Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Fjölmiðlafólk í boðsferð til Vopnafjarðar á kostnað James Ratcliffe

Full­trú­ar fjög­urra fjöl­miðla þáðu boð um flug frá Reykja­vík á blaða­manna­fund sem með­al ann­ars var hald­inn til að draga úr nei­kvæðri um­fjöll­un um fjár­fest­ing­ar Ratclif­fe.

Fjölmiðlafólk í boðsferð til Vopnafjarðar á kostnað James Ratcliffe
Brugðist við neikvæðri umfjöllun Fjölmiðlafólki var flogið austur á Vopnafjörð á kostnað James Ratcliffe í gær á blaðamannafund.

Fjölmiðlafólk frá í það minnsta fjórum fjölmiðlum þáði flug á kostnað James Ratcliffe frá Reykjavík austur á Vopnafjörð í gær þar sem haldinn var blaðamannafundur um áætlanir breska auðkýfingsins á svæðinu. Fundurinn var meðal annars haldinn með það í huga að draga úr neikvæðri umfjöllun um fjárfestingar Ratcliffe á Norðausturlandi.

Þau Aðalheiður Ámundadóttir blaðamaður og Ernir Eyjólfsson ljósmyndari frá Fréttablaðinu, Höskuldur Daði Magnússson blaðamaður og Haraldur Jónasson ljósmyndari frá Morgunblaðinu, Vilmundur Hansen blaðamaður á Bændablaðinu og Jóhann K. Jóhannsson fréttamaður á Stöð 2 þáðu flugfarið austur á Vopnafjörð. Auk þeirra voru viðstaddir fréttamenn Ríkisútvarpsins og Austurfréttar, en hvorir tveggja komu á eigin vegum á fundinn. Blaðamannafundurinn var skipulagður af almannatengslafyrirtækinu KOM og sagði Óli Kr. Ármannsson, almannatengill þar, að boð á blaðamannafundinn hafi takmarkast af umfangi viðburðarins. Öllum stærstu fjömiðlum hafi verið boðið. Þegar bent var á að á Bændablaðinu starfi þrír blaðamenn auk ritstjóra, sagði Óli að vegna forfalla hefði blaðamanni Bændablaðsins boðist flugið.

Stundin fékk ekki tilkynningu um blaðamannafundinn

Stundinni barst ekki tilkynning um blaðamannafundinn og fékk ekki boð um að þiggja flug á Vopnafjörð á fundinn. Stundin hefur fjallað ítrekað og ítarlega um jarðakaup Ratcliffe og viðskiptafélaga hans en eins og þekkt er hefur hann keypt upp tugi jarða á Norðausturlandi síðustu ár, einkum í Vopnafirði og Þistilfirði. Hafa þau kaup vakið áhyggjur og umræðu, en frumvarp mun nú vera í vinnslu þar sem skilyrði fyrir jarðakaupum verða þrengd.

Stundin hlaut meðal annars verðlaun Blaðamannafélags Íslands í fyrra vegna rannsóknarblaðamennsku  fyrir umfjöllun um uppkaup auðmanna á íslenskum jörðum.

Fundurinn til að bregðast við neikvæðri umfjöllun

Umfjöllun MorgunblaðsinsFjallað var um áform James Ratcliffe um verndun laxastofna.

Umfjöllunarefni fundarins var að sögn uppbygging og verndun á villtum laxi á Íslandi. Ratcliffe sjálfur var ekki viðstaddur en stjórnarmenn í félögum hans sem eiga umræddar jarðir voru það. Í frétt Ríkisútvarpsins er haft eftir Gísla Ásgeirssyni, framkvæmdastjóra Veiðfélagsins Strengs sem Ratcliffe á 87 prósenta hlut í, að neikvæð umfjöllun hafi dregið úr áhuga Ratcliffe og viðskiptafélaga á fjárfestingum. Spurður hvort verið væri að bregðast við slíkri neikvæðri umfjöllun með fundinum svaraði Gísli: „Já, meðal annars.“

„Að einhverju leyti stafaði þessi linkind fréttamanna gagnvart viðskiptamönnum af því að myndast hafði óþarflega mikið „vináttusamband við umfjöllunarefnið““

Í rannsóknarskýrslu Alþingis um aðdraganda og orsakir falls íslensku bankanna 2008 er fjallað um þátt fjölmiðla og niðurstaða skýrslunnar er sú að íslenskir fjölmiðlar hafi brugðist hlutverki sínu í aðdraganda hrunsins, þeir hafi ekki sýnt það aðhald sem krefjast megi af þeim. „Að einhverju leyti stafaði þessi linkind fréttamanna gagnvart viðskiptamönnum af því að myndast hafði óþarflega mikið „vináttusamband við umfjöllunarefnið“. Þessi nánu tengsl sköpuðust sumpart með því að viðskiptafréttamenn tóku þátt í kynningarferðum þar sem „alls kyns menn úr viðskiptalífinu [...] voru með í för og það var hægt að spjalla við þá óformlega í einhverjum kokteilum“,“ segir meðal annars í skýrslunni.

Boðsferðir fjölmiðlamanna hafa lengi tíðkast en þótt geta valdið hagsmunaárekstri hjá blaðamönnum. Þannig þótti Ríkisútvarpið brjóta siðareglur Blaðamannafélags Íslands árið 2001 þegar fréttamaður ferðaðist á kostnað ísraelska ríkisins til Ísraels til að fjalla um deilu Ísraels og Palestínu. 

Ekki hefur komið fram að fjölmiðlafólk hafi þegið neinar gjafir eða fríðindi umfram frítt flug, ferð um svæðið og frían hádegisverð.

Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna og fyrrverandi fréttamaður, undraðist á Twitter í gærkvöldi að fréttastofur og fréttamenn hefðu þegið flug austur á land á blaðamannafund fulltrúa Ratcliffe. Taldi hún að þeir fréttamenn sem það hefðu gert yrðu að skýra ástæður sínar fyrir því.  

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Auðmenn

Mest lesið

Stefán Ólafsson
4
Aðsent

Stefán Ólafsson

Hvernig stjórn og um hvað?

Stefán Ólafs­son skrif­ar að við blasi að þrír helstu sig­ur­veg­ar­ar kosn­ing­anna - Sam­fylk­ing, Við­reisn og Flokk­ur fólks­ins, voru all­ir með sterk­an fókus á um­bæt­ur í vel­ferð­ar- og inn­viða­mál­um og af­komu að­þrengdra heim­ila. „Helstu vanda­mál­in við að ná sam­an um stjórn­arsátt­mála verða vænt­an­lega áhersla Við­reisn­ar á þjóð­ar­at­kvæði um hvort sækja ætti á ný um að­ild að ESB og kostn­að­ar­mikl­ar hug­mynd­ir Flokks fólks­ins um end­ur­bæt­ur á al­manna­trygg­inga­kerf­inu,“ skrif­ar hann.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
1
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Kosningavaka Miðflokksins: Ungir karlmenn, MAGA og fyrstu tölur
2
Vettvangur

Kosn­inga­vaka Mið­flokks­ins: Ung­ir karl­menn, MAGA og fyrstu töl­ur

Blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar var við­stadd­ur kosn­inga­vöku Mið­flokks­ins í Vals­heim­il­inu í gær­kvöldi. Þar var sam­an kom­inn mik­ill fjöldi ung­menna, einkum karl­kyns. „Ég veit ekki hvort að Sig­mund­ur Dav­íð er anti-esta­blis­ment, en ég trúi því að hann ætli að­eins að hrista upp í hlut­un­um,“ sagði einn gest­ur­inn, sem bar rauða MAGA-der­húfu.
„Ég kæri mig ekki um að sveitin mín sé eyðilögð“
4
ViðtalVindorka á Íslandi

„Ég kæri mig ekki um að sveit­in mín sé eyði­lögð“

Í sjö ár hef­ur Stein­unn M. Sig­ur­björns­dótt­ir háð marg­ar orr­ust­ur í bar­áttu sinni gegn vind­myll­um sem til stend­ur að reisa allt um­hverf­is sveit­ina henn­ar. Hún hef­ur tap­að þeim öll­um. „Ég er ekki bú­in að ákveða hvort ég hlekki mig við jarð­ýt­urn­ar, það fer eft­ir því hvað ég verð orð­in göm­ul,” seg­ir hún glettn­is­lega. En þó með votti af al­vöru. Hún ætli að minnsta kosti ekki að sitja hjá og „horfa á þetta ger­ast”.
Fólkið sem nær kjöri - samkvæmt þingmannaspá
6
ÚttektAlþingiskosningar 2024

Fólk­ið sem nær kjöri - sam­kvæmt þing­manna­spá

Þing­manna­spá dr. Bald­urs Héð­ins­son­ar og Heim­ild­ar­inn­ar bygg­ir á fylgi fram­boða á landsvísu í nýj­ustu kosn­inga­spá Heim­ild­ar­inn­ar, auk þess sem til­lit er tek­ið til styrks fram­boða í mis­mun­andi kjör­dæm­um. Fram­kvæmd­ar eru 100 þús­und sýnd­ar­kosn­ing­ar þar sem flökt er á fylgi og fyr­ir hverja nið­ur­stöðu er þing­sæt­um út­hlut­að, kjör­dæma- og jöfn­un­ar­þing­sæt­um.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
4
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“
Mögulegt að hætta að vinna um fimmtugt
5
Viðtal

Mögu­legt að hætta að vinna um fimm­tugt

Georg Lúð­víks­son, sem hef­ur unn­ið við heim­il­is­fjár­mál og fjár­mála­ráð­gjöf um ára­bil, seg­ir að með reglu­leg­um sprn­aði frá þrí­tugu geti með­al­tekju­fólk hætt að vinna um fimm­tugt, en það fari þó eft­ir að­stæð­um. Ef spara á til langs tíma þá hafi það sögu­lega reynst best að fjár­festa í vel dreifðu verð­bréfa­safni. Grund­vall­ar­regl­an er ein­fald­lega að eyða minna en mað­ur afl­ar.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
6
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár