Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Með börnin heima fram í ágúst ef ekki semst

„Mamma, er leik­skóli í dag?“ spyr fjög­urra ára göm­ul dótt­ir Sól­veig­ar Gylfa­dótt­ur á hverj­um morgni. Í um fjór­ar vik­ur hef­ur starf­semi leik­skól­ans henn­ar í Mos­fells­bæ ver­ið skert vegna verk­falla starfs­fólks og nú er þar al­veg lok­að.

Með börnin heima fram í ágúst ef ekki semst
Verkfallsdagur Tvö börn Sólveigar og Jóns Hauks eru á leikskólaaldri. Verkfallið hefur því sett strik í reikninginn fyrir fjölskylduna en í henni er einnig drengur á grunnskólaaldri. Mynd: Heiða Helgadóttir

Sólveig Gylfadóttir á tvö börn á leikskólaaldri með eiginmanni sínum Jóni Hauki Ólafssyni. Sólveig hefur misst úr vinnu vegna verkfalls í leikskóla barnanna en hún starfar sem hjúkrunarfræðingur á Landspítala. Samviskubit er farið að læðast að henni vegna fjarverunnar, því hún er vel meðvituð um undirmönnunina á spítalanum. 

Ef ekki leysist úr deilunni sjá hjónin fram á að vera heima með börnin þar til í ágúst þar sem sumarfrí í leikskólanum hefst um svipað leyti og verkfallinu á að ljúka. 

Fólkið sem er í verkfalli starfar víða í samfélaginu, meðal annars í íþróttamiðstöðvum og leikskólum. Það á það sameiginlegt að vera félagsfólk stéttarfélagsins BSRB.

Um 2.500 manns eru nú í verkfalli en deilan er á milli BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Henni hefur siglt í strand. 

BSRB krefst þess að 7.000 félagsmenn þeirra fái 128.000 króna eingreiðslu frá sveitarfélögunum vegna þess að síðan um áramót hefur félagsfólk þeirra verið með lægri laun en félagsfólks Starfsgreinasambandsins (SGS) með sömu menntun og reynslu sem sinnir sömu störfum. Ástæðan fyrir því er sú að SGS og BSRB gerðu mislanga samninga við Samband íslenskra sveitarfélaga. Sambandið hefur hafnað eingreiðslukröfu BSRB og segir formaður samninganefndarinnar að hún eigi ekki rétt á sér. 

Reyna að brjóta daginn upp í verkfalli

„Það verður kannski smá truflun, við erum á bókasafni,“ sagði Sólveig þegar hún tók við símtali blaðamanns í gærmorgun. 

FjölskyldustundSólveig reynir sitt besta til þess að njóta tímans sem hún fær með börnunum sínum, en segir erfitt að vera foreldri í verkfalli og komast ekki til vinnu.

Hún hefur reynt að hafa ofan af fyrir börnunum sínum eins og hægt er síðan verkfallið hófst, til dæmis með því að fara í húsdýragarðinn og leika við þau. 

„En maður finnur alveg hvað þau eru eirðarlaus og stutt í grátinn hjá þeim og pirring,“ sagði Sólveig. 

Hún hefur þurft að taka orlofsdaga í vinnu vegna verkfallsins. „Maður er náttúrulega með samviskubit yfir því að geta ekki mætt til vinnu,“ sagði Sólveig.  „Það er vont að vita af undirmönnun nú þegar og svo kemst maður ekki. Þetta er mjög erfitt.“

Fundi BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga var slitið á mánudag án árangurs. Ekki hefur verið boðað til annars fundar í deilunni og stendur hvor hlið hörð á sínu. Verkfall leikskólastarfsfólks mun standa til 5. júlí nema samkomulag náist fyrir þann tíma.

„Það er bara mjög vond tilfinning að vita ekki hvað maður gerir á morgun, hvernig verði í næstu viku, hvort maður komist til vinnu,“ segir Sólveig.

Deilan í hnút

Ekkert sést í land fyrir hinar fjölmörgu fjölskyldur sem verkfallið hefur áhrif á. Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Samtaka íslenskra sveitarfélaga, segir að samtökin ætli ekki að gangast við kröfu BSRB þar sem það geti opnað á að fleiri stéttarfélög óski eftir eingreiðslum vegna samningsatriða sem þau eru ósátt við í samningum sem þegar hafa verið undirritaðir. 

„Það er grundvallaratriði að samningar verði að standa,“ segir Inga Rún.

Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, bendir aftur á móti á að staðan sem komin sé upp, þar sem sveitarfélögin greiði fólki sem sinnir sömu störfum ójafnt, sé fordæmalaus og því muni önnur stéttarfélög ekki geta gert sömu kröfu. 

Eins og ítrekað hefur komið fram í fjölmiðlum að undanförnu eru sveitarfélög landsins illa stödd fjárhagslega og segir Inga Rún að þau vilji frekar verja fjármunum sínum í hækkun lægstu launa en eingreiðslu. Ef sveitarfélögin myndu samþykkja kröfu BSRB um 128.000 króna eingreiðslu fyrir félagsmennina 7.000 myndi það kosta þau um það bil einn milljarð. BSRB hefur bent á að það sé um 0,3% af heildarlaunakostnaði sveitarfélaganna. 

Á meðan Inga Rún telur alla ábyrgð á launamisræminu á BSRB, þar sem staðið hafi til boða fyrir félagið árið 2020 að undirrita sama samning og SGS undirritaði skömmu áður, segir Sonja að mikill ágreiningur sé uppi um það hvað varð til þess að samningurinn við BSRB hafi verið með annan gildistíma en sá við SGS. Í 20 ár höfðu þessir samningar fylgst að og falið í sér sömu kjarabætur og gerði BSRB því ráð fyrir að það væri einnig staðan árið 2020. Inga Rún segir að hún hafi ítrekað boðið BSRB að undirrita sama samning og SGS hafi fengið en það hafi BSRB ekki viljað. 

Önnur fjölskylda á leikskólanum

Eins og auðséð er á mismunandi sjónarmiðum Sonju annars vegar og Ingu Rúnar hins vegar er deilan í hnút. Börn Sólveigar munu því þurfa að bíða eitthvað lengur eftir að komast aftur í sína hefðbundnu leikskóladagskrá með vinum sínum og starfsfólkinu. 

„Krakkarnir elska að fara í leikskólann,“ segir Sólveig, sem óskar þess að hægt sé að semja við starfsfólkið um mannsæmandi laun sem fyrst. „Þetta er fólk sem þau eru með átta tíma á dag, alla virka daga. Þetta er bara önnur fjölskylda, krakkarnir á leikskólanum og starfsfólkið.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Kjarabaráttan

Kjaraviðræður stranda á forsenduákvæðum og breiðfylkingin fundar um mögulegar verkfallsaðgerðir
GreiningKjarabaráttan

Kjara­við­ræð­ur stranda á for­sendu­ákvæð­um og breið­fylk­ing­in fund­ar um mögu­leg­ar verk­falls­að­gerð­ir

Formað­ur VR fékk í gær sam­þykkta heim­ild til þess að grípa til að­gerða og fé­lög inn­an breið­fylk­ing­ar­inn­ar hafa blás­ið til fund­ar í dag þar sem rætt verð­ur um næstu skref. Um tals­verð­an við­snún­ing er að ræða frá því að kjara­við­ræð­ur hóf­ust fyrst. Nú hafa við­ræð­urn­ar harðn­að og er það fyrst og fremst vegna ósætt­is um for­sendu­ákvæði í langa­tíma­kjara­samn­ingn­um.
Af hverju dó hamingjan milli breiðfylkingarinnar og Samtaka atvinnulífsins?
GreiningKjarabaráttan

Af hverju dó ham­ingj­an milli breið­fylk­ing­ar­inn­ar og Sam­taka at­vinnu­lífs­ins?

Allt ann­ar tónn hef­ur ver­ið í kjara­bar­átt­unni nú en síð­ustu miss­eri. Við­semj­end­ur ætl­uðu að taka hönd­um sam­an og auka stöð­ug­leika í efna­hags­líf­inu. En svo heyrð­ist lít­ið af fram­gangi. Í þess­ari viku var við­ræð­um slit­ið og deil­unni vís­að til rík­is­sátta­semj­ara. Marg­ir klór­uðu sér í hausn­um og spurðu hvað hefði eig­in­lega gerst? Svar­ið við því er: ansi margt.

Mest lesið

Sér erfiðleika foreldra og hugsar: „Þetta vil ég ekki“
5
Úttekt

Sér erf­ið­leika for­eldra og hugs­ar: „Þetta vil ég ekki“

Ing­unn Lára Kristjáns­dótt­ir er rúm­lega þrí­tug og hef­ur aldrei fund­ið löng­un til barneigna. Hún tel­ur að inn í það spili ónóg­ur stuðn­ing­ur við barna­fjöl­skyld­ur í ís­lensku sam­fé­lagi. Aðjunkt í fé­lags­fræði seg­ir ástæð­urn­ar fyr­ir fallandi fæð­ing­ar­tíðni gríð­ar­lega flókn­ar en að kerf­ið hafi að hluta brugð­ist fjöl­skyld­um, ekki síst mæðr­um.
Verðbólga hækkar meira en væntingar gerðu ráð fyrir
9
FréttirEfnahagsmál

Verð­bólga hækk­ar meira en vænt­ing­ar gerðu ráð fyr­ir

Vísi­tala neyslu­verðs hækk­aði um 0,46% frá því í júní. Ár­s­verð­bólga mæl­ist nú 6,3 pró­sent en var kom­in nið­ur í 5,8 pró­sent síð­asta mán­uði. Það er meiri hækk­un en spár við­skipta­bank­anna gerðu ráð fyr­ir. Auk­in verð­bólga þýð­ir að minni lík­ur eru á því að stýri­vaxta­hækk­an­ir muni eiga sér stað á þessu ári eins og von­ast var til.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
2
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Enginn sem tekur við af mér“
5
Viðtal

„Eng­inn sem tek­ur við af mér“

Það er barn­ing­ur fyr­ir marga að vera sjálf­stætt for­eldri á ein­um tekj­um. En hver er stað­an ef for­eldr­ið er al­far­ið eitt með barn­ið? Hvað ef barn­ið glím­ir við sér­tæk­ar grein­ing­ar? Alma Hrönn Hrann­ar­dótt­ir og Diljá Ámunda­dótt­ir Zoëga eru báð­ar ein­ar á vakt­inni, alltaf. Mæð­urn­ar hafa glímt við heilsu­brest vegna álags, með­vit­að­ar um að ef eitt­hvað kem­ur fyr­ir þær er eng­inn sem tek­ur við af þeim.

Mest lesið í mánuðinum

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Þau sem hafa hagnast ævintýralega á Þorpinu
2
FréttirHúsnæðismál

Þau sem hafa hagn­ast æv­in­týra­lega á Þorp­inu

Ár­ið 2021 keypti hóp­ur fjár­festa í gegn­um eign­ar­halds­fé­lag­ið Þorp­ið 6 ehf. lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á Ár­túns­höfða í Reykja­vík fyr­ir 7,4 millj­arða króna. Fyrr á þessu ári voru lóða­rétt­ind­in seld fyr­ir ell­efu millj­arða króna án þess að nokk­uð hafi ver­ið byggt á svæð­inu. Við­skipt­in sýna vel hvernig fjár­fest­ar geta hagn­ast æv­in­týra­lega með því að kaupa og selja lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á til­tölu­lega skömm­um tíma.
Greiddu 17 milljónir fyrir skýrslu um stöðu drengja
4
Fréttir

Greiddu 17 millj­ón­ir fyr­ir skýrslu um stöðu drengja

Skýrsla um stöðu drengja í skóla­kerf­inu sem unn­in var að beiðni mennta- og barna­mála­ráð­herra og há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra kostaði sam­an­lagt um 13,7 millj­ón­ir króna auk virð­is­auka­skatts og hljóð­ar heild­ar­upp­hæð­in því upp á rúm­ar 17 millj­ón­ir. Tryggvi Hjalta­son, grein­andi hjá CCP, er eini höf­und­ur skýrsl­unn­ar. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist hann hafa unn­ið að skýrsl­unni sam­hliða öðr­um störf­um en vinn­an tók um eitt og hálft ár.
Hulduheildsali flytur inn hundruð tonna af kjöti
5
RannsóknSamkeppnisundanþága í Landbúnaði

Huldu­heild­sali flyt­ur inn hundruð tonna af kjöti

Ris­ar á ís­lensk­um kjöt­mark­aði, sem fengu í vor um­deild­ar und­an­þág­ur frá sam­keppn­is­lög­um til þess að verj­ast sam­keppni að ut­an, verða á þessu ári um­fangs­mest­ir í kjöt­inn­flutn­ingi og því keppi­naut­ar sjálfs sín. „Von­brigði,“ seg­ir formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar. Um­fangs­mik­il heild­sala á hundruð­um tonna af inn­fluttu kjöti virð­ist fyrst og síð­ast leiktjald fyr­ir öfl­ug­asta hags­muna­afl­ið gegn inn­flutn­ingi land­bún­að­ar­vara.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
6
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Ég var bara niðurlægð“
9
Viðtal

„Ég var bara nið­ur­lægð“

Séra Agnes M. Sig­urð­ar­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, vill skila skömm­inni til kirkju­þings þar sem hún upp­lifði nið­ur­læg­ingu eft­ir að óvissa varð uppi um lög­mæti embætt­is­gjörða henn­ar. Hún seg­ir að kirkju­þing hafi átt að greiða úr mál­inu og eyða óvissu um stöðu henn­ar. Agnes tel­ur að karl­kyns bisk­up hefði aldrei þurft að þola slíka fram­komu af hálfu kirkju­þings en hún er fyrsta kon­an sem er kjör­in bisk­up.
Þurftu að kalla fólk niður af fjalli til að færa bílana
10
Fréttir

Þurftu að kalla fólk nið­ur af fjalli til að færa bíl­ana

Daní­el Freyr Jóns­son, svæð­is­sér­fræð­ing­ur í nátt­úru­vernd­art­eymi, seg­ir stans­laus­ar tepp­ur hafa ver­ið á bíla­stæð­um við Land­manna­laug­ar áð­ur en far­ið var að inn­heimta bíla­stæða­gjöld á álags­tím­um í sum­ar. Kalla hafi þurft bíl­stjóra nið­ur af fjöll­um til að færa bíl­ana til að greiða leið fyr­ir rút­um. Nýja fyr­ir­komu­lag­ið hafi hlot­ið góð við­brögð hjá gest­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár