Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Ratcliffe eignast meirihluta í veiðifélagi

Breski auð­kýf­ing­ur­inn James Ratclif­fe hef­ur keypt eign­ar­halds­fé­lag Jó­hann­es­ar Krist­ins­son­ar við­skipta­fé­laga síns. Með kaup­un­um eign­ast hann fleiri jarð­ir á Norð­aust­ur­landi og frek­ari veiðirétt í ám á svæð­inu.

Ratcliffe eignast meirihluta í veiðifélagi

Breski auðkýfingurinn James Ratcliffe, sem keypt hefur upp jarðir á Norðausturlandi, hefur keypt félagið Grænaþing ehf. af Jóhannesi Kristinssyni viðskiptafélaga sínum. Með kaupunum eignast Ratcliffe 86,67% hlut í Veiðklúbbnum Streng og þar með veiðirétt í Selá og Hofsá í Vopnafirði auk fleiri eigna. Fréttablaðið greinir frá.

Tilkynnt var um kaupin á fundi Strengs í síðustu viku. Grænaþing ehf. var í 100% eigu Jóhannesar í gegnum félagið Dylan Holdings SA í Lúxemborg. Jóhannes var áður kenndur við Fons og Iceland Express og hefur einnig verið aðsópsmikill í jarðakaupum á svæðinu. Net félaga tengir hann og Ratliffe, en Dylan Holdings og Halcilla Limited Company, sem er í eigu þess síðarnefnda, eru endanlegir eigendur jarðanna allra að hluta.

Ratcliffe átti fyrir 34% hlut í Streng í gegnum félagið Fálkaþing, sem er stýrt af samstarfsmönnum hans hjá alþjóðlega efnaframleiðslurisanum Ineos. Fyrirtækið starfar meðal annars á sviði olíu- og gasiðnaðar og hefur í krafti stærðar sinnar og auðs Ratcliffe fengið sitt fram gagnvart stjórnvöldum og stéttarfélögum. Stundin hefur áður fjallað ítarlega um verkefni Ineos og deilur fyrirtækisins við umhverfisverndarsinna og skattayfirvöld.

Með kaupunum eignast Ratcliffe einnig hlut í fleiri jörðum á svæðinu. Þær eru meðal annars Áslaugarstaðir, Fagurhóll, Fremri-Nýpur, Hauksstaðir, Hámundarstaðir, Hvammsgerði og Þorvaldsstaðir í Vopnafirði og nágrenni. Sumar átti hann fyrir að hluta.

Ratcliffe hefur lýst því yfir að markmiðið sé að vernda viðkvæmt vistkerfi ánna og hefur talsvert verið gert til að bæta laxgengi í þeim. Gísli Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Strengs, hefur svarað fyrir verkefni tengd jarðakaupum hans við laxveiðiár. Segir hann jarðakaupin mikilvæg til að tryggja uppbyggingu laxveiði á svæðinu með meirihlutastjórn á veiðifélögum. Áhugi Ratcliffe á málaflokknum sé einlægur.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Auðmenn

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Maður getur ekki tekið neinu sem sjálfsögðum hlut
5
Viðtal

Mað­ur get­ur ekki tek­ið neinu sem sjálf­sögð­um hlut

Linda Þor­valds­dótt­ir er húsa­mál­ari sem mál­ar mál­verk og steypu­lista­verk í líki dauð­ans hafa vak­ið at­hygli á lóð­inni henn­ar. Und­ir niðri kraum­ar þung­lyndi sem hef­ur fylgt henni alla tíð. Sorg­ina þekk­ir hún, eft­ir að hafa misst syst­ur sína en í fyrra lést barns­fað­ir henn­ar þeg­ar hann féll of­an í sprungu í Grinda­vík. Eft­ir kuln­un hóf hún störf hjá Kirkju­görð­um Reykja­vík­ur.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár