Unga konan er hin ódauðlega Undrakona, Wonder Woman, sem gekk inn í karlaheim tuttugustu aldarinnar og hunsaði flestar þeirra misgáfulegu hefðir og batt enda á þeirra heimskulega stríð. Niðurstaðan varð þriðja vinsælasta mynd ársins vestan hafs, og hinar tvær (The Last Jedi og Beauty and the Beast) skörtuðu líka kvenkyns hetju í stærsta hlutverkinu, eitthvað sem hefur ekki gerst í meira en 50 ár.
Wonder Woman var kannski ekki sú vinsælasta af þessum þremur, en hún kjarnaði árið öðrum fremur, ár #metoo og hallarbyltinga í Hollywood var líka árið sem Hollywood tókst loksins að gera almennilega ofurhetjumynd um konu, með kvenkynsleikstjóra í þokkabót. Fyrir utan að ná að sýna stríð bæði með gestsaugum og kvenlægari gildum – og nálgast þar með sannleikann um styrjaldir á dálítið öðruvísi hátt en venjulega.

Vinsælar myndir eru þó auðvitað …
Athugasemdir