Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Ratcliffe eignast meirihluta í veiðifélagi

Breski auð­kýf­ing­ur­inn James Ratclif­fe hef­ur keypt eign­ar­halds­fé­lag Jó­hann­es­ar Krist­ins­son­ar við­skipta­fé­laga síns. Með kaup­un­um eign­ast hann fleiri jarð­ir á Norð­aust­ur­landi og frek­ari veiðirétt í ám á svæð­inu.

Ratcliffe eignast meirihluta í veiðifélagi

Breski auðkýfingurinn James Ratcliffe, sem keypt hefur upp jarðir á Norðausturlandi, hefur keypt félagið Grænaþing ehf. af Jóhannesi Kristinssyni viðskiptafélaga sínum. Með kaupunum eignast Ratcliffe 86,67% hlut í Veiðklúbbnum Streng og þar með veiðirétt í Selá og Hofsá í Vopnafirði auk fleiri eigna. Fréttablaðið greinir frá.

Tilkynnt var um kaupin á fundi Strengs í síðustu viku. Grænaþing ehf. var í 100% eigu Jóhannesar í gegnum félagið Dylan Holdings SA í Lúxemborg. Jóhannes var áður kenndur við Fons og Iceland Express og hefur einnig verið aðsópsmikill í jarðakaupum á svæðinu. Net félaga tengir hann og Ratliffe, en Dylan Holdings og Halcilla Limited Company, sem er í eigu þess síðarnefnda, eru endanlegir eigendur jarðanna allra að hluta.

Ratcliffe átti fyrir 34% hlut í Streng í gegnum félagið Fálkaþing, sem er stýrt af samstarfsmönnum hans hjá alþjóðlega efnaframleiðslurisanum Ineos. Fyrirtækið starfar meðal annars á sviði olíu- og gasiðnaðar og hefur í krafti stærðar sinnar og auðs Ratcliffe fengið sitt fram gagnvart stjórnvöldum og stéttarfélögum. Stundin hefur áður fjallað ítarlega um verkefni Ineos og deilur fyrirtækisins við umhverfisverndarsinna og skattayfirvöld.

Með kaupunum eignast Ratcliffe einnig hlut í fleiri jörðum á svæðinu. Þær eru meðal annars Áslaugarstaðir, Fagurhóll, Fremri-Nýpur, Hauksstaðir, Hámundarstaðir, Hvammsgerði og Þorvaldsstaðir í Vopnafirði og nágrenni. Sumar átti hann fyrir að hluta.

Ratcliffe hefur lýst því yfir að markmiðið sé að vernda viðkvæmt vistkerfi ánna og hefur talsvert verið gert til að bæta laxgengi í þeim. Gísli Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Strengs, hefur svarað fyrir verkefni tengd jarðakaupum hans við laxveiðiár. Segir hann jarðakaupin mikilvæg til að tryggja uppbyggingu laxveiði á svæðinu með meirihlutastjórn á veiðifélögum. Áhugi Ratcliffe á málaflokknum sé einlægur.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Auðmenn

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Endurkoma Jóns Ásgeirs
2
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
3
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Endurkoma Jóns Ásgeirs
6
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár