Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Jeremy Corbyn gagnrýnir Ratcliffe: „Hagnaðist á mengun“

Leið­togi breska Verka­manna­flokks­ins seg­ist munu kljást við James Ratclif­fe, auð­kýf­ing og land­eig­anda á Norð­aust­ur­landi, nái flokk­ur hans völd­um eft­ir kosn­ing­ar.

Jeremy Corbyn gagnrýnir Ratcliffe: „Hagnaðist á mengun“
James Ratcliffe og Jeremy Corbyn Leiðtogi Verkamannaflokksins hyggst ráðast gegn auðkýfingum nái hann kjöri.

Jeremy Corbyn, leiðtogi breska Verkamannaflokksins, segist munu ráðast gegn auðmönnum sem hagnast á spilltu kerfi nái flokkur hans völdum. Nefndi hann sérstaklega breska auðkýfinginn James Ratcliffe, sem keypt hefur í jörðum á Norðausturlandi sem þekja um 1000 ferkílómetra, eða nær 1 prósent alls lands á Íslandi.

Corbyn sagði Ratcliffe vera ríkasta mann Bretlands sem hafi „grætt sitt fé með því að menga umhverfið“. Ratcliffe stýrir efnaframleiðslurisanum Ineos, sem í auknum mæli sinnir olíuvinnslu og skipaflutningum.

Nefndi Corbyn einnig auðmenn eins og fjölmiðlajöfurinn Rupert Murdoch og Mike Ashley, fasteignamógúl og eiganda knattspyrnuliðsins Newcastle United. „Þessar kosningar eru einstakt tækifæri til að breyta landinu okkar, takast á við hagsmunaöflin sem halda fólki aftur og tryggja að ekkert samfélag sitji eftir,“ sagði Corbyn í ræðu í dag og bætti því við að elítan vilji ekki borga skatta. „Svo þeir munu berjast harðar en nokkurn tímann áður. Þeir munu gera allt til að stoppa okkur því þeir vita að við erum ekki hrædd við að takast á við þá.“

Ratcliffe er einn ríkasti maður Bretlands og hefur hann ásamt viðskiptafélögum sínum keypt tugi jarða undanfarin ár í Vopnafirði og Þistilfirði, sem flestar eru við laxveiðiár. Samstarfsmenn Ratcliffe hjá efnarisanum Ineos, þeir William Bain Reid og Jonathan Frank Ginns, hafa haft milligöngu um mörg viðskiptanna. Jóhannes Kristinsson, áður kenndur við Fons og Iceland Express, hefur einnig verið aðsópsmikill á svæðinu og tengjast félög hans og Ratcliffes að hluta í gegnum Veiðiklúbbinn Streng og framkvæmdastjóra hans, Gísla Ásgeirsson.

Ratcliffe hefur í krafti auðs síns og valda getað þrýst á stjórnvöld um fyrirgreiðslu og brotið á bak aftur stéttarfélög starfsmanna sinna með hótunum. Skjöl úr fjármálaráðuneyti Bretlands sýna að árið 2013 þrýsti Ratcliffe á Georg Osborne fjármálaráðherra að lækka skatta á fyrirtæki og háar tekjur, auk þess að draga úr réttindum verkafólks. Á fundi þeirra kom fram að þegar Ratcliffe flutti fyrirtæki sitt til Sviss sparaði félagið hálfan milljarð punda á fimm árum í skattgreiðslur. Þá þrýsti hann á aukið vökvabrot (e. fracking) til framleiðslu náttúrugass og óskaði eftir því að verkfallsréttur starfsmanna yrði afnuminn, beint eða óbeint, vegna deilna um lífeyrisgreiðslur. Slíkt vökvabrot hefur sætt mikilli gagnrýni umhverfisverndarsinna.

Ári síðar keypti Ineos réttindi til að stunda vökvabrot í setlögum skammt frá Edinborg í Skotlandi. Fyrirtækið hefur verið virkt á svæðinu frá kaupunum á Grangemouth árið 2005. Ineos hótaði að loka olíuvinnslustöðinni árið 2013 vegna deilna um lífeyri starfsmanna, sem gengu loks að kjörum Ratcliffe af ótta við yfirvofandi atvinnuleysi. Í ævisögu sinni, The Alchemists, hreykir hann sér af því að verkalýðsfélagið á svæðinu hafi nú hægar um sig.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Auðmenn

Mest lesið

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
2
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
3
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár