Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Níræð þénaði 365 milljónir í sjávarútvegi í fyrra

Sig­ríð­ur Vil­hjálms­dótt­ir á hlut í Hval hf. og hagn­að­ist veru­lega í fyrra þeg­ar hlut­ur henn­ar í HB Granda var seld­ur Brimi.

Níræð þénaði 365 milljónir í sjávarútvegi í fyrra
Hvalur Sigríður Vilhjálmsdóttir á hlut í Hval hf., sem Kristján Loftsson rekur.

Sigríður Vilhjálmsdóttir fjárfestir var sjöundi tekjuhæsti íbúi Reykjavíkur í fyrra. Heildarárstekjur hennar námu 365.632.596 krónum, allt fjármagnstekjur. Hún varð níræð í ár og taldi ekki fram launatekjur.

Sigríður á hlut í Hval hf. gegnum Fiskveiðahlutafélagið Venus og deildi þriðjungshlut í HB Granda með Kristjáni og Birnu Loftsdóttur allt þar til síðasta vor þegar hlutabréfin voru seld Brimi og forstjóra þess, Guðmundi Kristjánssyni. Sigríður var hæsti skattgreiðandi Íslands árið 2018, með fjármagnstekjur upp á rúma tvo milljarða. Sigríður er systir Árna Vilhjálmssonar heitins, fyrrverandi stjórnarformanns HB Granda, prófessors og athafnamanns sem hafði forgöngu um það á níunda áratugnum að nokkur fyrirtæki keyptu hlut Reykjavíkurborgar í Granda hf. sem síðar sameinaðist fyrirtækinu Haraldi Böðvarssyni á Akranesi og varð að HB Granda. Sonur Sigríðar er Vilhjálmur Vilhjálmsson, sem var forstjóri fyrirtækisins þar til nýlega.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Tekjulistinn 2019

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
4
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár