Tveir sérfræðingar í skattamálum, Ásmundur Vilhjálmsson og Indriði Þorláksson, segja að erfitt sé að fullyrða nokkuð um það hvaða skattalegu afleiðingar það hefur þegar hlutabréfaskuld einstaklings er færð yfir á eignarhaldsfélag. Stundin spurði Ásmund og Indriða um málið með almennum hætti, en eins og blaðið hefur áður greint frá losnaði Bjarni Benediktsson, þáverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins og núverandi fjármálaráðherra, við kúlulánaskuld við Glitni banka upp á 67 milljónir króna í febrúar árið 2008 og tók eignarhaldsfélag sem var skráð eign föður hans, Hafsilfur ehf., við láninu.
Bjarni er, sem fjármálaráðherra, æðsti yfirmaður skattayfirvalda á Íslandi og skipar meðal annars í embætti ríkisskattstjóra. Stundin sendi Bjarna og Svanhildi Hólm, aðstoðarmanni hans, tölvupóst og óskaði upplýsinga um skattalega meðferð skuldskeytingarinnar en fékk engin svör.
Sagðist enga óeðlilega fyrirgreiðslu hafa fengið
Í viðtali í Kastljósi árið 2010 sagðist Bjarni hafa gert upp skuldir …
Athugasemdir