Þessi grein birtist fyrir rúmlega 5 mánuðum.

Absentía vaknar

Þetta er ein frum­leg­asta og fyndn­asta ljóða­bók sem ég hef les­ið lengi um sér­kenni­lega penna­vini, en um leið á sinn hátt ein­læg og fal­leg mynd um bælda Reyk­vík­inga á öld­inni sem leið. Það mætti líka skrifa miklu myrk­ari bók um sama efni, þar sem völd fólks í kerf­inu til rit­skoð­un­ar hafa háska­legri af­leið­ing­ar, það væri syst­ur­bók þess­ar­ar sem mætti vel óska sér næstu jól.

Absentía vaknar
Bók

Anatómía fisk­anna

Höfundur Sölvi Björn Sigurðsson
Sögur útgáfa
112 blaðsíður
Niðurstaða:

Frumleg og launfyndin bók um hið hverfandi listform smáauglýsingarinnar, en líka saga um hvernig ljóðrænn texti getur vakið fólk til lífsins, um það hvernig brynja póstburðarkonu molnar og ljóðskáldið Absentía vaknar.

Gefðu umsögn

Ljóð og leikrit hefur lengi verið sérstakur flokkur í Bókatíðindum, líklega til að hafa leikritin einhvers staðar, þau koma jú sárafá út á prenti. En Anatómía fiskanna á heima báðum megin. Þessi ljóðsaga er hálfgert leikrit sem gerist í Reykjavík ársins 1937 og hér kveðast þau Guðmundur Hafsteinsson og Absentía Valsdóttir á, en með nokkuð sérstökum formerkjum.

Guðmundur er fastagestur á Glóðurauganu, alræmdri knæpu, sem Absentía lýsir svo: „Útlagabörn samfélagsins þurfa sér áningarstað líkt og aðrir.“ Þar hittir Guðmundur Absentíu ásamt stjörnuspekingnum Bjartelfi Karlsdóttur, vinkonu hennar. En Guðmundur stundar það að senda ljóðrænar smáauglýsingar til mannlífsblaða, sem Absentía ritskoðar sem starfsmaður póstþjónustunnar.

Ástæður ritskoðunar eru margvíslegar og stundum þarf að geta í eyður, sem er sjaldnast erfitt, en hverri einustu smáauglýsingu/ljóði fylgja svo skýringar Absentíu fyrir höfnuninni. Þannig kveðast þau á í gegnum bókina, hún er í raun hans eini lesandi – og Guðmundur veit það sjálfsagt.

Þetta verður leikur, leikur að því að komast í gegnum nálarauga ritskoðunarinnar, en ekki síður Guðmundur að stríða Absentíu, daðra jafnvel. Þetta er líka ástarþríhyrningur, í upphafi er hann í skammlífu sambandi við Bjartelfi – og óljóst hvort Absentía er afbrýðisöm út í Guðmund að stela frá sér vinkonunni eða afbrýðisöm út í vinkonuna út af Guðmundi.

Framan af eru hafnanir Absentíu nokkuð formlegar, en hægt og rólega fer brynjan að molna, umvöndunartónninn minnkar og meðaumkvunin og jafnvel væntumþykjan gagnvart Guðmundi kemur betur og betur í ljós. Eina stundina er hún reið: „Þessi rauðmagasonur og skötuselur má sökkva í sitt djúp og deyja af þangælu áður en þessi auglýsing verður birt.“ En svo þykir henni líka lúmskt vænt um hann. „Þetta hljómar eins og þetta sé fallegt. En er þetta efni í smáauglýsingu? Mér er umhugað um fjárhag Guðmundar H. og kysi fremur að hann fengi greitt fyrir birtingu á slíku en að greiða fyrir hana sjálfur.“

Hvort hann raunverulega sé sá ógæfumaður sem Absentía lýsir er óljóst, en það skiptir ekki öllu máli. Mestu skiptir að ljóðið – í dulargervi smáauglýsinga – nær að klekkja á kerfinu, síast hægt og rólega inn í ferköntuð hjörtu.

„Þetta er ein frumlegasta og fyndnasta ljóðabók sem ég hef lesið lengi“

Um leið sjáum við hægt og rólega kjarnyrta sköpunargáfu Absentíu sjálfrar blómstra, ljóð Guðmundar eru sum ágæt en galdurinn er fyrst og fremst í þessum stórkostlegu tilsvörum hinnar orðheppnu póstburðarkonu. Hún er einfaldlega drepfyndin á sinn þurra og skrifstofulega hátt – eða öllu heldur: hún reynir að vera þurr skriffinnskufrú, en það gengur bara verr og verr.

Hvaða lesandi er Absentía svo? Er hún fúllyndi gagnrýnandinn? Eða kannski útgefandinn sem vill alls ekki gefa út einhverjar helvítis ljóðabækur? Er hún Hantja, pappírsförgunarmaður Hrabals í Alveg glymjandi einvera, sem les allt sem hann fargar?

Það eru snertifletir þarna, en Absentía er þó fyrst og fremst lesandinn sem þykist hata ljóð, en reynist svo vera ljóðmælt og næm sjálf, þótt hún beri það ekki á torg. Þetta er saga um hvernig dropinn, smáauglýsingin og ljóðið hola steininn, um hvernig trójuhestur smáauglýsinganna vekur tilfinningalíf póstburðarkonu úr dvala.

Ég efast ekki um að strax árið 1937 hafi einhverjir verið byrjaðir að tala um dauða ljóðsins – en það væri gaman að vita hvort þá hefði grunað að tæpri öld síðar væru smáauglýsingarnar og mannlífsblöðin að mestu horfin en ljóðið væri enn sprelllifandi. Hér minnir ljóðið okkur á að þessi form fortíðar gátu vel borið í sér óvænta og skemmtilega ljóðrænu og því rétt að muna að standa vörð um smáauglýsingarnar.

Þetta er ein frumlegasta og fyndnasta ljóðabók sem ég hef lesið lengi um sérkennilega pennavini, en um leið á sinn hátt einlæg og falleg mynd um bælda Reykvíkinga á öldinni sem leið. Það mætti líka skrifa miklu myrkari bók um sama efni, þar sem völd fólks í kerfinu til ritskoðunar hafa háskalegri afleiðingar, það væri systurbók þessarar sem mætti vel óska sér næstu jól.

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Þórður Snær Júlíusson
5
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?
„Það er svo ótrúlega helvíti erfitt að fara frá honum“
10
Viðtal

„Það er svo ótrú­lega hel­víti erfitt að fara frá hon­um“

Krist­inn Hrafns­son ræð­ir stöð­una á mál­um Ju­li­an Assange en um­ræð­an byrj­aði að breyt­ast eft­ir að Nils Melzer, þá­ver­andi skýrslu­gjafi Sam­ein­uðu þjóð­anna, gaf út á bók ár­ið 2022 og lagði áherslu á að eng­inn hef­ur axl­að ábyrgð á stríðs­glæp­um þeim sem Wiki­Leaks af­hjúp­aði á með­an Ju­li­an sæt­ir pynt­ing­um og yf­ir­völd fjög­urra landa hafa marg­brot­ið á hon­um. Bók­in hef­ur haft áhrif, jafn­vel á Joe Biden og Olaf Sholz.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
4
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
7
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.
Umsækjandi hjá MAST vill rökstuðning: „Ég er vonsvikinn“
8
FréttirLaxeldi

Um­sækj­andi hjá MAST vill rök­stuðn­ing: „Ég er von­svik­inn“

Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir var ann­ar af um­sækj­end­un­um um sviðs­stjórastarf hjá Mat­væla­stofn­un sem með­al ann­ars snýst um eft­ir­lit með lax­eldi. Fiska­líf­eðl­is­fræð­ing­ur­inn Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn fram yf­ir hann og vakti ráðn­ing­in at­hygli inn­an MAST vegna já­kvæðra skrifa hans um lax­eldi hér á landi.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
5
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
6
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
10
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár