Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Fjölmiðlafólk í boðsferð til Vopnafjarðar á kostnað James Ratcliffe

Full­trú­ar fjög­urra fjöl­miðla þáðu boð um flug frá Reykja­vík á blaða­manna­fund sem með­al ann­ars var hald­inn til að draga úr nei­kvæðri um­fjöll­un um fjár­fest­ing­ar Ratclif­fe.

Fjölmiðlafólk í boðsferð til Vopnafjarðar á kostnað James Ratcliffe
Brugðist við neikvæðri umfjöllun Fjölmiðlafólki var flogið austur á Vopnafjörð á kostnað James Ratcliffe í gær á blaðamannafund.

Fjölmiðlafólk frá í það minnsta fjórum fjölmiðlum þáði flug á kostnað James Ratcliffe frá Reykjavík austur á Vopnafjörð í gær þar sem haldinn var blaðamannafundur um áætlanir breska auðkýfingsins á svæðinu. Fundurinn var meðal annars haldinn með það í huga að draga úr neikvæðri umfjöllun um fjárfestingar Ratcliffe á Norðausturlandi.

Þau Aðalheiður Ámundadóttir blaðamaður og Ernir Eyjólfsson ljósmyndari frá Fréttablaðinu, Höskuldur Daði Magnússson blaðamaður og Haraldur Jónasson ljósmyndari frá Morgunblaðinu, Vilmundur Hansen blaðamaður á Bændablaðinu og Jóhann K. Jóhannsson fréttamaður á Stöð 2 þáðu flugfarið austur á Vopnafjörð. Auk þeirra voru viðstaddir fréttamenn Ríkisútvarpsins og Austurfréttar, en hvorir tveggja komu á eigin vegum á fundinn. Blaðamannafundurinn var skipulagður af almannatengslafyrirtækinu KOM og sagði Óli Kr. Ármannsson, almannatengill þar, að boð á blaðamannafundinn hafi takmarkast af umfangi viðburðarins. Öllum stærstu fjömiðlum hafi verið boðið. Þegar bent var á að á Bændablaðinu starfi þrír blaðamenn auk ritstjóra, sagði Óli að vegna forfalla hefði blaðamanni Bændablaðsins boðist flugið.

Stundin fékk ekki tilkynningu um blaðamannafundinn

Stundinni barst ekki tilkynning um blaðamannafundinn og fékk ekki boð um að þiggja flug á Vopnafjörð á fundinn. Stundin hefur fjallað ítrekað og ítarlega um jarðakaup Ratcliffe og viðskiptafélaga hans en eins og þekkt er hefur hann keypt upp tugi jarða á Norðausturlandi síðustu ár, einkum í Vopnafirði og Þistilfirði. Hafa þau kaup vakið áhyggjur og umræðu, en frumvarp mun nú vera í vinnslu þar sem skilyrði fyrir jarðakaupum verða þrengd.

Stundin hlaut meðal annars verðlaun Blaðamannafélags Íslands í fyrra vegna rannsóknarblaðamennsku  fyrir umfjöllun um uppkaup auðmanna á íslenskum jörðum.

Fundurinn til að bregðast við neikvæðri umfjöllun

Umfjöllun MorgunblaðsinsFjallað var um áform James Ratcliffe um verndun laxastofna.

Umfjöllunarefni fundarins var að sögn uppbygging og verndun á villtum laxi á Íslandi. Ratcliffe sjálfur var ekki viðstaddur en stjórnarmenn í félögum hans sem eiga umræddar jarðir voru það. Í frétt Ríkisútvarpsins er haft eftir Gísla Ásgeirssyni, framkvæmdastjóra Veiðfélagsins Strengs sem Ratcliffe á 87 prósenta hlut í, að neikvæð umfjöllun hafi dregið úr áhuga Ratcliffe og viðskiptafélaga á fjárfestingum. Spurður hvort verið væri að bregðast við slíkri neikvæðri umfjöllun með fundinum svaraði Gísli: „Já, meðal annars.“

„Að einhverju leyti stafaði þessi linkind fréttamanna gagnvart viðskiptamönnum af því að myndast hafði óþarflega mikið „vináttusamband við umfjöllunarefnið““

Í rannsóknarskýrslu Alþingis um aðdraganda og orsakir falls íslensku bankanna 2008 er fjallað um þátt fjölmiðla og niðurstaða skýrslunnar er sú að íslenskir fjölmiðlar hafi brugðist hlutverki sínu í aðdraganda hrunsins, þeir hafi ekki sýnt það aðhald sem krefjast megi af þeim. „Að einhverju leyti stafaði þessi linkind fréttamanna gagnvart viðskiptamönnum af því að myndast hafði óþarflega mikið „vináttusamband við umfjöllunarefnið“. Þessi nánu tengsl sköpuðust sumpart með því að viðskiptafréttamenn tóku þátt í kynningarferðum þar sem „alls kyns menn úr viðskiptalífinu [...] voru með í för og það var hægt að spjalla við þá óformlega í einhverjum kokteilum“,“ segir meðal annars í skýrslunni.

Boðsferðir fjölmiðlamanna hafa lengi tíðkast en þótt geta valdið hagsmunaárekstri hjá blaðamönnum. Þannig þótti Ríkisútvarpið brjóta siðareglur Blaðamannafélags Íslands árið 2001 þegar fréttamaður ferðaðist á kostnað ísraelska ríkisins til Ísraels til að fjalla um deilu Ísraels og Palestínu. 

Ekki hefur komið fram að fjölmiðlafólk hafi þegið neinar gjafir eða fríðindi umfram frítt flug, ferð um svæðið og frían hádegisverð.

Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna og fyrrverandi fréttamaður, undraðist á Twitter í gærkvöldi að fréttastofur og fréttamenn hefðu þegið flug austur á land á blaðamannafund fulltrúa Ratcliffe. Taldi hún að þeir fréttamenn sem það hefðu gert yrðu að skýra ástæður sínar fyrir því.  

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Auðmenn

Mest lesið

Pressa: Fyrsti þáttur
1
Pressa#1

Pressa: Fyrsti þátt­ur

Í þætti dags­ins verð­um við á póli­tíska svið­inu. Breyt­ing­ar á kvóta­kerf­inu og fisk­veið­um, stjórn­mála­ástand­ið og áskor­an­ir sem stjórn­ar­meiri­hlut­inn stend­ur frammi fyr­ir. Einnig verð­ur rætt um þögla einka­væð­ingu heil­brigðis­kerf­is­ins. Við­mæl­end­ur eru Svandís Svavars­dótt­ir mat­væla­ráð­herra, Jón Gunn­ars­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks, Stefán Vagn Stef­áns­son, þing­mað­ur Fram­sókn­ar, og Jó­hann Páll Jó­hanns­son, þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar.
Reikningar frá Klíníkinni í skoðun hjá Sjúkratryggingum
5
FréttirKlíníkin og einkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Reikn­ing­ar frá Klíník­inni í skoð­un hjá Sjúkra­trygg­ing­um

Sjúkra­trygg­ing­ar Ís­lands hafa opn­að mál gegn einka­rekna heil­brigð­is­fyr­ir­tæk­inu Klíník­inni vegna meintra of hárra reikn­inga til rík­is­ins fyr­ir þjón­ustu við við­skipta­vini. Eitt mál­ið snýst um tugi millj­óna króna. Sjúkra­trygg­ing­ar Ís­lands svör­uðu ekki spurn­ing­um þrátt fyr­ir tæp­lega tveggja vikna frest.
Skipið sem skemmdi vatnsleiðsluna hafði áður misst akkerið í sjóinn
9
Fréttir

Skip­ið sem skemmdi vatns­leiðsl­una hafði áð­ur misst akk­er­ið í sjó­inn

Þeg­ar akk­er­ið á skipi Vinnslu­stöðv­ar­inn­ar féll út­byrð­is, dróst eft­ir botn­in­um og stór­skemmdi einu neyslu­vatns­lögn­ina til Eyja var skip­ið, Hug­inn VE, ekki að missa akk­er­ið út­byrð­is í fyrsta skipti. Fram­kvæmda­stjóri fyr­ir­tæk­is­ins, Sig­ur­geir Brynj­ar Krist­geirs­son, stað­fest­ir þetta við Heim­ild­ina. „Þetta er bull,“ sagði skip­stjóri tog­ar­ans síð­asta föstu­dag, er Heim­ild­in spurði hvort bú­ið væri að segja hon­um og frænda hans upp. Starfs­loka­samn­ing­ur var gerð­ur við menn­ina sama dag.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hvernig peningaslóð stjórnenda Kaupþings og maka þeirra liggur til Tortólu
1
Skýring

Hvernig pen­inga­slóð stjórn­enda Kaupþings og maka þeirra ligg­ur til Tor­tólu

Notk­un eig­in­kvenna fyrr­ver­andi stjórn­enda Kaupþings­banka á fé­lög­um á af­l­ands­svæð­inu Kyp­ur er enn eitt dæm­ið um það að þess­ir að­il­ar hafi not­ast við slík fé­lög í við­skipt­um sín­um eft­ir efna­hags­hrun­ið 2008. Hreið­ar Már Sig­urðs­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Kaupþings, og eig­in­konu hans tengd­ust til dæm­is fé­lög­um í Pana­maskjöl­un­um og ár­ið 2019 var sagt frá Tor­tóla­fé­lagi sem not­að var til að halda ut­an um eign­ir á Ís­landi sem tengd­ust þeim.
Pressa: Fyrsti þáttur
2
Pressa#1

Pressa: Fyrsti þátt­ur

Í þætti dags­ins verð­um við á póli­tíska svið­inu. Breyt­ing­ar á kvóta­kerf­inu og fisk­veið­um, stjórn­mála­ástand­ið og áskor­an­ir sem stjórn­ar­meiri­hlut­inn stend­ur frammi fyr­ir. Einnig verð­ur rætt um þögla einka­væð­ingu heil­brigðis­kerf­is­ins. Við­mæl­end­ur eru Svandís Svavars­dótt­ir mat­væla­ráð­herra, Jón Gunn­ars­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks, Stefán Vagn Stef­áns­son, þing­mað­ur Fram­sókn­ar, og Jó­hann Páll Jó­hanns­son, þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar.
Ummæli um þingkonu til skoðunar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu
3
Fréttir

Um­mæli um þing­konu til skoð­un­ar hjá lög­regl­unni á höf­uð­borg­ar­svæð­inu

Í svari lög­regl­unn­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu við fyr­ir­spurn Heim­ild­ar­inn­ar um það hvort það sam­ræm­ist vinnu­regl­um lög­regl­unn­ar að gefa það upp við Nú­tím­ann í hvers­kon­ar ástandi Arn­dís Anna Krist­ín­ar­dótt­ir Gunn­ars­dótt­ir var í þeg­ar lög­regl­an hand­tók hana á skemmti­stað, seg­ir að það sé með öllu óheim­ilt að gefa slík­ar upp­lýs­ing­ar upp og það verði nú tek­ið til skoð­un­ar hjá lög­reglu hvort slík­ar upp­lýs­ing­ar hafi ver­ið gefn­ar.
Tortólasnúningur Hreiðars á Íslandi afhjúpaðist í Danmörku
4
RannsóknLeyndarmál Kýpur

Tor­tóla­snún­ing­ur Hreið­ars á Ís­landi af­hjúp­að­ist í Dan­mörku

Sami mað­ur sá um fé­lag Hreið­ars Más Sig­urðs­son­ar, fyrr­ver­andi for­stjóra Kaupþings, sem af­hjúp­að­ist í Pana­maskjöl­un­um og fyr­ir Önnu Lísu Sig­ur­jóns­dótt­ur, eig­in­konu hans, og tvær aðr­ar kon­ur sem gift­ar eru fyrr­ver­andi lyk­il­stjórn­end­um bank­ans. Ný gögn sýna hvernig pen­ing­ar úr af­l­ands­fé­lög­um á Tor­tóla flæddu í gegn­um sjóðs­stýr­inga­fé­lag Ari­on banka og inn í ís­lenska ferða­þjón­ustu.
María Rut Kristinsdóttir
10
Það sem ég hef lært

María Rut Kristinsdóttir

Of­beld­ið skil­grein­ir mig ekki

María Rut Krist­ins­dótt­ir var bú­in að sætta sig við það hlut­skipti að of­beld­ið sem hún varð fyr­ir sem barn myndi alltaf skil­greina hana. En ekki leng­ur. „Ég klæddi mig úr skömm­inni og úr þol­and­an­um. Fyrst fannst mér það skrýt­ið – eins og ég stæði nak­in í mann­mergð. Því ég vissi ekki al­veg al­menni­lega hver ég væri – án skamm­ar og ábyrgð­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Loftkastali kaupfélagsstjórans í Djúpinu
1
Rannsókn

Loft­kastali kaup­fé­lags­stjór­ans í Djúp­inu

Stein­steypta hús­ið í kast­al­astil sem stend­ur við veg­inn í Ísa­firði vek­ur bæði undr­un og hrifn­ingu margra ferða­langa sem keyra nið­ur í Djúp­ið. Hús­ið er ein­stakt í ís­lenskri sveit og á sér áhuga­verða sögu sem hverf­ist um Sig­urð Þórð­ar­son, stór­huga kaup­fé­lags­stjóra í fá­tæku byggð­ar­lagi á Vest­fjörð­um, sem reyndi að end­ur­skrifa sögu kast­al­ans og kaup­fé­lags­ins sem hann stýrði.
Íslenskur karlmaður bauð „einstæðri móður með barn“ aðstoð
2
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Ís­lensk­ur karl­mað­ur bauð „ein­stæðri móð­ur með barn“ að­stoð

Ís­lensk­ur karl­mað­ur setti inn um­deilda Face­book-færslu í hóp­inn Að­stoð við Grind­vík­inga, þar sem fólki í neyð er boð­in marg­vís­leg að­stoð frá hjálp­fús­um Ís­lend­ing­um. Með­lim­ir hóps­ins brugð­ust illa við þeg­ar mað­ur­inn bauðst til að að­stoða ein­stæða móð­ur með barn. „Skamm­astu þín karl fausk­ur.“
Valdablokkir í Matador um Marel
3
Rannsókn

Valda­blokk­ir í Mata­dor um Mar­el

Það geis­ar stríð í ís­lensku við­skipta­lífi. Stærstu eig­end­ur stærsta fjár­fest­inga­fé­lags lands­ins, Eyr­is In­vest, telja einn stærsta banka lands­ins, Ari­on banka, vera að reyna að tryggja Sam­herja og Stoð­um yf­ir­ráð í Mar­el. Enn vakna spurn­ing­ar um hvort eðli­legt sé að hefð­bund­in banka­starf­semi og fjár­fest­inga­banka­starf­semi, eigi yf­ir­höf­uð sam­an. Leik­flétt­an fel­ur í sér næt­ur­fundi, veðkall, af­sögn og á end­an­um greiðslu­stöðv­un sem ætl­að er að kaupa tíma fyr­ir þá sem gripn­ir voru í ból­inu.
Baneitrað samband á bæjarskrifstofunum
4
RannsóknÍsland í mútum

Ban­eitr­að sam­band á bæj­ar­skrif­stof­un­um

Ásak­an­ir um mút­ur, fjár­kúg­un og fjár­svik hafa ít­rek­að kom­ið upp í tengsl­um við bygg­ingu þriggja stærstu íþrótta­mann­virkja Kópa­vogs­bæj­ar. Verktaki sem fékk millj­arða verk hjá Kópa­vogs­bæ greiddi fyr­ir skemmti­ferð maka og emb­ætt­is­manna bæj­ar­ins, sem mælt höfðu með til­boði verk­tak­ans. Fjár­svikakæra gegn hon­um og starfs­manni bæj­ar­ins var felld nið­ur. „Það hefði átt að rann­saka þetta sem mút­ur,“ seg­ir bæj­ar­full­trúi og furð­ar sig á með­ferð bæj­ar­stjóra á mál­inu, sem var ekki eins­dæmi.
Fjárfestingaklúbbur Kaupþingskvenna
5
RannsóknLeyndarmál Kýpur

Fjár­fest­inga­klúbb­ur Kaupþings­kvenna

Eig­in­kon­ur þriggja fyrr­um stjórn­enda hins fallna Kaupþings banka eru um­svifa­mikl­ir fjár­fest­ar í fast­eigna­verk­efn­um á Spáni og víð­ar. Pen­ing­ar sem geymd­ir eru í fé­lög­um á Tor­tóla og Kýp­ur eru not­að­ir til að byggja lúxus­í­búð­ir. Hundruð millj­óna króna hagn­að­ur hef­ur orð­ið til í þess­um af­l­ands­fé­lög­um. Ein þeirra hef­ur einnig fjár­fest með hópi Ís­lend­inga í bresk­um hjúkr­un­ar­heim­il­um.
Hvernig peningaslóð stjórnenda Kaupþings og maka þeirra liggur til Tortólu
8
Skýring

Hvernig pen­inga­slóð stjórn­enda Kaupþings og maka þeirra ligg­ur til Tor­tólu

Notk­un eig­in­kvenna fyrr­ver­andi stjórn­enda Kaupþings­banka á fé­lög­um á af­l­ands­svæð­inu Kyp­ur er enn eitt dæm­ið um það að þess­ir að­il­ar hafi not­ast við slík fé­lög í við­skipt­um sín­um eft­ir efna­hags­hrun­ið 2008. Hreið­ar Már Sig­urðs­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Kaupþings, og eig­in­konu hans tengd­ust til dæm­is fé­lög­um í Pana­maskjöl­un­um og ár­ið 2019 var sagt frá Tor­tóla­fé­lagi sem not­að var til að halda ut­an um eign­ir á Ís­landi sem tengd­ust þeim.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár