Ásgeir H. Ingólfsson

Ásgeir H. Ingólfsson er blaðamaður, skáld, bókmenntafræðingur, bíónörd, Akureyringur og örverpi. Hann hefur efasemdir um fasta búsetu og býr ýmist í Tékklandi, á Íslandi eða í Bretlandi og gæti verið á leiðinni eitthvað annað fljótlega.
Absentía vaknar
GagnrýniAnatómía fiskanna

Ab­sentía vakn­ar

Þetta er ein frum­leg­asta og fyndn­asta ljóða­bók sem ég hef les­ið lengi um sér­kenni­lega penna­vini, en um leið á sinn hátt ein­læg og fal­leg mynd um bælda Reyk­vík­inga á öld­inni sem leið. Það mætti líka skrifa miklu myrk­ari bók um sama efni, þar sem völd fólks í kerf­inu til rit­skoð­un­ar hafa háska­legri af­leið­ing­ar, það væri syst­ur­bók þess­ar­ar sem mætti vel óska sér næstu jól.
Kambsránið með mismunandi nefjum
Gagnrýni

Kambs­rán­ið með mis­mun­andi nefj­um

Þetta jóla­bóka­flóð ganga per­són­ur og leik­end­ur úr Kambs­rán­inu, nærri 200 ára glæpa­máli, aft­ur í tveim­ur mis­mun­andi sögu­leg­um skáld­sög­um. Þótt margt sé líkt með bók­un­um eru þær þó gjör­ólík­ar, nálg­un og stíll eru hvort af sin­um skól­an­um. Af þess­um bók­um að dæma er erfitt að sjá hvernig Kambs­rán­ið heill­ar svo marga sem sögu­efni.
Helförin er víða
GagnrýniGrænu landamærin / Zielona granica

Hel­för­in er víða

Við sjá­um nokkr­ar glað­leg­ar fjöl­skyld­ur í flug­vél. Rétt áð­ur en þær lenda eru þeim færð­ar rauð­ar rós­ir: vel­kom­in til Bela­rús! Þetta eru flótta­menn sem hef­ur ver­ið lof­að betra lífi í Evr­ópu – land­leið­in ætti jú að vera ör­ugg­ari en sjó­leið­in og það er ekki svo langt að pólsku landa­mær­un­um. En þeg­ar þang­að kem­ur er þeim snú­ið til baka, með hörku...
33 riff um tuttugasta RIFFið
Menning

33 riff um tutt­ug­asta RIFF­ið

Al­þjóð­leg kvik­mynda­há­tíð í Reykja­vík hóf göngu sína haust­ið 2004 og eft­ir tutt­ugu há­tíð­ir hef­ur enska skamm­stöf­un­in löngu fest sig í sessi, hið gít­ar­væna RIFF. Há­tíð­in hef­ur geng­ið í gegn­um efna­hags­hrun og heims­far­ald­ur og ris streym­isveitna, en enn þá er hægt að sjá bíó-RIFF í Há­skóla­bíó, sem þó er ann­ars hætt að sýna bíó­mynd­ir.

Mest lesið undanfarið ár