Ásgeir H. Ingólfsson er blaðamaður, skáld, bókmenntafræðingur, bíónörd, Akureyringur og örverpi. Hann hefur efasemdir um fasta búsetu og býr ýmist í Tékklandi, á Íslandi eða í Bretlandi og gæti verið á leiðinni eitthvað annað fljótlega.
Ásgeir H. Ingólfsson bókmenntafræðingur skrifar um fyrstu frumsömdu bók ársins hér á markaði – Þar sem malbikið endar eftir Magneu J. Matthíasdóttur.
GagnrýniVillibráð
Meiri stéttavinkill í íslensku útgáfunni
Í þessu tilfelli verður til spegill sem þegar hefur speglað tugi leikstjóra frá jafnmörgum löndum, skrifar Ásgeir H. Ingólfsson sem skellti sér á bíómyndina Villibráð.
Það er sérstök spenna í þessari bók sem gerir hana göldrótta, spenna á milli ensku og pólsku skáldanna, þótt þau séu öll löngu dauð, enda pólskir kirkjugarðar „fullir af nýdauðum skáldum“.
GagnrýniBreytt ástand
Íslensku dýragarðsbörnin
Ein mikilvægasta bók ársins, bók sem fær fjórar stjörnur frá nískum gagnrýnanda sem veit að þessi skáldkona er með fimm stjörnu bók einhvers staðar í hausnum á sér ...
Menning
Prentsmiðjubærinn og hvalveiðarnar
Ásgeir H. Ingólfsson heimsótti prentbæinn Leck, þar sem flestar íslenskar bækur eru prentaðar fyrir jólin.
GagnrýniSólrún
Barn náttúrunnar
Sólrún er ein þeirra sem verður hissa – en er núna í kapphlaupi við að framkalla aftur alla litina sem lífið gaf henni, áður en hún fellur af þessari grein.
GagnrýniAuðlesin
Siðferðispróf þúsaldarkynslóðarinnar
Klemman varðandi bókaútgáfuna Auðlesin er þó mun áhugaverðari. Þótt sagan sé samtímasaga þá er bókaútgáfan eins og frjókorn fyrir nálæga dystópíu, manni dettur helst í hug Veröld ný og góð Huxleys, þar sem öllum óþægindum er haldið í þægilegri fjarlægð.
GagnrýniGegn gangi leiksins
Fasteignakaup og blóðugur fótboltaleikur
Ef þið elskið fótbolta, lesið þessa bók. Ef þið hatið fótbolta, lesið þessa bók. Ef þið hafið keypt eða selt íbúð, lesið þessa bók. Ef þið hafið leigt íbúð á ómanneskjulegum leigumarkaði með alls konar dularfullum meðleigjendum, lesið þessa bók.
GagnrýniLjósagangur
Átakalítil ljóðræna og ódýrir brandarar
Þetta er fínasta upplegg fyrir ljóðræna vísindaskáldsögu. Fljótlega fer maður þó að velta fyrir sér hver ætlunin sé; á þetta að vera brandari eða alvara, er þetta bók um mátt ljóðsins eða góðlátleg háðsádeila um ljóðlistina – eða jafnvel bæði? skrifar Ásgeir Ingólfsson.
GagnrýniKákasusgerillinn
Að sveigja raunveruleikann
Af hverju drekkur fólk kaffi á morgnana? Af hverju drekkur fólk áfengi á kvöldin? Af hverju taka sumir enn þá sterkari efni – og eru aðferðirnar til að beygja raunveruleikann af braut sinni máski fjölbreyttari en okkur grunar? Þetta eru helstu hugðarefni Báru og Eiríks, aðalpersóna Kákasus-gerilsins, skrifar Ásgeir Ingólfsson.
GagnrýniHvað er Drottinn að drolla?
1
Miðaldra húsmóðir í meyjargervi
Að öllu sögðu skrifar Auður Haralds hér hugvekjandi bók um miðaldir og heimsfaraldra, en ekki síður um allar ósýnilegu miðaldra konurnar í nútímanum, segir í dómi Ásgeirs H. Ingólfssonar.
GagnrýniVængjalaus
Sjallinn, Sólin og Sálin
Við sem viljum endurlifa Akureyri 1996 fáum svo sannarlega heilmikið fyrir okkar snúð, skrifar Ásgeir H. Ingólfsson í gagnrýni um bókina Vængjalaus eftir Árna Árnason. Nefnir Ásgeir þessa stórkostlegu lýsingu á Sjallanum undir lok síðustu aldar: „Gólfið var stappfullt af fólki. Stemningin rafmögnuð. Helgi rennsveittur. Peppaður á sviðinu. Blikkandi ljós. Graðar stelpur. Eru ekki allir sexý?“
GagnrýniFrankensleikir – eða hinn nýi Aurgelmir
Þrettánfaldur jólasveinn
í Frankensleiki fer Eiríkur Örn Norðdahl þriðju leiðina. Jólasveinarnir voru til, en þeir eru allir steindauðir. Og þó, kannski ekki alveg dauðir úr öllum æðum – kannski eru þeir uppvakningar sem ranka við sér einu sinni á ári, þegar þeirra nótt rennur upp.
GagnrýniKollhnís
Hættuleg fórnfýsi
Þegar líður á sögu Arndísar Þórarinsdóttur, Kollhnís, áttar maður sig svo betur og betur á því að Álfur er óáreiðanlegur sögumaður varðandi margt annað en einhverfu bróður síns og er gjarn á að ofmeta eða vanmeta stórkostlega fólkið í kringum sig, allt eftir aðstæðum hverju sinni.
GagnrýniVegabréf: íslenskt
Aftökusundlaugin í Kabúl
Sögur Sigríðar Víðis Jónsdóttur eru listilegur vefnaður persónusögu, hversdagslegra viðburða, blaðamennsku, sagnfræði og sagna af fólkinu sem hún hittir. Bjarmalönd Vals Gunnarssonar og myndasögur Joe Sacco koma upp í hugann, en Sigríður fer þó alltaf eigin leiðir í frásögninni og úr verður leiftrandi fróðleg, skemmtileg og hugvekjandi bók sem á alltaf brýnt erindi – en kannski aldrei sem nú
Lýsir andlegu ofbeldi fyrrverandi sem hótaði að dreifa nektarmyndum
Edda Pétursdóttir greinir frá andlegu ofbeldi í kjölfar sambandsslita þar sem hún sætti stöðugu áreiti frá fyrrverandi kærasta sínum. Á fyrsta árinu eftir sambandsslitin bárust henni fjölda tölvupósta og smáskilaboða frá manninum þar sem hann ýmist lofaði hana eða rakkaði niður, krafðist viðurkenningar á því að hún hefði ekki verið heiðarleg í sambandinu og hótaði að birta kynferðislegar myndir og myndbönd af henni ef hún færi ekki að vilja hans. Edda ræðir um reynslu sína í hlaðvarpsþættinum Eigin Konur í umsjón Eddu Falak og í samtali við Stundina. Hlaðvarpsþættirnir Eigin Konur verða framvegis birtir á vef Stundarinnar og lokaðir þættir verða opnir áskrifendum Stundarinnar.
2
Rannsókn
8
Jón Baldvin við nemanda: „Viltu hitta mig eftir næsta tíma“
Fimmtán ára stúlka í Hagaskóla hélt dagbók vorið 1970 þar sem hún lýsir kynferðislegum samskiptum við Jón Baldvin Hannibalsson sem þá var 31 árs gamall kennari hennar. Í bréfi sem hann sendi stúlkunni segist hann vilja stinga af frá öllu og liggja í kjöltu hennar.
3
Fréttir
4
Óttaðist fyrrverandi kærasta í tæpan áratug
Edda Pétursdóttir segist í rúm níu ár hafa lifað við stöðugan ótta um að fyrrverandi kærasti hennar myndi láta verða af ítrekuðum hótunum um að dreifa kynferðislegum myndböndum af henni, sem hann hafi tekið upp án hennar vitundar meðan þau voru enn saman. Maðurinn sem hún segir að sé þekktur á Íslandi hafi auk þess áreitt hana með stöðugum tölvupóstsendingum og smáskilaboðum. Hún segir lögreglu hafa latt hana frá því að tilkynna málið.
4
Eigin Konur#75
1
Fylgdi móður sinni í einkaflugvél
Ragnheiður er aðeins 15 ára gömul en hún fór með mömmu sinni til Noregs með einkaflugvél að sækja bræður sína. Samfélagsmiðlar gera börnum kleift að tjá sig opinberlega og hefur Ragnheiður verið að segja sína sögu á miðlinum TikTok. Hún talar opinskátt um málið sitt eftir að barnavernd og sálfræðingur brugðust henni. Hvenær leyfum við rödd barna að heyrast? Í þessu viðtali segir Ragnheiður stuttlega frá því sem hún er nú þegar að tala um á TikTok og hver hennar upplifun á ferðalaginu til Noregs var.
5
Eigin Konur#82
Fjölskyldan flakkaði milli hjólhýsa og hótela: Gagnrýnir að barnavernd skyldi ekki grípa fyrr inn í
„Ég byrjaði alla morgna á að spyrja hvert ég ætti að koma eftir skóla, því maður vissi aldrei hvar maður myndi vera næstu nótt,“ segir Guðrún Dís sem er 19 ára. Í viðtali við Eigin Konur segir hún frá upplifun sinni af því að alast upp hjá móður með áfengisvanda. Hún segir að lífið hafa breyst mjög til hins verra þegar hún var 12 ára því þá hafi mamma hennar byrjað að drekka. Þá hafi fjölskyldan misst heimilið og eftir það flakkað milli hjólhýsa og hótela. Guðrún Dís vildi segja frá sinni hlið mála eftir að móðir hennar opinberaði sögu sína á YouTube. Guðrún Dís hefur lokað á öll samskipti við hana. Guðrún segir að þó mamma hennar glími við veikindi eigi hún ekki að bera ábyrgð á henni. Hún gagnrýnir starfsfólk barnaverndar fyrir að hafa ekki gripið inn í miklu fyrr. Ábyrgðarmaður og ritstjóri Eigin kvenna er Edda Falak.
6
Viðtal
1
Þar sem ósýnilega fólkið býr í borginni
„Þetta var öruggasti staðurinn minn,“ segir Alma Lind Smáradóttir þegar hún opnar inn í ruslageymslu í bílakjallara í Reykjavík. Þarna bjó hún hluta þeirra þriggja ára sem hún þvældist um götur bæjarins. Borgin sést í öðru ljósi þegar hún er séð með augum heimilislausra, ósýnilega fólksins, þeirra sem flestir líta fram hjá eða hrekja burt. Ítarlegt og einlgæt viðtal við Ölmu Lind birtist í 162. tölublaði Stundarinnar og má lesa í heild á slóðinni: https://stundin.is/grein/16051/
7
Viðtal
9
Lifði af þrjú ár á götunni
Alma Lind Smáradóttir endaði á götunni eftir að hún missti son sinn frá sér. Þar þvældist hún um í þrjú ár með sár sem náðu aldrei að gróa. Þegar hún varð barnshafandi á ný mætti barnavernd á fæðingardeildina og fór fram á að hún myndi afsala sér barninu.
8
Fréttir
14
„Hann hefur ekki beðist afsökunar“
Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, sem kallar sig Auður, hefur viðurkennt að hafa farið „yfir mörk“ í samskiptum við konur. Konur lýsa ágengni og meiðandi framkomu sem hann hafi aldrei axlað ábyrgð á.
9
Eigin Konur#80
Helga Sif og Gabríela Bryndís
Helga Sif stígur nú fram í viðtali við Eigin konur eftir að barnsfaðir hennar birti gerðardóm í forsjárdeilu þeirra og nafngreindi hana og börnin á Facebook. Helga Sif og börnin hafa lýst andlegu og kynferðislegu ofbeldi föðurins og börnin segjast hrædd við hann. Sálfræðingar telja hann engu að síður hæfan fyrir dómi. Nú stendur til að færa 10 ára gamalt langveikt barn þeirra til föðurins með lögregluvaldi. Gabríela Bryndís er sálfræðingur og einn af stofnendum Lífs án ofbeldis og hefur verið Helgu til aðstoðar í málinu. Ábyrgðarmaður og ritstjóri Eigin kvenna er Edda Falak.
10
Viðtal
6
„Ég get ekki lifað við þessa lygi“
Sigurlaug Hreinsdóttir segir lögregluna hafa brugðist þegar dóttir hennar hvarf fyrir fimm árum síðan. Nefnd um eftirlit með störfum lögreglu gerir fjölmargar athugasemdir við framgöngu lögreglu í málinu og beinir tilmælum um úrbætur til ríkislögreglustjóra. „Ég biðst einlægrar afsökunar,“ skrifar Grímur Grímsson, sem var hampað sem hetju og tók á móti viðurkenningu sem maður ársins. „Það var ótrúlega sárt,“ segir Sigurlaug. Sér hafi verið fórnað fyrir ímynd lögreglunnar.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni og Kjarnanum með áskriftum og styrkjum síðan 2013. Með því að kaupa áskrift að Heimildinni styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.