Þessi grein birtist fyrir rúmlega 11 mánuðum.

Með börnin heima fram í ágúst ef ekki semst

„Mamma, er leik­skóli í dag?“ spyr fjög­urra ára göm­ul dótt­ir Sól­veig­ar Gylfa­dótt­ur á hverj­um morgni. Í um fjór­ar vik­ur hef­ur starf­semi leik­skól­ans henn­ar í Mos­fells­bæ ver­ið skert vegna verk­falla starfs­fólks og nú er þar al­veg lok­að.

Með börnin heima fram í ágúst ef ekki semst
Verkfallsdagur Tvö börn Sólveigar og Jóns Hauks eru á leikskólaaldri. Verkfallið hefur því sett strik í reikninginn fyrir fjölskylduna en í henni er einnig drengur á grunnskólaaldri. Mynd: Heiða Helgadóttir

Sólveig Gylfadóttir á tvö börn á leikskólaaldri með eiginmanni sínum Jóni Hauki Ólafssyni. Sólveig hefur misst úr vinnu vegna verkfalls í leikskóla barnanna en hún starfar sem hjúkrunarfræðingur á Landspítala. Samviskubit er farið að læðast að henni vegna fjarverunnar, því hún er vel meðvituð um undirmönnunina á spítalanum. 

Ef ekki leysist úr deilunni sjá hjónin fram á að vera heima með börnin þar til í ágúst þar sem sumarfrí í leikskólanum hefst um svipað leyti og verkfallinu á að ljúka. 

Fólkið sem er í verkfalli starfar víða í samfélaginu, meðal annars í íþróttamiðstöðvum og leikskólum. Það á það sameiginlegt að vera félagsfólk stéttarfélagsins BSRB.

Um 2.500 manns eru nú í verkfalli en deilan er á milli BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Henni hefur siglt í strand. 

BSRB krefst þess að 7.000 félagsmenn þeirra fái 128.000 króna eingreiðslu frá sveitarfélögunum vegna þess að síðan um áramót hefur félagsfólk þeirra verið með lægri laun en félagsfólks Starfsgreinasambandsins (SGS) með sömu menntun og reynslu sem sinnir sömu störfum. Ástæðan fyrir því er sú að SGS og BSRB gerðu mislanga samninga við Samband íslenskra sveitarfélaga. Sambandið hefur hafnað eingreiðslukröfu BSRB og segir formaður samninganefndarinnar að hún eigi ekki rétt á sér. 

Reyna að brjóta daginn upp í verkfalli

„Það verður kannski smá truflun, við erum á bókasafni,“ sagði Sólveig þegar hún tók við símtali blaðamanns í gærmorgun. 

FjölskyldustundSólveig reynir sitt besta til þess að njóta tímans sem hún fær með börnunum sínum, en segir erfitt að vera foreldri í verkfalli og komast ekki til vinnu.

Hún hefur reynt að hafa ofan af fyrir börnunum sínum eins og hægt er síðan verkfallið hófst, til dæmis með því að fara í húsdýragarðinn og leika við þau. 

„En maður finnur alveg hvað þau eru eirðarlaus og stutt í grátinn hjá þeim og pirring,“ sagði Sólveig. 

Hún hefur þurft að taka orlofsdaga í vinnu vegna verkfallsins. „Maður er náttúrulega með samviskubit yfir því að geta ekki mætt til vinnu,“ sagði Sólveig.  „Það er vont að vita af undirmönnun nú þegar og svo kemst maður ekki. Þetta er mjög erfitt.“

Fundi BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga var slitið á mánudag án árangurs. Ekki hefur verið boðað til annars fundar í deilunni og stendur hvor hlið hörð á sínu. Verkfall leikskólastarfsfólks mun standa til 5. júlí nema samkomulag náist fyrir þann tíma.

„Það er bara mjög vond tilfinning að vita ekki hvað maður gerir á morgun, hvernig verði í næstu viku, hvort maður komist til vinnu,“ segir Sólveig.

Deilan í hnút

Ekkert sést í land fyrir hinar fjölmörgu fjölskyldur sem verkfallið hefur áhrif á. Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Samtaka íslenskra sveitarfélaga, segir að samtökin ætli ekki að gangast við kröfu BSRB þar sem það geti opnað á að fleiri stéttarfélög óski eftir eingreiðslum vegna samningsatriða sem þau eru ósátt við í samningum sem þegar hafa verið undirritaðir. 

„Það er grundvallaratriði að samningar verði að standa,“ segir Inga Rún.

Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, bendir aftur á móti á að staðan sem komin sé upp, þar sem sveitarfélögin greiði fólki sem sinnir sömu störfum ójafnt, sé fordæmalaus og því muni önnur stéttarfélög ekki geta gert sömu kröfu. 

Eins og ítrekað hefur komið fram í fjölmiðlum að undanförnu eru sveitarfélög landsins illa stödd fjárhagslega og segir Inga Rún að þau vilji frekar verja fjármunum sínum í hækkun lægstu launa en eingreiðslu. Ef sveitarfélögin myndu samþykkja kröfu BSRB um 128.000 króna eingreiðslu fyrir félagsmennina 7.000 myndi það kosta þau um það bil einn milljarð. BSRB hefur bent á að það sé um 0,3% af heildarlaunakostnaði sveitarfélaganna. 

Á meðan Inga Rún telur alla ábyrgð á launamisræminu á BSRB, þar sem staðið hafi til boða fyrir félagið árið 2020 að undirrita sama samning og SGS undirritaði skömmu áður, segir Sonja að mikill ágreiningur sé uppi um það hvað varð til þess að samningurinn við BSRB hafi verið með annan gildistíma en sá við SGS. Í 20 ár höfðu þessir samningar fylgst að og falið í sér sömu kjarabætur og gerði BSRB því ráð fyrir að það væri einnig staðan árið 2020. Inga Rún segir að hún hafi ítrekað boðið BSRB að undirrita sama samning og SGS hafi fengið en það hafi BSRB ekki viljað. 

Önnur fjölskylda á leikskólanum

Eins og auðséð er á mismunandi sjónarmiðum Sonju annars vegar og Ingu Rúnar hins vegar er deilan í hnút. Börn Sólveigar munu því þurfa að bíða eitthvað lengur eftir að komast aftur í sína hefðbundnu leikskóladagskrá með vinum sínum og starfsfólkinu. 

„Krakkarnir elska að fara í leikskólann,“ segir Sólveig, sem óskar þess að hægt sé að semja við starfsfólkið um mannsæmandi laun sem fyrst. „Þetta er fólk sem þau eru með átta tíma á dag, alla virka daga. Þetta er bara önnur fjölskylda, krakkarnir á leikskólanum og starfsfólkið.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Kjarabaráttan

Kjaraviðræður stranda á forsenduákvæðum og breiðfylkingin fundar um mögulegar verkfallsaðgerðir
GreiningKjarabaráttan

Kjara­við­ræð­ur stranda á for­sendu­ákvæð­um og breið­fylk­ing­in fund­ar um mögu­leg­ar verk­falls­að­gerð­ir

Formað­ur VR fékk í gær sam­þykkta heim­ild til þess að grípa til að­gerða og fé­lög inn­an breið­fylk­ing­ar­inn­ar hafa blás­ið til fund­ar í dag þar sem rætt verð­ur um næstu skref. Um tals­verð­an við­snún­ing er að ræða frá því að kjara­við­ræð­ur hóf­ust fyrst. Nú hafa við­ræð­urn­ar harðn­að og er það fyrst og fremst vegna ósætt­is um for­sendu­ákvæði í langa­tíma­kjara­samn­ingn­um.
Af hverju dó hamingjan milli breiðfylkingarinnar og Samtaka atvinnulífsins?
GreiningKjarabaráttan

Af hverju dó ham­ingj­an milli breið­fylk­ing­ar­inn­ar og Sam­taka at­vinnu­lífs­ins?

Allt ann­ar tónn hef­ur ver­ið í kjara­bar­átt­unni nú en síð­ustu miss­eri. Við­semj­end­ur ætl­uðu að taka hönd­um sam­an og auka stöð­ug­leika í efna­hags­líf­inu. En svo heyrð­ist lít­ið af fram­gangi. Í þess­ari viku var við­ræð­um slit­ið og deil­unni vís­að til rík­is­sátta­semj­ara. Marg­ir klór­uðu sér í hausn­um og spurðu hvað hefði eig­in­lega gerst? Svar­ið við því er: ansi margt.

Mest lesið

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Vextir þriðjungs allra óverðtryggðra lána til heimila landsins losna brátt
6
Viðskipti

Vext­ir þriðj­ungs allra óverð­tryggðra lána til heim­ila lands­ins losna brátt

Í nýj­ustu mán­að­ar­skýrslu Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­un­ar er sagt frá því að meiri­hluti eft­ir­stand­andi óverð­tryggðra lána á föst­um vöxt­um munu koma til end­ur­skoð­un­ar á næstu miss­er­um. Frá og með júlí og til og með ág­úst á næsta ári munu vext­ir losna á óverð­tryggð­um lán­um fyr­ir sam­an­lagt 410 millj­arða króna. Það er rúm­lega þriðj­ung­ur af öll­um óverð­tryggð­um lán­um til heim­ila lands­ins.
Þórður Snær Júlíusson
7
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
2
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
4
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
7
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.
Umsækjandi hjá MAST vill rökstuðning: „Ég er vonsvikinn“
8
FréttirLaxeldi

Um­sækj­andi hjá MAST vill rök­stuðn­ing: „Ég er von­svik­inn“

Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir var ann­ar af um­sækj­end­un­um um sviðs­stjórastarf hjá Mat­væla­stofn­un sem með­al ann­ars snýst um eft­ir­lit með lax­eldi. Fiska­líf­eðl­is­fræð­ing­ur­inn Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn fram yf­ir hann og vakti ráðn­ing­in at­hygli inn­an MAST vegna já­kvæðra skrifa hans um lax­eldi hér á landi.
Öryrkjar borga fyrir kjarasamninga og tugir milljarða settir í borgarlínu
9
GreiningFjármálaáætlun 2025-2029

Ör­yrkj­ar borga fyr­ir kjara­samn­inga og tug­ir millj­arða sett­ir í borg­ar­línu

Rík­is­sjóð­ur verð­ur rek­inn í halla í næst­um ára­tug sam­fleytt áð­ur en við­snún­ing­ur næst. Til að fjár­magna tug­millj­arða króna út­gjöld vegna Grinda­vík­ur og kjara­samn­inga á með­al ann­ars að fresta greiðsl­um til ör­orku­líf­eyri­s­kerf­is­ins, selja eign­ir fyr­ir tugi millj­arða króna og lækka fram­lög í vara­sjóð. Fram­kvæmd­um sem áð­ur hef­ur ver­ið frest­að er frest­að á ný en pen­ing­ar sett­ir í nýja þjóð­ar­höll og tug­ir millj­arða króna verða til­tæk­ir í borg­ar­línu og tengd verk­efni. Vaxta­byrð­in á rík­is­sjóði verð­ur þó þung. Á næsta ári mun hann borga 121 millj­arð króna í slíka.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
10
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
4
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
10
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu