Ratcliffe eignast meirihluta í veiðifélagi

Breski auð­kýf­ing­ur­inn James Ratclif­fe hef­ur keypt eign­ar­halds­fé­lag Jó­hann­es­ar Krist­ins­son­ar við­skipta­fé­laga síns. Með kaup­un­um eign­ast hann fleiri jarð­ir á Norð­aust­ur­landi og frek­ari veiðirétt í ám á svæð­inu.

Ratcliffe eignast meirihluta í veiðifélagi

Breski auðkýfingurinn James Ratcliffe, sem keypt hefur upp jarðir á Norðausturlandi, hefur keypt félagið Grænaþing ehf. af Jóhannesi Kristinssyni viðskiptafélaga sínum. Með kaupunum eignast Ratcliffe 86,67% hlut í Veiðklúbbnum Streng og þar með veiðirétt í Selá og Hofsá í Vopnafirði auk fleiri eigna. Fréttablaðið greinir frá.

Tilkynnt var um kaupin á fundi Strengs í síðustu viku. Grænaþing ehf. var í 100% eigu Jóhannesar í gegnum félagið Dylan Holdings SA í Lúxemborg. Jóhannes var áður kenndur við Fons og Iceland Express og hefur einnig verið aðsópsmikill í jarðakaupum á svæðinu. Net félaga tengir hann og Ratliffe, en Dylan Holdings og Halcilla Limited Company, sem er í eigu þess síðarnefnda, eru endanlegir eigendur jarðanna allra að hluta.

Ratcliffe átti fyrir 34% hlut í Streng í gegnum félagið Fálkaþing, sem er stýrt af samstarfsmönnum hans hjá alþjóðlega efnaframleiðslurisanum Ineos. Fyrirtækið starfar meðal annars á sviði olíu- og gasiðnaðar og hefur í krafti stærðar sinnar og auðs Ratcliffe fengið sitt fram gagnvart stjórnvöldum og stéttarfélögum. Stundin hefur áður fjallað ítarlega um verkefni Ineos og deilur fyrirtækisins við umhverfisverndarsinna og skattayfirvöld.

Með kaupunum eignast Ratcliffe einnig hlut í fleiri jörðum á svæðinu. Þær eru meðal annars Áslaugarstaðir, Fagurhóll, Fremri-Nýpur, Hauksstaðir, Hámundarstaðir, Hvammsgerði og Þorvaldsstaðir í Vopnafirði og nágrenni. Sumar átti hann fyrir að hluta.

Ratcliffe hefur lýst því yfir að markmiðið sé að vernda viðkvæmt vistkerfi ánna og hefur talsvert verið gert til að bæta laxgengi í þeim. Gísli Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Strengs, hefur svarað fyrir verkefni tengd jarðakaupum hans við laxveiðiár. Segir hann jarðakaupin mikilvæg til að tryggja uppbyggingu laxveiði á svæðinu með meirihlutastjórn á veiðifélögum. Áhugi Ratcliffe á málaflokknum sé einlægur.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Auðmenn

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár