Lesandinn tekur málin í sínar hendur

„Fal­leg saga um vináttu og ein­semd, sem og ærsla­feng­in paródía á formúlu­bók­mennt­ir,“ skrif­ar Ás­geir H. Ing­ólfs­son.

Lesandinn tekur málin í sínar hendur
Friðsemd Brynja Hjálmsdóttir
Bók

Frið­semd

Höfundur Brynja Hjálmsdóttir
Benedikt
213 blaðsíður
Gefðu umsögn

Þegar ég las Friðsemd var ég nýbúinn að lesa viðtal við leikkonu sem gerðist listmálari og málaði bara áhorfendur, eftir öll sín ár á sviði. Friðsemd er nánast eins og bókmenntaútgáfan af slíku málverki, þetta er saga um lesandann.

Engan venjulegan lesanda samt. Friðsemd býr á Eskifirði og bæði prófarkales og þýðir bækur Fatimu vinkonu sinnar. Fatima lifir æsilegu lífi og skrifar bækur um fólk sem lifir enn æsilegra lífi, en Friðsemd lifir alls ekki æsilegu lífi. Hún er jarðtenging Fatimu, þótt Friðsemd átti sig aldrei almennilega á því af hverju þær eru vinkonur. Hún er nánast eins og ákveðin staðalmynd lesanda reyfarabókmennta, síðmiðaldra kona úti á landi sem lifir í bókum.

 Óhóflegur krimmalestur

En þegar Fatima deyr á dularfullan hátt þarf hún að hætta að lifa bara í bókum og gera eitthvað í málunum. Mögulega er óhóflegum krimmalestri um að kenna að hana eina grunar að brögð hafi verið í tafli og fer til Hveragerðis að leysa málið.

 Sagan gerist vel að merkja í heimi þar sem stór hluti heimsins er sokkinn, þar á meðal Suðurlandsundirlendið. Æskustöðvar bæði Friðsemdar og Eldbergs Salmans, helsta athafnaskálds Hveragerðis og sjálfsagt landsins alls, en bæði ólust þau upp á Selfossi.

„Hún er nánast eins og ákveðin staðalmynd lesanda reyfarabókmennta, síðmiðaldra kona úti á landi sem lifir í bókum“
Ásgeir H. Ingólfsson

Nagandi einsemd

Inn í þetta fléttast svo reglulega upprifjanir Friðsemdar af ævintýrum Simone Pilunnguaq Larsen, grænlensk-ættaða danska lögfræðingsins sem er oftast kölluð Advokat Larsen og er aðalpersóna vinsælustu bókaraðar Fatímu. Við fáum stutt ágrip af þeim mörgum, með farsakenndu kynlífi og ofbeldi eins og vera ber, en skynjum um leið að þaðan hefur Friðsemd sínar heimildir um veruleikann. Hún tekur meira að segja allan bókaflokkinn með sér í ferðalagið, svona til öryggis.

En veruleikinn er skyndilega heimur nagandi einsemdar, þangað til hún heldur í sinn leiðangur og verður hægt og rólega að annarri manneskju. Inn í þetta blandast nýjar vinkonur, vélmennið Eintak Sandvík og ótal starfsmenn risafyrirtækisins SELÍS, sem fljótlega kemur í ljós að Fatima átti hlut í, en er svo dularfullt að enginn veit nákvæmlega hvað þau gera.

Reyfarakenndur raunveruleiki

Sagan fer vel með þessa vináttu tveggja ólíkra kvenna sem einhvern veginn skilja hvor aðra betur en sig sjálfa, af því í hinni sjá þær í raun andstæðu sína. Rétt eins og í Kul eftir Sunnu Dís Másdóttur finnur hún svo hálfgerðan tvífara vinkonunnar þegar líða tekur á söguna, tvífara sem hjálpar henni að átta sig á hlutunum. Friðsemd sjálf er svo skemmtilega skyld Guðbjörgu, aðalpersónu síðustu sögu Auðar Haralds, Hvað er drottinn að drolla? Báðar lifa þær afskaplega fábreyttu lífi og eyða frítímanum í bóklestur, þangað til lífið þeytir þeim í óvæntar áttir og skyndilega þurfa þær að láta reyna á allan þann fróðleik sem þær hafa úr öllum þessum bókum.

Þegar á líður fer svo raunveruleikinn að apa eftir skáldskapnum með því að verða sífellt reyfarakenndari, þótt hér sé búið að skipta út erótískum reyfurum fyrir vísindaskáldskap. Þannig er eins og Friðsemd breyti veruleikanum í örvæntingu sinni í þann farsakennda bókmenntaheim sem hún liggur í flesta daga.

Advokat Larsen skemmtilega háskaleg

Og þar misstígur sagan sig kannski aðeins, farsakenndur vísindaskáldskapurinn gengur aðeins of langt um leið og besti hluti bókarinnar, þessi forvitnilega rannsókn á vináttu Friðsemdar við ólíkar konur og hennar eigin einsemd, sá hluti grefst aðeins undir brakinu, en þar eru ótal þræðir sem hefði mátt þræða lengra. En það segi ég út af því að það sem er búið að þræða er svo heillandi og fallegt. Og ævintýri Advokat Larsen það skemmtilega háskaleg að maður væri alveg til í að serían yrði samin fyrir alvöru. Þetta er saga um lesanda sem notar bókmenntir til að skilja heiminn – og til að glæða hann lífi. Og hvað gerist þegar heimur slíks lesanda lifnar skyndilega við, þótt dauðsfall þurfi til.


Hnotskurn: Falleg saga um vináttu og einsemd, sem og ærslafengin paródía á formúlubókmenntir. Manni leiðist aldrei, þótt sagnagleði formúlubókmenntanna taki kannski aðeins völdin þegar á líður.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Við erum ekkert „trailer trash“
3
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í tjald­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
1
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Lenti í fæðingunni sem hún óttaðist mest
3
ViðtalMóðursýkiskastið

Lenti í fæð­ing­unni sem hún ótt­að­ist mest

„Það erf­ið­asta var að það var ekki hlustað á mig þeg­ar ég sagði: Það er eitt­hvað óeðli­legt í gangi,“ seg­ir Sigrún Lilja Guð­jóns­dótt­ir, sem gekk í gegn­um mjög erf­iða fæð­ingu með eft­ir­mál­um á borð við lífs­hættu­leg­an blóð­missi, sýk­ingu, að­gerð og fæð­ing­ar­þung­lyndi. Hún kall­ar eft­ir því að bet­ur sé hlustað á kon­ur sem segja frá óeðli­leg­um sárs­auka og að ókeyp­is neyð­ar­þjón­ustu sé kom­ið á fyr­ir þær sem lenda í al­var­legu fæð­ing­ar­þung­lyndi.
Veikindi kvenna afskrifuð: „Hún er bara móðursjúk“
5
ÚttektMóðursýkiskastið

Veik­indi kvenna af­skrif­uð: „Hún er bara móð­ur­sjúk“

Ein var köll­uð fík­ill þeg­ar hún lýsti óbæri­leg­um lík­am­leg­um kvöl­um. Svo var hún sögð með heilsu­kvíða. Önn­ur var sögð ímynd­un­ar­veik. Sú þriðja áhyggjurófa. Dótt­ir henn­ar, sem var með ógreint heila­æxli, fékk sama við­ur­nefni. Sög­ur þess­ara kvenna, kvenna sem hafa mætt skiln­ings­leysi inn­an heil­brigðis­kerf­is­ins þrátt fyr­ir al­var­leg­an heilsu­brest, eru sagð­ar í nýj­um hlað­varps­þátt­um Heim­ild­ar­inn­ar: Móð­ur­sýkiskast­inu.

Mest lesið í mánuðinum

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
3
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
5
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
6
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár