Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Launin duga skammt

Magda­lena Anna Reim­us vinn­ur þrjár vinn­ur. Ef hún gerði það ekki ætti hún erfitt með að greiða mán­að­ar­lega reikn­inga með þeim 340.000 krón­um sem hún fær út­borg­að mán­að­ar­lega. Koll­eg­ar henn­ar með svip­aða mennt­un og reynslu hafa í nokkra mán­uði feng­ið hærri laun en hún.

Launin duga skammt
Ræða Magdalena Anna Reimus flutti erindi á baráttufundi BSRB nýverið. Hún segist almennt lítið fyrir að tala fyrir framan fólk en að henni hafi þótt mikilvægt að láta í sér heyra. Mynd: BSRB

Verkfallsaðgerðir BSRB hófust eftir árangurslausan samningafund sem lauk aðfaranótt mánudags. Þær hafa áhrif á starfsemi leikskóla, sundlauga, íþróttamannvirkja, þjónustumiðstöðva, bæjarskrifstofa, áhaldahúsa og hafna í 29 sveitarfélögum. Verkfall í íþróttamannvirkjum og sundlaugum er ótímabundið en á öðrum stöðum mun það standa til 5. júlí, nema samningar náist fyrir þann tíma. BSRB og Samtök íslenskra sveitarfélaga funda nú um deiluna.

Magdalena Anna Reimus er ein af þeim 2.500 félagsmönnum BSRB sem lögðu niður störf í gær. Hún vinnur þrjár vinnur. Ef hún gerði það ekki ætti hún erfitt með að greiða mánaðarlega reikninga með þeim 340.000 krónum sem hún fær útborgað mánaðarlega fyrir fullt starf í leikskóla á Selfossi. Kollegar hennar með svipaða menntun og reynslu hafa í nokkra mánuði fengið hærri laun en hún vegna þess að þeir eru í öðru stéttarfélagi. 

Hún svaf illa á meðan fundað var aðfaranótt mánudags og vaknaði á klukkutíma fresti til þess að kanna hvort einhverjar fréttir hefðu borist af fundinum. Það var svo í gærmorgun sem hún fékk að vita að hún ætti ekki að mæta í vinnuna. Það voru vonbrigði fyrir hana eins og fleiri félagsmenn BSRB sem Heimildin hefur rætt við og eiga það sameiginlegt að langa að mæta til vinnu. 

„Mér finnst mjög gaman í vinnunni,“ segir Magdalena um það. „Ég hef gaman af því að gera eitthvað nýtt og kenna börnunum allskonar hluti, sama hvort þau eru tveggja eða fimm ára.“

Formaður„Ef jafnlaunavottun væri framkvæmd í dag þá væntanlega gengi hún ekki í gegn vegna þess að það er verið að greiða mismunandi laun fyrir sömu störfin,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir.

Samband íslenskra sveitarfélaga gerði mislanga samninga við félög BSRB annars vegar og félög Starfsgreinasambandsins (SGS) hins vegar. Hafði það þau áhrif að frá upphafi árs hafa félagar í SGS fengið hærri laun en félagar í BSRB fyrir sambærileg störf. Er helsta krafa BSRB sú að þessi launamunur verði jafnaður út með 128.000 króna eingreiðslu á hvern starfsmann. Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga vísaði í gærmorgun allri ábyrgð á stöðunni á forystufólk BSRB og sagðist hafa boðið félaginu 50 til 60 þúsund króna launahækkun frá 1. apríl síðastliðnum. 

Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, segir eingreiðsluna meginkröfu sem ekki sé hægt að falla frá. Spurð hvort BSRB beri ekki einhverja ábyrgð á því að ekki hafi verið samið um sömu kjör fyrir félaga BSRB og SGS segir Sonja að um algjörlega nýja stöðu sé að ræða. Síðastliðin 20 ár hafi samningar félaganna innifalið sömu kjör og að það sé á ábyrgð atvinnurekenda að tryggja jöfn laun fyrir jafn verðmæt störf.

StarfskrafturHaukur Erlingsson hlakkar til að mæta til vinnu á hverjum degi en hann vill sömu laun og aðrir í sömu stöðu.

Launahækkun og eingreiðsla gætu haft veruleg áhrif

Haukur Erlingsson, sem starfar í íþróttamiðstöð í Borgarbyggð, segir súrt að fá lægri laun en fólk sem sinni sama starfi. Munurinn getur hlaupið á 30 til 66 þúsund krónum mánaðarlega. Haukur segir að slík launahækkun og sú eingreiðsla sem BSRB hefur krafist geti haft mikil áhrif fyrir fjölskyldu hans, sem samanstendur af Hauki, eiginkonu hans og fjórum börnum. Fjölskyldan hefur þurft að draga saman seglin í matarinnkaupum og fleiru vegna verðbólgunnar.

„Maður reynir að sneiða fram hjá vörum sem maður keypti áður og maður getur ekki leyft börnunum sínum það sama og áður,“ segir Haukur um það hvernig er að lifa á þeim launum sem hann er með í dag. Hann vill ekki greina frá því hversu margar krónur hann fær mánaðarlega, einfaldlega vegna þess að þær eru svo fáar. „Maður lætur reikningana ganga fyrir og svo verður maður bara að lifa á restinni.“

Haukur vaknaði klukkan 5:30 í gærmorgun þar sem hann hafði átt að mæta til vinnu klukkan sex. Það varð þó ekkert úr því vegna verkfallsins, en íþróttamiðstöðinni var lokað vegna þess.  

„Við erum ómissandi,“ segir Haukur. „Það er fullt af fólki sem kemur þarna daglega, sérstaklega eldra fólkið sem er vant að koma í pottana og spjalla. Það er gott fyrir fólk þegar fólk er eitt og annað að geta farið í pottana og spjallað, haft gaman.“

„Ég elska vinnuna mína“

Haukur og Magdalena eru á meðal þess fólks sem sinnir lægst launuðustu störfum landsins. Á meðan Haukur tekur á móti fólki sem ætlar í sund eða íþróttir, fylgist með því að enginn fari sér að voða og sinnir þrifum hittir Magdalena börnin á leikskólanum, leikur við þau, kennir þeim og sinnir stuðningi við barn sem á því þarf að halda. Eins og skýrt kemur fram með þeim áhrifum sem verða af því þegar fólk eins og Haukur og Magdalena leggja niður störf, þá gæti samfélagið ekki gengið sinn vanagang án þeirra. 

„Ég elska vinnuna mína og hlakka til á hverjum degi að mæta í hana og hitta samstarfsfélaga mína og alla kúnnana,“ segir Haukur, sem eins og Magdalena óskar þess að brátt nái BSRB og Samband íslenskra sveitarfélaga að semja um kjör þeirra svo þau geti aftur mætt til vinnu og hitt allt fólkið sem þeim þykir vænt um. En þangað til þau hafa fengið jöfn kjör og fólk sem sinnir sömu störfum eru þau tilbúin í að berjast fyrir því með því að leggja niður störf.

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Kjarabaráttan

Kjaraviðræður stranda á forsenduákvæðum og breiðfylkingin fundar um mögulegar verkfallsaðgerðir
GreiningKjarabaráttan

Kjara­við­ræð­ur stranda á for­sendu­ákvæð­um og breið­fylk­ing­in fund­ar um mögu­leg­ar verk­falls­að­gerð­ir

Formað­ur VR fékk í gær sam­þykkta heim­ild til þess að grípa til að­gerða og fé­lög inn­an breið­fylk­ing­ar­inn­ar hafa blás­ið til fund­ar í dag þar sem rætt verð­ur um næstu skref. Um tals­verð­an við­snún­ing er að ræða frá því að kjara­við­ræð­ur hóf­ust fyrst. Nú hafa við­ræð­urn­ar harðn­að og er það fyrst og fremst vegna ósætt­is um for­sendu­ákvæði í langa­tíma­kjara­samn­ingn­um.
Af hverju dó hamingjan milli breiðfylkingarinnar og Samtaka atvinnulífsins?
GreiningKjarabaráttan

Af hverju dó ham­ingj­an milli breið­fylk­ing­ar­inn­ar og Sam­taka at­vinnu­lífs­ins?

Allt ann­ar tónn hef­ur ver­ið í kjara­bar­átt­unni nú en síð­ustu miss­eri. Við­semj­end­ur ætl­uðu að taka hönd­um sam­an og auka stöð­ug­leika í efna­hags­líf­inu. En svo heyrð­ist lít­ið af fram­gangi. Í þess­ari viku var við­ræð­um slit­ið og deil­unni vís­að til rík­is­sátta­semj­ara. Marg­ir klór­uðu sér í hausn­um og spurðu hvað hefði eig­in­lega gerst? Svar­ið við því er: ansi margt.

Mest lesið

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
2
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
3
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár