Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Afskriftir fjölskyldufyrirtækja sem Bjarni tók þátt í að stýra eru 130 milljarðar

Glitn­is­skjöl­in sýna að það var Bjarni Bene­dikts­son sem var ígildi for­stjóra fyr­ir­tækja- og fjár­fest­ing­ar­fé­laga­sam­stæðu Eng­eyj­ar­fjöl­skyld­unn­ar á ár­un­um fyr­ir hrun­ið 2008.

Afskriftir fjölskyldufyrirtækja sem Bjarni tók þátt í að stýra eru 130 milljarðar
Bara Kynnisferðir eftir Af stærstu eignum fyrirtækja Engeyinganna, sem Bjarni Benediktsson stýrði að hluta til, hélt fjölskyldan bara rútufyrirtækinu Kynnisferðum eftir. Hin félögin hafa orðið gjaldþrota með um 130 milljarða afskriftum. Mynd: Pressphotos

Afskriftirnar hjá fjárfestingarfélögum sem Glitnisskjölin sýna að Bjarni Benediktsson stýrði eða kom að því að stýra fyrir hönd fjölskyldu sinnar nema nú tæplega 130 milljörðum króna. Flest fyrirtækjanna sem tilheyrðu fjölskyldunni urðu gjaldþrota eða voru yfirtekin af kröfuhöfum í kjölfar hrunsins. Mikilvægasta félagið sem fjölskyldan hélt eftir er rútufyrirtækið Kynnisferðir sem var keypt út úr N1 á meðan fjölskyldan stýrði enn olíufélaginu og áður en kröfuhafar þess yfirtóku fyrirtækið. 

Eitt það markverðasta sem Glitnisskjölin opinbera er hversu hversu virkan þátt Bjarni Benediktsson tók í að stýra fjárfestingarfélögum fjölskyldu sinnar sem Glitnir fjármagnaði að langmestu leyti – helsta undantekningin er fjármögnun Kaupþings á Umtaki, fasteignafélagi N1, sem var með lán upp á 130 milljónir evra þar, eða vel á annan tug milljarða á sínum tíma. 

Bjarni var auk þess stjórnarmaður í mörgum af þessum félögum, meðal annars BNT, N1 og Fjárfestingarfélaginu Mætti ehf. Tvö fyrrnefndu félögin eru löngu orðin gjaldþrota og N1 var yfirtekið af kröfuhöfum félagsins eftir hrunið 2008. 

Þær afskriftir sem fyrir liggja hjá þessum fyrirtækjum nema tæplega 82 milljörðum króna. Við þessa tölu er eðlilegt að bæta skuldum eignarhaldsfélagsins Földungs ehf., áður Vafnings ehf., við þrotabú Glitnis en þær nema ríflega 47 milljörðum króna. Ástæðan er sú að Földungur ehf. á nær engar eignir á móti þessum skuldum, einungis 52 milljónir króna samkvæmt ársreikningi ársins 2017 og liggur því fyrir að þessar kröfur verða afskrifaðar með tíð og tíma. 

Kjósa
16
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Glitnisgögnin

Selur bankann sem fjölskyldan átti
Úttekt

Sel­ur bank­ann sem fjöl­skyld­an átti

Bjarni Bene­dikts­son upp­lýsti ekki um að­komu sína að fjár­fest­ing­um Eng­ey­inga á með­an hann sat á þingi í að­drag­anda hruns. Fjöl­skylda hans átti ráð­andi hlut í Ís­lands­banka sem lán­aði fé­lög­um þeirra tugi millj­arða króna og einnig Bjarna per­sónu­lega. Nú mæl­ir hann fyr­ir sölu rík­is­ins á hlut í bank­an­um. For­sag­an skað­ar traust, að mati sam­taka gegn spill­ingu.
Atburðarásin í aðdraganda hruns: Hvað vissum við og hvað vissu þeir?
Rannsókn

At­burða­rás­in í að­drag­anda hruns: Hvað viss­um við og hvað vissu þeir?

Þeg­ar erf­ið­leik­ar komu upp hjá Glitni og stór­um hlut­höf­um, fyrst í fe­brú­ar 2008 og svo í sept­em­ber, skipt­ist Bjarni Bene­dikts­son á upp­lýs­ing­um við stjórn­end­ur Glitn­is og sat fundi um stöðu bank­anna með­an hann sjálf­ur, fað­ir hans og föð­ur­bróð­ir komu gríð­ar­leg­um fjár­mun­um í var. Hér er far­ið yf­ir at­burða­rás­ina í máli og mynd­um.
Hæstiréttur veitir Glitni HoldCo áfrýjunarleyfi til að úrskurða hvort Stundin eigi að afhenda gögn
FréttirGlitnisgögnin

Hæstirétt­ur veit­ir Glitni HoldCo áfrýj­un­ar­leyfi til að úr­skurða hvort Stund­in eigi að af­henda gögn

Lög­bann­ið er fall­ið úr gildi en mál Glitn­is HoldCo gegn Stund­inni held­ur áfram fyr­ir Hæsta­rétti, sam­kvæmt ákvörð­un rétt­ar­ins. Hæstirétt­ur ætl­ar að fjalla um kröf­ur Glitn­is HoldCo þess efn­is að við­ur­kennt verði að Stund­inni sé óheim­ilt að byggja á Glitn­is­skjöl­un­um og beri að af­henda gögn­in.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
5
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
6
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár