Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Ferðasaga bernskunnar

„Þessi fjöl­skylda er í raun heill sagna­heim­ur í ís­lensk­um bók­mennt­um; öll virð­ast þau sískrif­andi og mæðg­urn­ar Jó­hanna og Elísa­bet hafa báð­ar skrif­að ótal ævi­sögu­lega texta og Jó­hanna, Hrafn og hálf­syst­ir­in Unn­ur skrif­að mik­ið af ferða­sög­um og -ljóð­um,“ skrif­ar Ás­geir H. Ing­ólfs­son sem rýn­ir í bók­ina Lím­on­aði frá Díaf­ani.

Ferðasaga bernskunnar
Lím­on­aði frá Díaf­ani eftir Elísabetu Jökulsdóttur.
Bók

Lím­on­aði frá Díaf­ani

Höfundur Elísabet Jökulsdóttir
JPV útgáfa
91 blaðsíða
Gefðu umsögn

Við fáum far með Gullfossi til Kaupmannahafnar og þaðan til Grikklands, þar sem við byrjum og endum í Aþenu, en eyðum þó lengstum tíma á grísku eyjunum við Tyrklandsstrendur, Rhodos og Karpathos, en á þeirri síðarnefndu má finna þorpið Díafani.

Þangað koma hjónin Jökull Jakobsson og Jóhanna Kristjónsdóttir ásamt börnunum Elísabetu (8 ára), Illuga (6 ára) og Hrafni (1 árs) til að bjarga hjónabandinu, án árangurs. En þessi fjölskylda er í raun heill sagnaheimur í íslenskum bókmenntum; öll virðast þau sískrifandi og mæðgurnar Jóhanna og Elísabet hafa báðar skrifað ótal ævisögulega texta og Jóhanna, Hrafn og hálfsystirin Unnur skrifað mikið af ferðasögum og -ljóðum – og þessi bók er jöfnum höndum fjölskyldusaga og ferðasaga.

Elísabet notar hér sitt bernskusjálf, Ellu Stínu, og heimsækir hér minningar og tilfinningar aftur, sem og þennan sagnaheim, þar eru ákveðin leiðarstef sem koma ítrekað upp. Síðustu tvær bækur hennar, Aprílsólarkuldi og Saknaðarilmur, hafa verið ákveðið uppgjör við foreldrana og hér er það vissulega undirliggjandi, sérstaklega gagnvart föðurnum – en er þó ekki aðalatriði, þau eru einfaldlega draugar sem alltaf fylgja, jafnvel bókstaflega eins og í einni kostulegustu senu bókarinnar þar sem í miðju samtali er flogið hálfa öld fram í tímann.

„Pabbi, segi ég fimmtíu árum seinna.

Hvað, segir hann uppúr gröfinni.“

„Þessi bók er jöfnum höndum fjölskyldusaga og ferðasaga
Ásgeir H. Ingólfsson

Síðustu sólarminningarnar

Það er aðeins flakkað á milli tímaskeiða og í lokin heimsækir 28 ára Elísabet þessar minningar á ný í öðru ferðalagi – en langmest er þó dvalið á árinu 1966, þessum gimstein eins og hún kallar þessa ferð – enda fylgdi skilnaðurinn í kjölfarið og því eru þetta líklega síðustu sólarminningarnar sem börnin eiga af sameinaðri fjölskyldu. Þótt vissulega skynji þau þarna að hjónabandið standi á brauðfótum.

Þetta er samt öðru fremur svipmynd af Grikklandi – og kallast þar á við Dagbók frá Diafani eftir Jökul. Það er birtur kafli úr henni um gönguferð þeirra feðgina, sem telur fjórar og hálfa blaðsíðu. Í kjölfarið bætir Ella Stína við: „Ég man göngutúrinn öðruvísi, skottaðist á eftir pabba með trjágrein í hendinni og man eftir manninum með plóginn.“

Nú hef ég vitaskuld ekki hugmynd um hvort þeirra er áreiðanlegri sögumaður, og þetta er skemmtileg klausa – en afhjúpar þó ákveðinn lykilveikleika bókarinnar – þetta er ferðasaga sem fylgir ákveðin móða bernskuminninga, mögulega innbyggður galli þess að skrifa bernskuminningar án þess að skálda að ráði.

Þessi stutta nóvella er á margan hátt eins og stuttur kafli úr lengri bernskusögu, þar sem ferðalög innanlands fléttast inn í, og líka upprifjun á veröld sem var, þegar svona ferðalög voru miklu sjaldgæfari.

Heillandi minningarleiftur

En verandi stakt verk hefði maður viljað fá fyllri mynd af Grikklandi, hvernig sem það hefði verið útfært, hér birtast okkur aðeins leiftur, persónur sem koma og fara og gleymast – eins og þau sjálf raunar, eins og hún kemst að raun um þegar hún heimsækir þorpið aftur löngu seinna. Heil stjórnarbylting fær ekki nema eitt paragraf og maður saknar dálítið forvitni góðs ferðasöguhöfundar.

Að því sögðu er þetta falleg frásögn og þau minningarleiftur sem hér birtast frá Grikklandi heillandi. Stærsti kostur bókarinnar eru svo ljósmyndirnar – flestar úr einkasafni – og mann langaði að vita hver hélt á myndavélinni, af því þetta eru gullfallegar og oft launfyndnar ljósmyndir sem virkilega færa mann rúma hálfa öld aftur í tímann.


Í hnotskurn: Þessi ferðasaga fjölskyldu til Grikklands og um leið aftur í fortíðina er falleg saga með frábærum ljósmyndum, sem er þó hjúpuð óþarflega mikilli móðu fölnaðra bernskuminninga.

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Við erum ekkert „trailer trash“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
1
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Lenti í fæðingunni sem hún óttaðist mest
3
ViðtalMóðursýkiskastið

Lenti í fæð­ing­unni sem hún ótt­að­ist mest

„Það erf­ið­asta var að það var ekki hlustað á mig þeg­ar ég sagði: Það er eitt­hvað óeðli­legt í gangi,“ seg­ir Sigrún Lilja Guð­jóns­dótt­ir, sem gekk í gegn­um mjög erf­iða fæð­ingu með eft­ir­mál­um á borð við lífs­hættu­leg­an blóð­missi, sýk­ingu, að­gerð og fæð­ing­ar­þung­lyndi. Hún kall­ar eft­ir því að bet­ur sé hlustað á kon­ur sem segja frá óeðli­leg­um sárs­auka og að ókeyp­is neyð­ar­þjón­ustu sé kom­ið á fyr­ir þær sem lenda í al­var­legu fæð­ing­ar­þung­lyndi.
Veikindi kvenna afskrifuð: „Hún er bara móðursjúk“
5
ÚttektMóðursýkiskastið

Veik­indi kvenna af­skrif­uð: „Hún er bara móð­ur­sjúk“

Ein var köll­uð fík­ill þeg­ar hún lýsti óbæri­leg­um lík­am­leg­um kvöl­um. Svo var hún sögð með heilsu­kvíða. Önn­ur var sögð ímynd­un­ar­veik. Sú þriðja áhyggjurófa. Dótt­ir henn­ar, sem var með ógreint heila­æxli, fékk sama við­ur­nefni. Sög­ur þess­ara kvenna, kvenna sem hafa mætt skiln­ings­leysi inn­an heil­brigðis­kerf­is­ins þrátt fyr­ir al­var­leg­an heilsu­brest, eru sagð­ar í nýj­um hlað­varps­þátt­um Heim­ild­ar­inn­ar: Móð­ur­sýkiskast­inu.

Mest lesið í mánuðinum

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
3
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
5
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
6
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár