn­ald­ur Ind­riða­son gef­ur út á 29 ár­um. Geri aðr­ir bet­ur. Bæk­urn­ar hans hafa selst í bíl­förm­um úti um all­an heim og Arn­ald­ur ver­ið stjarn­an á toppi ís­lenska jóla­bóka­flóðs­ins frá því fyrstu bæk­urn­ar um Er­lend og fé­laga komu út. Það er erfitt að halda uppi gæð­um þeg­ar af­köst­in eru svona mik­il – en jafn­vel miðl­ungs­bók eft­ir...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Sif Sigmarsdóttir
6
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár