Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Grátt uppgjör blaðakonu við MeToo: „Blaðamenn eru ekki aktívistar“

Sænska blaða­kon­an Åsa Lind­er­borg hef­ur skrif­að bók þar sem hún ger­ir upp Met­oo-um­ræð­una í Sví­þjóð með gagn­rýn­um hætti. Lind­er­borg var í mót­sagna­kenndri stöðu í Met­oo-um­ræð­unni þar sem hún hef­ur bæði gagn­rýnt hana og líka ver­ið gagn­rýnd fyr­ir að hafa vald­ið sjálfs­morði leik­hús­stjór­ans Benny Fredrik­son með skrif­um sín­um um hann.

Grátt uppgjör blaðakonu við MeToo: „Blaðamenn eru ekki aktívistar“
Sögð bera ábyrgð á sjálfsmorði Åsa Linderborg, blaðakona á Aftonbladet, var vænd um að bera ábyrgð á sjálfsmorði leikhússtjórans Benny Fredricksen vegna greinar sem hún skrifaði um hann í tengslum við Metoo-umræðuna.

„Það sem ég geri í bókinni er að viðurkenna að ég gerði mistök, og ég held að það séu margir sem kunna að meta það og sem telja að fleiri blaðamenn ættu kannski að gera slíkt hið sama,“ segir Åsa Linderborg, blaðakona sænska blaðsins Aftonbladet, í viðtali við Stundina um nýlega bók sína um Metoo-umræðuna, Året med 13 månader. Bókin er ein af nokkrum sambærilegum sem komið hafa út í Svíþjóð þar sem Metoo-umræðan svokallaða er gerð upp með gagnrýnum hætti. Hér á Íslandi eru sambærilegar bækur einnig byrjaðar að koma út, þar sem gert er upp við Metoo-umræðuna og má nefna nýja bók Bryndísar Schram Brosað gegnum tárin sem dæmi. 

Året med 13 månader

Bókin er tæplega 500 blaðsíður af dagbókarfærslum Linderborg á árunum 2017 til 2018 þar sem hún blandar saman umræðu um Metoo og sögunni af eigin lífi þar sem kærasti hennar og sambýlismaður hættir til dæmis með henni og líf hennar sjálfrar umturnast. Úr verður lagskipt umfjöllun þar sem umfjölllun um starf Linderborg blandast saman við sögur af henni sjálfri, efasemdum hennar um sjálfa sig og hræðslu hennar við að eldast.

Umfjöllunin um Arnault vel heppnuðLinderborg segir að umfjöllun fjölmiðla um Jean-Claude Arnault, sem endaði með því að hann var sakfellldur fyrir tvær nauðganir, hafi verið betur heppnuð en margar aðrar.

Sér eftir orðum sínum en ekki umfjölluninni sem slíkri

Rammi bókarinnar er Metoo-umræðan í Svíþjóð og skrif Linderborg um stjórnunarstíl leikhússtjóra Borgarleikhússins í Stokkhólmi, Benny Fredrikson. Leikhússtjórinn framdi sjálfsvíg í kjölfar fjölmiðlaumræðunnar um sig árið 2018. Linderborg var andlit þeirrar umræðu má segja, vegna þess að hún var þá menningarritstjóri Aftonbladet og landsþekkt.

Fréttaflutningurinn um Benny Fredrikson  var birtur um sama leyti og til dæmis greinar sænska dagblaðsins Dagens Nyheter um Jean Claude Arnault, mann sem var sakaður um kynferðislega áreitni og ofbeldi gegn 18 konum sem á endanum var sakfelldur fyrir tvær nauðganir.  

Mál Fredrikson snerist samt ekki um að hann hefði áreitt einhvern kynferðislega. Það snerist um að hann hefði verið harður yfirmaður sem haldið hefði verndarhendi yfir leikurum sem áreittu konur, auk þess sem Aftonbladet staðhæfði að hann hefði þvingað konu til að fara í fóstureyðingu. Þegar Fredrikson framdi sjálfsvíg var Linderborg kennt um það víða á opinberum vettvangi.  

Linderborg var hins vegar ekki fréttamaðurinn sem rannsakaði mál Fredrikson og birti um það frétt í Aftonbladet, heldur menningarritstjóri sem vitnaði í rannsókn eigin blaðs um málið og tók henni sem gefinni staðreynd.

Linderborg segir til dæmis aðspurð að hún viti ekki nákvæmlega hvað blaðamaðurinn sem rannsakaði mál Fredrikson hafi haft fyrir sér í því að hann hefði þvingað konu til að fara í fóstureyðingu til að fá hlutverk í leikverki. Hún vitnaði samt í þetta atriði í grein á menningarsíðu Aftonbladet. Eftir á að hyggja segist hún skilja hvernig hún gat skrifað þetta þar sem Svíþjóð sé ekki miðaldasamfélag heldur frjálslynt og opið lýðræðissamfélag og eitt af þeim löndum heimsins þar sem jafnrétti kynjanna er hvað mest. Í slíku samfélagi þvingar enginn leikhússtjóri leikkonu að fara í fóstureyðingu segir hún. 

Bók Linderborg er gagnrýnin, bæði á hana sjálfa og eins á marga aðra blaðamenn og fjölmiðla í Svíþjóð sem fjölluðu um Metoo-tilfelli á árunum 2017 til 2018.

„Auðvitað er það ekki ég sem drap hann“

Linderborg sér til dæmis efitir því hvernig hún skrifaði um Benny Fredrikson en hún segist ekki sjá eftir því að Aftonbladet hafi fjallað um mál hans, umfjöllunin hefði hins vegar átt að vera öðruvísi skrifuð og framsett. „Það sem ég held að sé áhugavert við bókina er að lesandinn sér það yfir margra vikna tímabil hvernig líf mitt smám saman hrynur. […] Ég vil einnig koma því á framfæri í bókinni að blaðamenn eru líka manneskjur og að blaðamennska er engin raunvísindi heldur eru það alls konar þættir sem hafa áhrif á það að textinn verður eins og hann er.  Maður getur jafnvel skrifað eitthvað, eins og ég, sem maður skilur ekki hvernig maður getur skrifað. Ég hefði getað sleppt því að skrifa þessa bók og vonast til að fólk myndi gleyma mér en ég gerði það sem uppgjör mitt við  örlög mín og þennan tíma og til að spyrja stærri spurninga um hlutverk blaðamanna almennt,“ segir Linderborg. „Eitt af því sem ég er ósátt við er að fleiri blaðamenn hafi ekki viðurkennt mistök sín. En aðrir verða að eiga sína samvisku við sig, ég hef reynt að sýna ábyrgð og gangast við mínum mistökum,“ segir hún.

Mótsagnakennd staða Linderborg

Linderborg er í dálítið sérstakri stöðu sem blaðamaður af því hún var einn af þeim blaðamönnum í Svíþjóð sem var hvað gagnrýnust á Metoo-umræðuna fyrst um sinn þar sem hún gagnrýndi sænska fjölmiðla fyrir að vinna ekki eftir vinnu- og siðareglum blaðamanna þegar fjallað var um menn sem voru vændir um kynferðislega áreitni. Hún var ósátt við að sögur um meinta áreitni sem byggðu kannski bara á einni heimild væru birtar gagnrýnislaust og án athugunar. 

En svo þegar hún skrifaði sjálf um Metoo-mál, í tilfelli Fredrikson, þá varð hún sjálf að miðpunkti þeirrar gagnrýni á vægðarleysi og siðleysi Metoo-umræðunnar sem hún meðal annars sjálf hafði haldið uppi gagnvart öðrum blaðamönnum og fjölmiðlum. Hún var gagnrýnd fyrir í raun það versta sem einhver var gagnrýndur fyrir í Svíþjóð: Að vera valdur að sjálfsmorði.

„Það er þetta sem er áhugavert og flókið við mína stöðu. Ég var lengi vel gagnrýnd fyrir að vera krítísk á Metoo-blaðamennskuna en svo skrifa ég grein sem er sögð vera ástæða fyrir sjálfsmorði. Auðvitað er það ekki ég sem drap hann en ég ber samt ábyrgð á því að hafa birt lélega blaðamennsku og þeirri ábyrgð gengst ég við. Mitt tilfelli er mjög mótsagnakennt, mjög mótsagnakennt. Og það er kannski það sem ég er að segja: Að blaðamennska getur verið mjög mótsagnakennd. Allt gerist svo hratt, það eru svo miklar tilfinningar í spilinu, maður er kannski  stressaður eða þreyttur, leiður heima hjá sér og svo kannski skrifar maður grein. Stóra vandamálið í því sem ég skrifaði er ekki það að ég hafi sagt að stjórnunarstíll Benny Fredrikson hafi einkennst af ógnarstjórn heldur það að ég sagði að hann hefði þröngvað leikkonu til að fara í fóstureyðingu,“ segir Linderborg um þetta.

Linderborg segir að bókin endurspegli þær mótsagnir sem bærðust innra með henni á þessum tíma í tengslum við Metoo. „Þegar maður skrifar dagbók og svo les hana yfir sér maður hvað manneskjan er ósamkvæm sjálfri sér, hún er mótsagnakennd, órökrétt, og mér fannst mikilvægt að birta þá mynd og leyfa lesandanum að sjá hana. Þetta er dagbókin mín eins og ég skrifaði hana en þessi bók er bara 1.500 blaðsíðum styttri. Svona lítur hugsandi líf og lifandi líf út, það er reikult og fullt af mótsögnum.“

Sjálfsmorð leikhússtjóransBenny Fredrikson framdi sjálfsmorð eftir umfjöllun Aftonbladet um stjórnunarstíl hans.

Hvað var gott og hvað var slæmt við Metoo?

Þegar Linderborg er spurð þeirrar spurningar hvað var jákvætt eða gott við umræðuna um Metoo og hvað var slæmt við þessa umræðu segir hún, í stuttu máli, að það sem hafi verið gott séu breytt viðmið til framtíðar um kynferðislega áreitni gegn konum: „Ég held að Metoo hafi hjálpað til með að opna augu fólks fyrir því hversu útbreidd kynferðisleg áreitni gegn konum er, meðal annars á vinnustöðum. Þetta var jákvætt. Í dag eru langflestir vinnuveitendur orðnir meðvitaðir um þetta og þeir eru komnir með aðgerðaáætlanir um hvernig eigi að reyna að koma í veg fyrir og bregðast við kynferðislegri áreitni. Þetta er gott.“

Við þeirri spurningu um hvað hafi verið slæmt við Metoo-umræðuna segir Linderborg að það séu einkum tvö atriði. 

Fyrra atriðið er hugmyndafræðilegt þar sem konum hafi verið stillt upp á mjög passívan hátt segir Linderborg. „Í mínum huga var Metoo-hreyfingin íhaldssöm í þeim skilningi að konum var stillt upp sem veikgeðja einstaklingum: Konur bera enga ábyrgð, konur skilja ekki, konur eru alltaf fórnarlömb og konur geta ekki sagt nei og svo framvegis. Ég vil ekki að mér sé stillt svona upp, við konur erum ekki svona. Stundum er það svo að það er erfitt að segja einhverjum að hætta og segja nei og einhver getur lent í kynferðislegri áreitni. Konum var stillt þannig upp að þær gætu ekki logið, að þær gætu ekki misnotað aðstöðu sína, að þær gætu ekki unnið í vondri trú, að konur hefðu engin völd. Og þetta er bara ekki satt, konur er líka manneskjur, alveg eins og karlmenn. Þannig að mér fannst þetta vera vandamál,“ segir Linderborg. 

Í bók sinni tekur Linderborg dæmi um það þegar hún upplifði atburð í kynlífi sem myndi flokkast sem tilraun til nauðgunar samkvæmt nýlegum ákvæðum í sænskum lögum þar sem veita þarf samþykki fyrir kynferðisathöfnum til þess að þær flokkist ekki sem nauðgun. Linderborg segir frá því þegar hún stundaði kynlíf með manni, með gagnkvæmum vilja beggja, um borð í ferju frá Stokkhólmi þegar hún var ung. Meðan á kynlífi þeirra stóð gerði maðurinn tilraun til að setja getnaðarlim sinn í endaþarm hennar án þess að hafa spurt hana að því áður. Linderborg sagði ekki neitt þegar maðurinn reyndi þetta en hún hvorki gaf samþykki sitt né kunni að meta tilraun hans. Hún veltir því fyrir sér í bókinni hvort rétt hefði verið að þessi maður hefði verið ákærður og dæmdur fyrir nauðgun ef svo hefði borið undir þar sem tilraun hans til endaþarmsmaka hefði ekki verið með hennar samþykki. 

Linderborg spyr því stöðugt spurninga í bókinni og ræðir krítískt um efnið sem hún tekst á við. Í þessu tilfelli sagði Linderborg ekki nei og hún lýsir reynslunni sem erfiðri en er samt ekki endilega á því að maðurinn hefði átt að vera dæmdur fyrir tilraun til nauðgunar. 

Sér eftir umfjölluninni um FredriksonÅsa Linderborg sér eftir umfjölluninni um Benny Fredrikson, sérstaklega þeirri staðhæfingu að hann hafi neytt konu til að fara í fóstureyðingu.

Alls 27 brot á siðareglum vegna Metoo

Seinna atriðið sem Linderborg nefnir snýst um vinnu- og siðareglur blaðamanna. „Í sumum fréttum var einhver vændur um eitthvað gróft á grundvelli nafnlausra heimilda. Í sumum tilfellum var bara ein nafnlaus heimild. Það birtust fréttir þar sem nafngreindur aðili var vændur um grófan hlut, eins og til dæmis nauðgun, á grundvelli nafnlausrar heimildar án þess að viðkomandi hafi verið dæmdur fyrir það,“ segir Linderborg og bætir því við að eitt af lykilatriðunum sem skilji að vel unnar og slælega unnar fréttir um Metoo sé fjöldi þeirra vitnisburða sem hafi legið á bak við einstaka fréttir.

Linderborg segir til dæmis að umfjölllun Dagens Nyheter um Jean Claude Arnault hafi verið betur unnin en margar aðrar. „Átján konur eru ekki ein kona,“ segir Linderborg um greinina um Jean Claude Arnault þar sem 18 konur stigu fram og vændu hann um kynferðislega áreitni og leiddi sú grein síðar til þess að mál Arnaults var rannsakað og hann var dæmdur fyrir tvær nauðganir. „Tveimur vikum áður hafði sama dagblað birt frétt sem var byggð á einni heimild um mann þar sem hann var „tekinn af lífi“. Heimildin var fyrrverandi eiginkona mannsins og hún vændi hann ekki um neitt ólöglegt heldur var maðurinn bara sagður vondur og leiðinlegur,“ segir Lindeborg. 

Fréttirnar um Metoo voru því alls konar, samkvæmt Linderborg. Sumar voru vel unnar að hennar mati, eins og fréttirnar um Jean Claude Arnault sem hún þó er líka gagnrýnin á, en aðrar ekki, eins og fréttirnar um blaðamanninn Fredrick Virtanen og sjónvarpsmanninn Martin Timmell. Mat á fréttunum þarf að byggja á því hversu þéttar heimildirnar voru á bak við þær. 

Fjölmiðlasiðanefnd Svíþjóðar endaði á því að komast að þeirri niðurstöðu að fjölmiðlar í Svíþjóð hefðu í 27 skipti brotið gegn siðareglum blaðamanna í fréttum um Metoo-tengd mál segir Linderborg. Þar af var dagblaðið Expressen efst á blaði með fimm einstök brot á siðareglum en alvarlegasta brotið framdi Aftonbladet í fréttum sínum um Benny Fredrikson. Fjölmiðlar voru einnig sagðir hafa brotið siðareglur í umfjöllunum um þá Virtanen og Timmel, sem báðir voru sakaðir um nauðganir í fjölmiðlum á grundvelli einnar heimildar – lögregla vísaði svo frá málum þeirra beggja. Fjölmiðlasiðanefndin taldi því að margir fjölmiðlar í Svíþjóð hefðu gengið of langt í umfjöllun sinni um Metoo. 

Sýknaður af ákæru um nauðgunEinn af þeim sem fór illa út úr Metoo-umræðunni í Svíþjóð var sjónvarpsmaðurinn Martin Timmell. Hann var ákærður en svo sýknaður fyrir að hafa snert kynfæri konu í heitum potti. Siðanefnd Svíþjóðar sagði nokkur blöð sem fjölluðu um hann hafa brotið siðareglur með umfjöllun sinni.
Dæmd í fangelsi fyrir rógburðBlaðamaðurinn Fredrik Virtanen var vændur um nauðgun og var fjallað um það í blöðum á grundvelli vitnisburðar konunnar sem um ræddi, Cissi Wallin. Mál Virtanens var rannsakað af lögreglu en fellt niður. Cissi Wallin var svo ákærð fyrir grófan rógburð gegn Virtanen og hlaut skilorðsbundinn fangelsisdóm og gert að greiða Virtanen á aðra milljón í skaðabætur.

Hvaða lærdóm er hægt að draga af Metoo?

Linderborg segir að þau mistök sem hafi verið gerð í Metoo-umfjöllunum í Svíþjóð séu harmleikur vegna þess að það er svo mikilvægt að raunveruleg kynferðisbrot séu afhjúpuð og að það séu sannarlega einnig dæmi um slíkt í fréttunum um Metoo. „Þetta er harmleikur, finnst mér, og ég vil að við tölum um þetta. Hvaða lærdóm er hægt að draga af þessu? Að blaðamenn eigi ekki að flýta sér svona mikið, að maður verði að vera með eins margar heimildir og vitnisburði og mögulegt er og að maður eigi að vera með eins lítið af nafnlausum heimildum og maður getur,“ segir Linderborg og má skilja hana sem svo að umfjöllun hennar um Metoo snúist á endanum um það hvað sé góð og vel unnin blaðamennska og hvað sé lélegt og illa unnið efni. 

Linderborg segir að einn af lykilþráðunum og lærdómunum í bókinni sé sú skoðun hennar að blaðamenn séu ekki og eigi ekki að vera aktívistar fyrir eða gegn tilteknum málaflokkum. Hún telur að það sé þetta, að blaðamenn í Svíþjóð hafi tekið afstöðu í Metoo og orðið að aktívistum, sem hafi gert það að verkum að svo mörg mistök voru gerð í umfjöllunum um Metoo. „Þetta er einn af lærdómunum í bókinni. Blaðamenn eiga ekki að vera aktívistar, við eigum ekki að taka afstöðu, við eigum að vera leiðandi kraftur í einhverri svona fjöldahreyfingu,“ segir Linderborg. 

Varð sín eigin dæmisaga

Þegar Linderborg er spurð að því hvort hún telji að umfjöllunin um Metoo muni breyta einhverju í vinnubrögðum blaðamanna til lengri tíma litið þá segir hún að kannski breytist eitthvað tímabundið en varla til frambúðar. „Við höfum til dæmis nú þegar séð heimildamyndir sem hafa verið sýndar eftir Metoo þar sem menn hafa verið vændir um hluti en þar sem fjölmiðlarnir ákváðu að birta ekki nöfn viðkomandi. Ég er nokkuð viss um að þetta hefði ekki gerst fyrir Metoo og þá hefðu mennirnir líklega verið nafngreindir. En til lengri tíma litið þá held ég að fjölmiðlar muni gera nákvæmlega sömu mistök ef sambærilegt ástand skapast aftur.“ 

Myndin sem Linderborg dregur upp af Metoo er því hvorki svört né hvít heldur grá.

Hún telur að umfjöllunin sem kennd er við Metoo hafi haft jákvæðar afleiðingar af því að meiri meðvitund sé nú um kynferðislega áreitni í samfélaginu en áður. Á sama tíma telur hún að sænskir fjölmiðlamenn hafi gengið of langt í skrifum sínum um einstök Metoo-mál og kastað vinnureglum sínum fyrir róða í skrifum sínum. 

Á einum stað í bók sinni segir Linderborg að hún sjálf hafi orðið að dæmisögu um það sem hún sjálf var að gagnrýna: „Ég er frábært dæmi um það sem ég reyndi að gagnrýna í öðrum greinum þetta haust. Ritstjóri og blaðamaður sem missir sig.“

Skilja má Linderborg þannig í bókinni að uppgjörið við Metoo-umræðuna snúist því um það á endanum hvað var góð og vel unnin og gagnrýnin blaðamennska og hvað var verr unnið á grundvelli færri vitnisburða og heimilda um kynferðislega áreitni eða ofbeldi. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Mig langar að búa í íbúð með herbergi“
1
Viðtal

„Mig lang­ar að búa í íbúð með her­bergi“

Tveir dreng­ir hafa ver­ið á ver­gangi ásamt föð­ur sín­um í Reykja­vík frá því síð­asta sum­ar og haf­ast nú við í hjól­hýsi. Fé­lags­ráð­gjafi kom því til leið­ar að þeir fengju að vera þar áfram eft­ir að vísa átti þeim af tjald­svæð­inu í októ­ber. Ax­el Ay­ari, fað­ir drengj­anna, seg­ir lít­ið um svör hjá borg­inni varð­andi hvenær þeir kom­ist í við­un­andi hús­næði. „Þetta er ekk­ert líf fyr­ir strák­ana mína.“
Jón Trausti Reynisson
2
Pistill

Jón Trausti Reynisson

Þeg­ar mað­ur verð­ur maðk­ur

Há­mennt­að­ur, end­ur­kom­inn fjöl­miðla­mað­ur beit­ir kjaft­for­an grín­ista af­mennsk­un.
Þórður Snær Júlíusson
3
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Við er­um senni­lega bú­in að tapa

Tæki­fær­ið til að leið­rétta það rang­læti sem sjáv­ar­út­vegs­kerf­ið fel­ur í sér er lík­leg­ast far­ið. Þau sem hagn­ast mest á kerf­inu eru bú­in að vinna. Þau eru fá­veld­ið sem rík­ir yf­ir okk­ur.
Katrín Ólafsdóttir
4
Aðsent

Katrín Ólafsdóttir

Hvað greið­ir fé­lags­fólk Efl­ing­ar fyr­ir við­ræðuslit­in?

Dós­ent í hag­fræði skrif­ar um kjara­deilu Efl­ing­ar við Sam­tök at­vinnu­lífs­ins.
Á að setja leiguþak?
5
Spurt & svarað

Á að setja leigu­þak?

Veg­far­end­ur greina frá af­stöðu sinni til þess hvort setja eigi leigu­þak eða ekki.
Eiríkur Rögnvaldsson
6
Pistill

Eiríkur Rögnvaldsson

Lúkas end­ur­bor­inn

Ei­rík­ur Rögn­valds­son, mál­fræð­ing­ur og mál­fars­leg­ur að­gerðasinni, rýn­ir í ný hug­tök í tungu­mál­inu og áhrif þeirra á um­ræð­una og hvernig þau af­hjúpa hugs­un og veru­leika.
Magnús Rannver Rafnsson
7
Aðsent

Magnús Rannver Rafnsson

Silf­ur­brú­in

Magnús Rann­ver Rafns­son verk­fræð­ing­ur spyr hvers vegna Vega­gerð­in valdi til­lögu Eflu verk­fræði­stofu í hönn­un­ar­sam­keppni um Foss­vogs­brú þeg­ar ljóst var frá byrj­un að hönn­un­in stenst ekki kostn­að­ar­við­mið sam­keppn­inn­ar?

Mest lesið

 • „Mig langar að búa í íbúð með herbergi“
  1
  Viðtal

  „Mig lang­ar að búa í íbúð með her­bergi“

  Tveir dreng­ir hafa ver­ið á ver­gangi ásamt föð­ur sín­um í Reykja­vík frá því síð­asta sum­ar og haf­ast nú við í hjól­hýsi. Fé­lags­ráð­gjafi kom því til leið­ar að þeir fengju að vera þar áfram eft­ir að vísa átti þeim af tjald­svæð­inu í októ­ber. Ax­el Ay­ari, fað­ir drengj­anna, seg­ir lít­ið um svör hjá borg­inni varð­andi hvenær þeir kom­ist í við­un­andi hús­næði. „Þetta er ekk­ert líf fyr­ir strák­ana mína.“
 • Jón Trausti Reynisson
  2
  Pistill

  Jón Trausti Reynisson

  Þeg­ar mað­ur verð­ur maðk­ur

  Há­mennt­að­ur, end­ur­kom­inn fjöl­miðla­mað­ur beit­ir kjaft­for­an grín­ista af­mennsk­un.
 • Þórður Snær Júlíusson
  3
  Leiðari

  Þórður Snær Júlíusson

  Við er­um senni­lega bú­in að tapa

  Tæki­fær­ið til að leið­rétta það rang­læti sem sjáv­ar­út­vegs­kerf­ið fel­ur í sér er lík­leg­ast far­ið. Þau sem hagn­ast mest á kerf­inu eru bú­in að vinna. Þau eru fá­veld­ið sem rík­ir yf­ir okk­ur.
 • Katrín Ólafsdóttir
  4
  Aðsent

  Katrín Ólafsdóttir

  Hvað greið­ir fé­lags­fólk Efl­ing­ar fyr­ir við­ræðuslit­in?

  Dós­ent í hag­fræði skrif­ar um kjara­deilu Efl­ing­ar við Sam­tök at­vinnu­lífs­ins.
 • Á að setja leiguþak?
  5
  Spurt & svarað

  Á að setja leigu­þak?

  Veg­far­end­ur greina frá af­stöðu sinni til þess hvort setja eigi leigu­þak eða ekki.
 • Eiríkur Rögnvaldsson
  6
  Pistill

  Eiríkur Rögnvaldsson

  Lúkas end­ur­bor­inn

  Ei­rík­ur Rögn­valds­son, mál­fræð­ing­ur og mál­fars­leg­ur að­gerðasinni, rýn­ir í ný hug­tök í tungu­mál­inu og áhrif þeirra á um­ræð­una og hvernig þau af­hjúpa hugs­un og veru­leika.
 • Magnús Rannver Rafnsson
  7
  Aðsent

  Magnús Rannver Rafnsson

  Silf­ur­brú­in

  Magnús Rann­ver Rafns­son verk­fræð­ing­ur spyr hvers vegna Vega­gerð­in valdi til­lögu Eflu verk­fræði­stofu í hönn­un­ar­sam­keppni um Foss­vogs­brú þeg­ar ljóst var frá byrj­un að hönn­un­in stenst ekki kostn­að­ar­við­mið sam­keppn­inn­ar?
 • „Þetta snýst um það hvernig bæ við ætlum að skilja eftir fyrir börnin okkar“
  8
  ViðtalJarðefnaiðnaður í Ölfusi

  „Þetta snýst um það hvernig bæ við ætl­um að skilja eft­ir fyr­ir börn­in okk­ar“

  Þýska sements­fyr­ir­tæk­ið Heidel­berg vill byggja verk­smiðju sem er á stærð við fyr­ir­hug­að­an þjóð­ar­leik­vang inni í miðri Þor­láks­höfn. Fram­kvæmd­in er um­deild í bæn­um og styrk­veit­ing­ar þýska Heidel­bergs til fé­laga­sam­taka í bæn­um hafa vak­ið spurn­ing­ar um hvort fyr­ir­tæk­ið reyni að kaupa sér vel­vild. Bæj­ar­full­trú­inn Ása Berg­lind Hjálm­ars­dótt­ir vill ekki að Þor­láks­höfn verði að verk­smiðju­bæ þar sem mó­berg úr fjöll­um Ís­lands er hið nýja gull.
 • Frumvarpi sem á að láta fjármagnstekjufólk borga útsvar frestað
  9
  Fréttir

  Frum­varpi sem á að láta fjár­magn­s­tekju­fólk borga út­svar frest­að

  Í stjórn­arsátt­mála rík­is­stjórn­ar­inn­ar var lagt upp með að skatt­mats­regl­ur yrðu end­ur­skoð­að­ar og að kom­ið verði í veg fyr­ir „óeðli­­­­­lega og óheil­brigða hvata til stofn­un­ar einka­hluta­­­­­fé­laga“. Með því yrði þeir sem skrá laun sem fjár­magn­s­tekj­ur látn­ir greiða út­svar og borga tekju­skatt í stað fjár­magn­s­tekju­skatts. ASÍ hef­ur áætl­að að tekj­ur rík­is­sjóðs geti auk­ist um átta millj­arða á ári við þetta.
 • En öllu er á rönguna snúið
  10
  Aðsent

  Ásthildur Lóa Þórsdóttir og Ragnar Þór Ingólfsson

  En öllu er á röng­una snú­ið

  Þing­mað­ur Flokks fólks­ins og Formað­ur VR kalla eft­ir því að sett verði neyð­ar­lög vegna ástands­ins á hús­næð­is­mark­aði, bæði vegna skuld­ara og leigj­enda.

Mest lesið í vikunni

„Mig langar að búa í íbúð með herbergi“
1
Viðtal

„Mig lang­ar að búa í íbúð með her­bergi“

Tveir dreng­ir hafa ver­ið á ver­gangi ásamt föð­ur sín­um í Reykja­vík frá því síð­asta sum­ar og haf­ast nú við í hjól­hýsi. Fé­lags­ráð­gjafi kom því til leið­ar að þeir fengju að vera þar áfram eft­ir að vísa átti þeim af tjald­svæð­inu í októ­ber. Ax­el Ay­ari, fað­ir drengj­anna, seg­ir lít­ið um svör hjá borg­inni varð­andi hvenær þeir kom­ist í við­un­andi hús­næði. „Þetta er ekk­ert líf fyr­ir strák­ana mína.“
Jón Trausti Reynisson
2
Pistill

Jón Trausti Reynisson

Þeg­ar mað­ur verð­ur maðk­ur

Há­mennt­að­ur, end­ur­kom­inn fjöl­miðla­mað­ur beit­ir kjaft­for­an grín­ista af­mennsk­un.
Þórður Snær Júlíusson
3
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Við er­um senni­lega bú­in að tapa

Tæki­fær­ið til að leið­rétta það rang­læti sem sjáv­ar­út­vegs­kerf­ið fel­ur í sér er lík­leg­ast far­ið. Þau sem hagn­ast mest á kerf­inu eru bú­in að vinna. Þau eru fá­veld­ið sem rík­ir yf­ir okk­ur.
Hildur Lilliendahl Viggósdóttir
4
Aðsent

Hildur Lilliendahl Viggósdóttir

Af skað­semi óseðj­andi leið­rétt­inga­þarf­ar karla

Fá­ir hóp­ar rit­skoða sig bet­ur en femín­ist­ar, enda karl­ar sí­fellt að finna hjá sér óstjórn­lega þörf til að leið­rétta eða hrút­skýra fyr­ir kon­um að þær hafi smá rangt fyr­ir sér.
Katrín Ólafsdóttir
5
Aðsent

Katrín Ólafsdóttir

Hvað greið­ir fé­lags­fólk Efl­ing­ar fyr­ir við­ræðuslit­in?

Dós­ent í hag­fræði skrif­ar um kjara­deilu Efl­ing­ar við Sam­tök at­vinnu­lífs­ins.
Flóttafólki vísað á áfangaheimili fyrir fólk með vímuefnavanda
6
Fréttir

Flótta­fólki vís­að á áfanga­heim­ili fyr­ir fólk með vímu­efna­vanda

„Ég er að leigja virk­um fíkl­um og um­sækj­end­um um al­þjóð­lega vernd,“ stað­fest­ir Arn­ar Hjálm­týs­son, for­stöðu­mað­ur áfanga­heim­il­is­ins Betra líf í Vatna­görð­um.
Á að setja leiguþak?
7
Spurt & svarað

Á að setja leigu­þak?

Veg­far­end­ur greina frá af­stöðu sinni til þess hvort setja eigi leigu­þak eða ekki.

Mest lesið í mánuðinum

Mata-veldið: Skattaundanskot og samkeppnisbrot í skjóli ríkisins
1
Úttekt

Mata-veld­ið: Skattaund­an­skot og sam­keppn­is­brot í skjóli rík­is­ins

Mata-systkin­in og fyr­ir­tæki þeirra hafa ít­rek­að ver­ið gerð aft­ur­reka með við­skiptaflétt­ur sem fólu í sér að koma mörg hundruð millj­óna hagn­aði und­an skatti. Á sama tíma og fyr­ir­tæki fjöl­skyld­unn­ar byggja hagn­að sinn á sölu mat­væla und­ir toll­vernd, hafa þau greitt há­ar sekt­ir fyr­ir sam­keppn­is­brot og lagst í ómælda vinnu við að kom­ast und­an því að greiða skatta hér á landi, með við­skiptaflétt­um í gegn­um þekkt skatta­skjól.
Skaupið í hættu eftir að framleiðendur hættu samskiptum
2
FréttirÁtök í Áramótaskaupinu

Skaup­ið í hættu eft­ir að fram­leið­end­ur hættu sam­skipt­um

Leik­stjóri Skaups­ins kvart­aði til RÚV und­an fram­göngu fram­leiðslu­fyr­ir­tæk­is­ins sem gerði ára­móta­s­kaup­ið. Þrýst­ing­ur um að taka Skaup­ið í nýja mið­bæn­um á Sel­fossi, duld­ar aug­lýs­ing­ar og fal­in fjár­hags­áætl­un varð til þess að upp úr sauð. Reynt var að afmá Ölfusár­brú út úr senu, eft­ir að Sig­ur­jón Kjart­ans­son sagði rangt frá um að eng­ar úti­tök­ur hefðu far­ið fram á Sel­fossi.
„Hótuðu því að taka sketsinn úr Skaupinu ef við samþykktum ekki“
3
FréttirÁtök í Áramótaskaupinu

„Hót­uðu því að taka sketsinn úr Skaup­inu ef við sam­þykkt­um ekki“

Söngv­ar­ar sem tóku upp lag­ið í poka at­riði Ára­móta­s­kaups­ins voru snuð­að­ir um greiðslu fyr­ir. Í stað þess að greiða hverj­um og ein­um rúm­ar 50 þús­und krón­ur eins og kjara­samn­ing­ar gera ráð fyr­ir hugð­ust fram­leið­end­ur greiða hverj­um söngv­ara rúm­ar 5.000 krón­ur. Þeg­ar far­ið var fram á að greitt yrði sam­kvæmt taxta hót­uðu fram­leið­end­ur að taka at­rið­ið út úr Skaup­inu.
„Mig langar að búa í íbúð með herbergi“
4
Viðtal

„Mig lang­ar að búa í íbúð með her­bergi“

Tveir dreng­ir hafa ver­ið á ver­gangi ásamt föð­ur sín­um í Reykja­vík frá því síð­asta sum­ar og haf­ast nú við í hjól­hýsi. Fé­lags­ráð­gjafi kom því til leið­ar að þeir fengju að vera þar áfram eft­ir að vísa átti þeim af tjald­svæð­inu í októ­ber. Ax­el Ay­ari, fað­ir drengj­anna, seg­ir lít­ið um svör hjá borg­inni varð­andi hvenær þeir kom­ist í við­un­andi hús­næði. „Þetta er ekk­ert líf fyr­ir strák­ana mína.“
Dæmdur fyrir frelsissviptingu og alvarlega árás: Sagðist hafa verið einmana
5
Fréttir

Dæmd­ur fyr­ir frels­is­svipt­ingu og al­var­lega árás: Sagð­ist hafa ver­ið einmana

Vil­hjálm­ur Freyr Björns­son er mað­ur­inn sem var dæmd­ur fyr­ir vændis­kaup, frels­is­svipt­ingu, al­var­lega lík­ams­árás og kyn­ferð­isof­beldi í des­em­ber. Hann veitti Omega við­tal þar sem hann ræddi með­al ann­ars um árás­ina. „Það kvöld þá framdi ég ljót­asta hlut sem ég hef gert.“
Hrafn Jónsson
6
PistillKjaftæði

Hrafn Jónsson

Strámanna­brenn­an

Vin­sælt um­ræðu­tól hjá yf­ir­völd­um og lobbí­ist­um hags­muna­afla í sam­fé­lag­inu; áhrifa­laus al­menn­ing­ur er alltaf að­al­vanda­mál­ið og þar af leið­andi hlýt­ur hann að vera lausn­in líka.
„Ég lifði í stöðugum ótta“
7
Viðtal

„Ég lifði í stöð­ug­um ótta“

Stund­um er allt í lagi að verða sár og reið, seg­ir Edda Falak, sem var gerð að svartri skessu á þrett­ándagleði ÍBV í Vest­manna­eyj­um og upp­nefnd flak. Skess­an var birt­ing­ar­mynd á því áreiti sem hún hef­ur þurft að þola, líf­láts­hót­an­ir og refsi­að­gerð, sem átti að fel­ast í því að lokka hana inn í sendi­ferða­bíl þar sem hóp­ur karla myndi brjóta á henni.

Mest lesið í mánuðinum

 • Mata-veldið: Skattaundanskot og samkeppnisbrot í skjóli ríkisins
  1
  Úttekt

  Mata-veld­ið: Skattaund­an­skot og sam­keppn­is­brot í skjóli rík­is­ins

  Mata-systkin­in og fyr­ir­tæki þeirra hafa ít­rek­að ver­ið gerð aft­ur­reka með við­skiptaflétt­ur sem fólu í sér að koma mörg hundruð millj­óna hagn­aði und­an skatti. Á sama tíma og fyr­ir­tæki fjöl­skyld­unn­ar byggja hagn­að sinn á sölu mat­væla und­ir toll­vernd, hafa þau greitt há­ar sekt­ir fyr­ir sam­keppn­is­brot og lagst í ómælda vinnu við að kom­ast und­an því að greiða skatta hér á landi, með við­skiptaflétt­um í gegn­um þekkt skatta­skjól.
 • Skaupið í hættu eftir að framleiðendur hættu samskiptum
  2
  FréttirÁtök í Áramótaskaupinu

  Skaup­ið í hættu eft­ir að fram­leið­end­ur hættu sam­skipt­um

  Leik­stjóri Skaups­ins kvart­aði til RÚV und­an fram­göngu fram­leiðslu­fyr­ir­tæk­is­ins sem gerði ára­móta­s­kaup­ið. Þrýst­ing­ur um að taka Skaup­ið í nýja mið­bæn­um á Sel­fossi, duld­ar aug­lýs­ing­ar og fal­in fjár­hags­áætl­un varð til þess að upp úr sauð. Reynt var að afmá Ölfusár­brú út úr senu, eft­ir að Sig­ur­jón Kjart­ans­son sagði rangt frá um að eng­ar úti­tök­ur hefðu far­ið fram á Sel­fossi.
 • „Hótuðu því að taka sketsinn úr Skaupinu ef við samþykktum ekki“
  3
  FréttirÁtök í Áramótaskaupinu

  „Hót­uðu því að taka sketsinn úr Skaup­inu ef við sam­þykkt­um ekki“

  Söngv­ar­ar sem tóku upp lag­ið í poka at­riði Ára­móta­s­kaups­ins voru snuð­að­ir um greiðslu fyr­ir. Í stað þess að greiða hverj­um og ein­um rúm­ar 50 þús­und krón­ur eins og kjara­samn­ing­ar gera ráð fyr­ir hugð­ust fram­leið­end­ur greiða hverj­um söngv­ara rúm­ar 5.000 krón­ur. Þeg­ar far­ið var fram á að greitt yrði sam­kvæmt taxta hót­uðu fram­leið­end­ur að taka at­rið­ið út úr Skaup­inu.
 • „Mig langar að búa í íbúð með herbergi“
  4
  Viðtal

  „Mig lang­ar að búa í íbúð með her­bergi“

  Tveir dreng­ir hafa ver­ið á ver­gangi ásamt föð­ur sín­um í Reykja­vík frá því síð­asta sum­ar og haf­ast nú við í hjól­hýsi. Fé­lags­ráð­gjafi kom því til leið­ar að þeir fengju að vera þar áfram eft­ir að vísa átti þeim af tjald­svæð­inu í októ­ber. Ax­el Ay­ari, fað­ir drengj­anna, seg­ir lít­ið um svör hjá borg­inni varð­andi hvenær þeir kom­ist í við­un­andi hús­næði. „Þetta er ekk­ert líf fyr­ir strák­ana mína.“
 • Dæmdur fyrir frelsissviptingu og alvarlega árás: Sagðist hafa verið einmana
  5
  Fréttir

  Dæmd­ur fyr­ir frels­is­svipt­ingu og al­var­lega árás: Sagð­ist hafa ver­ið einmana

  Vil­hjálm­ur Freyr Björns­son er mað­ur­inn sem var dæmd­ur fyr­ir vændis­kaup, frels­is­svipt­ingu, al­var­lega lík­ams­árás og kyn­ferð­isof­beldi í des­em­ber. Hann veitti Omega við­tal þar sem hann ræddi með­al ann­ars um árás­ina. „Það kvöld þá framdi ég ljót­asta hlut sem ég hef gert.“
 • Hrafn Jónsson
  6
  PistillKjaftæði

  Hrafn Jónsson

  Strámanna­brenn­an

  Vin­sælt um­ræðu­tól hjá yf­ir­völd­um og lobbí­ist­um hags­muna­afla í sam­fé­lag­inu; áhrifa­laus al­menn­ing­ur er alltaf að­al­vanda­mál­ið og þar af leið­andi hlýt­ur hann að vera lausn­in líka.
 • „Ég lifði í stöðugum ótta“
  7
  Viðtal

  „Ég lifði í stöð­ug­um ótta“

  Stund­um er allt í lagi að verða sár og reið, seg­ir Edda Falak, sem var gerð að svartri skessu á þrett­ándagleði ÍBV í Vest­manna­eyj­um og upp­nefnd flak. Skess­an var birt­ing­ar­mynd á því áreiti sem hún hef­ur þurft að þola, líf­láts­hót­an­ir og refsi­að­gerð, sem átti að fel­ast í því að lokka hana inn í sendi­ferða­bíl þar sem hóp­ur karla myndi brjóta á henni.
 • Munaði hársbreidd að Spaugstofan hætti við þátttöku í Skaupinu
  8
  FréttirÁtök í Áramótaskaupinu

  Mun­aði hárs­breidd að Spaug­stof­an hætti við þátt­töku í Skaup­inu

  Spaug­stofu­mönn­um var til­kynnt af fram­leið­end­um Ára­móta­s­kaups­ins að þeir fengju ekki borg­að fyr­ir þátt­töku sína held­ur yrði pen­ing­um veitt til Mæðra­styrksnefnd­ar. Leik­arn­arn­ir leit­uðu til stétt­ar­fé­lags síns vegna þessa. Fram­kvæmda­stjóri stétt­ar­fé­lags­ins seg­ir það hvernig stað­ið var að mál­um „gjör­sam­lega gal­ið“.
 • Jón Trausti Reynisson
  9
  Pistill

  Jón Trausti Reynisson

  Þeg­ar mað­ur verð­ur maðk­ur

  Há­mennt­að­ur, end­ur­kom­inn fjöl­miðla­mað­ur beit­ir kjaft­for­an grín­ista af­mennsk­un.
 • Lífeyrissjóður hefur keypt skuldabréf Ölmu leigufélags fyrir tæpa 3 milljarða
  10
  FréttirLeigufélagið Alma

  Líf­eyr­is­sjóð­ur hef­ur keypt skulda­bréf Ölmu leigu­fé­lags fyr­ir tæpa 3 millj­arða

  Líf­eyr­is­sjóð­ur­inn Festa hef­ur bund­ið fé sjóðs­fé­laga sinna í leigu­fé­lag­inu Ölmu sem tals­vert hef­ur ver­ið fjall­að um á síð­ustu vik­um. Fram­kvæmda­stjóri eign­a­stýr­ing­ar Festu seg­ist skilja að ein­hver kunni að fetta fing­ur út í það en að á sama tíma þurfi að vera til leigu­fé­lög. Hann seg­ir að Festa hafi brýnt Ölmu að sýna hóf gagn­vart við­skipta­vin­um sín­um.

Nýtt efni

Ótti og eftirsjá
Ólafur Páll Jónsson
Pistill

Ólafur Páll Jónsson

Ótti og eft­ir­sjá

Hug­leið­ing­ar um hug­ann, geðs­hrær­ing­ar, ótt­ann og eft­ir­sjána.
Mannasiðir
Bíó Tvíó#222

Mannasið­ir

Andrea og Stein­dór fjalla um mynd Maríu Reyn­dal frá 2018, Mannasiði.
Vill að eldsneytisbirgðir dugi í 90 daga
Fréttir

Vill að eldsneyt­is­birgð­ir dugi í 90 daga

Ráð­herra hef­ur kynnt áform um frum­varp til laga um neyð­ar­birgð­ir eldsneyt­is í sam­ráðs­gátt stjórn­valda.
Verðbólgudraugurinn gengur aftur
Þorvaldur Gylfason
Pistill

Þorvaldur Gylfason

Verð­bólgu­draug­ur­inn geng­ur aft­ur

Verð­bólg­an mæl­ist um þess­ar mund­ir 10% á ári. Hvers vegna? Hvað er til ráða?
Heidelberg hefur þurft að greiða hundruð milljóna í sektir vegna mengunar
FréttirJarðefnaiðnaður í Ölfusi

Heidel­berg hef­ur þurft að greiða hundruð millj­óna í sekt­ir vegna meng­un­ar

Starf­semi þýska sements­fyr­ir­tæk­is­ins Heidel­bergs er um­deild víða um heim. Mann­rétt­inda­sam­tök hafa gagn­rýnt fyr­ir­tæk­ið fyr­ir að starfa á her­numd­um svæð­um, bæði í Palestínu og Vest­ur-Sa­hara. Fyr­ir­tæk­ið hyggst byggja möl­un­ar­verk­smiðju í Þor­láks­höfn þar sem mó­berg verð­ur unn­ið í sement.
Blár punktur undir gráum himni
Bergur Ebbi Benediktsson
PistillKjaftæði

Bergur Ebbi Benediktsson

Blár punkt­ur und­ir grá­um himni

Það sem upp­lýs­ing­ar nú­tím­ans veita okk­ur ekki er ein­mitt ná­kvæm­lega þetta síð­asta: dóm­ur um hvað skipt­ir máli. Sú ábyrgð ligg­ur alltaf á okk­ur sjálf­um.
Hvað er hæfileg neysla?
Fréttir

Hvað er hæfi­leg neysla?

Um­mæli fyrr­ver­andi heil­brigð­is­ráð­herra Dan­merk­ur um hlut­verk áfeng­is, einkum bjórs, hvað sé hæfi­leg neysla og til­gang­ur­inn með neysl­unni, hafa vak­ið mikla at­hygli í Dan­mörku. Ráð­herr­ann fyrr­ver­andi er nú­ver­andi fram­kvæmda­stjóri sam­taka bjór- og gos­fram­leið­enda.
Jörðin eftir 250 milljón ár: Reykjavík í næsta nágrenni við Dakar í Senegal
Flækjusagan

Jörð­in eft­ir 250 millj­ón ár: Reykja­vík í næsta ná­grenni við Dak­ar í Senegal

Fyr­ir 250 millj­ón­um ára voru öll meg­in­lönd Jarð­ar sam­an­kom­in í einni tröllauk­inni heims­álfu sem við köll­um Pangeu. Sú hafði ver­ið við lýði í tæp 100 millj­ón ár og var reynd­ar byrj­uð að trosna svo­lít­ið í sund­ur. Enn liðu þó tug­ir millj­óna ára áð­ur en Pangea klofn­aði end­an­lega í tvær minni risa­álf­ur, Láras­íu og Gondwana­land, sem löngu síð­ar leyst­ust upp í...
Áfengi og kókaín: Banvæn blanda
Aðsent

Helena Líndal Baldvinsdóttir og Hjalti Már Björnsson

Áfengi og kókaín: Ban­væn blanda

Þótt kókaín og áfengi sé hættu­legt hvort fyr­ir sig er kóka­etý­len mun hættu­legra en sam­an­lögð áhrif hinna tveggja fíkni­efn­anna, vara sér­fræð­ing­ar við.
Fiskari eða sjómaður? Orð eru ekki bara orð
Ólína Þorvarðardóttir
Aðsent

Ólína Þorvarðardóttir

Fisk­ari eða sjómað­ur? Orð eru ekki bara orð

Ólína Kjer­úlf Þor­varð­ar­dótt­ir svar­ar grein Ei­ríks Rögn­valds­son­ar þar sem hann fjall­aði um gagn­rýni þeirra sem hafa lát­ið í sér heyra vegna þess að orð­ið „fisk­ari“ var tek­ið upp í lög­gjöf í stað orðs­ins „fiski­mað­ur“.
Hvað þýða róttækar kerfisbreytingar?
Guðrún Schmidt
Aðsent

Guðrún Schmidt

Hvað þýða rót­tæk­ar kerf­is­breyt­ing­ar?

Guð­rún Schmidt, sér­fræð­ing­ur hjá Land­vernd, skrif­ar um kerf­is­breyt­ing­ar á tím­um lofts­lags­vanda. „Breyt­ing­ar sem mann­kyn­ið, sér­stak­lega hinn vest­ræni heim­ur, þarf að fara í eru mikl­ar, rót­tæk­ar og djúp­ar,“ skrif­ar Guð­rún.
„Þetta snýst um það hvernig bæ við ætlum að skilja eftir fyrir börnin okkar“
ViðtalJarðefnaiðnaður í Ölfusi

„Þetta snýst um það hvernig bæ við ætl­um að skilja eft­ir fyr­ir börn­in okk­ar“

Þýska sements­fyr­ir­tæk­ið Heidel­berg vill byggja verk­smiðju sem er á stærð við fyr­ir­hug­að­an þjóð­ar­leik­vang inni í miðri Þor­láks­höfn. Fram­kvæmd­in er um­deild í bæn­um og styrk­veit­ing­ar þýska Heidel­bergs til fé­laga­sam­taka í bæn­um hafa vak­ið spurn­ing­ar um hvort fyr­ir­tæk­ið reyni að kaupa sér vel­vild. Bæj­ar­full­trú­inn Ása Berg­lind Hjálm­ars­dótt­ir vill ekki að Þor­láks­höfn verði að verk­smiðju­bæ þar sem mó­berg úr fjöll­um Ís­lands er hið nýja gull.

Mest lesið undanfarið ár

 • Lýsir andlegu ofbeldi fyrrverandi sem hótaði að dreifa nektarmyndum
  1
  Eigin Konur#71

  Lýs­ir and­legu of­beldi fyrr­ver­andi sem hót­aði að dreifa nekt­ar­mynd­um

  Edda Pét­urs­dótt­ir grein­ir frá and­legu of­beldi í kjöl­far sam­bands­slita þar sem hún sætti stöð­ugu áreiti frá fyrr­ver­andi kær­asta sín­um. Á fyrsta ár­inu eft­ir sam­bands­slit­in bár­ust henni fjölda tölvu­pósta og smá­skila­boða frá mann­in­um þar sem hann ým­ist lof­aði hana eða rakk­aði nið­ur, krafð­ist við­ur­kenn­ing­ar á því að hún hefði ekki ver­ið heið­ar­leg í sam­band­inu og hót­aði að birta kyn­ferð­is­leg­ar mynd­ir og mynd­bönd af henni ef hún færi ekki að vilja hans. Edda ræð­ir um reynslu sína í hlað­varps­þætt­in­um Eig­in Kon­ur í um­sjón Eddu Falak og í sam­tali við Stund­ina. Hlað­varps­þætt­irn­ir Eig­in Kon­ur verða fram­veg­is birt­ir á vef Stund­ar­inn­ar og lok­að­ir þætt­ir verða opn­ir áskrif­end­um Stund­ar­inn­ar.
 • Jón Baldvin við nemanda: „Viltu hitta mig eftir næsta tíma“
  2
  Rannsókn

  Jón Bald­vin við nem­anda: „Viltu hitta mig eft­ir næsta tíma“

  Fimmtán ára stúlka í Haga­skóla hélt dag­bók vor­ið 1970 þar sem hún lýs­ir kyn­ferð­is­leg­um sam­skipt­um við Jón Bald­vin Hanni­bals­son sem þá var 31 árs gam­all kenn­ari henn­ar. Í bréfi sem hann sendi stúlk­unni seg­ist hann vilja stinga af frá öllu og liggja í kjöltu henn­ar.
 • Óttaðist fyrrverandi kærasta í tæpan áratug
  3
  Fréttir

  Ótt­að­ist fyrr­ver­andi kær­asta í tæp­an ára­tug

  Edda Pét­urs­dótt­ir seg­ist í rúm níu ár hafa lif­að við stöð­ug­an ótta um að fyrr­ver­andi kær­asti henn­ar myndi láta verða af ít­rek­uð­um hót­un­um um að dreifa kyn­ferð­is­leg­um mynd­bönd­um af henni, sem hann hafi tek­ið upp án henn­ar vit­und­ar með­an þau voru enn sam­an. Mað­ur­inn sem hún seg­ir að sé þekkt­ur á Ís­landi hafi auk þess áreitt hana með stöð­ug­um tölvu­póst­send­ing­um og smá­skila­boð­um. Hún seg­ir lög­reglu hafa latt hana frá því að til­kynna mál­ið.
 • Fylgdi móður sinni í einkaflugvél
  4
  Eigin Konur#75

  Fylgdi móð­ur sinni í einka­flug­vél

  Ragn­heið­ur er að­eins 15 ára göm­ul en hún fór með mömmu sinni til Nor­egs með einka­flug­vél að sækja bræð­ur sína. Sam­fé­lags­miðl­ar gera börn­um kleift að tjá sig op­in­ber­lega og hef­ur Ragn­heið­ur ver­ið að segja sína sögu á miðl­in­um TikT­ok. Hún tal­ar op­in­skátt um mál­ið sitt eft­ir að barna­vernd og sál­fræð­ing­ur brugð­ust henni. Hvenær leyf­um við rödd barna að heyr­ast? Í þessu við­tali seg­ir Ragn­heið­ur stutt­lega frá því sem hún er nú þeg­ar að tala um á TikT­ok og hver henn­ar upp­lif­un á ferða­lag­inu til Nor­egs var.
 • Fjölskyldan flakkaði milli hjólhýsa og hótela: Gagnrýnir að barnavernd skyldi ekki grípa fyrr inn í
  5
  Eigin Konur#82

  Fjöl­skyld­an flakk­aði milli hjól­hýsa og hót­ela: Gagn­rýn­ir að barna­vernd skyldi ekki grípa fyrr inn í

  „Ég byrj­aði alla morgna á að spyrja hvert ég ætti að koma eft­ir skóla, því mað­ur vissi aldrei hvar mað­ur myndi vera næstu nótt,“ seg­ir Guð­rún Dís sem er 19 ára. Í við­tali við Eig­in Kon­ur seg­ir hún frá upp­lif­un sinni af því að al­ast upp hjá móð­ur með áfeng­is­vanda. Hún seg­ir að líf­ið hafa breyst mjög til hins verra þeg­ar hún var 12 ára því þá hafi mamma henn­ar byrj­að að drekka. Þá hafi fjöl­skyld­an misst heim­il­ið og eft­ir það flakk­að milli hjól­hýsa og hót­ela. Guð­rún Dís vildi segja frá sinni hlið mála eft­ir að móð­ir henn­ar op­in­ber­aði sögu sína á YouTu­be. Guð­rún Dís hef­ur lok­að á öll sam­skipti við hana. Guð­rún seg­ir að þó mamma henn­ar glími við veik­indi eigi hún ekki að bera ábyrgð á henni. Hún gagn­rýn­ir starfs­fólk barna­vernd­ar fyr­ir að hafa ekki grip­ið inn í miklu fyrr. Ábyrgð­ar­mað­ur og rit­stjóri Eig­in kvenna er Edda Falak.
 • Þar sem ósýnilega fólkið býr í borginni
  6
  Viðtal

  Þar sem ósýni­lega fólk­ið býr í borg­inni

  „Þetta var ör­ugg­asti stað­ur­inn minn,“ seg­ir Alma Lind Smára­dótt­ir þeg­ar hún opn­ar inn í ruslageymslu í bíla­kjall­ara í Reykja­vík. Þarna bjó hún hluta þeirra þriggja ára sem hún þvæld­ist um göt­ur bæj­ar­ins. Borg­in sést í öðru ljósi þeg­ar hún er séð með aug­um heim­il­is­lausra, ósýni­lega fólks­ins, þeirra sem flest­ir líta fram hjá eða hrekja burt. Ít­ar­legt og einlgæt við­tal við Ölmu Lind birt­ist í 162. tölu­blaði Stund­ar­inn­ar og má lesa í heild á slóð­inni: htt­ps://stund­in.is/grein/16051/
 • Lifði af þrjú ár á götunni
  7
  Viðtal

  Lifði af þrjú ár á göt­unni

  Alma Lind Smára­dótt­ir end­aði á göt­unni eft­ir að hún missti son sinn frá sér. Þar þvæld­ist hún um í þrjú ár með sár sem náðu aldrei að gróa. Þeg­ar hún varð barns­haf­andi á ný mætti barna­vernd á fæð­ing­ar­deild­ina og fór fram á að hún myndi af­sala sér barn­inu.
 • „Hann hefur ekki beðist afsökunar“
  8
  Fréttir

  „Hann hef­ur ekki beðist af­sök­un­ar“

  Tón­list­ar­mað­ur­inn Auð­unn Lúth­ers­son, sem kall­ar sig Auð­ur, hef­ur við­ur­kennt að hafa far­ið „yf­ir mörk“ í sam­skipt­um við kon­ur. Kon­ur lýsa ágengni og meið­andi fram­komu sem hann hafi aldrei axl­að ábyrgð á.
 • Helga Sif og Gabríela Bryndís
  9
  Eigin Konur#80

  Helga Sif og Gabrí­ela Bryn­dís

  Helga Sif stíg­ur nú fram í við­tali við Eig­in kon­ur eft­ir að barns­fað­ir henn­ar birti gerð­ar­dóm í for­sjár­deilu þeirra og nafn­greindi hana og börn­in á Face­book. Helga Sif og börn­in hafa lýst and­legu og kyn­ferð­is­legu of­beldi föð­ur­ins og börn­in segj­ast hrædd við hann. Sál­fræð­ing­ar telja hann engu að síð­ur hæf­an fyr­ir dómi. Nú stend­ur til að færa 10 ára gam­alt lang­veikt barn þeirra til föð­ur­ins með lög­reglu­valdi. Gabrí­ela Bryn­dís er sál­fræð­ing­ur og einn af stofn­end­um Lífs án of­beld­is og hef­ur ver­ið Helgu til að­stoð­ar í mál­inu. Ábyrgð­ar­mað­ur og rit­stjóri Eig­in kvenna er Edda Falak.
 • Kári svarar færslu Eddu um vændiskaupanda: „Ekki verið að tala um mig“
  10
  Fréttir

  Kári svar­ar færslu Eddu um vændis­kaup­anda: „Ekki ver­ið að tala um mig“

  Kári Stef­áns­son seg­ist ekki vera mað­ur­inn sem Edda Falak vís­ar til sem vændis­kaup­anda, en seg­ist vera með tár­um yf­ir því hvernig kom­ið sé fyr­ir SÁÁ. Hann hafi ákveð­ið að hætta í stjórn sam­tak­anna vegna að­drótt­ana í sinn garð. Edda seg­ist hafa svar­að SÁÁ í hálf­kær­ingi, enda skuldi hún eng­um svör.