Að vera fær um ást

Erfða­synd­in er kjarn­inn í kvik­mynd­inni Elsku­leg eft­ir norsk-ís­lensku leik­stýruna Lilju Ing­ólfs­dótt­ur. Mynd­in er opn­un­ar­mynd RIFF, Al­þjóð­legu kvik­mynda­há­tíð­ar­inn­ar í Reykja­vík sem hófst í vik­unni. Elsku­leg var heims­frum­sýnd á kvik­mynda­há­tíð­inni í Karlovy Vary í Tékklandi og vann þar fimm verð­laun, sem er met í sögu há­tíð­ar­inn­ar.

Að vera fær um ást
Lilja Ingólfsdóttir segir ævintýrið hafa verið eins og að fara út úr líkamanum. Mynd: kviff.com

„Þetta var eins og að fara út úr líkamanum, þetta ævintýri allt saman. Þetta var alveg geggjað. Ég átti alls ekki von á að við fengjum fimm verðlaun. Ég var farin til Lissabon, á leiðinni var hringt – ég kom til Lissabon og var þar í þrjá tíma og sneri svo til baka, ég var búin að sofa í klukkutíma þessa nótt – þetta var æðislegt,“ segir Lilja Ingólfsdóttir mér stuttu eftir að mynd hennar Elskuleg, eða Elskling eins og hún nefnist á norsku, sópaði upp verðlaunum á kvikmyndahátíðinni í Karlovy Vary í sumar.

Verðlaun minni dómnefndanna voru tilkynnt fyrr um daginn – nánar tiltekið verðlaun gagnrýnendasamtakanna FIPRESCI, verðlaun Europa Cinemas Label og verðlaun kirkjudómnefndarinnar – og Elskling fékk þau öll. Um kvöldið voru svo aðalverðlaunin og þar var Helga Guren valin besta leikkonan og myndin sjálf fær sérstök dómnefndarverðlaun, í raun silfurverðlaunin, og er fyrsta myndin í nærri sextíu …

Kjósa
17
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu