Nýtt efni
Ekki viðkvæmur fyrir því að fólki sé illa við mig
Robert Michael O'Neill lærði að meta Ísland upp á nýtt eftir að hafa búið erlendis um tíma. Eftir að hafa flúið myrkrið, kuldann, fámennið og dýrtíðina fattaði hann að Ísland væri ekki svo slæmt eftir allt saman.
Síðasta skip Hitlers
Beitiskipið Prinz Eugen sigldi fram hjá Íslandi vornótt eina 1941 og átti að leggja sitt af mörkum til að tryggja heimsyfirráð Hitlers. Fimm árum síðar var skipinu dröslað kringum hálfan hnöttinn og kjarnorkusprengju varpað á það.
Hvalavinir: „Þetta er svívirðilegt“
Hvalavinum er brugðið eftir að Bjarni Benediktsson forsætisráðherra gaf út leyfi til veiða á hvölum í dag. Talsmaður segir flokkinn án umboðs, auk þess sem beðið er eftir stjórnsýsluúttekt á hvalveiðum á Íslandi.
Bjarni leyfir hvalveiðar næstu fimm árin
Bjarni Benediktsson matvælaráðherra hefur gefið út hvalveiðileyfi til tveggja fyrirtækja. Leyfin gilda næstu fimm árin. Þrír af fjórum flokkum sem stóðu að frumvarpi um hvalveiðibann eiga nú í stjórnarmyndunarviðræðum.
Flokkur fólksins ekki haldið aðalfund í fimm ár
Flokkur fólksins ber með sér fjölmörg einkenni lýðhyggjuflokks, eða popúlisma. Flokkurinn hefur aðeins haldið tvo aðalfundi frá stofnun árið 2017 og Inga Sæland er eini skráði eigandi flokksins, ólíkt öðrum stjórnmálaöflum.
Síðasta vídeóleiga landsins – held ég
Er verslun Trausta Reykdal á Eskifirði síðasta vídeóleigan á Íslandi? Ragnhildur Ósk Sævarsdóttir veltir því fyrir sér en hún leit þar við, forvitin um hinn horfna menningarheim vídeóleigunnar.
Efling segir gervistéttarfélag notað til að svíkja starfsfólk
Efling segir stéttarfélagið Virðingu vera gervistéttarfélag sem sé nýtt til að skerða laun og réttindi starfsfólks í veitingageiranum. Trúnaðarmenn af vinnustöðum Eflingarfélaga fóru á þriðjudag í heimsóknir á veitingastaði á höfuðborgarsvæðinu og dreifðu bæklingum þar sem varað var við SVEIT og Virðingu.
Sýnishorn: Móðursýkiskastið
Ein var kölluð fíkill þegar hún lýsti óbærilegum líkamlegum kvölum. Síðar voru verkir hennar útskýrðir með kvíða. Önnur var sögð ímyndunarveik. Sú þriðja áhyggjurófa. Dóttir hennar, sem var með ógreint heilaæxli, fékk sama viðurnefni. Sögur þessara kvenna, kvenna sem hafa mætt daufum eyrum innan heilbrigðiskerfisins þegar þær glímdu við alvarlegan heilsubrest, eru sagðar í nýjum hlaðvarpsþáttum Heimildarinnar: Móðursýkiskastinu. Þar birtast einnig viðtöl við lækna og aðra sérfræðinga. Þættirnir verða sex talsins en Heimildin hefur síðan í aprílmánuði tekið á móti sögum kvenna sem hafa verið hundsaðar innan kerfisins, stundum með þeim afleiðingum að þær hafa hlotið varanlegan skaða af. Sögurnar sem bárust voru á þriðja tug og voru margar á sömu leið: „Það var ekki hlustað.“
Fyrstu tveir þættirnir birtast á hlaðvarpsveitum um helgina. Ragnhildur Þrastardóttir hefur umsjón með þáttunum. Halldór Gunnar Pálsson hannaði stef og hljóðheim þáttanna.
Vera Wonder Sölvadóttir
Að vera Vera
Vera Wonder Sölvadóttir, kvikmyndagerðarkona með meiru, hefur unnið að því alla sína ævi að vera Vera. Leitin að henni sjálfri stendur enn yfir. „Ég hef komist að því að með því að hlusta á hjarta mitt og innsæi er ég á réttri leið.“
„Við förum þétt af stað og erum ánægðar eftir daginn“
Formenn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins funduðu stíft í allan dag. Kristrún Frostadóttir segir mikilvægt að sú vinna sem farin verði í stuðli að áframhaldandi lækkun vaxta og verðbólgu. Á morgun fá þær til sín fulltrúa úr fjármálaráðuneytinu til að fara yfir ríkisfjármálin. Heilt yfir í viðræðum formannanna þriggja séu sameiginlegir þræðir fleiri en ágreiningsmálin.
Síld á disk
„Það verður að líta á þessa útgáfu sem tilraun til að kynna aldagamlan afla okkar nýjum lesendum og neytendum, kynna sögu síldarinnar,“ skrifar Páll Baldvin Baldvinsson um bókina Síldardiplómasía.
Indriði Þorláksson
Hagvöxtur, samneysla, siðað samfélag og skattapólitík
Skattapólitík er ekki vinsæl og allra síst í kosningabaráttu. En hún er nauðsynleg og alvöru stjórnmálamenn veigra sér ekki við umræðuna. Hinir eru óábyrgir sem boða einfaldar lausnir eins og að lækkun skatta geti aukið tekjuöflun. Þannig pólitík ógnar jafnvægi efnahagsmála.
Valkyrjustjórnin? Tja, hverjar voru valkyrjur í raun og veru?
Er ástæða til að kenna hugsanlega ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins við valkyrjur, þótt formennirnir séu konur?
Guðrún Schmidt
Gnægtaborð alls heimsins heima hjá mér
Fræðslustjóri Landverndar skrifar um hvernig eftirspurn vestrænna ríkja eftir jarðarberju, bláberjum, avókadó og mangó hafi stóraukið þaulræktun á þessum matvörum með töluverðar neikvæðar afleiðingar fyrir náttúru á framleiðslusvæðunum. Við bætist brot á mannréttindum verkafólks sem oft verða að þrælum nútímans.
Hræðilega sorglegt og rangt
Það vaknar alltaf sorg í brjósti Line Harbak er hún fer upp á bæjarfjallið sitt. Þar sem hún fann áður fyrir frelsi hefur verið reist vindorkuver sem nú gnæfir yfir húsið hennar. „Hann var enn heitur,“ segir Line um haförn sem fannst eftir að hafa lent í spöðunum, missti vænginn og dó. Hún tók hann í fangið og bar heim.