Bjarni Benediktsson upplýsti ekki um aðkomu sína að fjárfestingum Engeyinga á meðan hann sat á þingi í aðdraganda hruns. Fjölskylda hans átti ráðandi hlut í Íslandsbanka sem lánaði félögum þeirra tugi milljarða króna og einnig Bjarna persónulega. Nú mælir hann fyrir sölu ríkisins á hlut í bankanum. Forsagan skaðar traust, að mati samtaka gegn spillingu.
ÚttektGlitnisgögnin
Veittu vildarviðskiptavinum 60 milljarða lán með tölvupóstum
Glitnir veitti vildarviðskiptavinum sínum mikið magn hárra peningamarkaðslána án þess að skrifað væri undir samning um þau. Bankinn skoðaði riftanir á uppgreiðslu fjölmargra slíkra lána í aðdraganda og í kjölfar hrunsins. Sá einstaklingur sem greiddi mest upp af slíkum lánum var Einar Sveinsson.
Rannsókn
Atburðarásin í aðdraganda hruns: Hvað vissum við og hvað vissu þeir?
Þegar erfiðleikar komu upp hjá Glitni og stórum hluthöfum, fyrst í febrúar 2008 og svo í september, skiptist Bjarni Benediktsson á upplýsingum við stjórnendur Glitnis og sat fundi um stöðu bankanna meðan hann sjálfur, faðir hans og föðurbróðir komu gríðarlegum fjármunum í var. Hér er farið yfir atburðarásina í máli og myndum.
FréttirGlitnisgögnin
Hæstiréttur veitir Glitni HoldCo áfrýjunarleyfi til að úrskurða hvort Stundin eigi að afhenda gögn
Lögbannið er fallið úr gildi en mál Glitnis HoldCo gegn Stundinni heldur áfram fyrir Hæstarétti, samkvæmt ákvörðun réttarins. Hæstiréttur ætlar að fjalla um kröfur Glitnis HoldCo þess efnis að viðurkennt verði að Stundinni sé óheimilt að byggja á Glitnisskjölunum og beri að afhenda gögnin.
Fréttir
Glitnisskjölin: Ráðuneyti Bjarna svarar ekki spurningum um skattskil hans og hagsmunaskráningu
Fjármálaráðuneytið svarar ekki spurningum um viðskipti Bjarna Benediktssonar í Glitnisskjölunum. Óljóst hvort eða með hvaða hætti Bjarni greiddi skatta af 67 milljóna króna skuldaniðurfellingu. Bjarni er æðsti yfirmaður skattamála á Íslandi.
Greining
Hvernig Glitnisgögnin opinbera bisnessmanninn Bjarna Benediktsson
Bjarni Benediktsson vill ekki svara spurningum um hagsmunaskráningu sína á Alþingi. Faðir Bjarna er ennþá stór hluthafi í tveimur stórum rekstrarfélögum í ferða- og ræstingaþjónustu.
Fréttir
Glitnisskjölin: Skuldaniðurfelling Bjarna vekur spurningar um skattgreiðslur
Tveir sérfræðingar í skattamálum segja mögulegt að skuldayfirfærsla Bjarna Benediktssonar sé gjöf í skilningi skattalaga. Bjarni losnaði við 67 milljóna kúlulán þegar félag föður hans, sem Bjarni stýrði, yfirtók persónulega skuld hans.
FréttirGlitnisgögnin
Glitnir sækir um áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar til að viðhalda lögbanni
Lögmenn Glitnis HoldCo, sem heldur utan um eignir þrotabús Glitnis banka, hafa sótt um leyfi til að áfrýja til Hæstaréttar í máli sem varðar lögbann á umfjöllun Stundarinnar upp úr Glitnisskjölunum. Ritstjórn Stundarinnar ákvað að ljúka lögbanninu.
Fréttir
Kærur vegna meiri háttar efnahagsbrota háðar samþykki stjórnar sem Bjarni skipar
Stjórn FME tekur ákvarðanir um eftirlit og aðgerðir gagnvart fjármálafyrirtækjum. Bjarni Benediktsson skipar í stjórnina, en stjórnarformaðurinn sem hann skipaði árið 2013 er nú með stöðu sakbornings vegna meintra efnahagsbrota.
Fréttir
Stofnun gegn spillingu telur að Bjarni hefði glatað trausti í Svíþjóð
Starfsmaður sænsku stofnunarinnar Institutet mot mutor, sem vinnur gegn spillingu, svarar spurningum um regluverkið í Svíþjóð sem snýr að aðkomu þingmanna að viðskiptalífinu. Sænskur þingmaður gæti ekki stundað viðskipti eins og Bjarni Benediktsson gerði á Íslandi án þess að þverbrjóta þessar reglur.
Fréttir
Afskriftir fjölskyldufyrirtækja sem Bjarni tók þátt í að stýra eru 130 milljarðar
Glitnisskjölin sýna að það var Bjarni Benediktsson sem var ígildi forstjóra fyrirtækja- og fjárfestingarfélagasamstæðu Engeyjarfjölskyldunnar á árunum fyrir hrunið 2008.
Fréttir
Innherjar seldu en almenningur var blekktur
Starfsmenn og millistjórnendur Glitnis forðuðu á þriðja hundrað milljóna úr Sjóði 9 áður en tilkynnt var um yfirtöku ríkisins á bankanum. Félag Einars Sveinssonar, föðurbróður Bjarna Benediktssonar, átti hins vegar langstærstu söluna fyrir hrun og innleysti meira en milljarð króna.
„Þetta var öruggasti staðurinn minn,“ segir Alma Lind Smáradóttir þegar hún opnar inn í ruslageymslu í bílakjallara í Reykjavík. Þarna bjó hún hluta þeirra þriggja ára sem hún þvældist um götur bæjarins. Borgin sést í öðru ljósi þegar hún er séð með augum heimilislausra, ósýnilega fólksins, þeirra sem flestir líta fram hjá eða hrekja burt. Ítarlegt og einlgæt viðtal við Ölmu Lind birtist í 162. tölublaði Stundarinnar og má lesa í heild á slóðinni: https://stundin.is/grein/16051/
2
Viðtal
4
„Ég get ekki lifað við þessa lygi“
Sigurlaug Hreinsdóttir segir lögregluna hafa brugðist þegar dóttir hennar hvarf fyrir fimm árum síðan. Nefnd um eftirlit með störfum lögreglu gerir fjölmargar athugasemdir við framgöngu lögreglu í málinu og beinir tilmælum um úrbætur til ríkislögreglustjóra. „Ég biðst einlægrar afsökunar,“ skrifar Grímur Grímsson, sem var hampað sem hetju og tók á móti viðurkenningu sem maður ársins. „Það var ótrúlega sárt,“ segir Sigurlaug. Sér hafi verið fórnað fyrir ímynd lögreglunnar.
3
Menning
2
Þóra Dungal fallin frá
Þóra Dungal, sem varð táknmynd X-kynslóðarinnar á Íslandi skömmu fyrir aldamótin þegar hún fór með aðalhlutverk í kvikmyndinni Blossa árið 1997, er fallin frá.
4
Fréttir
14
„Hann hefur ekki beðist afsökunar“
Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, sem kallar sig Auður, hefur viðurkennt að hafa farið „yfir mörk“ í samskiptum við konur. Konur lýsa ágengni og meiðandi framkomu sem hann hafi aldrei axlað ábyrgð á.
5
Viðtal
12
Lifði af þrjú ár á götunni
Alma Lind Smáradóttir endaði á götunni eftir að hún missti son sinn frá sér. Þar þvældist hún um í þrjú ár með sár sem náðu aldrei að gróa. Þegar hún varð barnshafandi á ný mætti barnavernd á fæðingardeildina og fór fram á að hún myndi afsala sér barninu.
6
Afhjúpun
3
„Hann var ekki að kaupa aðgengi að mér þegar hann lánaði mér pening“
Katrín Lóa Kristrúnardóttir þóttist heppin þegar henni var tjáð af vinnuveitanda sínum, Helga Vilhjálmssyni í Góu, að hann gæti lánað henni fyrir útborgun í íbúð. Hún hefði þó aldrei þegið slíkt lán ef hún hefði vitað hvað það hefði í för með sér en Katrín Lóa lýsir því að eftir lánveitinguna hafi hún þurft að sitja undir kynferðislegri áreitni Helga svo mánuðum skipti. Helgi biður Katrínu Lóu afsökunar á framferði sínu.
7
Úttekt
8
Mata-veldið: Skattaundanskot og samkeppnisbrot í skjóli ríkisins
Mata-systkinin og fyrirtæki þeirra hafa ítrekað verið gerð afturreka með viðskiptafléttur sem fólu í sér að koma mörg hundruð milljóna hagnaði undan skatti. Á sama tíma og fyrirtæki fjölskyldunnar byggja hagnað sinn á sölu matvæla undir tollvernd, hafa þau greitt háar sektir fyrir samkeppnisbrot og lagst í ómælda vinnu við að komast undan því að greiða skatta hér á landi, með viðskiptafléttum í gegnum þekkt skattaskjól.
8
Erlent
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
9
Fréttir
Myndu að „sjálfsögðu ekki“ sætta sig við verulegar tafir á Axarvegi
Sveitarstjórn Múlaþings mun ekki sætta sig við verulegar tafir á framkvæmdum við Axarveg. Sveitarstjórinn óttast reyndar ekkert slíkt enda hafi hann engin skilaboð fengið um að setja eigi framkvæmdina „í salt“ vegna þenslu.
10
Fréttir
1
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni og Kjarnanum með áskriftum og styrkjum síðan 2013. Með því að kaupa áskrift að Heimildinni styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.