Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

SA: Vilja semja um annað en beinar launahækkanir

Lögð er áhersla á auk­ið fram­boð hús­næð­is fyr­ir tekju­lága, sveigj­an­legri vinnu­tíma og auk­inn veik­inda­rétt. Raun­gengi krón­unn­ar hafi rýrt sam­keppn­is­stöðu ís­lensks at­vinnu­lífs.

SA: Vilja semja um annað en beinar launahækkanir
Halldór Benjamín Þorbergsson og Eyjólfur Árni Rafnsson Mynd: Skjáskot af ráðstefnu SA

Bæta má lífskjör og starfsánægju með öðru en beinum launahækkunum,“ segja Samtök atvinnulífsins (SA) í bréfi sem lýsir stefnu þeirra í komandi kjarasamningum. Lögð er áhersla á aukið framboð húsnæðis fyrir tekjulága, sveigjanlegri vinnutíma og aukinn veikindarétt.

Bréfið lýsir þeim áskorunum sem SA sjá í komandi kjaraviðræðum og óska þau eftir formlegum umræðum um þessi atriði. Almennir kjarasamningar SA og ASÍ losna um áramótin og taka til um 110 þúsund starfsmanna á almennum vinnumarkaði. Undir bréfið skrifa Eyjólfur Árni Rafnsson formaður og Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri SA.

Samtökin benda á hækkun launa muni skila sér í verðbólgu. Miklar launahækkanir undanfarið hafi dregið úr samkeppnishæfni íslenska fyrirtæki, sem sjáist í hækkun raungengis íslensku krónunnar, sem sé einfaldur og skýr mælikvarði á samkeppnisstöðu atvinnulífsins.

„Á tímabilinu frá fyrra árshelmingi 2015 til fyrra árshelmings 2018 hækkaði raungengi á mælikvarða launa um 55% og á mælikvarða verðlags um 31%. Í þessu felst að launakostnaður á Íslandi hækkaði um 55% umfram erlenda keppinauta og innlent verðlag um 31% umfram verðlag í viðskiptalöndunum, allt mælt í sameiginlegri mynt. Það er fordæmalaust að samkeppnisstaða íslensks atvinnulífs versni jafn mikið jafn á skömmum tíma og við því þarf að bregðast í komandi kjarasamningum,“ segir í bréfinu.

Vilja taka upp „virkan vinnutíma“

Leggja SA því til aðgerðir á fasteignamarkaði til að mæta þörfum tekjulágra og erlends starfsfólks. Slíkt sé betur leyst með auknu framboði á húsnæði en beinum launahækkunum. Þá eru lagðar til aðgerðir til að gera vinnumarkaðinn fjölskylduvænni, til dæmis með auknum hlut dagvinnulauna í heildarlaunum.

Loks leggja SA til upptöku „virks vinnutíma“, með það fyrir augum að auka framleiðni á íslenskum vinnumarkaði. „Virkur vinnutími er sá mælikvarði á vinnutíma sem aðrar þjóðir byggja á og er skilgreindur sem sá tími starfsmanna sem er vinnuveitendum þeirra til ráðstöfunar,“ segir í bréfinu. „Í því felst að neysluhlé, einkum svokallaðir kaffitímar, teljast ekki til vinnutíma. Breytingunni er ætlað að koma af stað umræðu innan vinnustaða um skipulag vinnutíma, jafnt fyrirtækjum sem starfsmönnum þeirra til hagsbóta. Bætt skipulag getur leitt til styttri heildarvinnutíma og fjölskylduvænni vinnumarkaðar.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Kjarabaráttan

Kjaraviðræður stranda á forsenduákvæðum og breiðfylkingin fundar um mögulegar verkfallsaðgerðir
GreiningKjarabaráttan

Kjara­við­ræð­ur stranda á for­sendu­ákvæð­um og breið­fylk­ing­in fund­ar um mögu­leg­ar verk­falls­að­gerð­ir

Formað­ur VR fékk í gær sam­þykkta heim­ild til þess að grípa til að­gerða og fé­lög inn­an breið­fylk­ing­ar­inn­ar hafa blás­ið til fund­ar í dag þar sem rætt verð­ur um næstu skref. Um tals­verð­an við­snún­ing er að ræða frá því að kjara­við­ræð­ur hóf­ust fyrst. Nú hafa við­ræð­urn­ar harðn­að og er það fyrst og fremst vegna ósætt­is um for­sendu­ákvæði í langa­tíma­kjara­samn­ingn­um.
Af hverju dó hamingjan milli breiðfylkingarinnar og Samtaka atvinnulífsins?
GreiningKjarabaráttan

Af hverju dó ham­ingj­an milli breið­fylk­ing­ar­inn­ar og Sam­taka at­vinnu­lífs­ins?

Allt ann­ar tónn hef­ur ver­ið í kjara­bar­átt­unni nú en síð­ustu miss­eri. Við­semj­end­ur ætl­uðu að taka hönd­um sam­an og auka stöð­ug­leika í efna­hags­líf­inu. En svo heyrð­ist lít­ið af fram­gangi. Í þess­ari viku var við­ræð­um slit­ið og deil­unni vís­að til rík­is­sátta­semj­ara. Marg­ir klór­uðu sér í hausn­um og spurðu hvað hefði eig­in­lega gerst? Svar­ið við því er: ansi margt.

Mest lesið

Brotaþolinn tekur skellinn
4
LífiðMetoo

Brota­þol­inn tek­ur skell­inn

Kon­ur eru í mikl­um meiri­hluta þeirra sem verða fyr­ir kyn­ferð­is­legri áreitni karl­kyns yf­ir­manns á vinnu­stöð­um. Drífa Snæ­dal, talskona Stíga­móta, seg­ir að slík áreitni geti orð­ið til þess að kon­ur upp­lifi jafn­vel skömm og sum­ar hrökklast úr starfi þeg­ar ástand­ið er orð­ið óbæri­legt. Þetta of­beldi get­ur haft áhrif á sjálfs­mynd og sjálfs­traust við­kom­andi konu og and­lega líð­an.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
5
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
4
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár