Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Ratcliffe eignast meirihluta í veiðifélagi

Breski auð­kýf­ing­ur­inn James Ratclif­fe hef­ur keypt eign­ar­halds­fé­lag Jó­hann­es­ar Krist­ins­son­ar við­skipta­fé­laga síns. Með kaup­un­um eign­ast hann fleiri jarð­ir á Norð­aust­ur­landi og frek­ari veiðirétt í ám á svæð­inu.

Ratcliffe eignast meirihluta í veiðifélagi

Breski auðkýfingurinn James Ratcliffe, sem keypt hefur upp jarðir á Norðausturlandi, hefur keypt félagið Grænaþing ehf. af Jóhannesi Kristinssyni viðskiptafélaga sínum. Með kaupunum eignast Ratcliffe 86,67% hlut í Veiðklúbbnum Streng og þar með veiðirétt í Selá og Hofsá í Vopnafirði auk fleiri eigna. Fréttablaðið greinir frá.

Tilkynnt var um kaupin á fundi Strengs í síðustu viku. Grænaþing ehf. var í 100% eigu Jóhannesar í gegnum félagið Dylan Holdings SA í Lúxemborg. Jóhannes var áður kenndur við Fons og Iceland Express og hefur einnig verið aðsópsmikill í jarðakaupum á svæðinu. Net félaga tengir hann og Ratliffe, en Dylan Holdings og Halcilla Limited Company, sem er í eigu þess síðarnefnda, eru endanlegir eigendur jarðanna allra að hluta.

Ratcliffe átti fyrir 34% hlut í Streng í gegnum félagið Fálkaþing, sem er stýrt af samstarfsmönnum hans hjá alþjóðlega efnaframleiðslurisanum Ineos. Fyrirtækið starfar meðal annars á sviði olíu- og gasiðnaðar og hefur í krafti stærðar sinnar og auðs Ratcliffe fengið sitt fram gagnvart stjórnvöldum og stéttarfélögum. Stundin hefur áður fjallað ítarlega um verkefni Ineos og deilur fyrirtækisins við umhverfisverndarsinna og skattayfirvöld.

Með kaupunum eignast Ratcliffe einnig hlut í fleiri jörðum á svæðinu. Þær eru meðal annars Áslaugarstaðir, Fagurhóll, Fremri-Nýpur, Hauksstaðir, Hámundarstaðir, Hvammsgerði og Þorvaldsstaðir í Vopnafirði og nágrenni. Sumar átti hann fyrir að hluta.

Ratcliffe hefur lýst því yfir að markmiðið sé að vernda viðkvæmt vistkerfi ánna og hefur talsvert verið gert til að bæta laxgengi í þeim. Gísli Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Strengs, hefur svarað fyrir verkefni tengd jarðakaupum hans við laxveiðiár. Segir hann jarðakaupin mikilvæg til að tryggja uppbyggingu laxveiði á svæðinu með meirihlutastjórn á veiðifélögum. Áhugi Ratcliffe á málaflokknum sé einlægur.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Auðmenn

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
4
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.
Atlantshafsbandalagið í sinni mestu krísu:  Fjölþáttakrísa  siðmenningarinnar
6
Greining

Atlants­hafs­banda­lag­ið í sinni mestu krísu: Fjöl­þáttakrísa sið­menn­ing­ar­inn­ar

Atlants­hafs­banda­lag­ið Nató er í sinni mestu krísu frá upp­hafi og er við það að lið­ast í sund­ur. Banda­rík­in, stærsti og sterk­asti að­ili banda­lags­ins, virð­ast mögu­lega ætla að draga sig út úr varn­ar­sam­starf­inu. Þau ætla, að því er best verð­ur séð, ekki leng­ur að sinna því hlut­verki að vera leið­togi hins vest­ræna eða frjálsa heims. Ut­an­rík­is­stefna þeirra sem nú birt­ist er ein­hvers kon­ar blanda af henti­stefnu og nýrri ný­lendu­stefnu með auð­linda-upp­töku. Fjöl­þáttakrísa (e. polycris­is) ræð­ur ríkj­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
5
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár