Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Svona notuðu Bjarni Benediktsson og Engeyjar­fjölskyldan Íslands­banka

Bjarni Bene­dikts­son, nú fjár­mála­ráð­herra, stýrði fjár­fest­ing­um fyr­ir­tækja­veld­is föð­ur síns og föð­ur­bróð­ur á bak við tjöld­in á ár­un­um fyr­ir hrun­ið 2008. Eng­ey­ing­arn­ir voru ráð­andi hlut­haf­ar Ís­lands­banka og vék bank­inn ít­rek­að frá vinnu­regl­um til að ganga er­inda þeirra.

„Ég áskil mér allan rétt til að selja ekki næstum því strax BMW-inn sem ég er nýbúinn að panta mér,“ sagði Bjarni Benediktsson, þáverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fjárfestir og núverandi fjármálaráðherra, í léttum dúr í tölvupósti til Einars Arnar Ólafssonar, vinar síns og þáverandi starfsmanns Íslandsbanka, og Hermanns Guðmundssonar, viðskiptafélaga síns, í tölvupósti í október árið 2005. 

Í tölvupóstinum, sem og fleiri tölvuskeytum, ræddu þeir um hugsanleg kaup fjárfestingarfélaga Engeyjarfjölskyldunnar á Toyota-umboðinu á Íslandi, þáverandi fjölskyldufyrirtæki Páls Samúelssonar.  Í tölvupósti sínum kom Bjarni með athugasemdir um ætlaða tilboðsgerð fjárfestahóps fjölskyldu sinnar, sem hann stýrði ásamt Hermanni, í Toyota-umboðið og skaut þessari gamansömu athugasemd með inn í lok yfirlits um skoðanir sínar á tilboðsgerðinni í fyrirtækið. Bílaumboðið var á þessum tíma til sölu eftir að Páll Samúelsson hafði átt það og rekið með farsælum hætti í 35 ár.  

Í Glitnisgögnunum, sem Stundin hefur undir höndum og sem blaðið hóf að segja frá fyrir rúmu ári síðan, er meðal annars að finna margháttaðar heimildir um viðskipti Bjarna Benediktssonar og ættingja hans á árunum fyrir bankahrunið á Íslandi árið 2008. Þau sýna að aðkoma Bjarna að viðskiptunum var mun meiri en áður hafði komið fram.

Sýslumaðurinn í Reykjavík stöðvaði umfjöllun Stundarinnar um Glitnisgögnin með lögbanni í aðdraganda þingkosninganna sem fram fóru um haustið 2017. Þetta var gert að beiðni þrotabús Glitnis banka sem taldi Stundinni óheimilt að birta fréttir upp úr gögnunum sökum bankaleyndar. Héraðsdómur Reykjavíkur og Landsréttur hafa hins vegar kveðið upp dóma þess efnis að lögbannið standist ekki lög og getur Stundin þar með haldið áfram að fjalla um umrædd gögn, rúmu ári eftir að umfjöllun var stöðvuð af sýslumanni.

Stundin hafði samband við Bjarna Benediktsson og bað hann um að veita blaðinu viðtal vegna umfjöllunar um viðskipti hans og störf sem kjörinn fulltrúi árin fyrir efnahagshrunið. Bjarni varð ekki við þeirri beiðni. 

Glitnisgögnin sýna að á þessum tíma, þegar Bjarni lét orðin falla um BMW-bifreiðina sem hann hafði pantað, vann hann tvö störf sem bæði krefjast meira en 100 prósent vinnuframlags frá fólki alla jafnan. Annars vegar þingmannsstarfið, þar sem Bjarni var meðal annars formaður allsherjarnefndar um hríð,  og hins vegar starf sem var ígildi þess að vera forstjóri yfir einu stærsta fjárfestingarfélagi Íslands; félagi sem átti risastórt olíufélag, mikið magn hlutabréfa í banka, rútufyrirtæki, hlut í flugfélagi og fleira. Ráða má af gögnunum að Bjarni var í reynd eins konar skuggaforstjóri yfir þessu fyrirtækjaneti, maðurinn sem hélt á endanum utan um alla þræði. 

Viðskipti á gráu svæðiEinar Örn Ólafsson, starfsmaður ´Íslandsbanka, áttaði sig á því að viðskipti stjórnarformanns bankans sem hann starfaði hjá gætu verið á gráu svæði og ræddi hann þetta í tölvpóstum.

Áttu, stýrðu og fengu há lán í bankanum

Á þessum tíma, síðla árs 2005, þegar þreifingar stóðu yfir innan ýmissa fjárfestahópa um möguleg kaup á Toyota-umboðinu, voru föðurbróðir og faðir Bjarna, Einar  og Benedikt Sveinssynir, ráðandi hluthafar í Íslandsbanka, auk þess sem sá fyrrnefndi var stjórnarformaður hans.

Var það starfsmaður Íslandsbanka, Einar Örn Ólafsson, sem vann að tilboðinu fyrir þeirra hönd auk þess sem bankinn, sem þeir stýrðu, átti að fjármagna viðskiptin og jafnvel vera hluthafi í fyrirtækinu. Þetta kom fram í einum af þeim punktum sem Bjarni nefndi í athugasemdum sínum um tilboðið: „Taka þarf fram að við áskiljum okkur rétt til að fá fleiri fjárfesta til liðs við okkur, hvort sem það verður bankinn (tímabundið) eða aðrir aðilar. Við hyggjumst þó klárlega fara með meirihlutann,“ sagði Bjarni og var einnig ljóst að hann ætlaði að stýra bílaumboðinu sem stjórnarmaður: „Varðandi það hvernig stjórn félagsins verður skipuð, hver verður formaður og annað þá höfum við ekki klárað þá umræðu. Ég læt því duga að segja að það megi gera ráð fyrir því að við Hermann verðum þarna og aðrir fulltrúar fjárfesta,“ sagði Bjarni. 

Engeyingarnir voru ráðandi eigendur Íslandsbanka, þeir stýrðu honum í gegnum stjórn hans, starfsmenn bankans unnu fyrir þá að tilboðum í önnur fyrirtæki og bankinn lánaði þeim peninga til að fjármagna fyrirtækjakaup sín.

Misnotkun eigenda banka sem forsenda hrunsins

Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis er rakið að fjárfestingarfélög bræðranna Einars og Benedikts Sveinssona, sem Bjarni Benediktsson stýrði að hluta til, hafi verið með hæst lán hjá Íslandsbanka á þeim tíma sem þeir voru ráðandi hluthafar bankans eða í árslok 2006.  „Sem hlutfall af eiginfjárgrunni bankans fóru heildarútlán Glitnis til hópsins hæst í yfir 20% í byrjun árs 2006 og voru tæp 15% við fall bankans,“ segir í skýrslunni en á þessum tíma var hópurinn með lán hjá Glitni upp á ríflega 400 milljónir evra, rúmlega 40 milljarða króna. Þetta var 5 prósentustigum undir lögbundnu, heimiluðu hámarki lána til einstakra fyrirtækjahópa eins og fjárfestingarfélaga Engeyinganna líkt og nefnt er í skýrslunni: „Reglunum er ætlað að koma í veg fyrir kerfisáhættu sem lýsir sér í því að fjárhagsleg vandræði eins viðskiptavinar, eða fleiri innbyrðis tengdra viðskiptavina, hafi í för með sér fjárhagsleg vandræði viðkomandi fjármálafyrirtækis. Til þess að ná þessu markmiði var fjármálafyrirtækjum óheimilt að stofna til áhættu gagnvart einum viðskiptavini, eða hópi viðskiptavina sem eru innbyrðis tengdir á ákveðinn hátt, umfram 25% af eiginfjárgrunni þess á hverjum tíma.“

Þessar lánveitingar til eigenda íslensku bankanna áttu stóran þátt í að veikja íslensku bankana samkvæmt niðurstöðum rannsóknarnefndarinnar á sínum tíma eins og segir í niðurstöðukafla skýrslunnar:  „Samþjöppun áhættu hjá íslensku bönkunum var orðin hættulega mikil þó nokkru fyrir fall þeirra. Bæði á það við um lánveitingar til ákveðinna hópa innan hvers banka en jafnframt mynduðu sömu hópar stórar áhættur í fleiri en einum banka. Af þeim sökum varð kerfisleg áhætta vegna útlána veruleg,“ segir í skýrslunni. 

„Ég vildi láta þig vita af þessu, því ég 
hygg að þetta geti verið á gráu svæði“

Útlán til eigenda Íslandsbanka, síðar Glitnis, urðu vissulega enn meiri eftir að Engeyingarnir og viðskiptafélagar misstu yfirráðin yfir bankanum til Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Baugs um vorið 2007, enda nefnir rannsóknarnefndin Baug sérstaklega í niðurstöðukafla sínum, en útlán til fjárfestingarfélaga Engeyinganna voru samt mjög mikil alveg fram að bankahruninu, meðal annars vegna þess að þeir héldu eftir eignahlut í bankanum í gegnum félagið Þátt International. Hlutabréf þessa félags í Glitni voru endurfjármögnuð af bankanum með 10 milljarða króna láni í febrúar árið 2008 í gegnum félagið Vafning og fékkst þetta lán aldrei greitt til baka. Áhætta Íslandsbanka, síðar Glitnis, af lánveitingum til fjárfestingafélaga Engeyinganna var hins vegar alltaf mikil, alveg fram að bankahruninu, þar sem hrun fjárfestingarfélaga þeirra eins og Þáttar International hefði getað skaðað bankann. 

Viðskipti á „gráu svæði“

Vegna þessa eignarhalds Einars Sveinssonar og Engeyjarfjölskyldunnar á Íslandsbanka um það leyti sem þeir ætluðu að bjóða í bílaumboðið Toyota árið 2005 taldi Einar Örn Ólafsson að það gæti verið á „gráu svæði“ fyrir bankann að félag í eigu Einars Sveinssonar, stjórnarformanns bankans, væri meðal tilboðsgjafa í bílaumboðið. Hafði Einar Örn af þessu áhyggjur og tilkynnti þetta til yfirlögfræðings bankans, Einars Páls Tamimi. „[É]g hef verið að vinna fyrir Bílanaust að tilboði þeirra í Toyota umboðið. Nú, á síðari stigum, stefnir í að félag í eigu Einars Sveinssonar verði meðal tilboðshafa. Ég vildi láta þig vita af þessu, því ég hygg að þetta geti verið á gráu svæði m.v. vinnureglur bankans,“ sagði Einar Örn. 

Einar Örn hafði hins vegar ekki svo miklar áhyggjur af þessu þar sem það var ekki Einar Sveinsson sem leiddi fjárfestahópinn sem ætlaði að kaupa Toyota-umboðið heldur Bjarni Benediktsson og Hermann Guðmundsson. „En við [Einar Sveinsson] höfum ekki hist eða talast vegna málsins og ég hef engar efasemdir um að málið verði, hér eftir sem hingað til, alfarið í höndum Bjarna Ben og Hermanns, svona gagnvart mér og bankanum,“ sagði Einar Örn. 

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð tvær fríar áskriftargreinar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 3.390 krónum á mánuði.
Leiðbeiningar má nálgast á heimildin.is/leidbeiningar.
Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Lára Guðrún Jóhönnudóttir
Lára Guðrún Jóhönnudóttir
Pistill

Lára Guðrún Jóhönnudóttir

Náð­ar­gáf­an

Sök­um fá­tæk­legr­ar nyt­semi „náð­ar­gáfu“ minn­ar þeg­ar ég sest við skrift­ir þá safna ég stik­korð­um og setn­ing­um annarra eins og for­eldr­ar skrá­setja gull­mola barna sinna.
Félag Eyþórs tapar á „alvöru“ viðskiptunum með Moggabréfin
FréttirEyþór Arnalds og Moggabréfin

Fé­lag Ey­þórs tap­ar á „al­vöru“ við­skipt­un­um með Mogga­bréf­in

Fé­lög Sam­herja og Ey­þórs Arn­alds sem áttu í við­skipt­um með hluta­bréf í Morg­un­blað­inu ár­ið 2017 halda áfram að gera við­skipt­in upp í bók­um sín­um. Fjár­fest­ing­ar­fé­lag Sam­herja á enn eft­ir að af­skrifa lán­ið í bók­um sín­um.
Kosið um framtíð Póllands
Greining

Kos­ið um fram­tíð Pól­lands

Það stefn­ir í spenn­andi þing­kosn­ing­ar í Póllandi eft­ir hálf­an mán­uð. Val­ur Gunn­ars­son er í Póllandi og mun fylgj­ast með kosn­inga­bar­átt­unni.
„Ég þekki mín réttindi og er alltaf tilbúin að berjast fyrir þeim“
Fréttir

„Ég þekki mín rétt­indi og er alltaf til­bú­in að berj­ast fyr­ir þeim“

„Ræst­ing­ar er mjög erfitt starf,“ seg­ir Ieva Mūrniece, sem hef­ur starf­að við þrif á Ís­landi í sjö ár. Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar rann­sókn­ar sýna að lífs­skil­yrði og heilsa fólks sem starfar við ræst­ing­ar er mun verri en annarra á vinnu­mark­aði, sama hvert er lit­ið.
Reykjavíkurborg getur átt von á 33 milljarða arði úr Orkuveitunni á næstu árum
Greining

Reykja­vík­ur­borg get­ur átt von á 33 millj­arða arði úr Orku­veit­unni á næstu ár­um

Orku­veita Reykja­vík­ur er að selja hlut í tveim­ur dótt­ur­fé­lög­um, Ljós­leið­ar­an­um og Car­bfix. Hún áætl­ar að það skili um 61 millj­arði króna i inn­borg­að hluta­fé á næstu fjór­um ár­um. Spár gera ráð fyr­ir því að tekj­ur í starf­semi síð­ar­nefnda fé­lags­ins muni vaxa mik­ið Gangi þær spár eft­ir ætl­ar Orku­veit­an að borga eig­end­um sín­um: Reykja­vík, Akra­nesi og Borg­ar­byggð, út sam­tals 35 millj­arða króna í arð á tíma­bil­inu.
Fólk í leit að vernd fái ekki alltaf talsmann
FréttirFlóttamenn frá Venesúela

Fólk í leit að vernd fái ekki alltaf tals­mann

Dóms­mála­ráð­herra vill að Út­lend­inga­stofn­un fái heim­ild til að af­greiða um­sókn­ir fólks sem hing­að leit­ar vernd­ar án þess að því sé skip­að­ur tals­mað­ur. Þá vill ráð­herr­ann breyt­ing­ar á veit­ingu dval­ar­leyfa af mann­úð­ar­ástæð­um og breyta sam­setn­ingu kær­u­nefnd­ar út­lend­inga­mála.
Samfylkingin með yfir 30 prósent fylgi og nálægt því að vera jafn stór og stjórnin
Greining

Sam­fylk­ing­in með yf­ir 30 pró­sent fylgi og ná­lægt því að vera jafn stór og stjórn­in

Það er inn­an vik­marka að Vinstri græn falli af þingi, en flokk­ur­inn mæl­ist sá minnsti á Al­þingi. Aldrei áð­ur í sögu Gallup mæl­inga hef­ur Sam­fylk­ing­in mælst næst­um tíu pró­sentu­stig­um stærri en Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn, en rúm­ur ára­tug­ur er síð­an að sá flokk­ur rauf 30 pró­senta múr­inn.
Um helmingur getur ekki mætt óvæntum 80 þúsund króna útgjöldum
Fréttir

Um helm­ing­ur get­ur ekki mætt óvænt­um 80 þús­und króna út­gjöld­um

Um fjórð­ung­ur heil­brigð­is­starfs­fólks inn­an Sam­eyk­is á í erf­ið­leik­um með að láta enda ná sam­an, einn af hverju tíu hef­ur ekki efni á stað­góðri mál­tíð ann­an hvern dag og sama hlut­fall hef­ur ekki efni á bíl. Tæp­lega 40 pró­sent búa við þunga byrði af hús­næð­is­kostn­aði.
Ótrúleg uppgötvun James Webb: Tveir Júmbóar flakka saman um Óríon-þokuna
Flækjusagan

Ótrú­leg upp­götv­un James Webb: Tveir Júm­bóar flakka sam­an um Óríon-þok­una

Stjörnu­sjón­auk­inn knái ger­ir upp­götv­un sem ENG­INN hefði í al­vör­unni getað lát­ið sér detta í hug
Fimm ástæður fyrir því að þú ættir að hafa áhyggjur af stöðu loftslagsmála á Íslandi
Þorgerður María Þorbjarnardóttir
SkoðunLoftslagsbreytingar

Þorgerður María Þorbjarnardóttir

Fimm ástæð­ur fyr­ir því að þú ætt­ir að hafa áhyggj­ur af stöðu lofts­lags­mála á Ís­landi

Lofts­lags­breyt­ing­ar eru neyð­ar­ástand og þær krefjast að­gerða, skrif­ar formað­ur Land­vernd­ar. „Að­lög­un að lofts­lags­breyt­ing­um snýst ekki bara um að laga sig að áhrif­um þeirra held­ur felst í henni að­lög­un að sam­fé­lagi sem lif­ir án þess að ganga á og skaða nátt­úr­una og lofts­lag­ið þar með.“
„Frávísun er sjaldgæf og tvöföld frávísun er nánast einsdæmi“
Fréttir

„Frá­vís­un er sjald­gæf og tvö­föld frá­vís­un er nán­ast eins­dæmi“

Sveinn Andri Sveins­son, verj­andi ann­ars sak­born­ings­ins, seg­ir það hafa ver­ið við­bú­ið að ákæru í hryðju­verka­mál­inu svo­kall­aða hafi aft­ur ver­ið vís­að frá hér­aðs­dómi. „Ef menn hefðu ekki ver­ið að halda þenn­an hel­vít­is blaða­manna­fund í sept­em­ber í fyrra og ver­ið með þess­ar stór­yrtu yf­ir­lýs­ing­ar þá væru menn í allt ann­arri stöðu,“ seg­ir hann.
Talsmenn háðir Útlendingastofnun fjárhagslega: „Hann hefði ekki getað gert neitt“
Fréttir

Tals­menn háð­ir Út­lend­inga­stofn­un fjár­hags­lega: „Hann hefði ekki getað gert neitt“

Arn­dís Anna Krist­ín­ar­dótt­ir Gunn­ars­dótt­ir, þing­kona Pírata, ætl­ar að biðja um út­tekt rík­is­end­ur­skoð­un­ar á tals­manna­þjón­ustu fyr­ir hæl­is­leit­end­ur en tals­menn­irn­ir eru fjár­hags­lega háð­ir Út­lend­inga­stofn­un, stofn­un­inni sem úr­skurð­ar í mál­um skjól­stæð­inga þeirra. Ung­ur mað­ur frá Venesúela lenti í því ný­ver­ið að heyra ekki frá tals­mann­in­um sín­um vik­um sam­an með þeim af­leið­ing­um að hann vissi ekki af nei­kvæð­um úr­skurði Út­lend­inga­stofn­un­ar fyrr en of seint var orð­ið að kæra úr­skurð­inn.

Mest lesið undanfarið ár

  • Þar sem ósýnilega fólkið býr í borginni
    1
    Viðtal

    Þar sem ósýni­lega fólk­ið býr í borg­inni

    „Þetta var ör­ugg­asti stað­ur­inn minn,“ seg­ir Alma Lind Smára­dótt­ir þeg­ar hún opn­ar inn í ruslageymslu í bíla­kjall­ara í Reykja­vík. Þarna bjó hún hluta þeirra þriggja ára sem hún þvæld­ist um göt­ur bæj­ar­ins. Borg­in sést í öðru ljósi þeg­ar hún er séð með aug­um heim­il­is­lausra, ósýni­lega fólks­ins, þeirra sem flest­ir líta fram hjá eða hrekja burt. Ít­ar­legt og einlgæt við­tal við Ölmu Lind birt­ist í 162. tölu­blaði Stund­ar­inn­ar og má lesa í heild á slóð­inni: htt­ps://stund­in.is/grein/16051/
  • „Ég get ekki lifað við þessa lygi“
    2
    Viðtal

    „Ég get ekki lif­að við þessa lygi“

    Sig­ur­laug Hreins­dótt­ir seg­ir lög­regl­una hafa brugð­ist þeg­ar dótt­ir henn­ar hvarf fyr­ir fimm ár­um síð­an. Nefnd um eft­ir­lit með störf­um lög­reglu ger­ir fjöl­marg­ar at­huga­semd­ir við fram­göngu lög­reglu í mál­inu og bein­ir til­mæl­um um úr­bæt­ur til rík­is­lög­reglu­stjóra. „Ég biðst ein­lægr­ar af­sök­un­ar,“ skrif­ar Grím­ur Gríms­son, sem var hamp­að sem hetju og tók á móti við­ur­kenn­ingu sem mað­ur árs­ins. „Það var ótrú­lega sárt,“ seg­ir Sig­ur­laug. Sér hafi ver­ið fórn­að fyr­ir ímynd lög­regl­unn­ar.
  • Þóra Dungal fallin frá
    3
    Menning

    Þóra Dungal fall­in frá

    Þóra Dungal, sem varð tákn­mynd X-kyn­slóð­ar­inn­ar á Ís­landi skömmu fyr­ir alda­mót­in þeg­ar hún fór með að­al­hlut­verk í kvik­mynd­inni Blossa ár­ið 1997, er fall­in frá.
  • „Hann hefur ekki beðist afsökunar“
    4
    Fréttir

    „Hann hef­ur ekki beðist af­sök­un­ar“

    Tón­list­ar­mað­ur­inn Auð­unn Lúth­ers­son, sem kall­ar sig Auð­ur, hef­ur við­ur­kennt að hafa far­ið „yf­ir mörk“ í sam­skipt­um við kon­ur. Kon­ur lýsa ágengni og meið­andi fram­komu sem hann hafi aldrei axl­að ábyrgð á.
  • Lifði af þrjú ár á götunni
    5
    Viðtal

    Lifði af þrjú ár á göt­unni

    Alma Lind Smára­dótt­ir end­aði á göt­unni eft­ir að hún missti son sinn frá sér. Þar þvæld­ist hún um í þrjú ár með sár sem náðu aldrei að gróa. Þeg­ar hún varð barns­haf­andi á ný mætti barna­vernd á fæð­ing­ar­deild­ina og fór fram á að hún myndi af­sala sér barn­inu.
  • „Hann var ekki að kaupa aðgengi að mér þegar hann lánaði mér pening“
    6
    Afhjúpun

    „Hann var ekki að kaupa að­gengi að mér þeg­ar hann lán­aði mér pen­ing“

    Katrín Lóa Kristrún­ar­dótt­ir þótt­ist hepp­in þeg­ar henni var tjáð af vinnu­veit­anda sín­um, Helga Vil­hjálms­syni í Góu, að hann gæti lán­að henni fyr­ir út­borg­un í íbúð. Hún hefði þó aldrei þeg­ið slíkt lán ef hún hefði vit­að hvað það hefði í för með sér en Katrín Lóa lýs­ir því að eft­ir lán­veit­ing­una hafi hún þurft að sitja und­ir kyn­ferð­is­legri áreitni Helga svo mán­uð­um skipti. Helgi bið­ur Katrínu Lóu af­sök­un­ar á fram­ferði sínu.
  • Mata-veldið: Skattaundanskot og samkeppnisbrot í skjóli ríkisins
    7
    Úttekt

    Mata-veld­ið: Skattaund­an­skot og sam­keppn­is­brot í skjóli rík­is­ins

    Mata-systkin­in og fyr­ir­tæki þeirra hafa ít­rek­að ver­ið gerð aft­ur­reka með við­skiptaflétt­ur sem fólu í sér að koma mörg hundruð millj­óna hagn­aði und­an skatti. Á sama tíma og fyr­ir­tæki fjöl­skyld­unn­ar byggja hagn­að sinn á sölu mat­væla und­ir toll­vernd, hafa þau greitt há­ar sekt­ir fyr­ir sam­keppn­is­brot og lagst í ómælda vinnu við að kom­ast und­an því að greiða skatta hér á landi, með við­skiptaflétt­um í gegn­um þekkt skatta­skjól.
  • Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
    8
    Erlent

    Fána­bann og refsi­að­gerð­ir í Palestínu í kjöl­far nið­ur­stöðu Sam­ein­uðu þjóð­anna

    Degi eft­ir að ný rík­is­stjórn tók við völd­um í Ísra­el sam­þykkti alls­herj­ar­þing Sþ að fela Al­þjóða­dóm­stóln­um í Haag að meta lög­mæti her­náms Ísra­els­rík­is á Vest­ur­bakk­an­um. Síð­an þá hef­ur stjórn­in grip­ið til refsi­að­gerða og nú síð­ast fána­banns.
  • Myndu að „sjálfsögðu ekki“ sætta sig við verulegar tafir á Axarvegi
    9
    Fréttir

    Myndu að „sjálf­sögðu ekki“ sætta sig við veru­leg­ar taf­ir á Ax­ar­vegi

    Sveit­ar­stjórn Múla­þings mun ekki sætta sig við veru­leg­ar taf­ir á fram­kvæmd­um við Ax­ar­veg. Sveit­ar­stjór­inn ótt­ast reynd­ar ekk­ert slíkt enda hafi hann eng­in skila­boð feng­ið um að setja eigi fram­kvæmd­ina „í salt“ vegna þenslu.
  • Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
    10
    Fréttir

    Út­varp Saga tel­ur fjöl­miðla­styrki skapa tor­tryggni og bjóða upp á frænd­hygli

    Fjög­ur fjöl­miðla­fyr­ir­tæki hafa til þessa skil­að inn um­sögn­um um frum­varp Lilju Al­freðs­dótt­ur menn­ing­ar- og við­skipta­ráð­herra, sem mun að óbreyttu fram­lengja nú­ver­andi styrkja­kerfi til fjöl­miðla.